Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 48

Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 48
32 30. apríl 2009 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Þegar rappið kom fyrst upp á yfirborðið snemma á níunda áratug síð- ustu aldar voru margir fljótir að afskrifa það sem nýjabrumsbólu sem mundi springa fyrr en varði. Það sama hafði heyrst þegar pönkið kom fram nokkrum árum áður. Slíkar hrakspár virðulegra tónlistargagn- rýnenda hljóma auðvitað hlægilega í ljósi þess sem síðar gerðist. Rapp- ið hefur sitt pláss enn í dag og áhrif pönksins verða seint ofmetin. Nú er svo komið að það eru farnar að koma út afmælisútgáfur af sumum af bestu hip-hop plötum sögunnar. Fyrir nokkrum vikum kom út tuttugu ára afmælisútgáfa af annarri plötu Beastie Boys, Paul’s Boutique. Sú plata hefur lengi verið hátt á listum yfir bestu hip-hop plöturnar, hafnaði t.d. í öðru sæti á lista yfir þær tíu bestu sem birtur var í breska tímarit- inu Clash nýlega. Aðeins It Takes a Nation of Millions með Public Enemy sló henni við. Eins og kunnugt er eru í Beastie Boys þrír hvítir millistéttastrákar frá New York sem byrjuðu í pönkhljómsveit 1981, en fengu rappdell- una og slógu í gegn með sinni fyrstu plötu, Licence to Ill, árið 1986. Á henni voru partíbomburnar No Sleep Till Brooklyn og Fight for Your Right (to Party). Þegar Paul’s Boutique kom út þremur árum síðar kvað hins vegar við annan tón. Platan er kennslustund í fyrsta flokks hljóðsmölun og sannar ein og sér gildi þeirrar aðferðar við tónlistar- sköpun. Öll smáatriði á plötunni eru fullkomin, allt frá hljóminum til myndanna á umslaginu. Sannkallað snilldarverk sem virkar best þegar maður spilar það í heild sinni. Paul’s Boutique var tímamótaverk. Eins og fleiri meistaraverk í poppsögunni setti hún viðmiðin hærra fyrir alla þá sem á eftir komu. Og eins og fleiri áhrifamiklar plötur seldist hún ekkert þegar hún kom út, en safnaði hörðum aðdáendum eftir því sem árin liðu. Löngu sígilt verk sem á heima við hliðina á Abbey Road, Kind of Blue, OK Comput- er og The Velvet Underground & Nico. Plata sem breytti sögunni MEISTARAVERK Paul’s Boutique stendur vel fyrir sínu 20 árum seinna. Það er engan bilbug að finna á ensku þremenning- unum í Depeche Mode, en á dögunum sendu þeir frá sér sína tólftu hljóðversplötu, Sounds of the Universe. Trausti Júlíusson tékkaði á þessu lífseiga rafpopp- bandi. Það hafa líklega ekki margir búist við því þegar hljómsveitin Depe- che Mode var stofnuð árið 1980 að hún ætti enn eftir að vera starf- andi tæpum þrjátíu árum seinna. Tólfta hljóðversplata sveitarinn- ar, Sounds of the Universe, var að koma út og fram undan er risatón- leikaferð sem hefst 6. maí í Lúxem- borg og stendur í það minnsta til 6. febrúar 2010 þegar sveitin treður upp í Moskvu. Essex-strákar Forsaga Depeche Mode hófst árið 1977 í Basildon í Essex þegar þeir Andrew Fletcher og Vince Clarke stofnuðu hljómsveitina No Rom- ance in China. Þeir gengu í gegn- um nokkrar mannabreytingar á næstu þremur árum og skiptu oft um nafn. Saman eða hvor í sínu lagi reyndu þeir meðal annars fyrir sér sem The French Look og Composition of Sound og árið 1979 bættist Martin Gore í hópinn. Eftir að Vince Clarke heyrði Dave Gahan syngja David Bowie-lagið Heroes var hann ráðinn og