Morgunblaðið - 15.11.2008, Side 48

Morgunblaðið - 15.11.2008, Side 48
48 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008 ÉG HEF eins og aðrir lands- menn fylgst af áhuga með mál- efnum lands og þjóðar, og hef ég ekki haft mig mikið í frammi hvorki í fjölmiðlum eða stjórnmálum. Ekki er það ætlun mín með skrifum þess- um að skilgreina ástæður kreppunnar eða hverjum er um að kenna. Það hafa aðrir gert af miklum eldmóð. Hins vegar hefur farið minna fyrir umræðunni um það hvernig við bregðumst við þessum stærsta efnahagsvanda sem þjóðin hefur sennilega glímt við í langan tíma. Ég hef beðið óþreyjufullur eftir einhverri heildstæðri áætlun stjórnvalda þannig að forða megi fjölskyldum og fyrirtækum landsins frá þroti, mjög brýnt er að strax verði kynnt víðtæk og öflug aðgerðaáætlun þar sem allir leggja sitt af mörkum til að byggja upp efnahag landsins á nýjan leik. Ég hef tekið saman tillögur að aðgerðum sem ég ætla að leyfa mér að birta hér en þær eru svo- hjóðandi: 1. Lækka öll laun í landinu þannig að þeir sem hafa kr. 600.000 á mánuði lækka um 5%, þeir sem hafa kr. 800.000 á mánuði lækka um 7% og þeir sem hafa kr. 1.000.000 og hærra lækki um 10%. Kjörið væri að byrja á forseta lýðveldisins, ráð- herrum og þingmönnum. Sama gildir um þá sem þiggja lífeyrisgreiðslur sem eru í ofangreindum launaflokkum. Gerð eftirlaunaframvarps þarf að ljúka sem fyrst. Spara má milljarða með þessum aðgerðum auk þess sem fordæmi þeirra mun skapa virðingu erlendis og einnig meðal þegna landsins. Þetta væri tímabundin aðgerð, t.d. í eitt til tvö ár. 2. Auka þarf þorksveiðikvóta um 25-30.000 tonn sem færi á leigumarkað. Einnig þyrfti að hækka aflamark í öðrum fisktegundum. Þetta þarf að gera strax. 3. Gefa út yfirlýsingu um aðild að ESB og upp- töku evru um leið og þess er kostur, með fyr- irvara um að samningar náist um auðlindir Ís- lands. Þetta reyndist t.d. Finnum vel og því er brýnt að hefja strax undirbúning 4. Fara að dæmi Reykjavíkurborgar, þannig að ríki og sveitarfélög taki langtímalán og hefji undirbúning á viðhaldsfrekum framkvæmdum til að spyrna við atvinnuleysi í viðkomandi sveit- arfélögum. 5. Ljúka samningum við Norðurál um bygg- ingu 4x90.000 tonna álvers í Helguvík og aðstoða Norðurál við fjármögnun álversins þannig að vinna geti hafist þar sem fyrst. Þetta myndi tryggja vinnu við uppbyggingu álversins til 2013. Tryggja þarf álverinu næga orku. Reyna með öll- um ráðum að ná samningum um byggingu álvers á Bakka, hefja umræður um lausn á þeim málum hið fyrsta. Greiða þarf fyrir stækkun álvers í Straumsvík strax. Til að af þessu geti orðið þarf að tryggja meiri raforku, því væri brýnt að virkja efri hluta Þjórsár á tveimur stöðum. Mál þetta er vel á veg komið og nánast hægt að hefja fram- kvæmdir fljótlega. Til að álver á Bakka geti risið þarf að halda áfram virkjun Kröflu og Þeista- reykja. Mikilvægt er að umhverfismálaráðherra dansi í takt við nýja tíma og reyni að greiða fyrir málum, ekki að flækja þau meira en þörf krefur. 