Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 6
6 30. apríl 2009 FIMMTUDAGUR
HEILBRIGÐISMÁL Sýni sem tekin
hafa verið úr fimm einstakling-
um vegna gruns um að þeir gætu
verið með svínaflensu reyndust
neikvæð þegar niðurstöður lágu
fyrir í gær, að sögn Haraldar
Briem sóttvarnalæknis.
Síðdegis í gær voru engar vís-
bendingar um að flensan væri
komin hingað. Enginn hafði leit-
að til inflúensumóttökunnar, sem
komið hefur verið upp í Leifsstöð,
um miðjan dag í gær, að sögn
sóttvarnalæknis. Þá höfðu engar
fregnir borist af því að fólk hefði
leitað til lækna í gærdag vegna
flensueinkenna.
Heilbrigðisyfirvöld og almanna-
varnir Ríkislögreglustjóra starfa
nú samkvæmt hættustigi vegna
svínaflensunnar sem nú herjar
víða um lönd.
Í gær var komið upp inflúensu-
móttöku í Leifsstöð á Kefla-
víkurflugvelli sem er mönnuð
heilbrigðisstarfsmönnum frá
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Ferðamenn geta leitað þangað
hafi þeir inflúensulík einkenni.
„Það er mjög mikilvægt að mót-
takan sé til staðar og að fólk viti
af henni,“ segir sóttvarnalækn-
ir.
Ekki verður gripið til inn-
komuskimunar í flugstöðinni, þar
sem fullvíst er talið að slík aðgerð
þjóni engum tilgangi.
Upplýsingum hefur verið miðl-
að til heilbrigðisþjónustu og við-
bragðsaðila. Heilbrigðisstarfs-
menn hafa verið hvattir til þess
að senda sýni frá sjúklingum með
inflúensulík einkenni til grein-
ingar og hefur leiðbeiningum um
notkun veirulyfja verið dreift.
Stöðug vöktun er vegna
flensunnar.
Óhjákvæmilegt er að margir
farþegar sem koma til landsins
frá Bandaríkjunum og Mexíkó
muni leita læknis vegna ýmissa
einkenna. Grunsamleg tilfelli
byggjast á skoðun læknis og það
er síðan staðfest með því að sýna
fram á sýkingu á rannsóknar-
stofu. Mikið ósamræmi er í sjúk-
dómsmynd svínainflúensunnar í
Mexíkó miðað við önnur ríki, að
sögn sóttvarnalæknis.
jss@frettabladid.is
Frístundakor t
Ástvaldur Traustason
skólastjóri Tónheima
“Markmið mitt er að gefa sem flestum
tækifæri til að stunda tónlistarnám því
tónlist er stór hluti af lífi okkar allra og
veitir ómælda ánægju og gleði.
Nú gefst þér tækifæri til þess að stunda
skemmtilegt tónlistarnám og sem fyrr
eru allir velkomnir, byrjendur sem lengra
komnir, ungir sem aldnir.”
Námskeið í maí og júní
Sláðu í gegn! - Slagverksnámskeið
Kennari : Steingrímur Guðmundsson (Millarnir)
Lagasmíðar
Kennari: Guðmundur Jónsson (Sálin)
Harmónikka I og II
Kennari: Ástvaldur Traustason
Raf- og kassagítar
Kennarar: Birkir Freyr (Andrúm) og Guðmundur Jónsson (Sálin)
Djasspíanó I og II
Kennari: Ástvaldur Traustason
Spilað eftir eyranu
Kennari: Ástvaldur Traustason
Nótnaskrift í Sibelius
Kennari : Pavel Smid (tónlist við Stóra planið)
Í gegnum tíðina - íslensk dægurlög
Fyrirlesari: Pálmi Sigurhjartarson (Sniglabandið)
Tónlistar- og tónmenntakennarar
Kennari: Ástvaldur Traustason
Uppl. og skráning á tonheimar.is og í síma 846 8888
Skráning hafin á haustönn!
Enginn smitaður af
svínaflensu á Íslandi
Fimm einstaklingar sem sýni voru tekin úr vegna einkenna er gátu passað við
svínaflensuna illræmdu reyndust ekki vera smitaðir af henni. Heilbrigðisyfir-
völd starfa samkvæmt hættustigi vegna flensunnar, sem herjar víða um lönd.
STAÐFEST TILFELLI
Land Fjöldi tilfella
Spánn 2
Bretland 2
Kanada 13
Costa Rica 1
Ísrael 2
Mexíkó 33
Nýja Sjáland 11
Bandaríkin 64
Viðbúnaðarstig heilbrigðisyfir-
valda og almannavarnadeildar
ríkislögreglustjóra
■ Óvissustig
Nýr undirflokkur inflúensuveiru
greinist í mönnum en sýking milli
manna er ekki þekkt nema í undan-
tekningartilfellum og þá við mjög
náið samband.
Hættustig
Enginn staðfest sýking hérlendis.
Hópsýkingar brjótast út hjá mönnum
en þær eru enn staðbundnar.
Neyðarstig
Stofn inflúensuveirunnar hefur fund-
ist í einum eða fleiri einstaklingum
hérlendis eða heimsfaraldri hefur
verið lýst yfir. Vaxandi og viðvarandi
útbreiðsla smits meðal manna.
