Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 13
FIMMTUDAGUR 30. apríl 2009
SAMGÖNGUMÁL Vegagerðin og
Reykjavíkurborg hafa endurnýj-
að samning sinn um viðhald og
rekstur þjóðvega innan borgar-
markanna. Samningurinn felur í
sér að Framkvæmda- og eigna-
svið borgarinnar annast yfir-
lagnir malbiks, fræsun gatna,
vetrarþjónustu, gatnamerkingar,
umferðarljós, umferðarmerki,
gatnahreinsun, gatnalýsingu og
skiltabrýr er tengjast þjóðvegum
í Reykjavík. Sambærilegir samn-
ingar eru við önnur sveitarfélög í
nágrenni höfuðborgarinnar.
Samningsupphæðin er 390
milljónir króna. - shá
Ríkið semur við borgina:
400 milljónir
í viðhald vega
ÁRTÚNSBREKKA Tæplega 390 milljónir
fara í viðhald og rekstur þjóðvega í
Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
SJÁVARÚTVEGUR HB Grandi tók
þátt í tveimur sjávarútvegssýn-
ingum í Brussel í Belgíu í vik-
unni. Um er að ræða European
Seafood Exposition (ESE) og Sea-
food Processing Europe (SPE).
Þátttakan er liður í starfi félags-
ins við að taka markaðssetningu
sinna afurða í eigin hendur.
Sýningarnar voru í sviðsljósi
fjölmiðla í þrjá daga en talið er
að gestir frá yfir 150 þjóðlöndum
sæki þær. Sýningarnar eru jafn-
an vettvangur alls hins besta sem
sjávarútvegsfyrirtæki og fyrir-
tæki sem þjónusta sjávarútveg-
inn hafa upp á að bjóða. Rúmlega
900 fyrirtæki taka þátt þeim. - shá
HB Grandi í Belgíu:
Kynnir afurðir
sínar sjálft
Sýknaðir en í fangelsi
Tveir bresku sakborninganna þriggja,
sem á þriðjudag voru sýknaðir af
ákærum um að hafa aðstoðað fjóra
hryðjuverkamenn sem sprengdu sig
í loft upp í London í júlí 2005, voru í
gær dæmdir til sjö ára fangavistar fyrir
aðrar sakir tengdar dvöl þeirra í þjálf-
unarbúðum fyrir hryðjuverkamenn.
BRETLAND
Hafnar kröfum Karadzic
Stríðsglæpadómstóll í Haag hefur
hafnað kröfum sakborningsins Rad-
ovan Karadzic, sem taldi dómstólinn
ekki hafa heimild til að rétta yfir sér.
Dómstóllinn ætlar að halda áfram
réttarhöldum yfir Karadzic vegna
stríðsglæpa í tengslum við Bosníu-
stríðið.
HOLLAND
Sjáðu hver er að dingla...
Nýbýlavegur 14
200 Kópavogur
www.rafport.is
mynd-dyrasímar og kerfi