Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 2
2 30. apríl 2009 FIMMTUDAGUR
Tryggvi, verður minna um
hártoganir á þingi nú?
„Stjórnmálin eru list hins mögulega,
þannig að við náum sennilega bara
taki hver á öðrum á einhvern annan
hátt.“
Sköllóttir hafa aldrei verið fleiri á Alþingi,
eða sjö talsins. Tryggvi Þór Herbertsson,
nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
er einn þeirra.
www.ms.is/gottimatinn
nýtt!
hrein jógúr
t
í ½ l umbúð
um
í morgunve
rðar-
eða sósuská
lina
alveg hreint frábær!
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
9
-0
1
9
2
KJARAMÁL Lögreglustjórinn á höfuð-
borgarsvæðinu hefur tilkynnt 20
lögreglumönnum sem ráðnir voru
tímabundið í janúar síðastliðnum að
samningar þeirra verði að óbreyttu
ekki endurnýjaðir þann 15. maí.
Lögreglumennirnir voru ráðnir
með sérstakri fjárveitingu í janúar,
þegar svokölluð búsáhaldabylting
stóð sem hæst. Ráðningarsamning-
ar lögreglumannanna hafa verið
endurnýjaðir tvisvar síðan.
Fáist ekki aukin fjárveiting fækk-
ar starfandi lögreglumönnum á
höfuðborgarsvæðinu því um 20 um
miðjan maí. Í dag eru um 300 lög-
reglumenn starfandi hjá embættinu,
þar af um 100 sem ganga vaktir.
„Við höfum gert ráðuneytinu
grein fyrir stöðunni, eins og við
höfum gert frá áramótum,“ segir
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á
höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að
til þessa hafi engin viðbrögð komið
frá ráðuneytinu, en segir ráðherra
hafa skilning á þörf embættisins
fyrir þessa starfsmenn.
Það segir sig sjálft að óheppilegt
er að fækka lögreglumönnum, og að
brotthvarf svo margra mun auka
byrðar annarra lögreglumanna,
segir Stefán.
Málið er nú til skoðunar innan
dómsmálaráðuneytisins, segir
Ragna Árnadóttir dómsmálaráð-
herra í tölvubréfi til Fréttablaðsins.
Hún segir lögreglumennina 20 hafa
sent sér erindi vegna málsins, auk
þess sem lögreglustjóri hafi tekið
málið upp.
Ragna segir að tekin verði ákvörð-
un í þessu máli í kjölfar fundar með
lögreglustjóra höfuðborgarsvæð-
isins í kringum mánaðamót. Þar
verði farið yfir fjármál embættis-
ins í heild sinni.
„Við höldum í vonina að það
finnist einhverjir peningar,“ segir
Arinbjörn Snorrason, formaður
Lögreglufélags Reykjavíkur.
Það mun breyta miklu fyrir aðra
lögreglumenn hverfi 20 félagar
þeirra frá störfum, segir Arin-
björn. Álagið muni þá dreifast á
færri herðar. Þá sé óvissan auð-
vitað erfið fyrir lögreglumennina
sem nú stefnir í að missi vinnuna.
„Við munum vinna í því að það
fáist fjármagn til þess að halda
þeim áfram inni. Það er auðvitað
ólíðandi fyrir þetta fólk að búa við
þetta óvissuástand,“ segir Arin-
björn.
Stefán Eiríksson segir aðspurð-
ur að engir sumarafleysingamenn
verða ráðnir hjá Lögreglu höfuð-
borgarsvæðisins í ár, ekki frekar
en síðasta sumar.
brjann@frettabladid.is
Stefnir í að lögreglu-
mönnum fækki í maí
Fáist ekki auknar fjárveitingar munu 20 lögreglumenn láta af störfum um miðj-
an maí. Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins heldur í vonina um að fé fáist til
að endurráða hópinn. Verður skoðað um mánaðamót segir dómsmálaráðherra.
FÆKKAR Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu var fjölgað tímabundið um 20 manns í janúar. Ekki hefur fengist fjárveiting til
að endurráða lögreglumennina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
VIÐSKIPTI VÍS skilaði 242 milljóna
króna hagnaði eftir skatta á árinu
2008. Eiginfjárhlutfall félagsins í
árslok var 30 prósent og haldbært
fé tæplega níu milljarðar króna.
