Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 49

Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 49
FIMMTUDAGUR 30. apríl 2009 33 Rokkarinn Iggy Pop hefur alltaf verið á milli tannanna á fólki og jafnan vakið deilur. Nú er hann enn og aftur kominn í fréttirnar en að þessu sinni af óvenjulegu tilefni. Iggy birtist fyrr á þessu ári, öllum að óvörum, sem andlit auglýsingaherferðar breska trygg- ingafyrirtækisins SwiftCover.com. Í auglýsingunum lýsti Iggy því yfir að hann væri með allt á tæru, hjá SwiftCover væri hann með trygg- ingar fyrir tryggingunum sínum. Nú hefur siðanefnd auglýsenda í Bretlandi bannað auglýsingarn- ar eftir að það uppgötvaðist að skemmtikraftar mega ekki tryggja bílana sína hjá fyrirtækinu. Þar með er útilokað að Iggy sé tryggð- ur þar. Auglýsingin var því talin misvísandi og tekin úr umferð. Umdeildur Iggy Pop ALLTAF UMDEILDUR Rokkarinn Iggy Pop vekur jafnan eftirtekt. Nú hafa auglýsingar með honum verið bannaðar í Bretlandi. NORDICPHOTOS/GETTY Britpop-aðdáendur geta merkt við 8. júní á dagatölunum sínum og farið að hlakka til. Þá verður gefinn út þriggja diska safndisk- ur, Common People. The Britpop Story, með flestum af þekktustu hljómsveitum þessa eftirminni- lega tímabils. Á safndisknum verður að finna lög með Pulp, The Stone Roses, Super Furry Animals og Super- grass svo fáeinar séu nefndar. Hins vegar vekur athygli að hvorki Blur né Oasis eiga þar lög. Þau bönd þóttu einmitt aðalbönd- in á Brit-árunum á tíunda áratug síðustu aldar. Veglegur bæklingur fylgir þessari útgáfu. Textann skrif- ar Bob Stanley úr Saint Etienne en hann skrifaði fyrir Melody Maker á þessum tíma. Meðal annarra eftirminnilegra og minna þekktra banda sem eiga lög á disknum eru: Elastica, The Auteurs, James, Dodgy, Gene, Cast, Bluetones, The Boo Radleys, Menswear, Sleeper, Echobelly, Northern Uproar, Kula Shaker, Shed Seven og Cata- tonia. Nostalgía fyr- ir Britpoppara BRITPOP-ÁRANNA MINNST Jarvis Cocker og félagar í Pulp eru meðal þeirra banda sem eiga lag á safndisknum Common People: The Britpop Story. NORDICPHOTOS/GETTY Sjöunda plata hljómsveitarinnar Wilco er væntanleg í búðir í lok júní. Platan kallast einfaldlega „Wilco (The Album)“ og á henni verða ellefu lög, þar á meðal „Wilco (The Song)“. Söngkonan Feist syngur í einu lagi plötunn- ar. Wilco, sem á ættir sínar að rekja til Chicago, hyggur á tón- leikaferðalag um Bandaríkin í sumar til að kynna plötuna. Fljótt varð uppselt á tvenna tónleika sveitarinnar í Los Angeles og hefur þeim þriðju nú verið bætt við. Nýtt frá Wilco WILCO Sjöunda platan kemur í júní. Einhver umdeildasta hljómsveit síðari tíma, Creed, hefur ákveðið að koma saman aftur eftir fimm ára hlé. Creed hefur alltaf átt sér sterkan aðdáendahóp, þar á meðal hér á landi, en óhætt er að fullyrða að jafn stór hópur teljist vart til aðdáenda. Sumir ganga meira að segja svo langt að lýsa yfir hreinu hatri á Creed. Söngvarinn Scott Stapp hefur lýst því yfir að Creed muni að minnsta kosti koma fram á 42 tón- leikum í Bandaríkjunum á næst- unni. Að tónleikaferðinni lok- inni kemur út ný plata frá Creed, sem selt hefur 26 milljón plötur á ferlinum. „Ég saknaði strákanna minna og langaði að gera aftur tón- list með þeim,“ sagði Stapp í við- tali við Rolling Stone. Creed snýr aftur ANGURVÆR RÖDD HEYRIST AFTUR Scott Stapp og Creed eru á leið á tón- leikaferðalag. N O R D IC PH O TO S/G ETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.