Morgunblaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 16
16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008 heyra allt skýrt skynja allt rétt upplifa lífsins gildi HEYRNARÞJÓNUSTAN Í sameiningu njótumvið þess að... Nýju ReSound Ziga heyrnartækin eru samefld þannig að þau skila meiru en nemur samnalagðri virkni þáttanna sem í þeim eru. Heyrnarþjónustan Heyrn ehf. Hlíðasmára 11, 201 Kópavogur, sími 534 9600, heyrn@heyrn.is                      Með Ziga geturðu vænst þess að heyra á notalegan og eðlilegan hátt, þau hafa framúrskarandi hljóðgæði, eru mjög þægileg og hraðvirk og með mikla aðlögun að þörfum notandans. Fáðu ReSound Ziga til reynslu í nokkra daga, nánari upplýsingar á www.heyrn.is VEITINGASTAÐURINN Basil og Lime, Klapparstíg 38, ætlar að bjóða vegfarendum upp á súpu og brauð í hádeginu á laugardögum fram að jólum. Súpan verður seld í tjaldi við veitingastaðinn fyrir 500 kr. á mann. Öll vinna og hráefni í súpuna er gefið og rennur andvirð- ið í neyðarsjóð ABC-barnahjálpar. „Við hvetjum alla sem eiga leið um miðbæinn til að staldra við, fá sér heita súpu í hádeginu og styrkja gott málefni. Vegna gengislækk- unar krónunnar er þörfin fyrir að- stoð við ABC-barnahjálp mikil,“ segir í tilkynningu. Súpa til styrktar ABC-barnahjálp VÍS hefur endurnýjað styrkt- arsamning við Knattspyrnufélag ÍA.VÍS og ÍA hafa átt samstarf allt frá stofnun VÍS árið 1989. Með nýj- um samningi gerist VÍS aðalsam- starfsaðili ÍA. Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjón- ustusviðs VÍS og Gísli Gíslason, for- maður Rekstrarfélags meist- araflokks og 2. flokks ÍA skrifuðu undir nýja samstarfssamninginn sem gildir í þrjú ár eða til ársins 2011. Við það tækifæri þakkaði Auð- ur farsælt samstarf liðinna ára og sagði VÍS stoltan stuðningsaðila knattspyrnunnar á Akranesi. Gísli Gíslason færði VÍS bestu þakkir fyrir þann stuðning sem fé- lagið hefði veitt Knattspyrnufélagi ÍA á liðnum árum og sagði samstarf ÍA og VÍS hafa verið til mikillar fyr- irmyndar í þau tæpu 20 ár sem það hefði staðið. Sagði hann framlag VÍS er aldrei mikilvægari en einmitt nú þegar kallað væri eftir enn virk- ara íþróttastarfi. sisi@mbl.is Undirskrift Auður Guðmundsdóttir og Gísli Gíslason við undirritun. VÍS styrkir ÍA næstu 3 ár UNGIR jafnaðarmenn kalla eftir kosningum á fyrri hluta næsta árs og fullyrða að innganga í Evrópusam- bandið sé forsenda efnahagsuppbyggingar landsins. Ungir jafnaðarmenn vilja að kosið verði til Alþingis á fyrri hluta næsta árs. Það sé nauðsynlegt til þess að ná sátt í íslensku samfélagi. Pólitískt umhverfi Íslands sé breytt eftir fall fjármálakefisins og kjósendur eiga að fá tækifæri til þess að hafa áhrif á hvernig uppbyggingu Ís- lands verður háttað. Ríkisstjórn landsins þarf að sækja nýtt umboð til þjóðarinnar. „Ungir jafnaðarmenn fullyrða að kosningar og innganga í Evrópusam- bandið sé forsenda þess að vel takist við uppbyggingu landsins. Mótrökin gegn inngöngu í Evrópusambandið eru veigalítil í samanburði við kostina.. Afdráttarlaus yfirlýsing um að Íslendingar stefndu að upptöku evru myndi auka líkur á því að vel tækist við fleytingu krónunnar,“ segir í tilkynningu. Vilja kosningar fljótlega FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) leggst enn sem fyrr eindregið gegn síendurteknum hugmyndum stjórnenda Reykjavíkurborgar um að skattleggja notkun negldra vetr- arhjólbarða. Negld vetrardekk eru öryggisbúnaður fyrir tilteknar vetraraðstæður og öryggisbúnað á ekki að skattleggja. Framkvæmda- og eignaráð Reykjavíkurborgar hefur sam- þykkt samhljóða að biðja borg- arlögmann að fara í það að leita eft- ir heimildum í vegalögum um gjaldtöku af negldum