Þetta kemur fram í tilkynningu
um afkomu VÍS.
Hagnaður VÍS er þó aðeins
brot af hagnaði ársins 2007, sem
voru tæpir 11 milljarðar króna.
Í lok árs 2008 átti VÍS ríkis-
tryggð verðbréf og bankainni-
stæður sem námu um 20 milljörð-
um króna, en vátryggingaskuld
félagsins var um 21 milljarður.
Heildareignir félagsins námu um
32 milljörðum króna, samkvæmt
tilkynningu frá félaginu. - bj
Hagnaður skreppur saman:
VÍS hagnast um
242 milljónir
DÓMSMÁL Ríflega þrítugur karl-
maður hefur verið dæmdur í
tveggja mánaða skilorðsbundið
fangelsi fyrir að valda alvarlegu
bílslysi undir áhrifum áfengis í
febrúar 2007.
Maðurinn ók mjög ölvaður um
Breiðholt og lenti í árekstri við
tvo bíla. Fyrst ók hann utan í bíl,
sem var á fullri ferð, og síðan tví-
vegis á annan bíl sem valt við það
út af veginum.
Ökumaður og farþegar í þeim
bíl slösuðust talsvert. Kona á fer-
tugsaldri hálsbrotnaði, önnur
sköflungsbrotnaði og tveir far-
þegar til viðbótar hlutu minni
meiðsl. Maðurinn er sviptur öku-
rétti í tvö ár. - sh
Dæmdur á skilorð í 60 daga:
Ók ölvaður og
slasaði fernt
FÉLAGSMÁL Tilkynningum til
Barnaverndar Reykjavíkur hefur
fjölgað um 40 prósent á fyrstu
þremur mánuðum ársins saman-
borið við sama tímabil í fyrra.
Fjölgunin er vísbending um að
barnaverndarmálum kunni að
fjölga í kreppunni.
Þetta kemur fram í tilkynn-
ingu frá Reykjavíkurborg. Þar
segir að á fyrstu þremur mánuð-
um ársins hafi 1.107 tilkynning-
ar borist, en 775 á fyrstu þremur
mánuðum síðasta árs.
Hluta fjölgunarinnar megi
rekja til aukinnar vitundar íbúa
og starfsmanna, en erfiðar efna-
hagsaðstæður birtist einnig í
hegðunarvandamálum barna. - bj
Barnaverndarmálum fjölgar:
Vísbending um
áhrif kreppu
EFNAHAGSMÁL Allir starfsmenn CCP
á Íslandi fá nú greitt í evrum. „Við
tilkynntum í október síðastliðnum
að starfsmönnum stæði þetta til
boða frá og með 1. janúar,“ segir
Hilmar Veigar Pétursson, fram-
kvæmdastjóri CCP. „Þá ákváðu
flestir að nýta sér það og nú í apríl
er þannig komið að við greiðum
öllum í evrum en lítill hluti hefur
valið að fá helming launa sinna í
krónum.“
Laununum er umbreytt á geng-
inu 124 og segir hann þetta þýða
að samkvæmt þessu samkomulagi
fái starfsmennirnir nú meira en ef
greitt væri í krónum. „Við erum
með marga sérfræðinga í vinnu,
bæði innlenda og erlenda og við
lítum svo á að það sé ekki réttlæt-
anlegt annað en borga þeim laun
sem eru samkeppnishæf á alþjóða-
vísu,“ segir Hilmar. Snorri Þorkels-
son, fjármálastjóri Marels. Hann
segir að samkomulag fyrirtækis-
ins við sína starfsmenn um að fá
40 prósent launanna greitt í evrum
hafi verið til reynslu frá febrú-
ar 2008. „Það voru mjög fáir sem
nýttu sér þetta í upphafi en svo
kom nokkur holskefla þegar allt
fór á annan endann,“ segir Snorri.
