Morgunblaðið - 15.11.2008, Síða 58
58 Dans
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008
Í DAG verður haldið alþjóðlegt
heimsmeistaramót í standarddönsum,
Wold Standard IDSF, í Austurríki.
Tvö íslensk pör hafa unnið sér rétt
til þátttöku á mótinu, en það eru þau
Sigurður Már Atlason – Sara Rós
Jakobsdóttir, og Evgeny Selin –
Hanna Rún Óladóttir. Þessi pör koma
bæði frá Dansíþróttafélagi Hafn-
arfjarðar.
Sigurður Már og Sara Rós hafa ver-
ið eitt af okkar efnilegustu danspörum
síðustu ár. Um síðustu helgi unnu þau
fjórfaldan sigur á Lottó Open-
dansmótinu sem fram fór í Íþróttahús-
inu við Strandgötu í Hafnarfirði. Þau
gerðu sér lítið fyrir og sigruðu tvöfalt,
þ.e. bæði í flokki suðuramerískra- og
standarddansa í ungmennum (16-18)
ára og flokki fullorðinna (16+). Þau
eru einnig núverandi Íslandsmeistarar
í 10-dönsum í flokki ungmenna.
Evgeny og Hanna Rún eru bæði
reyndir dansarar og hafa dansað sam-
an í tæpt ár. Evgeny er rússneskur en
keppir með Hönnu Rún fyrir Íslands
hönd. Samhliða lottókeppninni um síð-
ustu helgi var haldið úrtökumót á veg-
um DSÍ vegna heimsmeistaramótsins.
Þar tryggðu þau sér þátttökurétt þar
sem eitt sæti var laust fyrir Íslands
hönd. Evgeny og Hanna Rún lentu í 2.
sæti í standdarddönsum á Lottó-
mótinu um síðustu helgi á eftir Sigurði
og Söru Rós. Evgeny og Hanna Rún
eru núverandi Íslandsmeistarar í flokki
fullorðinna í 10-dönsum.
Við óskum þessu glæsilega íþrótta-
fólki góðs gengis.
Keppendur Evgeny Selin - Hanna Rún Óladóttir
keppa á mótinu.
Efnileg Sigurður Már Atlason - Sara Rós Jak-
obsdóttir.
Heimsmeistaramót í standarddönsum í flokki fullorðinna
Hið árlega Lottó Open-dansmót
var haldið laugardaginn 8. nóvember
sl. Þetta er í 17. skiptið sem keppnin
er haldin, en Dansíþróttafélag
Hafnafjarðar undir stjórn Auðar
Haraldsdóttur danskennara og fram-
kvæmdastjóra DÍH stendur að
mótinu. Lottó-keppnin markar upp-
haf keppnistímabils hjá dönsurum á
Íslandi og er því oft mikil spenna og
eftirvænting að koma og sjá hvernig
dansararnir koma undan sumri. Mik-
ið var um ný danspör og töluverð
fjölgun í flokkum með frjálsri aðferð.
Rúmlega 300 íþróttamenn voru
mættir til keppni og sýninga og
greinilega mikil gróska í dansinum
þrátt fyrir allt krepputal í þjóðfélag-
inu. Lottó-mótið hefur verið opið er-
lendum keppendum síðustu ár, en
þeim hefur farið fækkandi og voru
enn færri í ár en í fyrra. Einungis 2
pör voru skráð erlendis frá. Íþrótta-
húsið við Strandgötu var pakkað af
fólki, bæði keppendum og áhorf-
endum snemma á laugardagsmorgni.
Umgjörðin var mjög glæsileg, lýsing
góð og fallegar skreytingar. Íþrótta-
húsið við Strandgötu hentar ein-
staklega vel fyrir dansinn, heldur vel
utan um bæði keppendur og áhorf-
endur. Dómarar mótsins voru 9, og
var skipt upp í tvo hópa. Þeir voru
bæði íslenskir og erlendir. Robert
Wota frá Póllandi, Alla Matjushenko
frá Lettlandi, Adam Reeve frá Ástr-
alíu, Jón Pétur Úlfljótsson skipti sæti
með Köru Arngrímsdóttur, Ragnar
Sverrisson skipti sæti með Heiðari
Ástvaldssyni, Anna Svala Árnadóttir
og Rakel Guðmundsdóttir.
