Morgunblaðið - 15.11.2008, Síða 19

Morgunblaðið - 15.11.2008, Síða 19
Fréttir 19INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008 Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is Í FRAMTÍÐINNI hlýtur að vera stefnt að því að afnema verðtrygg- ingu en varasamt væri að stíga það skref núna. Um þetta voru Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra og Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, sam- mála í umræðum á Alþingi í vik- unni. „Þá yrðu innleiddir hér mjög há- ir vextir og ég hygg að aðgangur að lánsfé yrði mjög erfiður ef við afnæmum verðtrygginguna í þess- ari stöðu en það er nokkuð sem við hljótum að stefna að í framtíðinni,“ sagði Jóhanna. Ögmundur talaði á svipuðum nótum og sagðist hafa efasemdir um að afnema ætti verðtryggingu á lánum í óðaverðbólgu. Ávísun á meiri greiðslubyrði „Verðtryggðu lánin eru dýrari þegar upp er staðið þó að greiðslu- byrðin sé minni í núinu. Þess vegna tel ég að það sé ekki ráð að afnema verðtrygginguna í óðaverð- bólgu en hins vegar á það að vera markmið okkar,“ sagði Ögmundur. Benti Ögmundur á að þegar þjóðarsáttarsamningarnir voru gerðir árið 1990 hefði komið fram í markmiðslýsingu frá ríkisstjórn- inni og aðilum vinnumarkaðrins að afnema ætti verðtryggingu sam- fara því sem verðbólgan yrði keyrð niður. „Það hlýtur að vera sameig- inlegt keppikefli okkar og mark- mið að losa okkur við verðtrygg- inguna fyrr en síðar en að afnema hana núna er einvörðungu ávísun á meiri greiðslubyrði fyrir þann sem er að greiða af lánum,“ sagði Ög- mundur Verðtrygging ekki afnumin núna Jóhanna Sigurðardóttir Ögmundur Jónasson RANNSÓKNARSETUR verslunar- innar spáir 7,5% samdrætti í jóla- versluninni að raunvirði. Spáin er þó háð mikilli óvissu vegna efnahags- ástandsins og minnkandi væntinga almennings. Samkvæmt þessu er gert ráð fyrir að veltan í smásölu- verslun verði um 59 milljarðar kr. en var í fyrra 54,6 milljarðar kr. án virð- isaukaskatts. Miklar verðhækkanir hafa orðið á árinu og því er spáð raunlækkun á veltu. Þetta var kynnt á fundi setursins í gær. Könnun á jólainnkaupum leiðir í ljós að landsmenn ætla að verja minna til jólainnkaupa fyrir þessi jól en í fyrra, byrja jólainnkaupin fyrr og versla minna í útlöndum áður. Ætla má að meiri hagkvæmni ráði för í jólainnkaupum að þessu sinni en áður hefur verið. Jólagjöfin í ár er íslensk hönnun. Sérskipuð dómnefnd komst að þess- ari niðurstöðu og rökstyður það með því að íslensk hönnun njóti vaxandi vinsælda og sé mjög í takt við tíð- arandann. Hannaður hefur verið sérstakur límmiði sem verslanir geta notað með áletruninni Jólagjöfin í ár – Ís- lensk hönnun. Þess má geta að GPS- staðsetningartæki var jólagjöfin í fyrra að mati rannsóknarsetursins. Spá 7,5% samdrætti fyrir jól Íslensk hönnun sögð jólagjöfin í ár ÚTIFUNDIR verða haldnir bæði í Reykjavík og á Akureyri í dag, laug- ardag, vegna efnahagsástandsins í landinu. Í Reykjavík fer fundurinn sem fyrr fram á Austurvelli og munu Andri Snær rithöfundur, Viðar Þor- steinsson heimspekingur og Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur taka til máls. Á Akureyri verður gengin sam- stöðuganga kl. 15 frá Samkomuhús- inu inn á Ráðhústorg. Tilgangurinn er að bæjarbúar sýni samstöðu og samhug, láti í ljós skoðun sína á ástandinu og láti rödd sína heyrast. Talsmenn göngunnar leggja áherslu á að ekki sé um flokkspólitíska uppá- komu að ræða. Einnig er verið að sýna samstöðu með mótmælum sem haldin verða á sama tíma í Reykja- vík. Til máls munu taka Valgerður Bjarnadóttir, Hlynur Hallsson, Helgi Vilbergs, Óðinn Svan Geirsson og fleiri. Tveir mót- mælafundir STYÐJA þarf við starfsemi sprota- fyrirtækja en í þeim liggja mikil tækifæri. Þetta segir Katrín Júl- íusdóttir, formað- ur iðnaðarnefnd- ar Alþingis, en nefndin fékk til sín gesti í gær til að ræða stöðu verkfræðinga og sprotafyrirtækja. „Það er mikill hugur í sprotafyr- irtækjum og þar liggur rosalegur kraftur. Frumkvöðlastarfsemi á Ís- landi fór eiginlega niður á við á þeim tíma sem bankarnir voru í blóma. Þá fór allt menntafólkið á færibandi inn í bankana,“ segir Katrín og áréttar að koma þurfi þessi fólki inn í sprota- fyrirtækin með einhvers konar stuðningi. Mörg fyrirtækjanna séu langt komin með sína vöru en þurfi stuðning á lokasprettinum. Katrín Júlíusdóttir Hugur í sprotafyr- irtækjum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.