Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 56
40 30. apríl 2009 FIMMTUDAGUR
> LYKILMAÐURINN
Gunnar Már Guðmundson var orðaður við
atvinnumennsku eftir frábært síðasta ár en hann
verður áfram í herbúðum Fjölnis sem skiptir liðið
gríðarlega miklu máli eftir að hafa þurft að horfa á
eftir nokkrum sterkum leikmönnum. „Herra Fjölnir“
var markahæstur
í liðinu í fyrra og
skoraði þá tíu mörk
af miðjunni. Gunnar
Már er með mikla yfirferð
og gríðarlega sterkur í loft-
inu auk þess að vera mikill
markaskorari án þess að þurfa að
spila í fremstu víglínu.
FRÉTTABLAÐIÐ SPÁIR FJÖLNI 9. SÆTINU SUMARIÐ 2009
GENGI SÍÐUSTU ÁRA 2008 6. sæti í A-deild 2007 3. sæti í B-deild 2006 3. sæti í B-deild 2005 4. sæti í B-deild 2004 7. sæti í B-deild 2003 2. sæti í C-deild
AÐRIR
LYKILMENN
TÓMAS
LEIFSSON
ÞÓRÐUR
INGASON
MAGNÚS INGI
EINARSSON
GENGI Á VORMÓTUNUM
Sigrar Jafntefl i Töp
3
4
> X-FAKTORINN
Jónas Grani Garðarsson er
kominn í Fjölni eftir vonbrigðasumar
hja FH þar sem hann fékk lítið að
spila. Finni Jónas Grani markaskóna
sína frá sumrinu 2007 þegar hann
skoraði 13 mörk fyrir Fram þá verða
Fjölnismenn í góðum málum.
2
9. HVER
VINNUR!
SJÁÐ
U
MYN
DINA
SPIL
AÐU
LEIKI
NN
FÁAN
LEGU
R
FYRI
R AL
LAR
LEIKJ
ATÖL
VUR
FARÐU INN Á
WWW.SENA.IS/XMEN
HEIMSFRUMSÝND 29. APRÍL
VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, TÖLVULEIKIR, GOS, DVD MYNDIR OG MARGT FLEIRA!
SENDU SMS ESL XMV
Á NÚMERIÐ 1900
ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA!
149 kr/skeytið. Vinningar afhendir í ELKO Lindum.
Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb.
Fjölnir leikur nú sitt annað ár í efstu deild karla
en síðustu tvö tímabil hafa verið mikið ævintýri
fyrir Grafarvogsliðið, sem hefur komist í bikar-
úrslitaleikinn tvö ár í röð. Fjölnir endaði í sjötta
sæti í deildinni í fyrra.
„Það eru töluverðar breytingar hjá okkur og við
höfum misst sérstaklega mikið úr reynslubank-
anum,“ segir Ásmundur Arnarsson.
Pétur Georg Markan, Ólafur Páll Snorrason og
Kristján Hauksson fóru allir í Val, Óli Stefán Fló-
ventsson fór út til Noregs, Davíð Þór Rúnarsson
fór í Þrótt og Fjölnismenn reikna ekki mikið
með Ágústi Gylfasyni í sumar. „Þarna eru ansi
mörg ár af reynslu farin,“ segir Ásmundur.
„Við komum með svolítið breytt lið til leiks en
reynum engu að síður að byggja ofan á það
sem hefur verið í gangi undanfarin ár. Vonandi
náðum við að festa liðið í sessi í efstu deild.“
Fjölnir hefur fengið nokkra leikmenn til sín.
Jónas Grani Garðarsson er kominn frá FH, Vigfús
Arnar Jósepsson kom frá Leikni og tveir uppaldir
Blikar, Ragnar Gunnarsson og Ágúst Ágústsson,
ætla einnig að spila með Fjölni.
„Undanfarin ár hafa gengið framar vonum og
við verðum bara að halda því áfram. Menn eru
reynslunni ríkari eftir síðustu tvö ár en heilt yfir
erum við með ungan og óreyndan hóp. Fyrir
utan síðasta ár eru fáir leikmenn sem hafa verið
að spila í efstu deild,“ segir Ásmundur.
„Það er mikið talað um þetta erfiða annað ár
fyrir nýliða, þannig að við gerum okkur grein
fyrir því að þetta verður strembið hjá okkur. Í
grunninn höfum við alltaf viljað gera betur en
árið á undan og við gerum það að sjálfsögðu
aftur í ár þótt það verði erfitt,“ segir Ásmundur
að lokum.
Höfum misst mikið úr reynslubankanum
FÓTBOLTI Grindvíkingar verða án
framherjans Grétars Ólafs Hjart-
arsonar í fyrstu umferðum Pepsi-
deildarinnar. Grétar fór í aðgerð
vegna krossbandaslita hinn 27.
nóvember á síðasta ári og er ekki
enn farinn að skokka.
„Ég held mikið til í lyftinga-
salnum og lyfti ásamt því að
hjóla. Sem betur fer finnst mér
gaman að hjóla,“ sagði Grétar
léttur en hann fær að vita í næstu
viku hvenær hann getur farið að
skokka á nýjan leik.
„Ég er í ágætu líkamlegu
formi. Ég er svo heppinn að fitna
ekkert heldur léttist ég bara.
