Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 1

Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FIMMTUDAGUR 30. apríl 2009 — 102. tölublað — 9. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 MICHAEL KORS er tískuhönnuður sem margir þekkja sem dómara úr þáttunum Project Runway. Hann opnaði nýlega nýja verslun á Bond Street í London með klæðnaði úr sinni fatalínu. „Ég er í kjól sem er hluti af nýrri línu sem ég hef verið að hanna fyrir Nakta apa nn,“ segir fatahönn-uðurinn Bryndís SveinbjörnsdóttirKjól leg efni sem hún hefur sankað að sér. Hún láti sjaldan flóamarkaði í útlöndum framhjá sér fara, enda finni hún oft gersemar þar tilað taka með sé h og antíktölum úr gleri. „Þessi samsetning lýsir vel mínum stíl Ég tíni venjulegase Klæðist kjól eftir sjálfa sig Bryndís Sveinbjörnsdóttir saumar litríka og hressilega kjóla úr dýrindisefnum og býr til eyrnalokka úr kassettubandi og antíktölum úr gleri. Hönnun hennar fæst meðal annars í Nakta apanum í Bankastræti. Bryndís Sveinbjörnsdóttir fatahönnuður hefur gaman af því að blanda saman flíkum úr öllum áttum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM • Rafhlaðan endist í allt að 15 tíma. Hentar vel í útileguna, sumarbústaðinn og í ferðalagið. Þú stingur símanum eða iPod í samband við Power2Charge og hleður af rafhlöðunni • 6 millistykki fyrir t.d. síma, iPod, myndavélar og önnur 5V tæki • Snúran er í litlu handhægu kefli• Millistykki geymd í gúmmíbandi• Ferðapoki Hleðslutæki með innbyggðri rafhlöðu Hleður síma, iPod og myndavélar VEÐRIÐ Í DAG BRYNDÍS SVEINBJÖRNSDÓTTIR Saumar litríka og hressilega kjóla • tíska • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS heilsa og útivist FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2009 HEILSA OG ÚTIVIST Siglingar, fjallgöngur, mataræði og slökun Sérblað um heilsu og útivist FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG. Úr fótboltanum í rappið Daníel Hjaltason þreytir frumraun sína á sviði FÓLK 46 Með flottasta barminn Scarlett Johansson þykir bera af öðrum konum í Hollywood. FÓLK 37 Virðing fyrir nátt- úrunni Náttúra.is hlýtur styrk frá menntamálaráðu- neytinu til að dreifa Náttúruspilum í grunnskóla landsins. TÍMAMÓT 26 FÓLK Bandaríski kvikmyndaleik- stjórinn David Lynch kemur til landsins á föstudag. Hann heldur fyrirlestur um innhverfa íhugun og telur að þar gæti lykillinn að uppsveiflu í íslensku samfé- lagi legið. „Sam- kvæmt formúl- unni þarf aðeins eitt prósent þjóð- ar að tileinka sér þessa hug- leiðslutækni og þar sem Íslendingar eru tiltölulega fámenn þjóð þarf frekar fáa til. Þeir þurfa bara að íhuga þrisvar á dag og þá mun kraftur þjóðar- innar leysast úr læðingi af miklu afli,“ segir Lynch í samtali við Fréttablaðið. Hann upplýsir jafn- framt að hann hafi verið á leiðinni til Íslands í tuttugu ár en aldrei gefist tími til. „Ég hlakka mikið til að koma.“ -fgg / sjá síðu 46 David Lynch væntanlegur: Kemur Íslandi til hjálpar VÆTA Í dag verður víðast hæg breytileg átt. Rigning eða skúrir en þurrt norðaustanlands. Úrkomulítið vestan til síðdegis. Hiti 3-14 stig, hlýjast fyrir norðan. VEÐUR 4 3 14 12 8 5 LÖGREGLUMÁL Fimmtán ára stúlka var göbbuð upp í bíl við heimili sitt í gær undir þeim formerkjum að hún væri að fara að sættast við stúlku sem hún hafði átt í útistöðum við. Fljótlega komu fimm aðrar stúlkur upp í bílinn, en þar voru tvær fyrir, og óku með hana upp í Heiðmörk. Þar gengu tvær þeirra í skrokk á henni svo stórsér á henni. „Þetta byrjaði á einhverjum misskilningi á netinu. Hún hélt að hún væri að ræða við aðra stúlku á MSN og síðan var hún