6. Festa vísitöluna í 8% á ársgrundvelli til að koma til móts við fólk þannig að það missi ekki heimili sín eða verði fyrir stórfelldu eignatjóni, einnig til að tryggja fyrirtækjum í landinu nauð- synleg rekstrarskilyrði. Lífeyrissjóðir og bankar verða fyrir tapi vegna þessa en við skulum átta okkur á því að lífeyrissjóðir eru eign fólksins í landinu, og því brýnt að þeir komi að málum eins og allir aðrir. Þessi ráðstöfun yrði tímabundin, t.d. eitt ár. 7. Lækka stýrivexti strax í 6%. Stýrivextir eru nú 18%, rökin eru að þetta hafi verið nauðsynlegt til að styrkja krónuna og halda gjaldeyri í land- inu. Staðreyndin er sú að þótt stýrivextir verði 30% mundi það ekki laða að fjárfesta til að kaupa krónuna eins og staðan er nú, en við fáum stað- festingu mjög fljótlega hvort þessi stýravaxta- hækkun skili því sem til er ætlast. Nær væri eins og áður sagði að hafa stýrivexti 6% en skatt- leggja þá mjög hátt sem ætla með gjaldeyri úr landi, t.d. 35% og halda þannig gjaldeyrinum hér heima. Seðlabankinn, Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn og ríkisvaldið þurfa að vinna að heild- stæðri áætlun um gjaldeyrismálin. 8. Skattleggja alla munaðarvöru sem flutt er inn til landsins mjög hátt. 9. Umfram allt að styrkja og styðja þau fyr- irtæki sem nú eru starfrækt, og tryggja þeim eðlilegan aðgang að fjármálaþjónustu og lánum þannig að þau geti verið starfhæf áfram. 10. Einnig þarf að vinna áfram að nýsköpun og styðja sprotafyrirtæki eins og hægt er samhliða þessum aðgerðum, þó er ljóst að þar er um lang- tímaverkefni að ræða. 11. Björgólfur Thor, Jón Ásgeir og aðrir stærstu hluthafar bankanna sem féllu, staðhæfa að eignir bankanna erlendis séu meira virði en skuldir þeirra. Ráð væri að þeir keyptu þessar eignir fyrir skuldirnar og myndu þannig létta á skuldum þjóðarinnar og leggja þannig sitt af mörkum í þeirri baráttu sem framundan er. Kæru landar, ég skrifa til ykkar sem Íslend- ingur, ég hef óbilandi trú á bæði landi okkar og þjóð. Það er mjög mikilvægt að allir leggi sitt af mörkum í þeirri baráttu sem framundan er. Það er verkefni ríkisstjórnar Íslands að leiða þjóðina fram á veginn í þeirri baráttu, það er kominn tími til að einhver aðgerðaáætlun verði lögð fyrir þjóðina strax. Þegar það gerist þá getum við haf- ið uppbyggingar- og endurreisnarstarfið. Hefjumst handa Halldór Karl Ragnarsson, framkvæmda- stjóri Húsaness ehf., Reykjanesbæ. GUNNAR Smári Egilsson stundar hvítþvott hér á síðum Morgunblaðsins með daglegum greinum. Hann titlar sig blaða- mann en hefur þverbrotið skráð- ar og óskráðar siðareglur blaða- manna í þjónustu Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar. Á miðju sumri 2002 stofnuðu Gunnar Smári Egilsson og Ragnar Tómasson lögfræðingur einkahlutafélagið Frétt ehf. og keyptu rekstur Fréttablaðsins sem hafði komist í þrot undir stjórn Gunnars Smára. Þeir voru leppar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem þá var forstjóri Baugs. Viðskiptahugmynd Jóns Ásgeirs var að láta verslanir í eigu Baugs kaupa auglýsingar í Fréttablaðinu til að festa blaðið í sessi. Baugur var almenningshlutafélag á þessum tíma og óeðlilegt, ef ekki ólöglegt, að forstjóri Baugs myldi undir einkafyrirtæki sitt. Eftir því sem Fréttablaðinu óx ás- megin varð Jóni Ásgeiri hugleikn- ara að nota útgáfuna til