Ætli ég þurfi ekki að bæta aðeins
á mig,“ sagði Grétar, sem bíður
spenntur eftir því að reima á sig
skóna á nýjan leik.
„Mann er farið að kitla veru-
lega í tærnar að byrja. Vonandi
verð ég bara kominn sem fyrst út
á völlinn en í dag er einfaldlega
ómögulegt að segja hvenær ég
verð tilbúinn. Ég þarf því að vera
þolinmóður áfram,“ sagði Grétar
Ólafur Hjartarson, sem verður
mikill styrkur fyrir Grindavík
þegar hann verður loksins orðinn
heill heilsu. - hbg
Grétar Ólafur Hjartarson:
Enn að jafna
sig eftir aðgerð
FÓTBOLTI Emil Hallfreðsson hefur
ekki spilað stórt hlutverk með
Reggina í ítölsku úrvalsdeildinni í
vetur. Í upphafi mánaðarins hafði
hann ekki verið í byrjunarliðinu
síðan í lok september á síðasta ári
og ekki komið við sögu í einum
deildarleik síðan í október.
Hann meiddist svo í febrúar og
var frá í einn og hálfan mánuð. En
eftir að hann jafnaði sig á meiðsl-
unum vann hann sér strax sæti í
byrjunarliðinu og hefur haldið því
í þremur leikjum í röð. Hann skor-
aði sitt fyrsta deildarmark fyrir
Reggina um síðustu helgi er hann
þrumaði knettinum framhjá Gian-
luigi Buffon í 2-2 jafnteflisleik
gegn Juventus.
„Já, þetta hefur óneitanlega
verið svolítið sérstakt,“ segir Emil.
„En þetta tímabil hefur samt ekki
verið neitt frábært. Það þýðir
ekkert að neita því. Ég ætla þó
að reyna að ná sem flestum leikj-
um á lokasprettinum og gera mitt
besta.“
Reggina er sem stendur í botns-
æti ítölsku úrvalsdeildarinnar og
sex stigum frá öruggu sæti þegar
fimm leikir eru eftir af tímabilinu.
En liðið hefur nú ekki tapað tveim-
ur leikjum í röð og í þeim báðum
hefur Emil spilað inni á miðri
miðjunni en ekki vinstri kantin-
um, sem hefur verið hans staða í
gegnum tíðina.
Sem fyrr segir fékk Emil fá
tækifæri fyrr í vetur og var
nálægt því að fara í janúar síð-
astliðnum. „Ég hélt allan tímann
að ég myndi fara eitthvert annað
enda komu nokkur tilboð í mig. En
svo á síðasta degi félagaskipta-
gluggans ákvað forseti félags-
ins hvorki að kaupa leikmenn né
selja. Það var óneitanlega svolít-
ið sérstakt þar sem öll lið í kring-
um okkur í botnbaráttunni
voru að styrkja sig. Ég var
ekki búinn að fá að spila
mikið og hélt að ég væri
að fara annað. En svona er
bara boltinn. Þetta er bara
spurning um að hafa nægi-
lega mikla þolinmæði.“
Fram undan er mik-
ill fallslagur við
Bologna á úti-
velli en fimm
stig skilja liðin
að. Emil segir að
ef Reggina fái
ekki þrjú stig
um helgina sé
það vonlítið að
halda sæti sínu
í deildinni.
„Þetta er
erfitt en við
bindum enn
vonir v ið
að ha lda
okkur uppi.
Þetta verður
alger úrslitaleikur á laug-
ardaginn og mikið lagt í undirbún-
ing fyrir hann. Við erum til dæmis
í dag (miðvikudag) strax komnir
upp á hótel í Bologna eins og um
landsliðsferð væri að ræða. Þetta
er óneitanlega sérstakt.“
Emil segist þrátt fyrir allt sem á
undan er gengið vera ánægður
með að hafa farið til Ítalíu.
„Ég er búinn að læra heilan
helling af veru minni hér, til
að mynda nýtt tungumál. Hér
er líka gott að búa og okkur
líður vel hér. Tímabil-
ið hefur vissulega
ekki verið eins og
það átti að vera
en stundum
ganga hlutirn-
ir einfaldlega
ekki upp. Ég
get vel séð
fyrir mér að
vera áfram
á Ítalíu og
spila jafn-
vel í B-deild-
inni ef Regg-
ina fellur í
vor,“ segir
Emil, sem á
tvö ár eftir
af samningi
sínum.
„En ég bíð
með a l lar
ákvarðarnir
varðandi fram-
tíðina þar til tímabil-
inu lýkur.“
eirikur@frettabladid.is
Sé ekki eftir Ítalíuförinni
Emil Hallfreðsson hefur óvænt spilað nokkuð stórt hlutverk í síðustu leikjum
Reggina í ítölsku A-deildinni eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Hann segir í
samtali við Fréttablaðið að hann sjái ekki eftir þeirri ákvörðun að fara til Ítalíu.
MARKINU FAGNAÐ
Emil Hallfreðsson fagnar sínu
fyrsta marki með Reggina um
helgina.
NORDIC PHOTOS/AFP
Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Emil Hallfreðsson í leiknum gegn Juventus um helgina. Með honum á myndinni eru þeir Alessandro Del
Piero og Pavel Nedved. NORDIC PHOTOS/AFP