Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 53

Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 53
FIMMTUDAGUR 30. apríl 2009 F í t o n / S Í A F I 0 2 9 0 7 0 með ánægju Heimsborg Hún Kaupmannahöfn er afar barngóð og hlýleg. Þó að borgin sé alvöru heimsborg er stemningin samt fyrir alla, mömmu, pabba og börnin – og þeir vita sem hafa heimsótt borgina, að þar finna sér allir eitthvað skemmtilegt við hæfi. Bókaðu flugsæti til Kaupmannahafnar fyrir þig og fjölskylduna á www.icelandexpress.is Køben er allra! Þægileg heimsborg fyrir alla fjölskylduna Það er tilvalið að heimsækja Amager Strandpark. Bara 7 mínútur með Metro úr miðbæ Kaupmannahafnar! Barnabox með ýmsu góðgæti og glaðningi fást gegn vægu gjaldi um borð í vélum okkar. Styttu þér stundirnar um borð. Ferðafélaginn Menn finna sér ýmislegt til dundurs á tímum svína- flensu og efnahagshruns. Sjónvarpsþátturinn Access Hollywood efndi nýlega til könnunar um hvaða Hollywood-stjarna skartaði myndarlegasta barminum. Ekki var að sökum að spyrja því þúsundir karla og kvenna gáfu álit sitt á vef Access Hollywood og niðurstaðan var einróma: Scarlett Johansson þykir hafa myndarleg- ustu brjóstin að mati lesenda Acc- ess Hollywood. Barmur Scarlett þykir hafa mikið aðdráttarafl og nýverið sagði mótleikkona henn- ar, Natalie Portman, að hana lang- aði ákaflega mikið til að koma við þau. „Þau eru gríðarlega falleg,“ lét Portman hafa eftir sér. Mexíkóska stjarnan Salma Hayek hefur lengi þótt vera brjóst- myndarlegust allra en varð að horfa á eftir titlinum í hendurn- ar á Scarlett. Hún varð að gera sér annað sætið að góðu. Í þriðja sætinu var síðan Halle Berry, sem hefur vísað því á bug að hún hafi þegið 150 þúsund dali fyrir að leyfa tökuliði að mynda sig á nær- fötunum einum saman í Swordfish. Berry hefur reyndar áður komið fáklædd fram því hún var í frem- ur efnislitlum sundfötum í Bond- myndinni Die Another Day, sem þótti nú ekki merkilegur pappír á sínum tíma. Söngfuglinn Jessica Simpson hafnaði síðan í fjórða sæt- inu og Jennifer Love Hewitt var að mati lesenda Access Hollywood með fimmtu fallegustu brjóstin. SCARLETT MEÐ BESTU BRJÓSTIN FLOTTUSTU BRJÓSTIN Í HOLLYWOOD Scarlett Johansson hefur fallegustu brjóstin í Hollywood að mati Access Hollywood. Mótleik- kona hennar sagði á dögunum að sig langaði mikið til að snerta þau. Skammt á hæla hennar er Salma Hayek sem hafnaði í öðru sæti. Halle Berry hafnaði í þriðja sæti og Jessica Simpson í því fjórða. Jennifer Love Hewitt þykir svo vera með fimmtu fal- legustu brjóstin í Hollywood um þessar mundir. Sean Penn hefur óskað eftir skiln- aði frá eiginkonu sinni til þrettán ára, Robin Wright Penn. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem parið fer þessa leið en að þessu sinni virðist leikaranum vera full alvara. Hann ku hafa lagt inn beiðni til dómsyfirvalda og er því málið komið í þar til gerðan farveg. Mikla athygli vakti á þessu ári þegar Penn tók við Óskarsstyttunni fyrir besta leik í aðal- hlutverki að hann þakk- aði eiginkonu sinni ekki fyrir sig eins og venja er til. Þetta var olía á eldinn hjá Gróu á Leiti og ekki skán- aði ástandið þegar Penn var sagður hafa átt í stuttu ástarsambandi við leikkonuna Natalie Portman. Penn var síðan gripinn glóðvolgur í fyrra með tveimur léttklæddum yngis- meyjum á hótelherbergi ansi vel í glasi en þá voru hann og Robin í stuttu sumarleyfi. Síðan þá hefur verið æði stirt milli þeirra hjóna og nú virðast þau loks hafa gefist upp á samband- inu. Sean og Robin eiga tvö börn; átján ára gamla dóttur og fimmtán ára gamlan son. Penn sækir um skilnað SKILIN Sean Penn og Robin Wright eru að öllum líkind- um að skilja eftir þrettán ára hjónaband.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.