að jafna um Davíð Oddsson forsætisráðherra. Davíð hafði gagnrýnt matvöruversl- anir fyrir að lækka ekki vöruverð þegar gengi krónunnar hækkaði. Á Alþingi í janúar 2002 sagði Davíð í utandagskrárumræðum að til greina kæmi að skipta upp Baugi ef fyrirtækið misnotaði markaðs- ráðandi stöðu sína. Jón Ásgeir tók gagnrýninni illa. Hreinn Loftsson stjórnarformaður var sendur á fund Davíðs. Þeir hitt- ust í London. Forstjóri Baugs beit það í sig að forsætisráðherra stæði á bak við húsrannsóknina haustið áð- ur. Honum fannst óhugsandi að lög- reglan tæki Baug til rannsóknar án beinna fyrirskipana frá forsætisráð- herra. Dagskrárvaldi Fréttablaðs- ins, sem Jón Ásgeir stýrði án þess að almenningur vissi að hann ætti blað- ið, skyldi beitt á forsætisráðherra. Veturinn 2003 varð til áætlun hjá Jóni Ásgeiri og Gunnari Smára rit- stjóra um að binda enda á pólitískan feril Davíðs en þingkosningar voru þá um vorið. Fyrir kosningar eru stjórnmálamenn hvað veikastir fyr- ir. Ef tekst að draga trúverðugleika og heilindi stjórnmálamanns í efa skömmu fyrir kosningar stendur hann höllum fæti. Í hita kosninga- baráttunnar er snúið að vinda ofan af rangfærslum og blekkingum. Í aðdraganda kosninganna fengu Baugsmenn góðan liðstyrk frá for- sætisráðherraefni Samfylking- arinnar, Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur. Í svonefndri Borgarnesræðu tók hún málstað Baugs og gaf sterk- lega til kynna að málefnalegar ástæður lægju ekki að baki rann- sókn lögreglu- og skattyfirvalda á fyrirtækinu. Hinn 1. mars 2003 birtist fjögurra dálka forsíðufyrirsögn á Frétta- blaðinu: Óttuðust afskipti forsætis- ráðherra. Í opnufrétt inni í blaðinu er sagt að Davíð Oddsson hafi vitað um Jón Gerald Sullenberger áður en hann kærði Baug og gefið til kynna að Davíð hafi staðið á bak við aðför yfirvalda að fyrirtækinu. Tölvupóstar á milli yfirmanna Baugs og ljósrit úr fundargerðum birtust á síðum Fréttablaðsins til að renna stoðum undir fréttina. Fund- ur Hreins Loftssonar og Davíðs í London árið áður var kallaður „leynifundur“ til að blása saknæmi í fréttina. Vitnað var í Jón Ásgeir og var hann eina munnlega heimildin sem getið var um í fréttinni. „Jón Ásgeir sagði við Fréttablaðið að hann gæti staðfest það eitt að Hreinn hefði gert stjórn Baugs grein fyrir fundinum með Davíð þar sem Jón Gerald Sullenberger hefði borið á góma.“ Orðalagið „staðfest það eitt“ átti að gefa til kynna að Jón Ásgeir hefði mest lítið komið nálægt vinnslu fréttarinnar og hann væri aðeins heimildarmaður úti í bæ. Til að blekkja lesendur enn frekar stóð í niðurlagi fréttarinnar að „Hreinn Loftsson vildi í samtali við Frétta- blaðið í gær ekkert tjá sig um þessi mál“. Jón Ásgeir er eini maðurinn sem hafði aðgang að gögnum Baugs og átti beina aðild að fréttinni með því að til hans var vitnað. Síðar kom í ljós, í hádegisfréttum RÚV hinn 4. mars, að Hreinn Loftsson var einnig heimildarmaður blaðsins. Tveir stjórnarmenn í almennings- hlutafélaginu Baugi, Þorgeir Bald- ursson og Guðfinna Bjarnadóttir, sögðu í fjölmiðlum að trún- aðarbrestur hefði orðið og sögðu sig úr stjórninni. Með afsögn sinni sendu þau skýr skilaboð um að Jón Ásgeir