Keppnin hófst með yngstu flokk-
unum sem kepptu með grunnaðferð,
og byrjendur stigu sín fyrstu spor
með þátttöku í sýningu. Formleg
setning keppninnar fylgdi í kjölfarið
og Haukur Eiríksson, formaður
dansíþróttafélags Hafnarfjarðar,
setti mótið. Flokkar í k – keppn-
isflokki og f – frjálsum flokki tóku við
og svifu til skiptis um gólfið. Ég mun
stikla á stóru um úrslit keppninnar
og fara aðeins yfir úrslit í flokkum
með frjálsri aðferð. Öll önnur úrslit
er að finna á heimsíðu Dansíþrótta-
félags Hafnarfjarðar á www.dih.is.
Og á lottoopen.com
Unglingar I (12-13)
suðuramerískir dansar.
Í 1. voru Andri Fannar Pétursson
og Helga Sigrún Hermannsdóttir frá
DÍH, þetta er nýtt danspar og komu
þau skemmtilega á óvart. Helga var
með sterka og fallega fætur. Í 2. voru
Oliver Sigurjónsson og Rebekka
Helga Sigurðardóttir frá Dansf. Rvk.
Þau voru örugg og glæsileg, vantaði
smá mýkt á köflum. Í 3. voru Björn
Dagur Bjarnason og Dröfn Farest-
veit frá DÍK, voru mjög örugg á gólf-
inu, en Dröfn mætti rétta betur úr
hnjánum. Í standarddönsunum var
sama niðurröðun í fyrstu 2 sætunum,
en í 3. voru Birkir Örn Karlsson og
Rakel Ýr Högnadóttir frá DÍK.
Flokkur Unglingar II (14-15) suð-
uramerískir dansar, mjög sterkur og
skemmtilegur riðill. Í 1. voru Björn
Halldór Ýmisson og Jóna Kristín
Benediktsdóttir frá DÍH, þeim hefur
farið mikið fram, mikill rytmi og góð-
ur taktur. Mættu passa túlkun á milli
sín. 2. Valentín Loftsson og Tinna
Björk Gunnarsdóttir frá DÍH, mjög
glæsilegt par, hann mætti klára bet-
ur allar handahreyfingar, vanda lín-
urnar. Fallegasta útgeislun dömu á
gólfinu. Í 3. voru Hilmar Steinn
Gunnarsson og Elísabet Halldórs-
dóttir frá Dansf. Ragnar, hefur farið
fram en virkuðu svolítið óörugg. Í
standarddönsunum var sama nið-
urröðun og í suðuramerísku döns-
unum í þessum aldursflokki.
Þegar komið er að flokki ung-
menna eru dansararnir farnir að sér-
hæfa sig meira, þ.e. eftir keppn-
isgreinum sem eru 3 í dansi. Að vera
10-dansari, eða að einbeita sér að
annað hvort suðuramerískum eða
standarddönsum. Vegna þessa voru
það ekki endilega sömu pör sem tóku
þátt í báðum greinum.
Flokkur ungmenna (16-18) suður-
amerískir dansar
Í 1. sæti voru
Sigurður Már
Atlason og Sara
Rós Jak-
obsdóttir frá
DÍH, þau
mættu sterk
til leiks og
hafa verið á
hraðri uppleið síð-
asta árið. Í 2. voru
Aðalsteinn Kjart-
ansson og Rakel Guð-
mundsdóttir frá
DÍH, þau eru vön að
standa á palli og ætl-
uðu sér klárlega að
vera ofar, en gera
bara betur næst. Í 3.
voru Niculai Clau-
sen og Caroline
Kjeldgaard frá
Danmörku, nokkuð
jafnt og gott par. Í
standarddöns-
unum voru í 1.
Sigurður Már
Atlason og Sara
Rós Jak-
obsdóttir frá
DÍH, þau heill-
uðu mig upp úr skónum og var unun
að horfa á þau. Í 2. voru Niculai Clau-
sen og Caroline Kjeldgaard frá Dan-
mörku og í 3. voru Alexander Mateev
og Lilja Harðardóttir frá DÍH. Ég
hefði viljað fá þau einu sæti ofar.
Fullorðnir (16+) suðuramerískir
dansar, í þessum flokki voru 2-3 pör
sem stóðu upp úr, en gaman var að
sjá mikið af nýjum andlitum
og fjölgun í flokknum. Í 1.
voru Sigurður Már Atlason
og Sara Rós Jakobsdóttir
frá DIH, þau eru eitt efni-
legasta danspar okkar síð-
ustu ár. Í 2. voru Að-
alsteinn Kjartansson og
Rakel Guðmundsdóttir frá
DÍH, eru alltaf jafngóð, en
mættu fara að koma inn
með eitthvað nýtt og
spennandi. Í 3. voru Ev-
geny Selin og Hanna Rún
Óladóttir frá DÍH,
sterkt par með góða
tækni, en skilaði sér
ekki alveg til áhorf-
enda. Í stand-
arddönsunum
voru í 1. Sig-
urður Már
Atlason og
Sara Rós Jak-
obsdóttir frá
DÍH, þau komu, sáu og
sigruðu. Með sigri í þess-
um flokki unnu þau fjór-
falt alls í flokki ungmenna og
fullorðinna. Í 2. Evgeny Sel-
in og Hanna Rún Óladótir
frá DÍH, fallegt par, mjög
sterkur herra en vantaði upp á út-
geislun. Í 3. voru Jón Eyþór Gott-
skálksson og Denise Yaghi frá DÍH,
eru nýtt danspar en bæði reyndir
dansarar. Passa einstaklega vel sam-
an, góðar andstæður á gólfinu og
mynda fallegt par.
Á Lotto Open eru árlega valin
Lottó-danspör ársins. Þá er valið eitt
danspar sem keppir í dansi með
grunnaðferð og annað sem keppir
með frjálsri aðferð.
Á danskeppnum fer dómgæsla
þannig fram að þangað til í úrslitum
er þetta útsláttarkeppni. Dómarar
velja fyrirfram ákveðinn fjölda para
áfram í næstu umferð. Þegar kemur
að úrslitum raða dómarar pörunum
niður í sæti og er hver dans dæmdur
sér. Það par sem vinnur flesta dansa
er sigurvegari. Þau pör sem fá oftast
dæmt fyrsta sæti hjá dómurunum fá
þennan titil, Lottópar ársins. Að
þessu sinni voru það þau Davíð Chi-
orlanzio og Rakel Matthíasdóttir frá
Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar sem
hlutu titilinn fyrir dans með grunn-
aðferð og með frjálsri aðferð voru
það Andri Fannar Pétursson og
Helga Sigrún Hermannsdóttir, einn-
ig frá Dansíþróttafélagi Hafn-
arfjarðar.
Ég óska þeim innilega til ham-
ingju.
Lottó-keppnin er búin að festa sig
vel í sessi í íslenskum dansheimi, það
var töluverð aukning keppenda frá
því í fyrra og var því keppnisdag-
urinn orðinn ansi langur eða um 12
klukkustundir. Rennslið gekk allt
mjög vel fyrir sig og tónlistin var
ágæt, tímatöflur stóðust og deginum
var skipt upp með skemmtiatriðum.
Næsta danskeppni sem haldin
verður á Íslandi, verður á vegum
Dansráðs Íslands þann 30. nóv-
ember. Jólakeppni DÍ er með öðru
sniði en vant er. Allir dómarar í
keppninni verða þjóðþekktir ein-
staklingar og jólastemmingin höfð í
fyrirrúmi. Sama dag verður árleg
Jólasýning Dansráðs Íslands. Allir
dansskólar innan DÍ koma saman
með sýningaratriði frá starfi skól-
anna. Jólasveinninn kemur í heim-
sókn og endar sýningin með jólaballi.
Allar nánari upplýsingar um bæði
keppnina og sýninguna er hægt að
nálgast á www.dansrad.net
Lottópör ársins 2008 Davíð Chiorlanzio og Rakel Matthías-
dóttir, Andri Fannar Pétursson og Helga Sigrún Hermannsdóttir.
Dans Oliver Sigurjónsson - Re-
bekka Helga Sigurðardóttir, í flokki
Unglinga suðuramerískir dansar.
Glæsileg byrjun
í dansinum
Hildur Ýr Arnarsdóttir |
danshusid@islandia.is
Börn Pétur Fannar Gunnarsson -
Aníta Lóa Hauksdóttir, flokkur
Börn II suðuramerískir dansar.
Unglingar Valentin Loftsson og
Tinna Björk Gunnarsdóttir í flokki
Unglinga II F Standard.
Ungmenni Júlí Heiðar Halldórsson
og Björk Guðmundsdóttir í flokki
Ungmenna F standard.
Sveifla Jón Eyþór og Denise Yaghi
flokkur Fullorðinna standard.
DANS
Íþróttahúsinu við Strandgötu i
Hafnarfirði
Lottó Open danskeppni
8. nóvember 2008
DANS
Austurríki
Alþjóðlegt heimsmeistaramót í stand-
arddönsum IDSF
15. nóvember 2008
Sigurður Már
Atlason og Sara
Rós Jak-
obsdóttir, í
flokki ungmenna
suðuramerískir
dansar.