Fréttablaðið - 30.04.2009, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 30.04.2009, Blaðsíða 49
FIMMTUDAGUR 30. apríl 2009 33 Rokkarinn Iggy Pop hefur alltaf verið á milli tannanna á fólki og jafnan vakið deilur. Nú er hann enn og aftur kominn í fréttirnar en að þessu sinni af óvenjulegu tilefni. Iggy birtist fyrr á þessu ári, öllum að óvörum, sem andlit auglýsingaherferðar breska trygg- ingafyrirtækisins SwiftCover.com. Í auglýsingunum lýsti Iggy því yfir að hann væri með allt á tæru, hjá SwiftCover væri hann með trygg- ingar fyrir tryggingunum sínum. Nú hefur siðanefnd auglýsenda í Bretlandi bannað auglýsingarn- ar eftir að það uppgötvaðist að skemmtikraftar mega ekki tryggja bílana sína hjá fyrirtækinu. Þar með er útilokað að Iggy sé tryggð- ur þar. Auglýsingin var því talin misvísandi og tekin úr umferð. Umdeildur Iggy Pop ALLTAF UMDEILDUR Rokkarinn Iggy Pop vekur jafnan eftirtekt. Nú hafa auglýsingar með honum verið bannaðar í Bretlandi. NORDICPHOTOS/GETTY Britpop-aðdáendur geta merkt við 8. júní á dagatölunum sínum og farið að hlakka til. Þá verður gefinn út þriggja diska safndisk- ur, Common People. The Britpop Story, með flestum af þekktustu hljómsveitum þessa eftirminni- lega tímabils. Á safndisknum verður að finna lög með Pulp, The Stone Roses, Super Furry Animals og Super- grass svo fáeinar séu nefndar. Hins vegar vekur athygli að hvorki Blur né Oasis eiga þar lög. Þau bönd þóttu einmitt aðalbönd- in á Brit-árunum á tíunda áratug síðustu aldar. Veglegur bæklingur fylgir þessari útgáfu. Textann skrif- ar Bob Stanley úr Saint Etienne en hann skrifaði fyrir Melody Maker á þessum tíma. Meðal annarra eftirminnilegra og minna þekktra banda sem eiga lög á disknum eru: Elastica, The Auteurs, James, Dodgy, Gene, Cast, Bluetones, The Boo Radleys, Menswear, Sleeper, Echobelly, Northern Uproar, Kula Shaker, Shed Seven og Cata- tonia. Nostalgía fyr- ir Britpoppara BRITPOP-ÁRANNA MINNST Jarvis Cocker og félagar í Pulp eru meðal þeirra banda sem eiga lag á safndisknum Common People: The Britpop Story. NORDICPHOTOS/GETTY Sjöunda plata hljómsveitarinnar Wilco er væntanleg í búðir í lok júní. Platan kallast einfaldlega „Wilco (The Album)“ og á henni verða ellefu lög, þar á meðal „Wilco (The Song)“. Söngkonan Feist syngur í einu lagi plötunn- ar. Wilco, sem á ættir sínar að rekja til Chicago, hyggur á tón- leikaferðalag um Bandaríkin í sumar til að kynna plötuna. Fljótt varð uppselt á tvenna tónleika sveitarinnar í Los Angeles og hefur þeim þriðju nú verið bætt við. Nýtt frá Wilco WILCO Sjöunda platan kemur í júní. Einhver umdeildasta hljómsveit síðari tíma, Creed, hefur ákveðið að koma saman aftur eftir fimm ára hlé. Creed hefur alltaf átt sér sterkan aðdáendahóp, þar á meðal hér á landi, en óhætt er að fullyrða að jafn stór hópur teljist vart til aðdáenda. Sumir ganga meira að segja svo langt að lýsa yfir hreinu hatri á Creed. Söngvarinn Scott Stapp hefur lýst því yfir að Creed muni að minnsta kosti koma fram á 42 tón- leikum í Bandaríkjunum á næst- unni. Að tónleikaferðinni lok- inni kemur út ný plata frá Creed, sem selt hefur 26 milljón plötur á ferlinum. „Ég saknaði strákanna minna og langaði að gera aftur tón- list með þeim,“ sagði Stapp í við- tali við Rolling Stone. Creed snýr aftur ANGURVÆR RÖDD HEYRIST AFTUR Scott Stapp og Creed eru á leið á tón- leikaferðalag. N O R D IC PH O TO S/G ETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.