Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 34
30. APRÍL 2009 FIMMTUDAGUR
Gunnar Guðlaugsson verk-
fræðingur hefur þrammað
vikulega á Esjuna frá því um
miðjan mars til undirbúnings
tveimur stífum fjallgöngum í
maí. Önnur þeirra er á Hvanna-
dalshnjúk en þangað stalst
hann ellefu ára gamall.
„Ég fór alveg í mínus þegar ég fór
að hugsa um þetta viðtal sem ég
lofaði þér í gær. Hvað ef ég kemst
svo ekki upp á nein fjöll?“ segir
Gunnar í byrjun spjalls og virð-
ist ætla að fara að draga í land
en kemst ekki upp með það. „Jú,
planið er að klífa Hrútfjallstinda
9. maí og svo Hvannadalshnjúk
hinn 21.,“ viðurkennir hann.
Gunnar er Öræfingur og báðar
göngurnar eru í hans gömlu
heimasveit. Hrútfjallstindar eru
upp af Hafrafelli sem hann smal-
aði á yngri árum. Sá hæsti er
1.875 metrar á hæð. Skyldu þeir
ekki vera erfiðir viðfangs? „Jú,
jú. Þeir eru það. Að minnsta kosti
fyrir mig,“ segir hann. „Ég held
að menn reikni með um fimmtán
tíma göngu fram og til baka. Svili
minn er að fara með hóp og man-
aði mig í að koma með. Gísli Páls-
son heitir hann og er heilmikill
göngugarpur, miklu meiri en ég.
En þetta er mikil áskorun fyrir
mig.“
Á uppstigningardag á svo að
fara Sandfellsleið. „Ég fór með
systur minni og mági í fyrra upp
í 1.800 metra hæð en skyggni var
ekkert, við gengum bara eftir
GPS-punktum svo við ákváð-
um að snúa við og reyna aftur í
betra veðri. Nú er komið að því.
Við ætlum austur á miðvikudags-
kvöldi og höfum þá úr þremur
dögum að velja.“
Tvisvar hefur Gunnar gengið
á Hvannadalshnjúk áður. Fyrst
ellefu ára og þá án leyfis frá
sínu heimafólki. „Það var hópur
að fara úr sveitinni og lagði af
stað um miðja nótt. Ég rölti yfir
á næsta bæ og slóst í för með
strákum þaðan sem voru nokkru
eldri en ég. Þeim fannst ekkert
athugavert við mitt ferðalag.
Ég var með bita með mér, stöng
og brodda og gekk þetta bara í
mínum gúmmístígvélum. Hugsa
að ég hafi aldrei labbað léttar
þarna upp. Svo fór ég aftur þegar
ég var svona sextán til átján ára
og hef reynt síðar en ekki haft
veðurheppnina með mér.“
Þótt Gunnar eigi göngustafi
notar hann oftar stöng í fjallgöng-
um. „Ég á svo fína stöng sem gam-
all nágranni minn, Magnús Lárus-
son, smíðaði handa mér. En þegar
ég fer á Hrútsfjallstinda hef ég
líklega frekar stafina með mér
því þar þarf að beita ísöxinni til
stuðnings og þá get ég fest stafina
utan á bakpokann en ekki stöng-
ina.“
Til að æfa sig fyrir göngurnar
kveðst Gunnar labba upp á Esjuna
öðru hvoru. „Ætli ég sé ekki búinn
að fara sex sinnum að undanförnu?
Það er auðveldara og auðveldara
eftir því sem ég fer oftar.“ - gun
Á hnjúkinn ellefu ára
„Ég var með bita með mér, stöng og
brodda og labbaði þetta bara í mínum
gúmmístígvélum,“ segir Gunnar þegar
hann rifjar upp sína fyrstu ferð á
Hvannadalshnjúk. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Þetta verður mjög stíft prógramm, þar sem keyrsl-
an er orðin svo stór. Við þurfum að láta loka götum
til að þetta fari vel fram,“ segir Njáll Gunnlaugsson,
keyrslustjóri hinnar árlegu 1. maí hópkeyrslu Snigl-
anna, Bifhjólasamtaka lýðveldisins, sem fer fram
á morgun. Tilgangurinn er að minna bílstjóra á að
mótorhjól séu komin út á göturnar.
