Morgunblaðið - 15.11.2008, Síða 37

Morgunblaðið - 15.11.2008, Síða 37
37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008 ESB-gleraugun Á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í gær rétti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra Geir H. Haarde forsætisráðherra ESB-gleraugun sín. Geir tók ekki við þeim og hélt höndunum fast að sér. Þó var eins og hann væri aðeins að byrja að losa takið. Ómar Björgvin Guðmundsson | 14. nóvember Er ekkert gagn í norrænni samvinnu? Íslendingar hafa orðið fyr- ir miklum vonbrigðum með Norðurlandaþjóð- irnar aðrar en Norðmenn í sambandi við láns- umsókn Íslands hjá IMF og öðrum þjóðum. Satt best að segja hefur aðeins ein sjálfstæð Norðurlandaþjóð staðið með Íslend- ingum, þ.e. Norðmenn. Færeyingar hafa einnig staðið með okkur og veitt okkur lán. En allar hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa dregið lappirnar og sagt, að fyrst yrði IMF að afgreiða lánið til Íslands en Norðurlandaþjóðirnar vissu, að IMF vildi ekki afgreiða málið nema Norð- urlandaþjóðirnar væru áður búnar að af- greiða lán til Íslands. Þetta var því einn skollaleikur og engum, hvorki Norð- urlandaþjóðunum né IMF, virðist hafa dottið í hug að þessi afstaða væri að stórskaða Ísland eða þá að þeim hefur verið sama. Til hvers er þetta norræna samstarf? Meira: gudmundsson.blog.is Tína | 14. nóvember Vita skaltu: Þú berð ábyrgð á eigin líðan Efasemdir, kvíði og áhyggjur eru óálitlegir skuggar undirheima sjálfsins og eiga ekki að trufla þann sem klifrar upp í friðsæld sálarinnar. Sorg mun einnig ætíð víkja fyrir þann sem skilur hvað lög innra sjálfsins fela í sér. Mig langar aðeins að ræða um mátt tveggja tilfinninga … nefnilega jákvæðni og neikvæðni. Ég hef hingað til neitað að dragast inn í neikvæðni þjóðarinnar, og mun halda áfram að gera það. Það er nefnilega eng- inn og ekkert sem fær ráðið því hvernig mér líður. Ég hef ekki stjórn á ástandinu í landinu eins og það er, en ég get haft stjórn á sjálfri mér. … Meira: christinemarie.blog.is Arnþór Helgason | 14. nóvember Gjörbylting í miðlun upplýsinga Landsbókasafn Íslands er nú að stíga mikilvæg skref til þess að opna blindum og sjónskertum tölvunotendum aðgang að stafrænu gagnasafni á vefnum. Um nokkurra ára skeið hefur Lands- bókasafn Íslands veitt fólki aðgang á vefnum að blöðum og tímaritum. … Sá böggull hefur fylgt skammrifi að efni tímarita og blaða hefur ekki verið aðgengilegt þeim sem nota skjálesara. Nú er hins vegar að verða breyting þar á. Landsbókasafnið mun innan skamms opna nýjan vef þar sem fólki gefst kostur á að lesa textann sem ljósmyndaður hef- ur verið. Veitir þetta blindum og sjón- skertum tölvunotendum aðgang að ýms- um heimildum sem hafa hingað til verið óaðgengilegar. Slóðin er http://new.timarit.is … Meira: arnthorhelgason.blog.is HINN 24. október sl. tilkynntu formenn stjórnarflokkanna óskir til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um 240 milljarða kr. lán til þess að bregðast við hruni bankakerfisins. Á sama degi, 79 árum áður, hófst hrunið í Kauphöllinni í New York. Orsakir uppsveiflunnar í Banda- ríkjunum eru margslungnar en samverkandi skópu þær bólu sem sprakk árið 1929. Það gera allar ból- ur á endanum. Í bók John K. Galbraith, The Great Crash 1929, eru tíundaðar sex helstu ástæðurnar. Þótt upp- talningin sé úr bók frá árinu 1954 er fróðlegt að skoða listann í ljósi reynslu okkar sem endaði með hruni bankakerfisins. Ójöfn tekjuskipting. Galbraith vísaði til þess að lítill hluti þjóðarinnar hafði ofurtekjur af eignum og