Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 62
46 30. apríl 2009 FIMMTUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
MORGUNMATURINN
LÁRÉTT 2. sæti, 6. frá, 8. merki, 9.
dýrahljóð, 11. skst., 12. raun, 14.
skýli, 16. tveir eins, 17. fiskilína, 18.
umfram, 20. rykkorn, 21. sæla.
LÓÐRÉTT 1. skordýr, 3. eftir hádegi,
4. fugl, 5. sjáðu, 7. dráttur, 10. ar, 13.
holufiskur, 15. sjá eftir, 16. þvottur,
19. mun.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. sess, 6. af, 8. hak, 9. urr,
11. no, 12. reynd, 14. skáli, 16. tt, 17.
lóð, 18. auk, 20. ar, 21. unun.
LÓÐRÉTT: 1. maur, 3. eh, 4. sandlóa,
5. sko, 7. frestun, 10. ryk, 13. nál, 15.
iðra, 16. tau, 19. ku.
VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á síðu 8
1 Ágúst og Lýður Guðmundssynir.
2 Carol van Voorst.
3 Sköllóttir þingmenn eru sjö,
allir karlmenn.
„Ég fæ mer oftast ristaða beyglu
með hnetusmjöri og appelsínu-
djús, en ef ég er á hraðferð
kaupi ég mér smoothie. Annars
finnst mér best að fá ristað
brauð með banönum og kakó-
malt sem mamma gerir alltaf
fyrir mig þegar ég er heima.“
Tinna Bergsdóttir fyrirsæta.
Sveppi og Auddi fá til sín góðan
gest í næsta þátt sem er engin
önnur en Búlgaríu-bomban Ásdís
Rán. Hún hefur verið
eftirlæti slúðurdálk-
anna og komast
fáar ef nokkrar með
tærnar þar sem hún
hefur hælana. Verður
fróðlegt að fylgjast
með rannsóknarsjón-
varpsmönnunum
knáu rekja úr
henni garnirnar.
Meðan Sveppi og Auddi reyna fyrir
sér í rannsóknarblaðamennskunni
skín stjarna félaga þeirra, Péturs
Jóhanns, æ skærar. Þannig hefur
hann nú sýnt einleik sinn rúmlega
fjörutíu sinnum og á
þriðjudag náði hann
svo þeim áfanga að
selja miða númer
tíuþúsund. Sem verður
að teljast frábær árang-
ur. Sýningin er í
Borgarleikhúsinu
en 216 sæti eru í
salnum.
Oft hefur samkeppnin orðið til að
köldu hefur andað milli Stöðvar 2
og RÚV. En nú bregður svo við að
afskaplega kærleiksríkur andi er á
milli sjónvarpsstöðvanna
og það svo mjög að á
föstudagsmorgun opna
Stöðvar 2-menn dyr
sínar fyrir Jóhönnu
Guðrúnu Eurovision-
stjörnu sem ætlar
að fá að æfa á
Idol-sviðinu.
Bók Ólafs Arnarsonar, Sofandi
að feigðarósi, þar sem Davíð
Oddsson fær það óþvegið,
hefur heldur betur slegið í gegn.
Bókin er nú uppseld hjá útgef-
anda og er í endur-
prentun. Mjög
óvenjulegt er að bók
rjúki út svo bratt
utan jólavertíðar
– einkum bók sem
fjallar um efnahags-
mál og pólitík. - jbg
FRÉTTIR AF FÓLKI
Fótboltakappinn Daníel Hjaltason stígur fram á
sjónarsviðið sem rappari í fyrsta sinn á föstudags-
kvöld þegar haldnir verða tónleikar á Sódómu
Reykjavík undir yfirskriftinni „Verkalýðs-Hiphop“.
Daníel, sem er samningsbundinn Val, kallar sig
Jigz þegar kemur að rappinu og er hvergi banginn.
„Ég byrjaði að semja rapptexta árið 1992 þegar ég
var fjórtán ára. Þá voru Kris Kross mjög heitir,“
segir hann og kímir. Síðan þá hefur rappið verið
hans aðaláhugamál ásamt boltanum og hefur hann
einmitt sameinað þetta tvennt með því að semja lög
um liðsfélaga sína. „Þegar maður fær leið á fótbolta
er hægt að fá útrás í þessu og öfugt,“ segir Daníel
og telur áhugamálin tvö passa einkar vel saman.
