Morgunblaðið - 15.11.2008, Síða 32
32 Daglegt lífVIÐTAL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008
Eftir Kolbrún Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
S
tjórnarflokkarnir eiga að
skjóta nýjum stoðum
undir stjórnarsam-
starfið,“ segir Björgvin
G. Sigurðsson við-
skiptaráðherra. „Þorri landsmanna
er búinn að missa trúna á fyr-
irkomulag gjaldmiðilsmála til lengri
tíma. Ég er eindregið þeirrar skoð-
unar að við eigum afdráttarlaust að
sækja um aðild að Evrópusamband-
inu. Það er ekki bara framtíð-
artónlist, það er líka hluti lausnar á
bráðavandanum, sýnir umheiminum
hvert við erum að fara og skýtur trú-
verðugum stoðum undir uppbygg-
ingarstarfið sem er framundan.
Eitt meginmál ríkisstjórnarinnar
næstu mánuði er að ná samstöðu um
Evrópumálin. Við þurfum að skjóta
líflínu út í heim, sækja um aðild að
Evrópusambandinu og freista þess
að fá tengingu við evruna við fyrsta
tækifæri.“
Er þetta mögulegt þegar Sam-
fylkingin er eini flokkurinn sem hef-
ur þessa stefnu?
„Það er pólitískt úrlausnarefni.
Við lifum ekki í pólitísku tómarúmi
heldur þurfum að fóta okkur í raun-
veruleikanum. Ein af þeim nálg-
unum sem við getum boðið upp á er
þjóðaratkvæðagreiðsla seinna í vet-
ur um það hvort við eigum að sækja
um aðild. Þetta gæti verið nálgun
sem sætti hina flokkana sem eru
ekki afdráttarlaust á því að sækja
um Evrópusambandsaðild. Segjum
sem svo að meirihluti væri fyrir
þessu, þá bíður það stjórnmálaflokk-
anna og ríkisstjórnar að skilgreina
samningsmarkmið og sækja um að-
ild. Tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla
um Evrópumálin er lýðræðisleg að-
ferð. Ef þetta er nálgun sem getur
sætt efasemdamenn í öllum flokkum
finnst mér einboðið að bjóða upp á
hana. “
Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn
ákveðið að flýta landsfundi sínum í
því skyni að endurskoða stefnu sína í
Evrópumálum. Hver eru þín við-
brögð?
„Ég fagna þessari ákvörðun sjálf-
stæðismanna. Vitaskuld liggur nið-
urstaða þeirra ekki fyrir, en með því
að flýta landsfundi eru þeir að undir-
strika mikilvægi Evrópumálanna og
að stefna til framtíðar. Ég held að all-
ir flokkar eigi að skerpa áherslur sín-
ar í Evrópumálum í ljósi gerbreyttra
aðstæðna á öllum sviðum. Við í Sam-
fylkingunni mótuðum mjög skýra
stefnu fyrir nokkrum árum með al-
mennri kosningu félagsmanna. Mér
sýnist þessi skýra stefna okkar um
aðild að Evrópusambandinu og upp-
töku evru enn meira aðkallandi en
nokkru sinni áður.“
Hinn pólítíski veruleiki
Er öruggt að það verður af láni
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins?
„Já, ég er sannfærður um að sam-
eiginleg endurreisnaráætlun ís-
lensku ríkisstjórnarinnar og Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins verður
staðfest af stjórn sjóðsins á allra
næstu dögum. Ágreiningur við ein-
stök aðildarríki sjóðsins hefur orðið
til þess að fresta afgreiðslu IMF á
lánafyrirgreiðslu. Sá ágreiningur er
hvoru tveggja lagalegur og pólitísk-
ur, en sem sem betur fer sér nú til
lands í þeim deilum. Okkur er ekki
stætt á að fylgja eingöngu ýtrustu
lagatúlkun okkur í vil. Við erum
hluti af efnahagslegri og félagslegri
heild og þurfum að leysa okkar
vandamál í sátt og samlyndi við ná-
grannaþjóðir okkar. Margt bendir
til þess að eignir bankanna dugi fyr-
ir innstæðukröfum og það skiptir af-
ar miklu máli. Þess vegna er mik-
ilvægt að ná að varðveita eignir
bankanna erlendis en það eru þær
sem á næstu misserum eiga að
ganga upp í kröfurnar.“
Hvernig var staðið að málum
varðandi það að breyta Icesave í
dótturfélag, eins og fram hefur kom-
ið að fundur þinn og Alistair Dar-
ling, fjármálaráðherra Breta, hafi
fjallað um?
„Kjarninn í því máli er sá að Fjár-
málaeftirlitið reri að því öllum árum
að koma starfsemi Landsbankans í
Bretlandi í dótturfélag og þar með
undir vernd breskra trygginga. Í lok
ágúst var mér greint frá því af for-
manni stjórnar FME að fjármálaeft-
irlitið í Bretlandi og Landsbankinn
hefðu átt í þessum viðræðum en
næðu ekki saman um tilflutning á
Icesave-reikningunum í dótturfélag
af því breska fjármálaráðuneytið
gerði afar strangar kröfur á Lands-
bankann.
