Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 8
8 30. apríl 2009 FIMMTUDAGUR
STJÓRNMÁL Tveir þingmenn Sjálf-
stæðisflokks féllu niður um sæti
vegna útstrikana í alþingiskosn-
ingum laugardags.
Guðlaugur Þór Þórðarson, efsti
frambjóðandi í Reykjavíkurkjör-
dæmi suður, fellur niður í annað
sætið. Árni Johnsen í Suðurkjör-
dæmi fellur úr öðru sæti í það
þriðja. Þeir komast þó báðir á
þing.
Aðrar útstrikanir höfðu ekki
áhrif á stöðu þingmanna.
Mikið hafði verið rætt um stöðu
Steinunnar Valdísar Óskarsdótt-
ur, frambjóðanda Samfylkingar,
en hún féll ekki niður um sæti,
þrátt fyrir margar útstrikanir.
„Fréttirnar af þessum útstrik-
unum hjá mér voru kannski
dramatískari en raunveruleikinn,“
segir hún. „Ég held að kjósendur
hafi uppgötvað þessa leið og beitt
henni og það er hið besta mál. Ég
fæ þessar útstrikanir líklega út af
styrkjaumræðunni, hvort sem það
er að ósekju eða ekki. Ég læt aðra
um að dæma það, en ég held að
ekki hafi öll kurl komið til graf-
ar í því máli,“ segir Steinunn. Enn
sé óupplýst um styrki til annarra
frambjóðenda í öllum flokkum,
frá öðrum fyrirtækjum en FL
Group og Baugi.
Hún telur útstrikanirnar ekki
veikja stöðu sína innan flokksins,
enda hafi fleiri fengið að kenna
á þeim en hún. „En ég tók á mig
ákveðinn skell fyrir flokkinn. Það
var flokksleg ákvörðun að halda
prófkjör og þau kosta háar upp-
hæðir.“ Steinunn vill nú byggja
upp traust kjósenda að nýju.
Árni Johnsen, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, telur að þröskuldur
útstrikana sé of lágur, auðvelt sé
fyrir litla hópa að breyta röð á
lista.
„Mér þykja þessar útstrikan-
ir svolítið langsóttar aðferðir
eftir velheppnuð prófkjör. Það
geta alltaf verið ástæður fyrir
útstrikunum, og við því er ekk-
ert að segja, en mér finnst ekki
mikið lýðræði í því að fimmtán
prósent kjósenda geti ráðið meiru
en hin 85 prósentin,“ segir Árni.
Hann vill ekki tjá sig um hvort
aðrir frambjóðendur Sjálfstæðis-
flokks hafi unnið gegn honum í
kjördæminu.
Kolbrún Halldórsdóttir segist
hafa spurt sig strax í prófkjörinu
hvort grænar áherslur væru á
undanhaldi í flokknum, þegar hún
lenti þar í þriðja sæti. Hún segist
enn vilja gegna starfi umhverfis-
ráðherra, en missi ekki svefn yfir
því. „Ég hef alltaf verið umdeild
innan flokks og utan, og hef allt-
af getað lifað með því. Það er líf
eftir pólitík.“
Ekki náðist í Guðlaug Þór Þórð-
arson, en hann var gagnrýnd-
ur í kosningabaráttunni fyrir að
þiggja háa styrki frá FL Group og
Baugi og fyrir að hafa haft milli-
göngu um styrki til Sjálfstæðis-
flokksins.
klemens@frettabladid.is
1. Hvað heita Bakkavarar-
bræður?
2. Hvað heitir fráfarandi sendi-
herra Bandaríkjanna á Íslandi?
3. Hvað eru margir alþingis-
menn sköllóttir?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46
SLYS Fúi í burðarvirki er talinn
orsök þess að svalir Ölvers,
sumarbúða KFUM og K, sem á
stóðu tuttugu börn úr Grundar-
skóla á Akranesi, gáfu sig í fyrra-
kvöld. Sú er bráðabirgðaniður-
staða eftir úttekt lögreglunnar í
Borgarnesi, Vinnueftirlitsins og
byggingarfulltrúa.
Aðkomu lögreglunnar að mál-
inu er lokið í bili en rannsókn
hinna aðilanna heldur áfram.
Börnum og foreldrum, sem voru
í skólaferðalagi í húsi sumarbúð-
anna, var veitt áfallahjálp eftir
slysið.