bæri ábyrgð á trún- aðarbrestinum. Í Fréttablaðinu 2. maí 2003 var loks tilkynnt hverjir væru eigendur útgáfufélagsins. Auk leppanna tveggja, Gunnars Smára ritstjóra og Ragnars Tómassonar, áttu félag- ið Jón Ásgeir, konan hans Ingibjörg Pálmadóttir og Jóhannes faðir hans, Árni Hauksson og viðskipta- félaginn Pálmi Haraldsson. Það var engin tilviljun að eignarhaldið var upplýst á sama tíma og Baugur var afskráður sem almenningshluta- félag. Gunnar Smári var viljugt verk- færi Jóns Ásgeirs til óþurftarverka sem enginn heiðvirður blaðamaður myndi leggja nafn sitt við. Gunnar Smári blaðamaður Páll Vilhjálmsson blaðamaður ÞAÐ FÓR eins og maður bjóst við. Íslendingar fengu ekki sæti í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna. Enda má segja: Hvað hefur þjóð eins og okkar að gera þangað sem ekki höndlar sín eigin efnahags- og bankamál? Samfylkingin veðjaði þarna á rangan hest. En batnandi fólki er best að lifa. Það hendir okk- ur öll að veðja á rangan hest. Um leið og ég býð Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur velkomna heim frá Bandaríkunum þá vil ég óska henni alls góðs og fulls bata. Ég veit af fenginni reynslu að hún mun sjá nýja möguleka á skákborði stjórnmálanna. En ég vil gefa henni nokkur góð ráð. Nýtum nú sendiráðin okkar á Norðurlöndum og meginlandi Evr- ópu í samvinnu við háskólana okkar til að kortleggja samkeppnisstöðu atvinnuvega okkar. Biðjum einn skólann um landbúnaðarmál, annan um innlendan iðnað og þann þriðja um sjávarútvegs- og stóriðjumál. Í þessar skýrslur mætti líka setja mat á samkeppnishæfni í Evrópusam- bandinu eða utan þess. Stefnum að því að opinbera þessar skýrslur á vordögum. Nýtum nú allt það unga, já og miðaldra fólk sem er við nám í háskólum landsins. Nú ríður mikið á að atvinnuvegir okkar fái sann- gjarna málsmeðferð og fái sambæri- leg starfsskilyrði og í nágrannalönd- unum. Einnig er mikilsvert að landbúnaðurinn okkar fái sann- gjarna forgjöf. Mér finnst vanta talsvert upp á það. Beinum nú kröft- unum inn á við. Um kristilegt sið- gæði vil ég segja þetta: Kröftugi menntamálaráðherrann, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fór mikinn í þinginu síðasta vetur að afmá kristi- lega fræðslu úr námsskrám skól- anna. En ég vil bara benda henni á að það er einmitt styrkur þjóð- arinnar á tímum eins og eru núna að eiga nóg af umburðarlyndi og kristi- legu siðgæði. Um einkavæðingu bankanna vil ég segja þetta: Þar voru mikil mis- tök gerð og bönkunum hleypt allt of langt. Það hefði algjörlega þurft að aðskilja innlenda og erlenda starf- semi bankanna. Eins og venjulega eru það sak- lausir viðskiptavinir bankanna sem blæðir og að sjálfsögðu skattborg- arar þessa lands. Það þarf nú svolít- ið til að reita breska ljónið til reiði. Við förum ekki bara með græðgis- hramminn inn í breskt samfélag og segjumst svo ekki borga. Nú þurfum við Íslendingar að vanda okkur við uppbyggingu bankakerfisins. Tryggja þarf jafnrétti kynjanna í stjórnunarstöðum og passa að kerfið sé gegnsætt og að eignatengsl séu með eðlilegum hætti. Ofurlaun verða að heyra liðinni tíð. Við megum ekki missa bankana aftur á altari græðgisvæðingarinnar. Alþingi