Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 50

Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 50
34 30. apríl 2009 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is > FOLAR Í FRAMHALDI Folarnir þrír sem léku kærasta þeirra Carrie, Charlotte og Miranda í Sex and the City-myndinni hafa samþykkt að leika í framhaldinu. Á meðal þeirra er Chris Noth sem lék Mr. Big. Tökur á Sex and the City 2 hefjast í sumar og er myndin væntanleg í bíó eftir rúmt ár. X-Men Origins: Wolverine Wolverine lifir einföldu og einangruðu lífi með unnustu sinni þegar Viktor bróðir hans drepur hana. Wolverine leitar hefnda fyrir morðið og örlögin haga því þannig að hann fer í gegnum hið stökkbreytta „vopnakerfi“ sem kallað er X og verður sá hrikalegi og öflugi Wolverine sem við þekkjum úr X- Men-myndunum þremur. Aðalhlut- verk: Hugh Jackman, Ryan Reynolds og Liev Schreiber, Einkunn Imdb.com: 7,1 af 10. Rottentomatoes.com: 78%. New In Town Rómantísk gamanmynd sem fjallar um hina einhleypu Lucy Hill sem er vel stæður framkvæmdastjóri í Miami. Einn daginn er hún send til Minnesota að vinna við eina af verksmiðjum fyrirtækisins. Þar lendir hún upp á kant við hluta af starfsfólkinu, m.a. freka aðstoðar- konu og þrjóskan trúnaðarmann. Aðalhlutverk: Reene Zellweger og Harry Connick Jr. Einkunn Imdb.com: 5,2 af 10. Rottentomatoes.com: 18%. FRUMSÝNDAR MYNDIR Hasarhetjan Jackie Chan er með sína hundruðustu kvikmynd í bígerð. Myndin nefnist Chinese Zodiac og ætlar Chan að leikstýra henni ásamt Stanley Tong, sem leikstýrði honum á sínum tíma í Rumble in the Bronx. Chan, sem er 55 ára, er þessa dag- ana að ljúka við Hollywood-myndina The Spy Next Door, þar sem Magn- ús Scheving leikur á móti honum, og einnig hina kínversku Big Soldier. Eftir að framleiðslu þeirra lýkur er röðin komin að Chinese Zodiac, sem verður tekin upp í Kína, Austurríki og í Frakklandi. Chan hefur einnig verið í viðræðum um að leika Hr. Miyagi í endurgerð The Karate Kid frá árinu 1984. Það er því greinilegt að þessi brosmilda hetja er ekkert á því að fara að slaka á þrátt fyrir að vera við það að rjúfa hundrað mynda-múrinn. Stutt er síðan kappinn hélt því fram að frelsi væri ekkert endilega gott fyrir Kína, sem er þekkt kommúnista- ríki. Ummælin vöktu mikla athygli og var Chan sagður hafa móðgað kín- versku þjóðina með orðum sínum. Sjálfur sagði hann að ummælin hefðu verið tekin úr samhengi því hann meinti frelsi í afþreyingariðnaðinum en ekki á meðal kínversku þjóðarinn- ar í heild sinni. Hundraðasta myndin í bígerð JACKIE CHAN Hasarhetjan snjalla er með sína hundruðustu kvikmynd í bígerð sem nefnist Chinese Zodiac. Eftir margra vikna orðróm er orðið ljóst að Oliver Stone muni leikstýra framhaldi Wall Street frá árinu 1987. Shia LaBeouf er einnig í viðræðum um að leika í myndinni á móti Michael Dou- glas, sem fékk Óskarinn fyrir hlutverk Gordon Gekko í upphaflegu mynd- inni. Gekko þessi hélt því fram að græðgi væri af hinu góða og reyndi að koma hinum unga og upprennandi Bud Fox (Charlie Sheen) í skilning um það. Framhalds- myndin, sem nefn- ist Wall Street 2, fjallar einn- ig um ungan verðbréfasala á Wall Street og eins og gefur að skilja mun efn- hagskreppan og græðgin sem kom henni af stað flétt- ast rækilega