Rúm 1.200 mótorhjól tóku þátt í
keyrslunni á síðasta ári og telst hún
því stærsta keyrsla sem fram hefur
farið hérlendis. Njáll gerir ekki
ráð fyrir að þátttakendum
fækki í ár. „Erfitt er að spá
fyrir um fjölda vegna veð-
urs, en miðað við góða mæt-
ingu á sumardaginn
fyrsta, þegar veðrið
var leiðinlegt, skýt
ég á bilinu 1.000 til
1.500 þátttakendur.
Enda er þetta aðal-
keyrsla sumarsins
og því vinsælt.“
Keyrslan hefst nú
á Korputorgi og er mæting klukkan 13. Þaðan legg-
ur hersingin af stað í tvöfaldri röð klukkan 14 og
heldur eftir Vesturlandsvegi, niður Ártúns-
brekku, að Sæbraut og gatnamótum Dal-
brautar. „Þar er lokun fyrir aðra um-
ferð svo hægt verður að nota báðar ak-
reinar niður að vinstri beygjunni
á Kringlumýrarbraut. Þar tökum
við vinstri beygjuna og svo aftur
inn á Sundlaugarveg í fjórfaldri
röð. Hann er lokaður við Laugar-
nesveg til að hægt sé að halda
fjórfaldri röð á báðum akrein-
um inn á Sundlaugarveginn, inn
á planið á Kirkjusandi, þar sem
keyrslan endar,“ segir Njáll.
Á planinu tekur svo viðamikil
dagskrá við klukkan 15. „Þar verða
umboð með kynningar á mótorhjólum,
keppni í hjólafimi fyrir höfuðborgar-
svæðið og fleira.“ Hann bendir öku-
mönnum á að hægt sé að leggja bílum
aftan við Íslandsbanka á Kirkjusandi, þar
sem ráðgert sé að hjólin fylli planið. - rve
Stærsta hópkeyrsla sumarsins
Uppganga á Hrútfjallstinda er enginn barnaleikur. MYND ÚR EINKASAFNI VILHELMS GUNNARSSONAR LJÓSMYNDARA.
Sniglarnir standa
fyrir hópkeyrslu
og viðamikilli
dagskrá 1. maí.
HVAR ER ÞÍN AUGLÝSING ?
1
Neytendastofa
VIGTARMENN
Námskeið til löggildingar vigtarmanna verður
haldið á Neytendastofu, Borgartúni 21, dagana 6.,
7. og 8. október nk.
Endurmenntunarnámskeið verður haldið
13. október.
Allar nánari upplýsingar um verð og skilmála, svo og
aðstoð við skráningu þátttakenda, eru veittar í síma
510 1100 og á heimasíðunni www.neytendastofa.
is/mælifræðisvið/löggilding vigtarmanna/námskeið
vigtarmanna.
Skráningu lýkur föstudaginn 19. september nk.
Suðurlandsbraut - sími 588 3031 - www.stra.is30
Tölvuumsjón
Rekstrarfélag Stjórnarráðsbygginga
Starfið
Hæfniskröfur
Umsóknarfrestur
Vinsamlega athugið að fyrirspurnum verður eingöngu svarað hjá STRÁ MRI.
Guðný Harðardóttir STRÁ MRI
stra@stra.is
óskar eftir að ráða tölvu- og/eða kerfisfræðing til
starfa. Rekstrarfélagið sér um notendaþjónustu gagnvart starfsmönnum flestra
ráðuneytanna ásamt miðlægum tölvubúnaði þeirra. Fjöldi útstöðva er um 550.
felst í notendaþjónustu og meðal helstu verkefna er viðhald og uppsetningar á
Windows útstöðvum, þjónusta við Málaskrár/GoPro, Lotus Notes, Office og önnur forrit.
eru að umsækjendur séu menntaðir á sviði tölvutækni, s.s. tölvufræði,
kerfisfræði, tölvunarfræði og/eða með sambærilega menntun. Þekking á Lotus Notes
og GoPro er æskileg. Áhersla er lögð á faglegan metnað, skipulagshæfni og sjálfstæði í
vinnubrögðum auk sveigjanleika í mannlegum samskiptum.
er til og með 22. september nk. Laun verða skv. kjarasamningi
starfsmanna Stjórnarráðsins og fjármálaráðherra. Gengið verður frá ráðningu fljótlega.
(gudny@stra.is) hjá veitir nánari upplýsingar.
Vinsamlega sendið umsóknir/starfsferilskrár og meðfylgjandi prófgögn til .