Íslendinga ber hérna mikla ábyrgð. Alþingi verður að semja nýjar reglur svo að svona stórslys komi ekki fyrir aftur. Ís- lendingar verða að ná mannorði sínu aftur á erlendri grund. Hvað finnst þér? Góð ráð til Ingibjargar Sólrúnar Sveinn Halldórsson, formaður Framsókn- arfélags Hafnarfjarðar. MEÐ þeirri óvissu sem ríkir nú um fram- vindu efnahagsmála eykst óöryggi meðal fólks og framtíðin virð- ist óljós og ógnvænleg. Slíkar kringumstæður, eins og margt gott fólk hefur bent á að undan- förnu, bjóða upp á of- beldisfull viðbrögð. Ofbeldi leiðir hins vegar til meira ofbeldis og af þeirri leið er erfitt að snúa þegar hún hefur verið valin. Eitt er það ljós í myrkrinu í atburðarás und- anfarandi vikna sem lýsir fram á við og gefur von um betri tíð. Þetta eru stigvaxandi mótmæli fólks sem mætir kl. 3 á Austurvelli á hverjum laugardegi til þess að krefjast þess að vikið verði af fáránlegri braut græðgi og sérgæsku og að mannleg gildi og tillit til manneskjunnar verði í fyrirrúmi. Það er ekkert mikilvægara nú þegar við get- um valið um leiðir en að við höldum friðinn. Í friði höfum við, fólkið, stjórn á atburðarásinni og það er ekkert sem ráðandi öfl óttast meir en friðsöm mótmæli. Við þeim eiga stjórnvöld engin svör nema, ef mótmælin öðlast nægilegan styrk, að hlusta og þegar til lengdar lætur að fara að óskum fólksins eða víkja fyrir einhverju nýju. Ofbeldisfull mótmæli eru hinsvegar mikil náð- argjöf ríkjandi öflum. Þá geta þau slakað á og hafið sína langþráðu viðbragðsáætlun til þess að stilla „skrílinn“. Nú eru það stjórnvöldin sem ná tökum á framvindunni og stíga fram sem hinn ábyrgi sem bjargar þjóðfélaginu frá upplausn „skrílsins“ sem er nú hin nýja nafngift fólksins og hver þarf að hlusta á „skríl“? Nú þarf ekki lengur að ræða alvarlega þá upplausn og þá óreiðu sem stjórnvöldin sjálf sköpuðu og urðu upphafleg kveikja að hinum „háskalegu“ mót- mælum. Látum því ekki snúa á okkur! Látum ekki ögra okkur með frásögnum af 250 manna vara- liði lögreglu sem bíður kallsins, né heldur með viðbragðsáætlunum Nató við mótmælum fólks- ins. Látum jafnvel ekki ögra okkur þótt þeir mæti og stilli upp sínum plastskjöldum eða mundi gasbrúsana í átt til okkar. Höldum frið- inn! Í stað ofbeldis þurfum við að verða ennþá fleiri sem mætum á Austurvöll og á fleiri fund- um og uppákomum um allt land. Verðum ennþá fleiri sem hlustum á einlæga rödd hjartans og krefjumst þjóðfélags sem setur manneskjuna of- ar græðgi og sérgæsku. Það eru engir aðrir sem geta áorkað þessari stefnubreytingu nema við, nema þjóðin sjálf með samhljóm og samstöðu. Samstöðu um það sem skiptir raunverulega máli fyrir okkur sjálf og fyrir þær kynslóðir sem eiga eftir að lifa í þessu landi. Rjúfum ekki friðinn! Júlíus Valdimarsson, félagi í Húmanistahreyf- ingunni og talsmaður Miðstöðvar menninga. Viðskiptahugmynd Jóns Ás- geirs var að láta verslanir í eigu Baugs kaupa auglýs- ingar í Fréttablaðinu til að festa blaðið í sessi. Baugur var almenningshlutafélag á þessum tíma og óeðlilegt, ef ekki ólöglegt, að forstjóri Baugs myldi undir einkafyr- irtæki sitt. ’

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.