„Við hörmum þetta mjög og
erum afar þakklát fyrir að eng-
inn slasaðist alvarlega,“ segir
Guðni Már Harðarson, gjaldkeri
stjórnar Ölvers. - kg
Börnin fengu áfallahjálp:
Fúi í burðar-
virki var orsök
svalahruns
www.urvalutsyn.is
Ferðaskrifstofa
Leyfishafi
Ferðamálastofu
Úrval-Útsýn – Lágmúla 4 – Reykjavík – Sími 585 4000
Innifalið: Flug, flugvallarskattar, íslensk fararstjórn og gisting. Verð miðast við að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis er bókunargjald 2.500 kr. fyrir hvern farþega.
F
ít
o
n
/S
ÍA
Það er afskaplega auðvelt að komast í gott frí á
sólarströnd með fjölskylduna með því að skipta
kostnaðinum í fjórar jafnar vaxtalausar greiðslur á
greiðslukort. Áratuga reynsla Úrvals-Útsýnar og
þaulreyndir fararstjórar tryggja farþegum okkar ljúft og
þægilegt frí á frábærum kjörum. Marmaris í Tyrklandi og
Albufeira í Portúgal hafa laðað Íslendinga til sín sumar
eftir sumar. „...og nú allir af stað með Úrval-Útsýn“.
F
ít
o
n
/S
ÍA
Skiptu kostnaðinum í fjórar vaxtalausar og
jafnar greiðslur á www.urvalutsyn.is. Miðað
við að greitt sé með greiðslukorti eða bókað
á netinu. Færslugjald leggst ofan á uppgefið verð, frá 2%.
Fjórar jafnar vaxtalausar greiðslur
Við greiðum
þér leið í sólina
MARMARIS
MARMARIS
Grand Cettia
Brottför 3. júlí
Fallegt fjölskylduhótel með bæði herbergi og íbúðir. Allt innifalið
til kl. 23 á kvöldin; máltíðir, innlendir drykkir með mat, drykkir að
degi eða kvöldi og skemmtidagskrá.
VERÐDÆMI
104.280 kr.
á mann miðað við 2 með 2 börn í viku
með öllu inniföldu.
2 fullorðnir í viku, allt innifalið, verð 122.440
Allt
innifalið!
Tyrkland
Guðlaugur og Árni falla niður
um sæti á framboðslistum
Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks féllu um sæti vegna útstrikana í kosningunum. Steinunn Valdís segir að
ekki hafi öll kurl komið til grafar um styrki. Árni Johnsen telur of auðvelt að fella þingmenn um sæti.
SUÐVESTURHORNIÐ
Suðvesturkjördæmi:
1. Þórunn Sveinbjarnardóttir S: 1.168
2. Þorgerður K. Gunnarsdóttir
D: 909
3. Siv Friðleifsdóttir B: 359
Reykjavíkurkjördæmi suður:
1. Kolbrún Halldórsdóttir V: 1.990*
2. Guðlaugur Þór Þórðarson D:
1.933**
3. Össur Skarphéðinsson S: 1.284
Reykjavíkurkjördæmi norður:
1. Steinunn V. Óskarsdóttir S: 1.443
2. Helgi Hjörvar S: 657
3. Mörður Árnason S: 656
* Útstrikun Kolbrúnar hefur ekki áhrif
á þingflokk VG, því hún náði hvort eð er
ekki kjöri.
** Fellur niður um sæti.
LANDSBYGGÐIN
Norðvesturkjördæmi:
1. Einar Kristinn Guðfinnsson D: 248
2. Ásmundur Einar Daðason V: 160
3. Lilja Rafney Magnúsdóttir V: 159
Norðausturkjördæmi:*
1. Kristján Þór Júlíusson D: Á þriðja
hundrað
2. Birkir J. Jónsson B: Á þriðja
hundrað
3. Kristján L. Möller S: Á annað
hundrað
Suðurkjördæmi:
1. Árni Johnsen D: 1.355**
2. Björgvin Guðni Sigurðsson S: 600
3. Ragnheiður Elín Árnadóttir D: 149
* Tölvuforrit brást í Norðausturkjördæmi
og nákvæmari tölur eru ekki komnar.
** Fellur niður um sæti
MESTAR ÚTSTRIKANIR EFTIR KJÖRDÆMUM:
GUÐLAUGUR ÞÓR
ÞÓRÐARSON
ÁRNI
JOHNSEN
STEINUNN VALDÍS
ÓSKARSDÓTTIR
KOLBRÚN
HALLDÓRSDÓTTIR
...ég tók á mig ákveðinn
skell fyrir flokkinn. Það
var flokksleg ákvörðun að halda
prófkjör og þau kosta háar upp-
hæðir
STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR
ÞINGMAÐUR SAMFYLKINGARINNAR
VEISTU SVARIÐ?