Miðað var við gengið fyrsta dag
mánaðar þegar samkomulagið tók
gildi og þar sem margir gerðu það
þegar krónan var lágt skráð urðu
margir fyrir tapi þegar hún styrkt-
ist á ný. „Það var því ákveðið að
hætta þessu nú í febrúar,“ segir
Snorri. - jse
Starfsmenn CCP fá greitt í evrum en Marel hætti að greiða í evrum:
Allir vilja launin í evrum
HILMAR VEIGAR PÉTURSSON Allir
starfsmenn CCP hafa valið að fá laun sín
í evrum þótt einhverjir hafi valið að fá
helminginn í íslenskum krónum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FERÐAÞJÓNUSTA Erna Hauksdótt-
ir, framkvæmdastjóri Samtaka
ferðaþjónustu,
SAF, segir að
aðilar innan
ferðaþjónustu
hafi áhyggj-
ur af svína-
flensunni í
heiminum og
hugsanlegum
áhrifum henn-
ar á íslenska
ferðaþjónustu.
Allir séu á
varðbergi og fylgist vel með þró-
uninni.
„Svona faraldur er eitt af því
sem maður óttast auðvitað alltaf
í ferðaþjónustu en ekki hefur
komið í ljós hver framgangur-
inn verður. Við fylgjumst með
hvað heilbrigðisstjórnvöld gera
og gefa út. Annað getum við
ekki gert. En auðvitað hafa allir
áhyggjur af svona faraldri.“ - ghs
Ferðaþjónustan á varðbergi:
Áhyggjur af
áhrifum flensu
Mynda holræsi eftir skjálfta
Meta á ástand holræsakerfisins í
Árborg og umfang skemmda af völd-
um stóra jarðskjálftans 29. maí 2008
með því að mynda frárennslislagnir í
sveitarfélaginu. Vinnan hefst í maí og
segja bæjaryfirvöld að reikna megi
með smávægilegum umferðartruflun-
um af þessum sökum.
ÁRBORG
STJÓRNSÝSLA Rúmlega fjöru-
tíu umsóknir bárust um stöðu
sveitarstjóra í Langanesbyggð.
„Þetta er ástandið, það eru fjöl-
margir hæfir einstaklingar á lausu
núna,“ segir Björn Guðmundur
Björnsson, staðgengill sveitar-
stjóra, spurður um þennan fjölda.
Björn Ingimarsson, fráfarandi
sveitarstjóri, sagði stöðu sinni
lausri í mars þar sem hann tók
þriðja sæti á prófkjörslista Sjálf-
stæðisflokks í Norðausturkjör-
dæmi. - jse
40 sóttu um á Langanesi:
Staða sveitar-
stjóra eftirsótt
ERNA
HAUKSDÓTTIR
STJÓRNMÁL Góður gangur er í stjórnarmyndunar-
viðræðum á milli Samfylkingar og Vinstri grænna.
Tveir nýir viðræðuhópar hafa verið skipaðir og mun
annar fjalla um atvinnumál en hinn efnahagsmál.
Fyrir voru starfandi hópar um stjórnsýslu.
Hóparnir funduðu í gær og í eftirmiðdaginn hitt-
ust formenn og varaformenn og þeir Össur Skarp-
héðinsson og Ögmundur Jónasson, sem sitja í
hópnum um Evrópumál. Að því loknu funduðu þing-
flokkar og skipuðu í nýju hópana.
Steingrímur J. Sigfússon segir að mikilvægt hafi
verið að breikka viðræðurnar og takast á við fleiri
mál. „Ég, sitjandi í fjármálaráðuneytinu, hef nú
verið að minna menn á að þar er mikil glíma fram-
undan og eins gott að takast á við hana. Þá er mikil-
vægt að kynna stöðuna fyrir hinum nýju þingflokk-
um.“
Spurður um Evrópumál segir Steingrímur við-
ræður halda áfram þar. Heimildir Fréttablaðsins
herma að Evrópuhópurinn hafi skoðað allar mögu-
legar leiðir. Vinstri græn leggja áherslu á tvöfalda
atkvæðagreiðslu en Samfylkingin sættir sig ekki
við það. Aðrar leiðir eru skoðaðar, svo sem að láta
þingið taka málið fyrir. Því fylgja hins vegar flækj-
ur, enda verður þá að treysta á afstöðu þingmanna í
öllum flokkum. Mikill vilji sé til að ná saman og sé
skipan nýju hópanna til merkis um það. - kóp
Ólíklegt að lending náist í stjórnamyndun fyrr en eftir helgi:
Góður gangur í viðræðum
SAMNINGAR Forysta flokkanna hefur fundað í Norræna húsinu
til að fara yfir ganginn í viðræðuhópum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
SPURNING DAGSINS