Morgunblaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 31
Fréttir 31ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008 www.forlagid.is Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is EFNAHAGSLÆGÐ er skollin á formlega á evrusvæð- inu í fyrsta skipti frá því að evran var stofnuð árið 1999 samkvæmt hagtölum sem birtar voru í gær. Slík lægð er venjulega skilgreind sem tveir ársfjórðungar í röð af samdrætti í landsframleiðslu. Landsframleiðslan í evrulöndunum fimmtán dróst saman um 0,2% að meðaltali á þriðja fjórðungi ársins eft- ir svipaðan samdrátt á öðrum ársfjórðungnum, sam- kvæmt mælingum Eurostat, hagstofu Evrópusambands- ins. Hagfræðingar spáðu frekari samdrætti á evrusvæðinu þar til á þriðja fjórðungi næsta árs vegna þess að áhrif fjármálakreppunnar í heiminum hefðu ekki komið fram að fullu í nýjustu hagtölunum. „Við höfum ekki enn séð heildaráhrif aukins atvinnu- leysis á neysluútgjöldin,“ sagði Gilles Moec, hagfræð- ingur hjá Bank of America. Hann spáði því að lands- framleiðslan á evrusvæðinu myndi minnka um 1% að meðaltali á næsta ári. Seðlabanki Evrópu lækkaði vexti sína í 3,24% fyrr í mánuðinum til að blása lífi í efnahaginn og búist er við frekari vaxtalækkunum þar sem hættan á aukinni verð- bólgu hefur minnkað. Spá meiri samdrætti Fyrsta efnahagslægðin á evrusvæðinu formlega skollin á og hagfræðingar telja að landsframleiðsla evrulandanna haldi áfram að minnka næstu ársfjórðunga Í HNOTSKURN » Landsframleiðslan íÞýskalandi dróst saman um 0,5% á þriðja fjórðungi ársins eftir 0,4% samdrátt á öðrum fjórðungnum. » Landsframleiðslan áSpáni minnkaði í fyrsta skipti frá 1993 á þriðja fjórð- ungnum, um 0,2%. PALESTÍNUMAÐUR flytur með sér geit um göng á milli Egyptalands og Gaza við landa- mærabæinn Rafah. Ísraelsher lokaði í gær fyrir aðkomuleiðir að Gaza tíunda daginn í röð, í hefndarskyni fyrir ítrekaðar eldflaugaárásir palestínskra vígamanna yfir til Ísraels. Sameinuðu þjóðirnar hafa stöðvað dreifingu á matvælum til 750.000 íbúa Gaza sökum þess að vörubirgðir þeirra eru nú á þrotum. Allra leiða leitað í skortinum AP BARACK Obama, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur rætt við Hillary Rodham Clinton, sem hann sigraði í forkosningum demókrata, og íhugar nú að tilnefna hana í emb- ætti utanríkisráðherra. Bandarískir fjölmiðlar hafa þetta eftir ónafn- greindum aðstoðarmönnum Oba- mas. Fjölmiðlarnir sögðu að Clinton hefði farið til Chicago til að ræða við Obama í fyrradag. Clinton var um tíma talin líkleg til að verða varaforsetaefni demókrata eftir að hún beið ósigur fyrir Obama í forkosningunum en hann ákvað að velja frekar Joe Biden öldungadeild- arþingmann. Bill Clinton, eiginmað- ur Hillary, var álitinn tregur til að styðja Obama í fyrstu eftir að harðri baráttu þeirra í forkosningunum lauk en hafi einhver úlfúð verið á milli þeirra þá hvarf hún eftir að Clinton-hjónin lýstu yfir fullum stuðningi við Obama á flokksþingi demókrata í ágúst og tóku síðar þátt í baráttu hans við repúblikana. Ræðir samstarf við McCain Eftir kosningarnar hefur Obama leitað til margra demókrata, sem störfuðu fyrir Bill Clinton í forseta- tíð hans á árunum 1993-2001. Nokkrir þeirra beita sér nú fyrir því að Hillary Clinton verði utanríkis- ráðherra. Nokkrir aðrir eru taldir koma til greina í ráðherraembættið, þ. á m. John Kerry, fyrrverandi for- setaefni demókrata, Bill Richar- dson, fyrrverandi sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum, og tveir repú- blikanar í öldungadeildinni, þeir Richard Lugar og Chuck Hagel. Obama hyggst ræða við John McCain á mánudag í fyrsta skipti eftir kosningarnar. Ekki er talið að Obama bjóði McCain ráðherraemb- ætti, heldur óski eftir samstarfi við hann á þinginu um mál sem þeir hafa verið sammála um. bogi@mbl.is Clinton utan- ríkisráðherra? Reuters Félagar Obama og Hillary Clinton saman í kosningabaráttunni. STJÓRNVÖLD í Austur-Kongó og grannríkinu Rúanda hafa náð samkomulagi um samstarf í barátt- unni gegn vopn- uðum hópum hútúa sem flúðu til Austur-Kongó eftir að hafa tekið þátt í fjöldamorð- um á tútsum í Rúanda 1994. Utanríkisráðherrar landanna tveggja segja að útsendarar leyni- þjónustu Rúanda ættu að fara til Austur-Kongó til að aðstoða við að afvopna hútúana. Uppreisnarmenn úr röðum kong- óskra tútsa hafa neitað að leggja nið- ur vopn nema hútúarnir verði af- vopnaðir. Um 250.000 manns hafa þurft að flýja heimkynni sín vegna átakanna í A-Kongó. bogi@mbl.is Samstarf gegn hútúum Flóttafólk í Austur-Kongó. BRESK kona hefur óskað eftir skiln- aði við eiginmann sinn eftir að hafa staðið hann að sýndarframhjáhaldi í hlutverkaleiknum „Second Life“ á netinu. Amy Taylor, 28 ára, kynntist fer- tugum eiginmanni sínum, David Pollard, í netleiknum í maí 2003 og tók saman við hann í raunheiminum hálfu ári síðar. Þau giftust í júlí 2005 og staðfestu líka ráð sitt á netinu með vinum sínum í leiknum. Taylor stóð síðan eiginmann sinn að því að halda framhjá henni með konu í hlutverki vændiskonu í leikn- um. „Þetta særði mig svo mikið,“ sagði hún og kvaðst ekki geta treyst honum lengur eftir þessi svik. Pollard hefur þegar trúlofast kon- unni í leiknum og segist ætla að gift- ast henni í „rh“, eða raunheiminum. Taylor hefur fundið ástina að nýju í öðrum hlutverkaleik, „World of Warcraft“. bogi@mbl.is Skildu vegna sýndar- framhjáhalds
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.