Ég óskaði eftir fundi með Alistair
Darling, breska fjármálaráðherr-
anum, og fór til Bretlands með
sendinefnd úr fjármálaráðuneyti,
fjármálaeftirliti og viðskiptaráðu-
neyti til fara fram á að Bretar
drægju úr kröfum sínum svo Lands-
bankinn gæti orðið að dótturfélagi.
Um þetta snerist fundurinn og ekk-
ert annað. Þeir vildu ekki fallast á
þetta. Síðar þegar Landsbankinn
var við að falla áttuðu þeir sig á því
að þeir gætu kannski ekki haldið
þessum kröfum til streitu. Þá var
það bara orðið of seint, því miður.“
Er lausn deilunnar við Breta og
Hollendinga viðunandi?
„Ég tel að allt bendi til þess að svo
verði. Við þurfum að semja um þessa
deilu sem er alvarlegasta milliríkja-
deila sem við höfum átt í lengi. Við
þessum þjóðum blasir ótti um að
innstæðueigendur um alla Evrópu
missi trú á tryggingakerfið ef við
náum ekki samningum um málið.
Hin lagalega hlið málsins er sú að
við Íslendingar höfum haldið því
fram að tilskipunin um inn-
stæðuvernd eigi við venjulegar að-
stæður. Ekki það að heilt fjár-
málakerfi falli, en síðan þarf að taka
með í reikninginn hinn pólitíska
veruleika og hann er einfaldlega sá
að lausn Icesave-málsins er forsenda
þess að við getum hafið uppbygging-
arstarfið af fullum krafti. Vonir
standa til að eignir Landsbankans
dugi fyrir skuldbindingum vegna
innstæðutrygginga en það á eftir að
skýrast að fullu. Miklu skiptir því að
losa eigur bankans úr bresku frosti,
varðveita gildi þeirra og koma í verð
þegar aðstæður batna.“
Hættumerki til staðar
Var það með þinni vitneskju að
tugir eða hundruð milljóna var sett í
peningamarkaðssjóðina af þeim pen-
ingum sem ríkið var búið að leggja
bönkunum til?
„Nei. Mér er ekki kunnugt hvert
umfang viðskipta viðskiptabank-
anna og peningamarkaðssjóðanna
var. Ég hef lagt á það áherslu að öll
slík viðskipti séu á viðskiptalegum
forsendum og veit ekki betur en eðli-
lega hafi verið staðið að málum enda
metið af óháðum aðilum. Mér er tjáð
að í öllum tilvikum hafi utanaðkom-
andi aðilar verið fengnir til að meta
verðmæti verðbréfanna sem skiptu
um hendur. Það bendir því ekkert til
þess að um óeðlileg viðskipti eða ein-
hvers konar meðgjöf af hálfu hins
opinbera sé að ræða.“
Nú ert þú yfirmaður bankamála í
landinu. Sástu engin hættumerki áð-
ur en kreppan skall á?
„Hættumerkin voru klárlega til
staðar en enginn sá fyrir að lausa-
fjárkreppan myndi ógna meira og
minna öllu fjármálakerfi í heiminum
á hálfum mánuði. Lausafjárkreppan
felldi bankana ásamt tugum annarra
banka um heim allan. Bankakerfi
okkar var stórt og myntkerfið lítið.
Þetta var kjarninn í umræðunni allt
síðastliðið ár um nauðsyn þess að
sækja um aðild að Evrópusamband-
inu og taka upp evruna. Annaðhvort
yrðu bankarnir að draga verulega úr
umsvifum sínum eða landið að ganga
í myntbandalag Evrópu. Mælingar á
eiginfjárhlutfalli og álagspróf sýndu
að staða bankanna hér á landi væri
ágæt. Eftir miðjan september
hrundu hins vegar margir af bestu
og stærstu bönkum í heimi eins og
spilaborgir. Þau ósköp sá enginn
fyrir.“
Er mögulegt að bankarnir komist
í erlenda eigu, að kröfuhafarnir
eignist þá?
„Það bendir ekkert til þess núna.
Uppskipti eigna þeirra eru hins veg-
ar flókið mál og rétt að benda á að
um leið og ríkið tekur á sig miklar
skuldbindingar út af bönkunum er
það um leið að eignast gríðarlegt
Þurfum að skjóta
líflínu út í heim
» Ágreiningur við einstök aðildarríki sjóðsinshefur orðið til þess að fresta afgreiðslu IMF á
lánafyrirgreiðslu. Sá ágreiningur er hvoru tveggja
lagalegur og pólitískur, en sem sem betur fer sér
nú til lands í þeim deilum. Okkur er ekki stætt á að
fylgja eingöngu ýtrustu lagatúlkun okkur í vil. Við
erum hluti af efnahagslegri og félagslegri heild og
þurfum að leysa okkar vandamál í sátt og samlyndi
við nágrannaþjóðir okkar.
