Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 10
10 30. apríl 2009 FIMMTUDAGUR
BANDARÍKIN, AP „Ég er sáttur við
árangurinn sem við höfum náð,
en þó ekki ánægður,“ sagði Bar-
ack Obama um fyrstu hundrað
daga sína í starfi.
Í gær voru liðnir hundrað dagar
frá því hann tók við embætti for-
seta Bandaríkjanna við hátíð-
lega athöfn í Washington. Obama
hefur ekki setið verkefnalaus
þessa fyrstu daga, heldur þurft að
glíma við erfiða efnahagskreppu
og umdeilda arfleifð forvera síns
á alþjóðavettvangi.
„Við erum byrjuð að byggja
okkur upp og dusta af okkur
rykið,“ sagði Obama í gær í St.
Louis, þar sem hann kom fram
á fjölmennum fundi. „Við eigum
margt eftir ógert,“ bætti hann þó
við.
Mannréttindasamtökin Amne-
sty International segja að Obama
hafi ekki enn tekist að hrista af
Bandaríkjunum slyðruorð fyrri
stjórnar í mannréttindamálum.
Stefna nýja forsetans einkennist
fremur af loforðum um breyting-
ar en raunverulegum aðgerðum.
Þótt hann hafi til dæmis lofað
lokun Guantanamo-búðanna og
sagst hafa stöðvað notkun pynt-
inga hafi enn lítið gerst í málefn-
um fanganna á Kúbu.
„Frá sjónarhóli fanganna hafa
stjórnarskiptin nánast enga þýð-
ingu haft,“ segir Rob Feer, einn
af höfundum skýrslunnar. „Sumir
þeirra hafa verið í haldi í sjö ár
og þurfa hraða úrlausn sinna
mála.“
Bandaríkjaforseti notaði
hundrað daga áfangann meðal
annars til að fagna öldungadeild-
arþingmanninum Arlen Specter,
sem á þriðjudag skýrði frá því að
hann væri genginn úr Repúblik-
anaflokknum og til liðs við demó-
krata.
Demókratar eru þar með komn-
ir með 59 þingsæti í öldunga-
deildinni, þar sem hundrað þing-
menn eiga sæti. Þeir vonast enn
fremur til þess að fá sextugasta
sætið þegar loks fæst úr því skor-
ið hver vann sigur í þingkosning-
unum í Minnesota í nóvember
síðastliðnum. Þar er endurtaln-
ingu atkvæða enn ekki endan-
lega lokið.
Daginn áður hafði öldunga-
deildin gefið samþykki sitt fyrir
því að Kathleen Sebelius, ríkis-
stjóri í Kansas, yrði heilbrigðis-
málaráðherra í ríkisstjórn Obam-
as. Þar með er ríkisstjórnin loks
fullskipuð, hundrað dögum frá
því hún tók til starfa. - gb
Byrjaður að
dusta rykið
Fyrstu hundrað dagar Baracks Obama í starfi forseta
Bandaríkjanna þykja vel heppnaðir. Mannréttinda-
samtök segja þó hægt miða í mannréttindamálum.
NÝR HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Obama skýrði frá því í gær að Kathleen Sebelius yrði
heilbrigðisráðherra í stjórn sinni, sem nú er loks fullskipuð, hundrað dögum eftir að
hún tók til starfa. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SETTI UPP GRÍMUBROS Þessi ungi
maður í Mexíkóborg hafði teiknað
breitt bros á grímuna sem hann setti
síðan upp til að verjast svínaflensu-
smiti. NORDICPHOTOS/AFP
EFNAHAGSMÁL Talsmaður neyt-
enda telur að ríkið ætti að taka
öll lán, önnur en lán Íbúðalána-
sjóðs, eignarnámi og niðurfæra
síðan hluta þeirra í samræmi við
mat sérstaks gerðardóms. Þetta
kemur fram í ítarlegum tillögum
sem Gísli Tryggvason, talsmaður
neytenda, hefur sent Jóhönnu Sig-
urðardóttur forsætisráðherra.
Gísli leggur til að húsnæðis-
lán annarra stofnana en Íbúða-
lánasjóðs verði færð til ríkisins
og kröfuhöfum bætt tjónið eftir
almennum reglum. Síðan verði
gerðardómur skipaður fulltrúum
bæði skuldara og kröfuhafa og
hann fái það lögbundna hlutverk
að taka bindandi ákvörðun um
hvaða íbúðalán skuli færð niður,
hve mikið og hvernig það skuli
gert. Það geti verið misjafnt eftir
tegund og stöðu láns eða aðstæð-
um lántakenda. Niðurfellingin
skuli ekki vera skattskyld.
Gísli segir kjarna málsins vera
þann að neytendur – einkum skuld-
arar íbúðalána – muni að óbreyttu
einir bera skellinn af efnahags-
kreppunni í stað þess að deila
byrðinni með kröfuhöfum. Ábyrgð
lánveitenda sé hins vegar meiri en
svo að hægt sé að réttlæta þá nið-
urstöðu.
Gísli telur forsendur fyrir lána-
samningum að mestu brostnar.
Neytendur hafi verið blekktir við
gerð lánasamninga, enda hafi þeir
ekki haft forsendur til að meta
ástandið í efnahagsmálum – ólíkt
lánveitendum. Einkum sé hæpið
að samningar um gengis- og verð-
tryggð lán standist, enda hafi ekki
mátt gera ráð fyrir kerfishruni
eins og því sem hér varð og áhrif-
um þess á verðbólgu og gengi.
Enn fremur telur Gísli hugsan-
legt að lánveitendur og ríkið hafi
bakað sér skaðabótaskyldu gagn-
vart lánþegum með því að bregðast
ekki af nægum krafti við aðstæð-
um og blekkja jafnvel almenning
með því að halda upplýsingum
leyndum. Þá kunni eigendur lána-
fyrirtækja að vera skaðabóta-
skyldir hafi þeir unnið gegn gengi
íslensku krónunnar. - sh
Talsmaður neytenda telur brotið á lánþegum og vill að gerðardómur ákvarði niðurfellingu skulda:
Vill eignarnám og niðurfærslu lána
TALAR MÁLI NEYTENDA Gísli Tryggvason
hefur sent forsætisráðherra ítarlegar til-
lögur sínar til lausnar vanda heimilanna.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
framsokn.is
SÓKN
KÆRAR
ÞAKKIR FYRIROKKURÖLL
Einsöngur: Þóra Einarsdóttir sópran
Hjálmur Gunnarsson bassi
Þorsteinn Guðnason tenór
Píanó: Steinunn Birna Ragnarsdóttir
Stjórnandi: Árni Harðarson
Karlakórinn Fóstbræður
Fjölbreytt og spennandi efnisskrá.
Miðasala við innganginn.
í Langholtskirkju 28., 29. og 30. apríl kl. 20
og 2. maí kl. 16