Viðtalstími er alla virka daga frá kl.13-15 meðan á umsóknarferlinu stendur.
Fagmennska í yfir ár20
www.stra.is
REKSTRARFÉLAG STJÓRNARRÁÐSBYGGINGA
fasteignir
15. SEPTEMBER 2008
Fasteignasalan Perla Investments og RE/MAX
Bær eru með til sölu íbúðir við Punta Prima
strönd á Spáni.
Í búðirnar eru í blokk við Punta Prima-strönd, sem hefur notið mikilla vinsælda og er bæði í 30 mínútna akstursfjarlægð frá Alicante-flugvelli
og Murcia-flugvelli.
Íbúðin á myndinni til hliðar skiptist niður í opið
eldhús, stofu/borðstofu, tvö svefnherbergi, baðher-
bergi og verönd. Íbúðunum fylgir sameiginlegur
garður með tveimur sundlaugum auk sameiginlegs
púttvallar.
Þær eru í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá
ströndinni, þar sem óviðjafnanlegt útsýni er út á
Miðjarðarhafið.
Þá er öll þjónusta innan seilingar. Hægt er að rölta
á nærliggjandi veitingastaði og eins eru kjörbúðir,
veitingastaðir, apótek, barir og fleira staðsett
í þjónustukjarna í tíu mínútna göngufjarlægð.
Að auki er stutt í ýmiss konar afþreyingu fyrir
alla fjölskylduna, þar á meðal golf, tívolíferðir,
vatnagarð og fleira.
Þess skal getið að íbúðirnar kosta frá 201.160
evrum.
Þessi eign ásamt fleirum verður kynnt í opnu húsi
á Spánareignum hjá Remax Bæ Malarhöfða 2, helg-
ina 20. og 21. september á milli klukkan 12 til 16
báða daga.
Nánari upplýsingar veitir RE/MAX Bær, um-
boðsaðili Perla Investments á Íslandi. Snorri Sig-
urfinnsson í síma 864 8090, ss@remax.is. Magnús
Ninni Reykdalsson í síma 694 9999, maggi@remax.
is. Frekari upplýsingar um fasteignakaup á Spáni
eru fáanlegar á vefsíðunni www.perla.is.
Fyrsta flokks íbúðir
fáanlegar á Spáni
Íbúðin í blokkinni skiptist í opið eldhús, stofu/borðstofu,
tvö svefnherbergi, baðherbergi og verönd. Íbúðunum fylgir
sameiginlegur garður með tveimur laugum auk sameiginlegs
púttvallar. Öll þjónusta og afþreying eru innan seilingar frá
þeim.
Fr
u
m
föstudagur
KRAFTMIKIL
OG TIL Í ALLT
Íris Björk Tanya
Jónsdóttir seldi
verslunina GK í
vikunni og einbeitir
sér að öðrum
verkefnum
FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS
DAGVAKTIN
Á HVÍTA
TJALDIÐ?
Þótt landinn elski Dag-
vaktina ætla höfundar
ekki að gera fleiri þætti
STRÁKUR
MEÐ SINN
EIGIN STÍL
Baldur Rafn Gylfason
er kominn aftur í hár-
greiðslubransann
STJÖRNU-
BRÚÐKAUP
ÁRSINS
Birgitta Haukdal gekk að
eiga Benedikt Einarsson
um helgina
17. október 2008
ULTRATONE
heimili&hönnun
LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2008
INNLIT
Útsýni til allra átta
JÓHANN MEUNIER EIGANDI LIBORIUS
Notagildi í hávegum haft
Í ALDANNA RÁS
Gerður Helgadóttir
Eftirfarandi sérblöð fylgja Fréttablaðinu á næstunni
Við sem störfum hér við skólann erum á þeirri skoðun að öllum börnum sé mikilvægt að hafa smá ævintýri í lífinu, að lífið sé
ekki of skipulagt og alvarlegt öllum
stundum,“ segir Kerstin Andersson,
kennari við Waldorfsskólann í Lækj-
arbotnum. Skólinn, sem er sjálfstæð-
ur grunnskóli, hefur verið starfandi
frá árinu 1990 og fagnar því tuttugu
ára afmæli sínu á næsta ári. Starfsemin
byggist á uppeldisfræði austurríska nátt-
úruvísindamannsins og heimspekingsins
Rudolfs Steiner, og yfirlýst markmið skól-
ans er að leggja áherslu á þroska hugar,
handa og hjarta. Í sama húsnæði í Lækj-
arbotnum er rekinn leikskóli sem byggist
á sömu stefnu, og er mikið samstarf milli
skólastiganna tveggja.