sökuð um að ljúga upp á einhverja stúlku. Sú þekkir þennan stelpnahóp,“ segir Hrönn Óskarsdóttir, systir fórnar- lambsins. Stúlkurnar, sem eru úr Hafnar- firði og litlu eldri en fórnarlambið, hittu stúlkuna fyrir nokkrum dögum á matsölustað og réðust þar á hana, en voru stöðvaðar fljótlega. Í gær hringdu þær síðan í hana, þóttust vilja biðja afsökunar og sættast við hana. Í staðinn færðu þær hana upp í Heiðmörk þar sem tvær þeirra hófu að lemja hana. Hún var lamin ítrekað í andlitið. Stúlkan segir að hinar stúlkurnar hafi staðið hjá, nema ein sem hljóp að bíl sem var þar hjá. Drengur sem sat í þeim bíl, og virtist tengd- ur stúlkunum, kom og skakkaði leikinn. Stúlkunni var síðan ekið til Hafnarfjarðar, en hún býr í Reykja- vík. Alla leiðina héldu stúlkurnar tvær áfram að lemja hana. Hún var skilin eftir í Hafnarfirði og hótað lífláti kjaftaði hún frá. Að skilnaði kröfðust stúlkurnar 150 þúsund króna, annars yrði hún drepin. Stúlkan er óbrotin en mjög bólg- in í andliti. Tekin var sneiðmynd af henni í gær og Hrönn segir að læknar hafi sagt að hurð hafi skoll- ið nærri hælum. Hún hafi verið svo bólgin að eitt högg á ákveðinn stað hefði getað kostað hana lífið. „Það er í raun ótrúleg heppni að hún sé á lífi. Það hefur einhver vakað yfir henni,“ segir Hrönn. Lögreglan staðfesti að stúlkan og fjölskylda hennar hefðu rætt við lögreglumenn og lýst málsatvikum með þessum hætti. Rannsókn væri á frumstigi og stúlknahópsins væri leitað. Hrönn segir systur sína hafa verið svo ringlaða á lögreglustöð- inni að hún hafi verið send heim til að jafna sig áður en formlegri skýrslutöku yrði lokið. „Hún er alveg í sjokki og vill helst flytja af landi brott.“ - kóp Námu fimmtán ára stúlku á brott og börðu í Heiðmörk Systir stúlkunnar segir ótrúlegt að hún sé á lífi. Misskilningur á MSN leiddi til þess að hópur stúlkna fór með hana upp í Heiðmörk og lamdi hana hrottalega. Rannsókn málsins er á frumstigi hjá lögreglu. HEILBRIGÐISMÁL Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hækkaði í gær viðbúnaðarstig vegna svínaflensunn- ar í fimmta stig af sex. Sérfræðingar stofnunar- innar telja því að heimsfaraldur gæti verið yfirvof- andi. „Í heimsfaraldri er mannkynið allt í hættu,“ segir Margaret Chan, framkvæmdastjóri WHO. Tilkynnt hafði verið um 2.500 tilfelli í Mexíkó í gær, og vírusinn hafði dreift sér til að minnsta kosti tíu ríkja Bandaríkjanna. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir þessa breytingu hjá WHO koma til þar sem veiran sé farin að smitast manna á milli utan Mexíkó og Bandaríkj- anna. Slík tilfelli hafi þegar greinst á Spáni. Hann segir hækkað viðbúnaðarstig ekki breyta áhersl- um hér á landi. „Við erum með öðruvísi kerfi en Alþjóðaheilbrigð- isstofnunin. Við erum á því sem við köllum hættustig, sem tekur til bæði stigs fjögur og fimm hjá stofnuninni, svo áhættumatið breytist ekki,“ segir Haraldur. Staðan verður metin aftur í dag, en engar vís- bendingar eru um að flensan sé komin hingað til lands, segir Haraldur. - bj / sjá síðu 6 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hækkar hættustig vegna svínaflensu í fimmta stig: Breytir ekki áherslum hér á landi DAVID LYNCH ÓTTAST FLENSU Íbúar í Mexíkóborg eru áhyggjufullir vegna svínaflensunnar. Flestir farþegarnir í neðanjarðarlestum borgarinn- ar voru með grímu fyrir vitum í gær. Óttast er að 159 hafi látist af völdum flensunnar í Mexíkó. NORDICPHOTOS/GETTY Valur jafnaði metin Valur vann í gær sigur á Haukum í fram- lengdum leik í úrslitakeppninni í handbolta. ÍÞRÓTTIR 42

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.