Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 26

Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 26
VORIÐ ER KOMIÐ og þar með ættu vetrarflíkur að hengjast inn í skáp. Þó má finna leiðir til að nota slíkar flíkur áfram. Ein leið er að fá sér litsterkt og líflegt veski, þannig verður hvaða gráa dragt sem er sumarleg. Herdís Jóna Birgisdóttir er að ljúka námi frá hönnunardeild Listaháskóla Íslands, en í ár útskrifast níu nemendur úr þeirri deild. Herdís Jóna var ekki nema fimm ára gömul þegar hún fór að reyna fyrir sér sem fatahönnuður ef svo má segja. „Ég sat á gólfinu heima þegar það var saumaklúbb- ur hjá mömmu og klippti gard- ínuefni og lét eins og ég væri að sauma kjól,“ rifjar hún upp. Herdís sýnir um þessar mund- ir ásamt öðrum útskriftarnem- um Listaháskóla Íslands afrakst- ur hönnunar sinnar í Listasafni Íslands, Kjarvalsstöðum. Þar er hægt að skoða tvenna kjóla eftir Herdísi Jónu auk tveggja jakka, pils og eina útgáfu af léttum bol. „Í náminu er mikið um hug- myndavinnu,“ svarar Herdís Jóna þegar hún er spurð út í námið og nefnir að í skólanum hafi hún „lært að skapa flíkur“ eins og hún orðar það. „Flíkurnar sem ég sýni á Kjarvalsstöðum hannaði ég út frá þematísku karnivali,“ útskýr- ir hún. Nemendur í fatahönnunardeild- inni eru til dæmis þjálfaðir í að finna ljósmyndir eða teikning- ar af skemmtilegum hlutum eða atburðum sem þeir vinna síðan með. Þannig læra þeir að byggja upp hugmyndir út frá ákveðnu þema sem þeir útfæra á sinn hátt. Myndin í huga Herdíar Jónu tengd- ist skýrt tignarlegum grímum og glæsilegum búningum sem hægt er að tengja við þá karnivalísku stemningu sem ríkti á gullaldar- árum Feneyja á Ítalíu. „Ég held að á erfiðum tímum þegar lítið er um peninga leiti fólk frekar eftir fötum sem end- ast lengur,“ segir Herdís Jóna og vísar til þess að hana hafi lang- að til að hanna flíkur sem væri skemmtilegt að klæðast og síðast en ekki síst „gætu lyft manni upp frá hversdagsgrámanum“ nefnir hún. Sýningin á Kjarvalsstöðum stendur til 3. maí. Þar gefur að líta verk eftir nemendur úr myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild. Þess má geta að Louise Wilson, sem er yfir meist- aranámi í fatahönnun við St. Martins-skólans í London er einn af prófdómurum skólans þetta árið. En hún þykir mikil áhrifa- manneskja í heimi tískunnar um þessar mundir að sögn Álfrúnar G. Guðrúnardóttur, kynningar- stjóra Listaháskólans. vala@frettabladid.is Þematískt karnival Herdís Jóna Birgisdóttir er útskriftarnemi í fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hún sýnir hönnun sína ásamt öðrum útskriftarnemum á sýningu í Listasafni Íslands, Kjarvalsstöðum sem stendur til 3. maí. Herdís Jóna hefur hannað föt frá því hún var fimm ára. Hér er hún við vinnuborðið sitt í skólanum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Mörg handtök þarf til að hanna og sauma kjól. Síðumúla 3 • Reykjavík • Sími 553 7355 Opið virka daga 11-18, laugard. 11-15 Frábært úrval af AÐHALDSUNDIRFÖTUM kr. 8.200,- kr. 6 .200,- kr. 9.600,- kr. 4950,- kr. 10.200,- kr. 13.700,- SÚKKULAÐIVAX HAFRAVAX SÚKKULAÐISTRIMLAR F. ANDLIT OG LÍKAMA ATH. Súkkulaðivax hentar vel fyrir viðkvæma líkamshluta ÚTSÖLUSTAÐIR: Apótek og snyrtivöruverslanir Háreyðingavax sem hægt er að hita í örbylgjuofni og einnig vaxstrimlar Skeifunni 11 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 • Fax: 517-6465 www.belladonna.is MATUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.