verðbréfaviðskiptum í formi vaxta, arðs og kaupauka. Hin nýtilkomnu ofurlaun í fjár- málageiranum hér eru af sama toga. Há laun eru þó ekki gagnrýni verð nema þau séu óverðskulduð og greidd fyrir glæfralegar ráðstafanir sem aðrir verða síðar að borga. Það er á ábyrgð stjórna fé- laga að umbuna stjórnendum fyrir trausta upp- byggingu. Eignarhaldsfélög. Galbraith benti á veikleika eignarhalds- og fjárfestingarfélaga sem voru al- gjörlega háð arðgreiðslum um tekjur og láns- fjármögnun til uppgjörs eldri lána. Þau sóttu fé til almennings og fjárfestu í hlutabréfum en tóku einnig lán til frekari kaupa með veði í bréfum. Allt gekk vel þegar allt var á uppleið. Stefán Svavarsson, lögg. endurskoðandi, skrif- aði grein um viðskiptavild í Morgunblaðið í apríl 2007. Hann benti á að viðskiptavild og óefnislegar eignir næmu samtals 700 milljörðum kr. í reikn- ingum félaga á íslenska hlutabréfamarkaðnum í árslok 2006. Þessar eignir væru stundum meira en allt eigið fé félaganna. Vissulega geta óefn- islegar eignir verið verðmæti en í flokkinn lenda einnig endurtekin viðskipti milli aðila á eign- arhlutum í félögum á yfirverði og auknu yfirverði. Samkvæmt reglum ber að meta virðisrýrnun þessara eigna árlega en litlar niðurfærslur hafa átt sér stað líkt og stjórnendur væntu stöðugrar uppsveiflu í atvinnulífinu. Niðurfærslan rýrir hins vegar mat lánastofnana sem virðast hafa verið viljugri að lána til slíkra félaga en fyrirtækja sem framleiða vörur og veita þjónustu. Eignarhald á lánastofnunum kann að vera hér einhver skýring. Eignatengsl fyrirtækja urðu einnig flókin. Þau voru hins vegar einföld leið til þess að ýkja eigið fé félaga sem áttu hvort í öðru. Kross- eignatengsl höfðu ekki einungis áhrif á verð hlutabréfa til hækkunar þegar markaðurinn var á uppleið. Þegar verð tók að lækka kallaði lækkun í einu félagi með sama hætti á lækkun bréfa í eignarhaldsfélaginu. Lán til hlutabréfakaupa. Bankar í New York gátu á árinu 1929 fengið lán á 5% vöxtum í seðlabankanum og lánað það hlutabréfakaupendum með veði í bréfum þeirra á 12% vöxtum. Þegar lánastofnanir lána fólki og fyr- irtækjum til hlutabréfakaupa og taka einungis veð í bréfunum sjálfum er farið inn á hættulega braut. Þrengri skorður voru því settar slíkri lánastarfsemi í kjölfar krepp- unnar. Ástæðan er sú að það sem fer hratt upp fer enn hraðar niður þegar veð halda ekki. Þegar spurt var út í slíka lánastarfsemi hér fyr- ir nokkrum árum var 10% eiginfjárframlag talið ásættanlegt og gagnrýnislaust. Ekki fréttist að eftirlitsaðilar hefðu reynt að stemma stigu við þessari lánastarfsemi hér, jafnvel eftir að veðköll- in tóku að óma. Lán til hlutabréfakaupa lyk- ilstarfsmanna eru sérstakur kapítuli. Uppbygging bankakerfisins. Á fyrstu sex mán- uðum ársins 1929 fóru 346 bankar víðs vegar um Bandaríkin í þrot. Sparifé almennings gufaði upp. Bandaríkjamenn brugðust við þessu síðar með Bankalöggjöfinni frá 1933 (Glass – Steagall Act). Með henni var komið á Federal Deposit Ins- urance Corporation til þess að tryggja innistæður innlánseigenda í þeim bönkum sem urðu þátttak- endur í tryggingafyrirkomulaginu. Með löggjöf- inni var einnig skilið á milli viðskipta- og fjárfest- ingarbanka. Í sjálfu sér er ekkert að því að sama fyrirtækið reki aðskilda viðskipta- og fjárfestingarbanka. Ástæða aðskilnaðarins er sú að starfsemi fjárfest- ingarbanka er áhættusöm og háð lánamarkaði um endurfjármögnun. Sú endurfjármögnun getur reynst ómöguleg um stundarsakir og nauðsynlegt að sterkur seðlabanki geti hlaupið undir bagga. Þá reynir á að tryggingar