Morgunblaðið - 15.11.2008, Síða 31
Fréttir 31ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008
www.forlagid.is
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
EFNAHAGSLÆGÐ er skollin á formlega á evrusvæð-
inu í fyrsta skipti frá því að evran var stofnuð árið 1999
samkvæmt hagtölum sem birtar voru í gær. Slík lægð er
venjulega skilgreind sem tveir ársfjórðungar í röð af
samdrætti í landsframleiðslu.
Landsframleiðslan í evrulöndunum fimmtán dróst
saman um 0,2% að meðaltali á þriðja fjórðungi ársins eft-
ir svipaðan samdrátt á öðrum ársfjórðungnum, sam-
kvæmt mælingum Eurostat, hagstofu Evrópusambands-
ins.
Hagfræðingar spáðu frekari samdrætti á evrusvæðinu
þar til á þriðja fjórðungi næsta árs vegna þess að áhrif
fjármálakreppunnar í heiminum hefðu ekki komið fram
að fullu í nýjustu hagtölunum.
„Við höfum ekki enn séð heildaráhrif aukins atvinnu-
leysis á neysluútgjöldin,“ sagði Gilles Moec, hagfræð-
ingur hjá Bank of America. Hann spáði því að lands-
framleiðslan á evrusvæðinu myndi minnka um 1% að
meðaltali á næsta ári.
Seðlabanki Evrópu lækkaði vexti sína í 3,24% fyrr í
mánuðinum til að blása lífi í efnahaginn og búist er við
frekari vaxtalækkunum þar sem hættan á aukinni verð-
bólgu hefur minnkað.
Spá meiri samdrætti
Fyrsta efnahagslægðin á evrusvæðinu formlega skollin á og hagfræðingar telja
að landsframleiðsla evrulandanna haldi áfram að minnka næstu ársfjórðunga
Í HNOTSKURN
» Landsframleiðslan íÞýskalandi dróst saman
um 0,5% á þriðja fjórðungi
ársins eftir 0,4% samdrátt á
öðrum fjórðungnum.
» Landsframleiðslan áSpáni minnkaði í fyrsta
skipti frá 1993 á þriðja fjórð-
ungnum, um 0,2%.
PALESTÍNUMAÐUR flytur með sér geit um
göng á milli Egyptalands og Gaza við landa-
mærabæinn Rafah. Ísraelsher lokaði í gær fyrir
aðkomuleiðir að Gaza tíunda daginn í röð, í
hefndarskyni fyrir ítrekaðar eldflaugaárásir
palestínskra vígamanna yfir til Ísraels.
Sameinuðu þjóðirnar hafa stöðvað dreifingu á
matvælum til 750.000 íbúa Gaza sökum þess að
vörubirgðir þeirra eru nú á þrotum.
Allra leiða leitað í skortinum
AP
BARACK Obama, nýkjörinn forseti
Bandaríkjanna, hefur rætt við
Hillary Rodham Clinton, sem hann
sigraði í forkosningum demókrata,
og íhugar nú að tilnefna hana í emb-
ætti utanríkisráðherra. Bandarískir
fjölmiðlar hafa þetta eftir ónafn-
greindum aðstoðarmönnum Oba-
mas.
Fjölmiðlarnir sögðu að Clinton
hefði farið til Chicago til að ræða við
Obama í fyrradag.
Clinton var um tíma talin líkleg til
að verða varaforsetaefni demókrata
eftir að hún beið ósigur fyrir Obama
í forkosningunum en hann ákvað að
velja frekar Joe Biden öldungadeild-
arþingmann. Bill Clinton, eiginmað-
ur Hillary, var álitinn tregur til að
styðja Obama í fyrstu eftir að harðri
baráttu þeirra í forkosningunum
lauk en hafi einhver úlfúð verið á
milli þeirra þá hvarf hún eftir að
Clinton-hjónin lýstu yfir fullum
stuðningi við Obama á flokksþingi
demókrata í ágúst og tóku síðar þátt
í baráttu hans við repúblikana.
Ræðir samstarf við McCain
Eftir kosningarnar hefur Obama
leitað til margra demókrata, sem
störfuðu fyrir Bill Clinton í forseta-
tíð hans á árunum 1993-2001.
Nokkrir þeirra beita sér nú fyrir því
að Hillary Clinton verði utanríkis-
ráðherra. Nokkrir aðrir eru taldir
koma til greina í ráðherraembættið,
þ. á m. John Kerry, fyrrverandi for-
setaefni demókrata, Bill Richar-
dson, fyrrverandi sendiherra hjá
Sameinuðu þjóðunum, og tveir repú-
blikanar í öldungadeildinni, þeir
Richard Lugar og Chuck Hagel.
Obama hyggst ræða við John
McCain á mánudag í fyrsta skipti
eftir kosningarnar. Ekki er talið að
Obama bjóði McCain ráðherraemb-
ætti, heldur óski eftir samstarfi við
hann á þinginu um mál sem þeir
hafa verið sammála um. bogi@mbl.is
Clinton utan-
ríkisráðherra?
Reuters
Félagar Obama og Hillary Clinton
saman í kosningabaráttunni.
STJÓRNVÖLD í
Austur-Kongó og
grannríkinu
Rúanda hafa náð
samkomulagi um
samstarf í barátt-
unni gegn vopn-
uðum hópum
hútúa sem flúðu
til Austur-Kongó
eftir að hafa tekið
þátt í fjöldamorð-
um á tútsum í Rúanda 1994.
Utanríkisráðherrar landanna
tveggja segja að útsendarar leyni-
þjónustu Rúanda ættu að fara til
Austur-Kongó til að aðstoða við að
afvopna hútúana.
Uppreisnarmenn úr röðum kong-
óskra tútsa hafa neitað að leggja nið-
ur vopn nema hútúarnir verði af-
vopnaðir. Um 250.000 manns hafa
þurft að flýja heimkynni sín vegna
átakanna í A-Kongó. bogi@mbl.is
Samstarf
gegn
hútúum
Flóttafólk í
Austur-Kongó.
BRESK kona hefur óskað eftir skiln-
aði við eiginmann sinn eftir að hafa
staðið hann að sýndarframhjáhaldi í
hlutverkaleiknum „Second Life“ á
netinu.
Amy Taylor, 28 ára, kynntist fer-
tugum eiginmanni sínum, David
Pollard, í netleiknum í maí 2003 og
tók saman við hann í raunheiminum
hálfu ári síðar. Þau giftust í júlí 2005
og staðfestu líka ráð sitt á netinu
með vinum sínum í leiknum.
Taylor stóð síðan eiginmann sinn
að því að halda framhjá henni með
konu í hlutverki vændiskonu í leikn-
um. „Þetta særði mig svo mikið,“
sagði hún og kvaðst ekki geta treyst
honum lengur eftir þessi svik.
Pollard hefur þegar trúlofast kon-
unni í leiknum og segist ætla að gift-
ast henni í „rh“, eða raunheiminum.
Taylor hefur fundið ástina að nýju
í öðrum hlutverkaleik, „World of
Warcraft“. bogi@mbl.is
Skildu vegna
sýndar-
framhjáhalds