Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 27
FIMMTUDAGUR 30. apríl 2009 3
Með vorinu fyllast kvennablöðin af alls kyns fegurðar-meðferðum sem
eiga að gjörbreyta lífi hverrar
og einnar fyrir sumarið. „Fal-
leg á stöndinni“ eða „Grennast
án erfiðleika“ eru dæmigerðar
fyrirsagnir á greinum í blöð-
unum. En nú eiga líka allir að
verða „lífrænt ræktaðir“ og það
nýjasta í fegurðar- og heilsu-
geiranum er að bjóða upp á líf-
rænar snyrtivörur sem setja
sífellt meira mark á framleiðsl-
una. Í dag er „Bio“ töfraorðið
fyrir líkamann hvort sem er
að innan eða að utan. Vanda-
málið er hins vegar að ef litið
er á innihaldslýsingu lífrænu
snyrtivaranna er lífræni hlut-
inn afskaplega lítill, oft ekki
nema 10-15 prósent þrátt fyrir
að „Bio“ sé skrifað stórum stöf-
um á umbúðirnar. Engar reglur
gilda um hvernig eigi að meta
vörurnar og ein fjögur mismun-
andi vottorð eru til sem gefa
út stimpil um gæði og því mis-
munandi staðlar notaðir. Auð-
vitað er ómögulegt að ætla að
innihaldið verði hundrað pró-
sent lífrænt, til dæmis er ekki
hægt að gefa út vottorð um að
vatn sé lífrænt.
Ilmvatnsframleiðendur eru
nú sömuleiðis farnir að aðlaga
sig nýjum aðferðum og þótt það
séu ekki fínustu nöfnin í ilm-
vatnsgeiranum sem nú fram-
leiða „lífræn“ ilmvötn, fjölg-
ar nú hratt þeim nöfnum sem
blanda sér í samkeppnina og
nota lífrænt ræktaðar plöntur
og náttúrulegar afurðir í fram-
leiðsluna. Til að taka dæmi um
ilmtegundir má nefna Kibio,
Shantara eða Patyka. Fyrir
nokkru voru það einungis örfáar
tegundir blómailms sem hægt
var að nota og voru mögulegar
blöndur mjög takmarkaðar og
ilmvötnin einsleit. Annað vanda-
mál sem einkenndi þau var að
þau gufuðu fljótt upp af húð-
inni. Þetta hefur breyst og því
er blöndunin nú fjölbreyttari
og gæðin sambærileg við önnur
ilmvötn. Ilmvötnin eru þó, líkt
og snyrtivörurnar, langt frá því
að vera hundrað prósent „bíó“
og jaðra við að vera vörusvik.
Spurning hvort ekki sé hægt að
tala um óheiðarlega viðskipta-
hætti hvað varðar þessar svo-
kölluðu lífrænu snyrtivörur.
En til að vera ómengaður í
dag dugir ekkert minna til að
fullkomna vellíðanina en að
bregða sér í allsherjar afeitrun
eftir veturinn í heilsulindum
sem auðvitað nota náttúruleg
efni. Hvort sem það er hið nýja
Spa Nuxe í hverfi útvarpshúss-
ins hér, sem leggur áherslu á
nudd, heilsulind Ĺ Occitane sem
sífellt færir sig nær umhverfis-
vernd og ómenguðum vörum,
eða þá heilsukeðjan Saara
sem býður meðal annars upp
á tíbeskt nudd, þá er lykilorðið
það sama, slaka á, hreinsa lík-
amann og ná sambandi við sjálf-
an sig.
Eftir allt þetta er ekki hægt
annað en að vera í formi til að
taka á móti sól og sumaryl.
bergb75@free.fr
Lífrænar hrukkumeðferðir og vellyktandi
ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR
Bergþór Bjarnason skrifar frá París
Í Gleraugnabúðinni er hægt að
gera bæði einföld og ódýr gler-
augnakaup.
Í Gleraugnabúðinni að Laugavegi
36 fást gleraugu sem ganga undir
nafninu ríkisgleraugun en þau
voru framleidd fyrir almenning í
Þýskalandi eftir stríð.