innistæðueigenda séu það góðar að þeir hlaupi ekki til og taki út sparifé. Hér og reyndar víðast á evrópska efnahagssvæð- inu hafa tryggingar innlána verið algjörlega ófull- nægjandi. Þetta kom berlega í ljós þegar menn tóku í óða önn að tæma reikninga sína eða færa fé á milli banka til þess að tryggja innistæðuna. Vegna lélegra trygginga á innlánum virðast margir hafa valið að festa fé sitt í peningamark- aðssjóðum. Landsbankinn auglýsti þennan fjár- festingarkost sem „örugga ávöxtun“ þótt öllum, sem einhverja þekkingu hafa á eðli slíkra ávöxt- Eftir Árna Árnason »Ekkert af ofangreindu er nýtt og margoft blikkuðu viðvör- unarljós. Hvað voru menn að hugsa? Hvar var eftirlitið? Árni Árnason Höfundur er rekstrarhagfræðingur. Hagsagan BLOG.IS Ómar Ragnarsson | 14. nóvember Obama til hjálpar? Þegar menn velta nú fyr- ir sér í fullri alvöru að við segjum okkur úr lög- um við nágrannaríki okk- ar og fáum hjálp frá Obama þegar hann tekur við væri hollt að skoða þennan möguleika rækilega í stað þess að tala bara um hann út í loftið. Obama hefur sagt að hann ætli sér að bæta samskiptin við Evrópuríkin og hafa við þau sem mest samráð. … Er líklegt að hann muni taka okkur upp á arma sína ef við ætlum að verða nokkurs konar Norður-Kórea Evrópu í augum nágrannaþjóða okkar og ganga gegn hagsmunum og vilja Evr- ópuþjóða? Meira: omarragnarsson.blog.is unarleiða, mætti vera ljóst að svo var ekki. Í því sambandi hefði talsmaður neytenda getað gert at- hugasemd við villandi auglýsingu. Jafnvægisleysi í utanríkisviðskiptum. Galbraith taldi ójafnvægi í utanríkisviðskiptum enn eina höfuðorsökina. Í tilviki okkar var ójafnvægið geig- vænlegt. Seðlabanki Íslands hefur beitt stýrivöxtum eins og Ísland væri nánast lokað hagkerfi líkt og Bandaríkin. Háir stýrivextir hafa styrkt gengið vegna innflæðis fjár til fjárfestinga í krónubréfum til viðbótar því innflæði sem varð vegna fram- kvæmda. Einkaneysla jókst verulega og sýnir töluverðan hagvöxt í hagtölum. Lífskjörin voru þó tekin að láni erlendis. Í grein í Morgunblaðinu í janúar 2004 varaði ég við að fólk léti blekkjast af erlendum lánum. Bankarnir gátu þá fengið lán erlendis á óvenju- lágum vöxtum til útlána sem kunnugt er. Í sögu- legu samhengi geta erlend lán virst í lagi til langs tíma litið vegna lægri vaxta, sérstaklega ef lánið er tekið þegar gengi krónunnar er lágt. Það er hins vegar hættulegt þegar gengi krónunnar er sterkt, einkum ungu fólki sem er líklegt til þess að skipta um húsnæði af ýmsum ástæðum. Íslands- banki svaraði mér í blaðinu fullum hálsi. Hann hækkaði síðar lánshlutfallið úr 80% í 100% og aug- lýsti sig sem 100% banka. Takmarkaðar upplýsingar. Galbraith virti það mönnum til vorkunnar að svo fór sem fór, að upp- lýsingar um efnahagsmál hafi í þá daga verið fremur takmarkaðar. Því væri von til þess að staðan endurtæki sig ekki vegna bættra upplýs- inga. En hvað gerðum við? Þjóðhagsstofnun var lögð niður 1. júlí 2002. Ekkert af ofangreindu er nýtt og margoft blikkuðu viðvörunarljós. Hvað voru menn að hugsa? Hvar var eftirlitið? Af hverju var okkur sagt að allt væri í lagi þegar svo var ekki? Svarið er ekki einhlítt. Sennilega fannst mörgum „góð- ærið“ ágætt og vildu ekki heyra sannleikann. Svo er líka hitt að sannleikurinn getur verið æði hættulegur trausti manna á kerfinu ef í óefni er komið. Það veldur því að menn, sem til þekkja, segja að allt sé í grundvallaratriðum í lagi þótt þeir viti að mál séu að fara verulega úrskeiðis svo að vitnað sé í lokaorð bókar Galbraiths.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.