Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 25
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
MICHAEL KORS er tískuhönnuður sem margir þekkja sem
dómara úr þáttunum Project Runway. Hann opnaði nýlega nýja
verslun á Bond Street í London með klæðnaði úr sinni fatalínu.
„Ég er í kjól sem er hluti af
nýrri línu sem ég hef verið
að hanna fyrir
Nakta apa n n,“
segir fatahönn-
uðurinn Bryndís
Sveinbjörnsdóttir.
Kjóllinn er saman-
settur úr afgöngum
úr damaski og bómull
og í kringum hálsmálið
er nokkurs konar búta-
saumsstykki. Brynd-
ís segist hafa gaman
af því að nýta
efni sem hún á til.
Þannig notist hún við
fráklippur úr öðrum
sniðum og ýmis skemmti-
leg efni sem hún hefur sankað að
sér. Hún láti sjaldan flóamarkaði
í útlöndum framhjá sér fara, enda
finni hún oft gersemar þar til
að taka með sér heim.
Við kjól inn klæðist
Bryndís sokkabuxum frá
H&M og stígvélum eftir
franska hönnuðinn Isa-
bel Marant. Kúreka-
hálsmenið fékk hún í hill-
billy-búðinni Happy Hill
Horsery í smábænum
Accident í Maryland-
ríki í Bandaríkjun-
um. Eyrnalokk-
ana hannaði hún
sjálf en þeir eru
úr kassettubandi
og antíktölum úr gleri. „Þessi
samsetning lýsir vel mínum stíl.
Ég tíni venjulega saman það
sem mér finnst fallegt héðan
og þaðan. Ég hef reyndar alltaf
verið rokkari í mér og líður vel í
gallabuxum, stuttermabol og litl-
um leðurjakka. En upp á síðkastið
hef ég verið að uppgötva hvað það
er æðislegt að vera í víðum þægi-
legum kjól og sokkabuxum.“
Bryndís útskrifaðist sem fata-
hönnuður úr Listaháskólanum
fyrir tveimur árum og hefur
síðan framfleytt sér með hönnun
sinni. Hana er sem fyrr segir að
finna í Nakta apanum en einnig í
versluninni Lykkjufalli á Lauga-
veginum. holmfridur@frettabladid.is
Klæðist kjól eftir sjálfa sig
Bryndís Sveinbjörnsdóttir saumar litríka og hressilega kjóla úr dýrindisefnum og býr til eyrnalokka úr
kassettubandi og antíktölum úr gleri. Hönnun hennar fæst meðal annars í Nakta apanum í Bankastræti.
Bryndís Sveinbjörnsdóttir fatahönnuður hefur gaman af því að blanda saman flíkum úr öllum áttum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
sími: 511 1144
• Rafhlaðan endist í allt að 15 tíma. Hentar vel í útileguna,
sumarbústaðinn og í ferðalagið. Þú stingur símanum eða
iPod í samband við Power2Charge og hleður af rafhlöðunni
• 6 millistykki fyrir t.d. síma, iPod, myndavélar og önnur 5V tæki
• Snúran er í litlu handhægu kefli
• Millistykki geymd í gúmmíbandi
• Ferðapoki
Hleðslutæki með
innbyggðri rafhlöðu
Hleður síma, iPod og myndavélar