Listiðkun og handverk
Að sögn Kerstinar er meginmarkið
kennslunnar við Waldorfsskólann að
efla alla helstu þætti manneskjunnar.
Liður í þeirri viðleitni er mikil áhersla á
handverk og listiðkun ýmiss konar. „Við
höfum það að leiðarljósi að halda góðu
jafnvægi milli bóklegs og verklegs náms
af öllu tagi. Til að mynda leikur hand-
verk stórt hlutverk í allri starfseminni.
Útfærslur þess fara að sjálfsögðu eftir
aldri nemendanna, en hér er til dæmis
kennd málmsmíði, formteiknun, saum-
ar, tálgun og ýmislegt fleira. Slík vinna
FRAMHALD Á SÍÐU 4
Starfsemi Waldorfsskólans í
Lækjarbotnum byggist á upp-
eldisfræði náttúruvísindamanns-
ins og heimspekingsins
Rudolfs Steiner. Skólinn
hefur starfað í nær tvo
áratugi og markmið kennsl-
unnar er að efla þroska
hugar, handa og hjarta.
N
O
RD
IC
PH
O
TO
S/
G
ET
TY
Ævintýrin eru mikilvæg
Góð skemmtun
Nokkrar myndir sem
öll fjölskyldan getur
horft á. SÍÐA 7
Draumurinn rættist
Svanhildur Sif Haraldsdóttir rekur
sumarbúðirnar Ævintýraland. SÍÐA 6mars 2009
fjölskyldan
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FJÖLSKYLDUNA ]
apríl 2009
matur
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ]
FRAMHALD Á BLS. 6
Pönnukökur á páskunum
Ragnhildur Lára Finnsdóttir
lumar á uppskrift að ljúf-
fengum blinis-pönnu-
kökum sem henta í öll
mál og við ýmis tæki-
færi og hátíðleg tilefni
eins og um páska.
Páskegg
með konfekti
Matgæðingurinn Elísa-
bet Guðrún Jónsdóttir
brá sér á námskeið í
páskaeggjagerð og
útbjó egg stútfullt af
góðgæti. BLS. 4
Litríkt yfir páskana
Listin við að útbúa litrík egg, saga páska-
hérans og annar skemmtilegur fróðleikur
sem tengist páskunum. BLS. 2
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
N
TO
N
Blinis-pönnukökur eru þeim eigin-leikum gæddar að þær henta jafnt sem forréttur, aðalréttur
og eftirréttur allt eftir því
hvað sett er ofan á þær,“
segir Ragnhildur Lára
Finnsdóttir, meistaranemi
í blaða- og fréttamennsku,
sem lætur lesendum Frétta-
blaðsins í té hugmynd að
skemmtilegum eftirrétti sem
er hægt er að gæða sér á tím-
unum saman.
„Ég fékk uppskriftina hjá
fyrrverandi meðleigjanda mínum sem
er hálfur Færeyingur og hálfur Tékki.
Hún bar pönnsurnar fram með sultu,
rjóma, búðingi og niðurskornum ávöxt-
um. Ég týndi uppskriftinni hennar, sem
var með bókhveiti, en fann aðra sem
er líkari hefðbundinni pönnukökuupp-
skrift.“
Ragnhildur segir suma hafa kökurnar
á stærð við spælegg og að þá minni þær
mest á lummur. Henni finnst skemmti-
legra að hafa þær minni og miðar frekar
við tíkall. „Úr verða litlir munnbitar sem
fólk getur dundað sér við að raða ofan á
og tína upp í sig langt fram eftir kvöldi.“
Ragnhildur hefur líka borið kökurnar
fram sem forrétt en þá með reyktum sil-
ungi, sýrðum rjóma og dilli.
Ragnhildur hefur gaman af að bjóða
gestum í mat og hefur sankað að sér
ótalmörgum uppskriftabókum. Þá safn-
ar hún uppskriftum frá ættingjum og
vinum í stílabók og er sú bók í mestri
notkun. „Yfirleitt hef ég smakkað þessa
rétti og veit að þeir virka.“ - ve
Allt sem þú þarft...