Morgunblaðið - 15.11.2008, Side 18
18 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
TOGARINN Venus kom til hafnar í Reykjavík í
gær eftir 40 daga túr í Barentshafið. Aflabrögðin
voru mjög góð og veður hagstætt til veiða.
Að sögn Guðmundar Jónssonar, skipstjóra á
Venusi, eru þeir með 370 tonn af unnum fiski eft-
ir túrinn. Alls komu 850 tonn upp úr sjó og var
aflinn nær allt þorskur. Einnig veiddust 60 tonn
af ýsu. Að sögn Guðmundar var þetta góður milli-
fiskur.
„Þegar við lögðum af stað í túrinn hefði verð-
mæti þessa afla verið 230 milljónir en nú þegar
við snúum til baka hefur verðmætið minnkað um
20 milljónir vegna lækkandi afurðaverðs á erlend-
um mörkuðum,“ segir Guðmundur. Hann segir að
afurðaverðið hafi verið að hrynja erlendis vegna
efnahagskreppunnar og samdráttar í fiskneyslu
og íslenskar útgerðir og sjómenn finni fyrir því.
„Lækkandi gengi krónunnar hefur ekki náð að
vinna upp lækkandi afurðaverð erlendis,“ segir
Guðmundur. Venus var á veiðum á nússnesku haf-
svæði norður undir Novoya Zemlya. Tók siglingin
fram og til baka 12 daga. Alls var skipið á veiðum
í 26 daga. Að sögn Guðmundar hefur ekki áður
verið jafngóð veiði að haustlagi á þessum slóðum.
Venus heim úr Bar-
entshafi með 370 tonn
Lækkun krónunnar vegur ekki upp lækkandi afurða-
verð á heimsmarkaði Einn túr og svo kemur jólafrí
Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson
Komnir heim Skipverjarnir á Venusi voru að vonum glaðir þegar þeir komu til hafnar í Reykjavík í gær eftir
40 daga túr í Barentshafið. Nú bíður þeirra einn túr á heimamiðum en svo fá þeir langþráð jólafrí.
Í HNOTSKURN
»Venus er 1.779 brúttótonn og var smíðaðurá Spáni árið 1973. Bæjarútgerð Hafn-
arfjarðar lét byggja skipið en HB Grandi gerir
það út núna.
»Guðmundur Jónsson hefur verið skipstjóri áVenusi frá byrjun, eða í 35 ár.
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
HERMANN Oskarsson, hag-
stofustjóri Færeyinga, segir alla
geta unnið sig út úr kreppu, því fyr-
irbærið sé ætíð tímabundið, en verk-
efnið vissulega sársaukafullt og taki
langan tíma. Ekki sé sérlega upp-
lífgandi að þurfa að segja fólki slíkt
en staðreyndin sé sú.
Hagstofustjórinn færeyski heldur
tölu á morgunfundi á Grand hóteli á
mánudaginn, þar sem hann segir frá
reynslu Færeyinga er þeir lentu í
efnahagslegri holskeflu árið 1992
með þeim afleiðingum að þjóðlífið
hrundi nánast til grunna. Íbúum
fækkaði úr 48.000 í 43.000 en eru nú
orðnir heldur fleiri en fyrir krepp-
una. Það telur Hermann sjö til átta
þúsund manns færra en eyjaskeggj-
ar væru hefði hún ekki skollið á.
Fjórðungur vinnandi fólks í Fær-
eyjum varð atvinnulaus á sínum
tíma og fjöldi fyrirtækja og fjöl-
skyldna varð gjaldþrota.
„Það sem ég mun segja er aðal-
lega tvennt,“ sagði Hermann í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
Í fyrsta lagi: „Það að komast út úr
kreppu er mjög sársaukafullt og það
tekur langan tíma. Borga þarf allar
uppsafnaðar skuldir; þær hverfa
ekki heldur þarf að greiða hverja
einustu krónu til baka. Að auki þarf
að skera niður fjárfestingar og ýms-
an kostnað.“
Nú eru liðinn rúmlega hálfur ann-
ar áratugur síðan kreppan skók
Færeyjar og telur Hermann líklegt
að 20 ár taki frá þeim tíma að koma
ástandinu þar í samt horf.
„Það er ekki sérlega gaman að
þurfa að segja fólki svona nokkuð en
þetta er einfaldlega hin ískalda stað-
reynd málsins.“
Í öðru lagi nefnir Hermann alvar-
leg mistök sem Færeyingar gerðu
og varar Íslendinga mjög við: „Við
hugsuðum ekki nógu mikið um fólkið
í landinu heldur var áherslan lögð á
að bjarga fjármagni og fyrirtækjum.
Það varð til þess að fólk flutti úr
landi í stórum stíl en þið verðið að
koma í veg fyrir slíkt, því ef svo
margir flytja í burtu verður skellur
þjóðarbúsins miklu verri en ella.“
Hermann leggur áherslu á að ekki
sé hægt að gera allt og því verði að
forgangsraða. „Að mínu mati er
mikilvægast í fyrstu að aðstoða fólk
sem er í vandræðum vegna skulda.“
Alls ekki má gleyma því að hugsa um fólkið í landinu, segir hagstofustjóri Færeyja Ekki hægt að
gera allt og því mikilvægt að forgangsraða Verðið að leggja áherslu á að koma í veg fyrir fólksflótta
„Sársaukafullt og tímafrekt“
Morgunblaðið/Kristinn
Færeyjar Hermann Oskarsson hagstofustjóri segir Íslendinga margt geta
lært af Færeyingum í núverandi kreppu. Næstu mánuðir verði erfiðir.
STJÓRN Faxaflóahafna sf. sam-
þykkti á fundi sínum í gærmorgun
viljayfirlýsingu um lóð undir net-
þjónabú á Grundartanga til fyrir-
tækisins Greenstone.
Lóðin yrði um 80 þúsund fermetr-
ar og yrði mjög áhugaverð og mik-
ilvæg viðbót við starfsemina á
Grundartanga ef af verður, segir í
tilkynningu frá Faxaflóahöfnum.
Fyrirtækið Greenstone hefur áður
komið víða við í leit sinni að sama-
stað og í því augnamiði undirritað
ekki færri en fimm viljayfirlýsingar
við jafnmörg sveitarfélög. Sveitar-
félögin eru Fljótsdalshérað, Fjalla-
byggð, Skeiða- og Gnúpverjahrepp-
ur og sveitarfélagið Ölfus.
Lagning nýs ljósleiðara til Banda-
ríkjanna er forsenda þess að net-
þjónabú verði byggð hér á landi, að
mati talsmanna Greenstone. Kostn-
aður við slíkan streng er áætlaður
um 12 milljarðar króna. Miðað er við
50 þúsund fermetra byggingu í vilja-
yfirlýsingu Greenstone og sveitarfé-
laganna og raforkuþörfin er áætluð
allt að 50 MW. Talið er að slíkt bú
gæti skapað 20 ný störf og 20 afleidd
störf fyrir viðkomandi sveitarfélag.
Til greina kemur að fleiri en eitt
netþjónabú rísi hérlendis.
sisi@mbl.is
Green-
stone kem-
ur víða við
Fær vilyrði fyrir lóð
á Grundartanga
Höfn | Nýheimar –
þekkingarsetur á
Höfn í Hornafirði
hafa fengið viður-
kenningu fyrir
framúrskarandi
uppbyggingu at-
vinnugreinarinn-
ar almennt og í
uppbyggingu fyr-
irtækja í ferða-
þjónustu. Pétur
Reimarsson, formaður stjórnar
Ferðamálasamtaka Íslands, afhenti
verðlaunin á uppskeruhátíð ferða-
þjónustunnar sem haldin var í
tengslum við ráðstefnuna „Atvinnulíf
og nýsköpun við lendur Vatnajökuls“.
Pétur sagði í ræðu sinni við af-
hendinguna að viðurkenningin væri í
raun veitt öllum þeim aðilum innan
Nýheima sem annars vegar með
markvissu samstarfi sín á milli og
hins vegar með öflugu og vaxandi
samstarfi við fyrirtæki í ferðaþjón-
ustu, matvælum og menningu sem og
áhugasama og atorkumikla einstak-
linga og frumkvöðla, hafa skotið nýj-
um sterkum stoðum undir rekstur
ferðaþjónustu í Ríki Vatnajökuls.
Fyrirtæki sem eru með starfsemi í
Nýheimum eru: Nýsköpunarmiðstöð
Íslands, Háskólasetur Íslands, Matís
ohf, Þekkingarnet Austurlands,
Framhaldsskólinn í Austur-Skafta-
fellssýslu, Menningarmiðstöð Horna-
fjarðar, Ríki Vatnajökuls ehf, Vatna-
jökulsþjóðgarður og Búnaðar-
samband Suðurlands. Auk þessara
hafa fjölmörg fyrirtæki og verkefni
haft þar aðstöðu.
Nýheimar
fengu
verðlaun
Verðlaun Hús Ný-
heima í Hornafirði.
Framúrskarandi upp-
bygging fyrirtækja
STEFNT er að stofnun nýs stjórn-
málaflokks hér á landi, Framfara-
flokksins, á næstu dögum.
„Þetta verður lýðræðissinnaður
flokkur fyrir fólkið í landinu. Við ætl-
um að hlusta á fólkið í landinu og
hjálpa fólkinu í landinu,“ segir Einar
Árnason, talsmaður undirbúnings-
nefndar fyrir stofnun Framfara-
flokksins, en stefnt er að þátttöku í
kosningum til Alþingis við fyrsta
tækifæri. Auk hans hefur Sturla
Jónsson atvinnubílstjóri unnið að
stofnun flokksins en Sturla varð
þjóðþekktur í mótmælum bílstjóra.
Nýr stjórn-
málaflokkur
STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for-
maður VG, ávarpaði færeyska þingið
í gær og þakkaði fyrir hönd Íslend-
inga þann „hlý-
hug og rausnar-
skap sem íslenska
þjóðin metur
óendanlega mik-
ils,“ eins og hann
sagði. „Mér finnst
oft að við Íslend-
ingar mættum
vera okkur betur
meðvitaðir um
það hverjir eru
okkar næstu nágrannar, hverjir eru
okkar traustustu bandamenn og
hverjir eru okkur skyldastir og
hverjir reynast okkur best, alltaf
þegar erfiðleikar berja að dyrum hjá
okkur, það er bræðraþjóðin suðaust-
an við okkur í Atlantshafinu, Fær-
eyingar,“ sagði Steingrímur.
Þakkaði
Færeyingum
Steingrímur J.
Sigfússon