inn í söguþráð- inn. Handritshöfundur verð- ur Allan Loeb sem á að baki myndir á borð við 21 og Things We Lost in the Fire. Wall Street 2 í bíó MICHAEL DOUGLAS Douglas ætlar að endurtaka hlutverk sitt sem Gordon Gekko í Wall Street 2. Þrívíddarteiknimyndin Flanim- als, sem er byggð á barnabókum grínistans Ricky Gervais, er í undirbúningi. Gervais mun einn- ig tala fyrir aðalpersónuna. Hand- ritshöfundur verður Matt Selman sem hefur skrifað fyrir The Simp- sons-þættina. Bækurnar, sem eru fjórar tals- ins, fjalla um forljótar litlar verur og ævintýri þeirra. Í myndinni fer persóna Gervais, sem er þétt- vaxin og fjólublá, í ferðalag til að breyta heiminum til hins betra. „Það verður gaman að leika lít- inn, feitan og sveittan vesaling til tilbreytingar,“ sagði Gervais í léttum dúr. Gervais í Flanimals RICKY GERVAIS Gervais talar fyrir fjólubláa litla veru í teiknimyndinni Flanimals. Ástralski hjartaknúsarinn Hugh Jack- man leikur aðalhlutverkið í hasar- myndinni X-Men Origins: Wolverine sem er nýkomin í bíó. Hugh Jackman fæddist í Sydney 12. október 1968 og er yngstur í hópi fimm systkina. Þegar skólagangan hófst tók hann virkan þátt í skólaleikritum og fljótlega komu leiklistar- hæfileikarnir í ljós. Jackman hóf leikferil sinn árið 1994 með hlutverkum í sjónvarpi og fimm árum síðar fékk hann að spreyta sig á hvíta tjaldinu í myndinni Paperback Hero. Fljót- lega var ljóst að hann ætti eftir að ná langt í bransanum og aðeins ári síðar fékk hann sitt fyrsta tækifæri í Hollwood, sem Wolverine í fyrstu X-Men-myndinni. Jackman sló í gegn sem stökkbreyttur og skapstyggur slagsmála- hundur með úlfaklærnar að vopni og hefur allar götur síðan getað valið úr hlutverkum í draumaborginni. Auk þess að leika í þremur X-Men-myndum til viðbótar hefur Jackman leikið í myndum á borð við Swordfish, Kate & Leopold, The Prestige og Australia, auk þess sem hann hefur leikið töluvert á sviði, meðal annars í söngleikjunum The Boy From Oz og Oklahoma!. Hann hefur þrívegis verið kynnir á Tony-leikhúsverðlaununum og stutt er síðan hann kynnti sjálf Óskarsverðlaunin í fyrsta sinn. Jackman hefur alla tíð verið talinn sérlega kynþokkafullur og til marks um það var hann á síðasta ári kjörinn kynþokkafyllsti maður veraldar af bandaríska tímaritinu People. Hann lætur slíkt tal þó ekki stíga sér til höf- uðs því hann hefur verið kvæntur í þrettán ár og eiga þau hjónin tvö ættleidd börn. Eins og von er þykir Jackman orðið afar vænt um Wolverine, enda hafa þeir nú fylgst að í næstum áratug. Í nýju myndinni heldur hann áfram að þróa persónuna og kafa ofan í hugarfylgsni hennar. „Í þessari mynd fylgj- umst við með ferðalagi Logan og innri bar- áttu hans á meðan hann gerir upp fortíð sína,“ sagði Jackman. „Wolverine hefur sérstaka eig- inleika og sá helsti er sá að hann er hörkutól.“ Kynþokkafullur úlfamaður HUGH JACKMAN Ástralinn Hugh Jackman á frumsýningu X-Men Origins: Wolverine í Bandaríkjunum fyrir skömmu. NORDICPHOTOS/GETTY X-Men Origins: Wolverine (2009) Australia (2008) Deception (2008) X-Men: The Last Stand (2006) Scoop (2006) The Prestige (2006) Van Helsing (2004) X2 (2003) Swordfish (2001) Kate & Leopold (2001) X-Men (2000) HELSTU KVIKMYNDIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.