Nýlega tók hann upp sína fyrstu plötu, Lo-Fi
Lover, og setti hana á heimasíðu sína án endur-
gjalds. „Ég hef alltaf verið að taka upp en er til-
tölulega nýlega kominn með aðstöðu heim til mín.
Ég hef yfirleitt verið að nota græjurnar hjá pabba,“
segir hann og á þar við Hjalta Gunnlaugsson, sem
heldur einmitt tónleika í Fíladelfíu 20. maí næst-
komandi.
Eins og faðir hans er Daníel ekki óvanur því að
syngja opinberlega því fyrir nokkru síðan söng
hann með Gospelkór Reykjavíkur á Kristnihátíð við
góðar undirtektir. Spurður hvort hann ætli að ein-
beita sér að rappinu í framtíðinni segir hann: „Ég
er í rauninni að taka upp til að hafa gaman af þessu.
Mig langar að spila hér og þar og sjá hvað gerist.“
Auk Jigz koma fram á tónleikunum á Sódómu
flytjendur á borð við Forgotten Lores og BlazRoca
og því ljóst að hann verður í öruggum höndum þetta
jómfrúarkvöld sitt í rappinu. - fb
Fótboltakappi gerist rappari
ÚR BOLTANUM Í RAPPIÐ Fótboltakappinn stígur fram á sjónar-
sviðið sem rappari á Sódómu Reykjavík á föstudagskvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„Ég hlakka mikið til, er búinn að
vera á leiðinni í yfir tuttugu ár,“
segir kvikmyndaleikstjórinn David
Lynch. Hann er væntanlegur til
landsins á föstudaginn og hyggst
flytja fyrirlestur um innhverfa
íhugun, eða transcendental medita-
tion eins og hún kallast á ensku.
Lynch hefur að eigin sögn stund-
að innhverfa íhugun frá árinu 1973.
Á síðari árum hefur hann einbeitt
sér að því að kynna þessa hug-
leiðslutækni fyrir öllum heimin-
um, flogið heimshornanna á milli
og flutt fagnaðarerindið. Heimild-
armynd um ferðir hans er í vinnslu
og hann útilokar ekki að Íslands-
heimsóknin rati þar inn. „Mér
skilst að Sigurjón [Sighvatsson]
ætli að vera með tökulið og þetta
gæti vel ratað inn,“ segir Lynch
en þegar Fréttablaðið náði tali af
honum var leikstjórinn staddur í
París, í óða önn að búa sig undir
Íslandsferðina.
Að sögn Lynch getur innhverf
íhugun komið Íslendingum að
góðum notum í þeirri efnahags-
kreppu sem nú ríkir, því tæknin
eykur möguleika mannskepnunn-
ar á að nýta alla þá orku sem býr
innra með henni. „Innhverf íhug-
un gerir þér kleift að vekja hinn
meðvitaða huga til meðvitundar
um óendanlega möguleika sína og
leysa úr læðingi allan þann kraft
sem býr innra með okkur. Í raun
má segja að innhverf íhugun hjálpi
mannskepnunni að fullnýta alla
sína möguleika,“ útskýrir Lynch
og bætir því við að samkvæmt
kenningunni þurfi aðeins eitt pró-
sent þjóðarinnar að stunda þessa
hugleiðslutækni þrisvar á dag til
að hún hafi áhrif út á við. „Þar
sem þið Íslendingar eruð fámenn
þjóð þyrftu því tiltölulega fáir ein-
staklingar að meðtaka þetta og
sinna,“ segir Lynch, sannfærður
um að tæknin komi Íslendingum
að góðum notum.
Leikstjórinn er síður en svo eini
þekkti einstaklingurinn sem hefur
hallað sér að innhverfri íhugun.