„Fyrirtækið Nigura Metzler
framleiddi þessi gleraugu fyrir
þýska ríkið sem síðan úthlutaði
þeim til þeirra sem stóðu höllum
fæti, á nokkurra ára fresti. Þau
þykja „retró“ og töff í dag og var
ákveðið að hefja framleiðslu á
ný,“ segir Jóhannes Ingimundar-
son, annar eigandi verslunarinn-
ar, sem var að fá gleraugun í hús.
Hann segir umgjarðirnar einstak-
lega sterkar, stærðina henta hverj-
um sem er og verðið lágt eins og
forðum.
Lágt verð er einmitt aðalsmerki
Gleraugnabúðarinnar. „Við selj-
um umgjarðir á 9.900, 14.900 og
19.900 auk þess sem við bjóðum
lægsta mögulega verð á glerjum,“
segir Jóhannes. „Þetta er okkar
leið til að bregðast við ástandinu
enda eru gleraugu nauðsynjavara
en ekki munaðarvara. Við leggjum
þó áherslu á að bjóða upp á vand-
aða vöru og erum með sjónmæl-
ingar og alla þjónustu á staðnum.“
- ve
Þýsk kreppugleraugu
fyrir Íslendinga
Ríkisgleraugun svokölluðu voru framleidd fyrir almenning í Þýskalandi eftir stríð.
Ríkisgleraugun eru fremst en fyrir aftan
má sjá umgjarðir í þremur verðflokkum.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
www.eirberg.is • 569 3100
Stórhöfða 25
Ný sending
af sundfatnaði
komin
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
HH Ráðgjöf • Fiskislóð 81 • 101 Reykjavík • Sími: 561 5900 • Fax: 561 5909 • hhr@hhr.is • www.hhr.is
Ráðningarþjónusta
RÁÐNINGARÞJÓNUSTA
Leitar þú að starfsmanni?
Hulda
Helgadóttir
Sigurborg
Þórarinsdóttir
Kristín
Hallgrimsdóttir
Jón
Ragnarsson
HH Ráðgjöf er alhliða ráðningarþjónusta og við státum okkur af því að veita framúrskarandi þjónustu hvort
sem um ræðir ráðningu ófaglærðra, faglærðra eða sérfræðinga.
Ráðgjafar okkar veita fúslega frekari upplýsingar í síma
561 5900 eða sendu okkur tölvupóst: hhr@hhr.is
Vinnusparnaður
Við vinnum úr umsóknum, leitum í gagnagrunni okkar,
tökum forviðtöl og öflum umsagna.
Markviss leit
Nýr hugbúnaður gerir leit afar markvissa og tryggir að við
finnum hæfasta einstaklinginn.
Þriggja mánaða ábyrgð
Ef starfsmaður hættir störfum innan þriggja mánaða er
ráðning í hans stað án endurgjalds.
Bregðumst fljótt við
Okkar aðalsmerki eru skjót viðbrögð og lögð er áhersla á
að flýta ráðningarferlinu eins og unnt er.
Fjöldi hæfra umsækjenda
Fjöldi umsækjenda er á skrá í almennum gagnagrunni
okkar sem tryggir að við finnum rétta einstaklinginn
fyrir starfið.
Reynsla og þekking
Hjá HH Ráðgjöf starfa sérfræðingar á sviði starfsmanna-
mála sem búa m.a. yfir mikilli reynslu af ráðningum og
hagnýtri menntun.
Sanngjarnt verð
Bjóðum mjög hagstætt og samkeppnishæft verð á
þjónustu okkar. Gerðu verðsamanburð!
HH Ráðgjöf hefur vönduð vinnubrögð og fagmennsku að leiðarljósi. Við leggjum metnað okkar í að veita
afburðarþjónustu og finna réttan einstakling fyrir þá aðila sem leita okkar aðstoðar við ráðningu starfsfólks.
Kostir þess að nýta sér þjónustu HH Ráðgjafar eru m.a.: