Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 44

Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 44
28 30. apríl 2009 FIMMTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Brosa! Heey! Eftir að byrjaði að fela myndavélina höfum við loksins fengið myndir sem hægt er að sýna fólki! Héðan í frá ætla ég alltaf að vera tilbú- inn! Mamma? Veistu um skóna mína? Veit ég um þá? Ég skipulegg leið mína í eldhúsið á hverjum morgni í kringum þá! Sömu gömlu vandamálin hrjá Ósýnilega manninn... Þú segir bara ef þú skilur ekki. Hundar ekki velkomnir Þú hefðir bara getað sagt að það þyrfti að skipta á Lóu. Af hverju að nota orð þegar svip- brigðin duga? Lestur með Mjása og Lalla. Sjáðu þessi sorglegu andlit! Ég verð bara að finna sjálfan mig. Árið 2004 uppskar Peter Jackson laun erfiðis síns þegar bandaríska kvik-myndaakademían ákvað að heiðra leik- stjórann með ellefu Óskarsverðlaunum fyrir síðasta hlekkinn í Hringadróttins-þríleikn- um. Jackson tókst það sem flestir töldu óger- legt; að gæða Gollum og Gandálf lífi. Aðdáendur myndanna þriggja eru sam- mála um að fyrsta myndin sé brautryðj- endaverk. Flestir spáðu því að Jackson ætti greiða leið upp á stóra sviðið en Akademían er ólíkindatól og Ron How- ard fékk verðlaunin fyrir klútakjaftæð- ið Fallegan huga. Árið eftir var það formsatriði fyrir Jackson að fara heim með gullhlunkinn en asnarnir í Kodak-höllinni gengu framhjá honum og danshryllingurinn í Chigaco naut stundarinnar. Ameríkanarnir virtust nefnilega ekkert sérstaklega hrifnir af því að láta feitan karl með skegg frá Nýja-Sjálandi fá æðstu verðlaun kvikmyndaborgarinnar þrjú ár í röð þótt Hringadróttins-myndirn- ar hefðu gnæft yfir aðra kvikmyndafram- leiðslu. Farsælasta leiðin fyrir alla var að láta Jackson hafa verðlaunin einu sinni sem virðingarvott við þrekvirkið. Þessi sama tilfinning kviknaði þegar ég las að Ryan Giggs hefði verið valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinn- ar. Giggs hefur leikið fimmtán tíma- bil sem voru öll miklu betri en árið í ár. Giggs væri vel að þessu kominn ef hann hefði skipt sköpum en leikmað- ur, sem hefur verið í byrjunarlið- inu tólf sinnum, getur vart talist sá besti í sínu fagi. Ekki nema að þetta séu heiðursverðlaun. Og þá reikna ég fastlega með því að Tugay, tyrkneska goðsögnin hjá Blackburn, hljóti þau að ári. Hringadróttins-heilkennið NOKKUR ORÐ Freyr Gígja Gunnarsson ıwww.itr.is sími 411 5000 Góð hreyfing er lykillinn að góðri heilsu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.