» Takist okkur að endurnýja samstarfið út fráþessum breyttu aðstæðum eigum við að gera
það. Það er hins vegar ástæðulaust að útiloka að
það komi til kosninga fyrr en þær eiga að verða.“
eignasafn. Þannig að þegar ríkið sel-
ur bankana, eða hluta af þeim, mun
þjóðin vonandi koma út í plús en
ekki mínus. Ég er sannfærður um að
nýtt og betra Ísland mun rísa á
miklu skemmri tíma en almennt er
búist við. Við erum í miklum erf-
iðleikum en ég held að hjólin verði
farin að snúast strax í vor.“
Rannsóknarnefnd skipuð
Hvernig er hægt að koma í veg
fyrir að bankarnir verði aftur spill-
ingarstofnanir þar sem menn fá lán
út á kunningsskap eða flokks-
skírteini?
„Með breyttum reglum. Nú óttast
menn að það að bankarnir séu í rík-
iseign skapi nýtt spillingarumhverfi.
Það verður ekki svo því við erum
mjög meðvituð um það að setja fjár-
málakerfinu skýrar og ábyrgar leik-
reglur. Ég vil að ríkið eigi áfram hlut
í bönkunum. Fjármálalegur stöð-
ugleiki og fjármálaumhverfi skiptir
svo miklu máli að ríkið á að hafa
þarna hönd í bagga. Ég held að ríkið
eigi að eiga áfram t.d. þriðjung eða
fjórðung í stóru bönkunum. Hins
vegar á ríkið að losa um fé og selja
hluta af þeim og það eiga menn að
gera eftir nýjum leikreglum þannig
að eignarhald verði dreift. Stóra
myndin er heildarendurskoðun á
öllu regluverki fjármálafyrirtækja
og það verður á alheimsvísu, menn
eru meira að segja farnir að tala um
samevrópskt fjármálaeftirlit. Fall
fjármálakerfisins er alþjóðlegur og
pólitískur vandi. Frelsi fjármagns-
flutninga var of mikið og regluverkið
ófullkomið. Óheft markaðshyggja á
fjármálamarkaði hefur beðið skip-
brot. Þau lönd sem best koma út úr
alþjóðlegu fjármálakreppunni eru
blönduð hagkerfi Norðurlanda þar
sem jafnaðarmenn hafa verið við
völd. Þangað eigum við að leita fyr-
irmynda um leið og við byggjum upp
þjóðfélag sem grundvallast á fé-
laghyggju og lýðræðislegum stjórn-
arháttum. “
Finnst þér eðlilegt að sama fólki
og vann í bönkunum þegar þeir féllu
hafi verið raðað í framkvæmda-
stjórnir nýju bankanna?
„Til að hreinsa borðið er eðlilegt
að bankaráðin auglýsi lykilstöður
þegar þau meta aðstæður svo. En
svo sanngirni sé gætt var margt af
þessu fólki fengið til að koma inn í
nýju bankana til að halda þeim
gangandi og forða okkur frá því að
bankakerfið stöðvaðist, greiðslukerfi
frysu og þau ósköp gengju yfir. Því
tókst að afstýra. Ég ætla ekki að
dæma einhvern mann vegna þess að
hann vann í bankanum fyrir banka-
hrunið. Allt kemur þetta í ljós í út-
tektinni sem gerð verður á aðdrag-
anda og orsökum bankafallsins. Þar
verður engu sópað undir teppið og
allt kannað til hins ýtrasta.“
Hvernig fer það saman í bönk-
unum að þar séu teknar faglegar
ákvarðanir sem stjórnmálamenn séu
ekki með puttana í en samt bera
stjórnmálamennirnir ábyrgðina á
bönkunum?
„Það er vandi að þætta það saman
og þess vegna var umræðan svona
þung á sínum tíma um einkavæðingu
bankanna þannig að stjórn-
málamenn væru ekki að stýra fjár-
málalífinu. Við verðum að finna
milliveginn sem er sameiginlegt
eignarhald ríkis og einkaaðila. Það
er hægt að stilla þetta saman og það
er markmið næstu mánaða að finna
nýjar leiðir að því. En í meg-
inatriðum er hlutverk stjórnmála-
mannanna að marka bönkunum
ákveðinn ramma til að vinna innan,
sem byggist á gagnsæi, heilbrigðum
samkeppnisreglum og við-
skiptasiðferði. Það er svo bankanna
að finna útfærslurnar.“
Gylfi Arnbjörnsson hefur sagt að
þú og fjármálaráðherra ættuð að
segja af ykkur. Hver eru viðbrögð
þín við því?
„Ráðherrar munu þurfa að horf-
ast í augu við úttekt sérstakrar
rannsóknarnefndar sem verður
skipuð af Alþingi eftir fáeina daga, í
samvinnu allra flokkanna á þingi.
B j ö r g v i n G . S i g u r ð s s o n v i ð s k i p t a r á ð h e r r a