Dep- eche Mode varð til. Nafnið fengu þeir frá franska tískublaðinu Dép- êche mode. Speak & Spell Hljómsveitin gerði samning við Mute Records (sem gefur verk hennar út enn í dag) og í nóvember 1981 kom fyrsta plata sveitarinnar, Speak & Spell. Hún seldist vel, en fékk misjafna dóma. Sumum gagn- rýnendum þótti þetta heldur þunn- fljótandi og léttvægt. Eftir útkomu plötunnar hætti Vince Clarke, sem hafði verið aðallagasmiður sveit- arinnar. Hann stofnaði Yazoo með Alison Moyet og seinna Erasure með Andy Bell. Depeche Mode hélt samt ótrauð áfram og snemma árs 1982 gekk Alan Wilder til liðs við sveitina. Hann var meðlimur allt til 1995, en síðan hefur Depeche Mode verið tríó. Metsöluplötur og stórtónleikar Vinsældir Depeche Mode jukust jafnt og þétt á níunda áratugnum. Plötur eins og Some Great Rew- ard frá 1984, Music for the Mass- es (1987) og Violator (1990) seld- ust vel og hljómsveitin varð sífellt stærra tónleikanúmer. Eftir mikla leikvanga-tónleikaferð árið 1998 tók sveitin sér þriggja ára hlé en sneri svo aftur árið 2001 með plötuna Exciter sem þótti sýna að sveitin væri enn í fullu fjöri. Árið 2005 kom Playing the Angel og nú er plata númer tólf komin út. Góður mórall Sounds of the Universe er í þess- um sígilda Depeche Mode-stíl, en hljómar samt furðu fersk. Sándið er mjög flott og þeir félagar eiga greinilega ekki í vandræðum með lagasmíðarnar. Sveitin hefur geng- ið í gegnum eitt og annað á ferlin- um og það hefur oft reynt á sam- starfið. Þeir segja samt að það hafi sjaldan gengið betur en í dag. Martin Gore er loksins hættur að drekka og dópa og Dave Gahan er orðinn afslappaðri og er að eigin sögn hættur að hafa það á heil- anum hvað hann komi mörgum lögum eftir sig á næstu Depeche Mode-plötu. Ennþá ferskir eftir öll þessi ár DEPECHE MODE Samstarfið hjá þeim Dave Gahan, Martin Gore og Andrew Fletcher hefur aldrei gengið betur en í dag, enda Martin Gore hættur að drekka og dópa. Speak & Spell (1981) A Broken Frame (1982) Construction Time Again (1983) Some Great Reward (1984) Black Celebration (1986) Music for the Masses (1987) Violator (1990) Songs of Faith and Devotion (1993) Ultra (1997) Exciter (2001) Playing the Angel (2005) Sounds of the Universe (2009) PLÖTUR DEPECHE MODE > Plata vikunnar Sudden Weather Change - Stop! Handgrenade in the Name of Crib Death ‘nderstand? ★★★★ „Vonarstjörnur íslenskrar rokktón- listar valda ekki vonbrigðum.“ TJ > Í SPILARANUM Bob Dylan - Together Through Life St. Vincent - Actor Patrick Watson - Wooden Arms Meat Puppets - Sewn Together Patrick Wolf - The Bachelor PATRICK WOLFBOB DYLAN Færeyski tónlistarmaðurinn Högni Lisberg hefur gefið út plötuna Haré! Haré!. Platan hefur fengið mikið lof í fær- eyskum og dönskum fjölmiðl- um og þykir hann hafa fund- ið sinn tón með þessari þriðju plötu sinni. Í tilefni af útgáfunni heldur Högni tvenna tónleika hérlend- is um helgina. Fyrst spilar hann á Grand Rokk á föstudagskvöld ásamt hljómsveitinni Ég og á sunnudagskvöld spilar hann á Sódómu Reykjavík. Miðaverð á tónleikana er 1.000 krónur. Nán- ari upplýsingar um Högna má finna á Myspace.com/hognilis- berg eða á Hogni.com. Högni með nýja plötu HÖGNI LISBERG Færeyski tónlistarmaðurinn hefur gefið út plötuna Haré! Haré!.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.