Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 32
30. APRÍL 2009 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● heilsa og útivist
Vinir, vinkonur eða pör geta komið
saman enda hægt að nudda tvo í
einu á upphækkuðu fleti í Alsælu.
Bogi Jónsson og kona hans,
Nok, hafa um árabil boðið upp
á heimaveitingar á huggulegu
heimili sínu á Álftanesi undir
nafninu Gullna hliðið. Nýlega
létu þau gamlan draum rætast
og opnuðu Spa-húsið Alsælu.
Róandi taílenskir tónar óma um
húsnæði Alsælu spa á Álftanesi.
Þar ráða ríkjum þau Bogi Jóns-
son og kona hans, Narumon Sa-
wangjaitham, eða Nok, eins og
hún er ávallt kölluð. „Ég byggði
þetta hús fyrir þremur árum sér-
staklega undir þessa starfsemi,“
segir Bogi en húsið, sem er í göml-
um íslenskum stíl, er innréttað á
hefðbundinn taílenskan hátt. „Svo
er staðsetning okkar auðvitað ein-
stök enda stendur húsið á tanga
sem skagar út í sjó og því líkt
og maður sé kominn lengst upp í
sveit enda verður maður ekki var
við ysinn frá borginni,“ segir Bogi
en í Alsælu er meðal annars boðið
upp á sérstakt taílenskt nudd.
Bogi er beðinn um að lýsa
dæmigerðri heimsókn í heilsu-
lindina. „Gestir sem fara í taí-
lenskt nudd fá engiferte og tæki-
færi til að slaka aðeins á fyrir
nuddið. Eftir stutta slökun og
sturtu er farið í sérstök föt, karl-
menn fá hnébuxur og konur hné-
buxur og topp,“ segir Bogi en í
taílenska nuddinu, sem sérlærð-
ur nuddari frá Taílandi sér um, er
talsvert um jógateygjur. „Í nudd-
inu er farið yfir orkulínur og þær
örvaðar,“ útskýrir Bogi og bætir
við að gestir megi búast við tölu-
vert öflugu nuddi þar sem hver
vöðvi sé tekinn fyrir. Hins vegar
geti þeir sem vilji aðeins slökun
pantað ilmolíunudd.
Eftir nuddið getur fólk farið í
jurtagufubað sem er ævaforn hefð
að sögn Boga. „Þegar kona mín
átti fyrsta son sinn, sem er þrítug-
ur í dag, var hún strax eftir fæð-
inguna drifin inn í svona gufubað
í sólarhring til að sótthreinsa og
afeitra húðina,“ útskýrir hann.
Þeir sem vilja geta farið upp á
þak í heitan pott fylltan af sjó og
virt fyrir sér útsýnið. „Svo getur
fólk líka farið í stóra pottinn bak-
dyramegin,“ segir Bogi glaðlega
og á við Atlantshafið sem breið-
ir faðm sinn um Álftanesið. Nán-
ari upplýsingar um Alsælu spa má
nálgast á heimasíðu þeirra Boga
og Nok á www.1960.is. - sg
Taílenskt nudd við sjóinn
Útsýni er til allra átta úr sjópottinum á
þaki Alsælu spa.
Gengið er beint út í haf um bakdyrnar
á Alsælu.
Taílenskir tónar óma um húsið sem er
innréttað á taílenska vísu.
Bogi byggði húsið fyrir þremur árum sérstaklega með heilsulindina í huga. Það var
þó ekki fyrr en nýlega að Alsæla tók til starfa.
Hefðbundin tælensk list prýðir veggi
heilsulindarinnar.
Skemmtilegt andrúmsloft er í Alsælu- spa. Þar blandast saman íslensk húsagerð og
litríkir tælenskir innanstokksmunir.
Bogi smíðaði húsið undir Alsælu fyrir þremur árum og er glaður að geta loks boðið
upp á nudd í þessum sérhönnuðu húsakynnum.
FR
ÉT
TA
BL
A
Ð
IÐ
/A
N
TO
N