vetr- ardekkjum. FÍB hefur áður varað við hugmyndum um að leggja frek- ari álögur á bifreiðaeigendur og einkum og sér í lagi þegar ætlunin er að fá sveitarfélögum vald í hend- ur til að skattleggja öryggisbúnað bíla í því skyni að draga úr kostnaði við viðhald vega og gatna. Vilja ekki gjöld á nagladekkin GÓÐ stemning var á stórtónleikum sem Lionsklúbburinn Fjörgyn stóð að til styrktar Barna- og unglinga- geðdeild LSH og líknarsjóði Fjör- gynjar í Grafarvogskirkju í fyrra- kvöld. Þetta er í sjötta sinn sem Fjörgyn styrkir BUGL með þessum hætti. Fjöldi listamanna skemmti áheyrendum með mögnuðum flutn- ingi og leikrænni tjáningu en þeir sem fram komu voru Karlakór Reykjavíkur, stjórn- andi Friðrik S. Friðriksson, Voces Masculorum, Egill Ólafsson, Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunn- arsson, Gissur Páll Gissurarson, Hjörleifur Valsson og Vadim Fedo- rov, Hörður Torfason, Jóhann Frið- geir Valdimarsson, Kristján Krist- jánsson KK, Lay Low, Óskar Pétursson og Örn Árnason, Páll Óskar og Monika, Páll Rósinkrans, Raggi Bjarna, Sigrún Hjálmtýs- dóttir og Stefán Hilmarsson ásamt píanóleikaranum Jónasi Þóri. Ljósmynd/Gísli Sigurður Listamenn Páll Óskar og Monica voru meðal fjölmargra flytjenda. Stórtónleikar til styrktar BUGL í Grafarvogskirkju STUTT FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is ALLT bendir til þess að Gift fjárfestingarfélag, sem stofnað var utan um skuldbindingar Eign- arhaldsfélags Samvinnutrygginga, eigi ekki eignir umfram skuldir samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins. Stjórn félagsins, sem nú er án formanns, hefur enn ekki skilað upplýsingum um stöðu fé- lagsins til skilanefndar sem unnið hefur að slitum á félaginu síðan á haustmánuðum í fyrra. Kristinn Hallgrímsson, formaður skila- nefndarinnar, segir að beðið sé upplýsinga um stöðu félagsins frá stjórn Giftar. Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu í gær sagði Sigurjón Rúnar Rafnsson, aðstoðarkaup- félagsstjóri Kaupfélags Skaga- fjarðar, af sér sem stjórn- arformaður Giftar á föstudaginn fyrir viku. Benedikt Sigurðsson, framkvæmdastjóri Giftar, sagði Sigurjón Rúnar hafa sagt af sér af persónulegum ástæðum en vildi ekki tjá sig um starfslok hans að öðru leyti. Ekki hefur náðst í Sig- urjón Rúnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Eigið fé Giftar var um 30 millj- arðar um mitt ár í fyrra, þegar tek- in var ákvörðun um að skipta þeim eignum á milli fyrrum trygging- artaka Samvinnutrygginga, sam- tals rúmlega 50 þúsund lögaðila. Gift hefur verið umsvifamikið fjár- festingarfélag á hlutabréfamarkaði undanfarin ár og hafa fulltrúar fé- lagsins setið í stjórnum margra stærstu fyrirtækja landsins. Félag- ið átti stóra hluti í öllum íslensku bönkunum í lok árs í fyrra, eins og taflan hér að ofan sýnir. Frá þeim tíma hefur hallað verulega undan fæti. Hrun bankanna gerði stærstu eignir félagsins verðlausar eða verðlitlar, og því situr félagið ein- göngu uppi með skuldir og staða félagsins í besta falli óljós. 0<40   =, 3>, ') 813,")-  ?,  0, =  0=$4 "') ! "#  ') $   ') @ 0, ?,  0,') 1  $4 "') 5   )),   ') 5  , #$  %$&'( % #$( %$&'( % A "') 1    0 ') 2 ,< ') 4 , ') B)@) + ') B  ') 5 <"  ') 5 "') 54) ,') C )- 5  ,                                                      )* $#$ + $  D' )   )+   )   )+   D #;,      Tugmilljarða eignir Giftar verða að engu  Gengið hefur hratt á stórt eignasafn Giftar fjárfesting- arfélags  Lítið eftir í félaginu annað en skuldir Morgunblaðið/Árni Sæberg Höfuðstöðvar Fjármunir Giftar eru að grunni til upphæðir sem fyrrum tryggingartakar hjá Samvinnutryggingum lögðu til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.