Viðbúnaðarstig heilbrigðisyfirvalda
EGYPTALAND, AP Viðbrögðin við
svínaflensu eru ekki á sama veg
í öllum ríkjum heims. Í Egypta-
landi tóku stjórnvöld þá ákvörð-
un að slátra skyldi öllum svínum
í landinu, en þau eru samtals 300
þúsund.
Bændur í Egyptalandi reyndust
þó engan veginn sáttir við þessa
ákvörðun og hafa reynt að hindra
framkvæmd hennar eftir bestu
getu.
Asíuríki hafa hins vegar brugð-
ist öðruvísi við. Þau telja sig hafa
lært ýmislegt af tveimur faröldr-
um sem þar hafa geisað undanfar-
inn áratug. Annars vegar er þar
átt við fuglaflensuna, hins vegar
HABL-faraldurinn svonefnda, en
sú skammstöfun stendur fyrir
heilkenni alvarlegrar bráða-
lungnabólgu. „Ef eitthvað gott
hefur komið út úr HABL-faraldr-
inum og fuglaflensunni er það að
við erum betur undirbúin í Kína
og einnig annars staðar í heimin-
um,“ segir Hans Troedsson, yfir-
maður Alþjóðaheilbrigðisstofnun-
arinnar í Peking.
„Það sem mestu skiptir er að
almenningur skilji ástandið,“
segir hann. „Besta leiðin til þess
er að veita upplýsingar. Það er
lexían sem við lærðum í Víetnam
og víðar.“
HABL-faraldurinn varð nærri
800 manns að bana árið 2003, en
fuglaflensan hefur kostað samtals
meira en 250 manns lífið undan-
farin ár. - gb
Viðbrögð við svínaflensu eru með ýmsu móti í ríkjum heims:
Svínum slátrað í Egyptalandi
GRIMMARI Í MEXÍKÓ Svínaflensan virðist vera mun grimmari í Mexíkó en öðrum
löndum. Um tíma í gær var talið að barn í Texas hefði látist úr henni. Barnið
reyndist hins vegar hafa komið þangað frá fyrrnefnda landinu, þar sem allmargir
hafa látist af völdum flensunnar.
BÆNDUR KOMA Í VEG FYRIR SLÁTRUN
Bændur í Egyptalandi stöðvuðu fulltrúa
stjórnvalda sem ætluðu að slátra öllum
svínum í landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Óttast þú að svínaflensan berist
til Íslands?
Já 66,1%
Nei 33,9%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Kaupir þú vatn í flöskum?
Segðu þína skoðun á visir.is
STJÓRNMÁL Þingmennirnir 63 sem
landsmenn kusu á laugardag eiga
fjölbreytta menntun að baki.
Flestir þeirra, níu, lærðu lögfræði
en lögfræðingum á þingi fækkaði
frá síðasta kjörtímabili. Þá voru
þeir þrettán.
Fimm lögfræðinganna eru
í Sjálfstæðisflokknum, tveir í
Framsóknarflokknum og einn í
Samfylkingunni og VG.
Sjö þingmenn hafa kennara-
menntun og jafn margir hag-
fræðimenntun.
Sex eru stjórnmálafræðing-
ar, þrír viðskiptafræðingar og
tveir líffræðingar. Þá eru nokkr-
ir ýmist sagnfræðingar eða með
próf í heimspeki. Auk þessa eru
í þingliðinu hjúkrunarfræðing-
ur, sjúkraþjálfari, búfræðing-
ur, dýralæknir, stærðfræðingur,
íslenskufræðingur og bókmennta-
fræðingur.
Tveir skipstjórar eru á þingi,
einn bóndi og fjórir rithöfundar.
Mun fleiri hafa þó skrifað bækur
af einhverju tagi. Nokkrir þing-
menn hafa ekki lokið langskóla-
námi.
Löngum hefur leið manna legið
úr sveitarstjórnarpólitíkinni á
þing. Það á einnig við núna. Tveir
sveitarstjórar náðu kjöri auk
nokkurra sveitarstjórnarmanna.
- bþs
Nýr þingheimur státar af fjölbreyttri menntun en lögfræðingar eru enn fjölmennir:
Lögfræðingum fækkaði í þingliðinu
LÖGFRÆÐINGARNIR NÍU
Atli Gíslason
Árni Páll Árnason
Birgir Ármannsson
Bjarni Benediktsson
Höskuldur Þór Þórhallsson
Ólöf Nordal
Unnur Brá Konráðsdóttir
Vigdís Hauksdóttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
FINNLAND Finnar kaupa loft-
varnakerfi af Norðmönnum.
Loftvarnakerfið kostar um 340
milljónir evra og á að koma í
staðinn fyrir rússneskt kerfi sem
finnska varnarmálaráðuneytið
notar nú. Kerfið verður sett upp
á árunum 2009-2014.
Norska loftvarnakerfið heit-
ir NASAMS og er þegar notað í
Noregi, Spáni og verður fljót-
lega tekið í notkun í Hollandi. Þá
er þetta kerfi notað í kringum
Washington, að sögn finnska dag-
blaðsins Hufvudstadsbladet.
Þá ætla Finnar að endurnýja
radarkerfi sitt fyrir 175 milljónir
evra. - ghs
Finnski herinn:
Kaupa norskt
loftvarnakerfi
KJÖRKASSINN