Hreyfingin er runnin undan rótum
gúrúsins Maharishi Mahesh Yogi
sem kom með hana til Bretlands
árið 1958. Hún vakti heimsathygli
þegar Bítlarnir gengu henni á hönd
og bæði Paul McCartney og Ringo
Starr hafa stutt dyggilega við bakið
á Lynch Foundation, sjóð sem er
hugsaður til þess að veita henni
brautargengi sem víðast. Lynch
sagðist ekki hafa hugmynd um
hvernig dagskrá sinni væri hátt-
að hér á landi, hún væri þó þétt-
skipuð og hann var efins um hvort
honum tækist að sjá eitthvað fyrir
utan borgarmörkin. „En ég reikna
fastlega með því að koma hingað
aftur,“ segir Lynch.
freyrgigja@frettabladid.is
DAVID LYNCH: KEMUR TIL LANDSINS Á MORGUN MEÐ NÝJA ORKU
Innhverf íhugun Lynch til
bjargar Íslandi í kreppu
ÆTLAR AÐ HJÁLPA ÍSLENDINGUM David Lynch er viss um að innhverf íhugun geti
komið Íslendingum að góðum notum nú um stundir. Hann heldur fyrirlestur í
Háskólabíói á laugardaginn klukkan 14. Þar er ókeypis aðgangur. NORDICPHOTOS/GETTY
„Já, þetta eru stórtíðindi. Diane
Wei Lang, gullfalleg og bráðgáfuð
kínversk kona sem hefur slegið í
gegn og hlotið lof frá ekki ómerk-
ari miðlum en Tribune, BBC World
Service og Daily Telegraph, kemur
til landsins í lok maí,“ segir Atli
Bollason, kynningarstjóri
Forlagsins. Og það pass-
ar. Forlagið hefur ein-
mitt gefið út tvær
bækur eftir Liang.
„Og nú heiðrar hún
íslenska lesendur með nærveru
sinni,“ segir Atli – augljóslega
mjög spenntur að hitta þennan kín-
verska glæpasagnahöfund.
Undirbúningur fyrir glæpa-
sagnaþing í Reykjavík sem hald-
ið verður dagana 29. til 31.
maí stendur nú yfir en
helstur umsjónarmanna
er Ævar Örn Jósepsson.
Forlögin koma þar að en
Fréttablaðið hefur þegar
greint frá því að á þing-
ið mæti á vegum Upp-
heima Jo Nesbø, norsk-
ur krimmahöfundur sem
trónir efst á metsölulistum í
sínu heimalandi, Sara Blædel
er einnig væntanleg og nú bæt-
ist Liang í hópinn.
Diane er höfundur Jaðiaugans
og Pappírsfiðrildis, tveggja skáld-
sagna sem gerast í Peking nútím-
ans með einkaspæjaranum Mei
Wang og litla, rauða Mitsubishi-
bílnum hennar í aðalhlutverki.
Jaðiaugað kom út á íslensku í fyrra
en Pappírsfiðrildi snemma á þessu
ári. Að sögn Atla hafa báðar bæk-
urnar gengið vel í íslenska lesend-
ur og staðið lengi á metsölulistun-
um, en bækurnar marka upphafið
að alþjóðlegri spennusagnasyrpu.
- jbg
Kínverskur krimmahöfundur til landsins
DIANE WEI LANG Þessi ágæti kínverski
spennusagnahöfundur, sem íslenskir
lesendur þekkja mæta vel, er væntan-
legur til landsins.
NORDICPHOTOS/GETTY
ATLI BOLLASON Getur
vart beðið eftir því að
hitta Diane Wei Lang sem
hann segir gullfallega
og bráðgáfaða
kínverska
konu.
sms - leikur
www.pressan.is
Þú sendir SMS skeytið
JA PRESSAN á númerið 1900.
Við sendum þér spurningu og þú svarar
með því að senda SMS JA A, B eða C
ti l baka á 1900. - Þú gætir unnið!
9. hver
vinnur!
SKEMMTILEGUR LEIKUR
FYRIR SNJALLA FRÉTTAHAUKA!
Aðalvinningur
7 5 . 0 0 0 k r g j a f a b r é f f r á I c e l a n d E x p r e s s *
. . .og svo er fullt af veglegum aukavinningum
s.s bíómiðar, gos, DVD myndir, tölvuleikir og margt f leira
*Aðalvinningar dregnir út úr öllum innsendum skeytum
Vinningar verða afhentir í ELKO Lindum, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb.
99 kr/skeytið. Þú færð 5.mín ti l að svara spurningu. Leik l íkur 13.maí kl 23:59 2009