Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 33
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2009 5heilsa og útivist ● fréttablaðið ●
Sumum reynist erfitt að losna við
aukakílóin. Þá gæti verið sniðugt að fara
á námskeið í Manni lifandi og læra réttu
tæknina. MYND/GETTYIMAGES
Hvað er málið með aukakílóin?
Þeirri spurningu veitir heilsu-
fræðingurinn Matti Ósvald svar
við í Manni lifandi á fimmtudag-
inn kemur.
Margir þekkja það vandamál
að langa til að grennast en vita
ekki almennilega hvernig best sé
að snúa sér í þeim efnum. „Hvað
er málið með aukakílóin?“ spyr
Matti Ósvald heilsufræðingur og
veitir svar við því líka í fyrirlestri
sínum í Manni lifandi í Borgar-
túni 24 á fimmtudaginn kemur.
Námskeiðið stendur frá 17.30
til 19.30 og er sérstaklega ætlað
þeim sem eru ósáttir við óþarfa
kíló. Tekin verða saman nokkur
einföld og hagnýt ráð. Fundar-
gestir munu meðal annars heyra
um „gildruna“ sem flestir sem
glíma við aukakíló lenda í.
Veitt verða svör við því hvaða
fæðutegund er mikilvægust til
að komast í kjörþyngd og halda
henni. Af hverju líkaminn ríghaldi
í fituna og hvernig megi fá hann
til að sleppa henni. Og síðast en
ekki síst hvernig megi kenna lík-
amanum að bræða af sér óþarfa
fitu á meðan maður hvílist. - hhs
Veitir ráð við
aukakílóum
Útilegukortið hentar þeim sem vilja
ferðast um landið á hagkvæman máta.
MYND/ÚR EINKASAFNI
Útilegukortið er kort sem veitir
eiganda þess auk maka og allt að
fjórum börnum nær ótakmarkað-
an aðgang að 31 tjaldsvæði víðs-
vegar um landið.
Útilegukortið kom fyrst út
árið 2007 en markmið með stofn-
un þess var að gefa íslenskum og
erlendum ferðamönnum kost á
því að ferðast um Ísland á ódýr-
an og hagkvæman hátt með gist-
ingu á sérvöldum tjaldsvæðum.
Útilegukortið er í gildi eins lengi
og tjaldsvæðin eru opin. Kortið
gildir fyrir húsbíla, tjaldvagna,
fellihýsi, hjólhýsi og hefðbundin
tjöld.
Á vefsíðunni www.utilegukort.
is má einnig nálgast víðfeðmar
upplýsingar um hin ýmsu tjald-
svæði um allt land. Sölustaðir
Útilegukortsins eru hjá N1, Vík-
urverki, Seglagerðinni Ægi eða í
gegnum vefinn. - sg
Ferðast ódýrt
Lýðheilsustöð heldur úti heimasíð-
unni www.lydheilsustod.is þar sem
finna má ýmsar gagnlegar upplýs-
ingar sem tengjast lífsstíl og heilsu
með einum eða öðrum hætti.
Meðal þeirra þátta sem þar er
fjallað um má nefna tannvernd,
geðrækt, áfengis- og vímuvarn-
ir, hreyfingu, næringu og holda-
far, slysavarnir, tóbaksvarnir og
skólafræðslu. Undir þessum liðum
er síðan að finna alls kyns fróð-
leik, fréttir, hollráð, rannsóknir
og greinar, sem er reglulega upp-
fært á síðunni.
Síðan er hluti af starfi og yfir-
lýstu markmiði Lýðheilsustöðvar
um að samræma lýðheilsustarf í
landinu, efla kennslu og rannsókn-
ir á sviði lýðheilsu og vinna að lýð-
heilsuverkefnum á eigin vegum
og í samvinnu við aðra sem og að
byggja upp þekkingarsetur allra
landsmanna, fagfólks jafnt sem
almennings, á þessu sviði.
Þá er Lýðheilsustöð stjórnvöld-
um til ráðgjafar um stefnumótun á
sviði lýðheilsu, tekur þátt í alþjóð-
legu samstarfi og er í tengslum við
aðra sem starfa á sviði lýðheilsu.
Gagnlegar upplýsingar um lífsstíl og heilsu
Hreyfing er á meðal þess sem fjallað er um á heimasíðu Lýðheilsustöðvar.