Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 42

Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 42
26 30. apríl 2009 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is Fyrir skömmu fékk Náttúran.is styrk frá menntamálaráðuneytinu til að standa straum af kostnaði við að dreifa Náttúruspilum í grunnskóla landsins. „Náttúruspilin eru 52 talsins og á þeim má finna góð ráð fyrir þig og umhverf- ið,“ útskýrir Guðrún Tryggvadóttir, stofnandi vefjarins, og heldur áfram: „Náttúruspilin voru fyrst hugsuð sem kynningarefni fyrir innihald vefjarins. Okkur langaði að setja fram eitthvað skemmtilegt sem væri ekki bók eða bæklingur en gæfi þó til kynna hversu fjölbreytt efnið á vefnum er í raun.“ Umhverfismál eru eitt helsta hitamálið þessa dag- ana og áhrif mengunar og loftlagsbreytinga knýja fólk til að hugsa hlutina upp á nýtt. „Spilin voru unnin í samvinnu hjá okkur í þró- unarteymi. Í upphafi voru gefin út 48 spil vegna opn- unar vefjarins fyrir tveimur árum, en við urðum tveggja ára 25. apríl síðastliðinn. Síðan þá hafa spilin verið uppfærð og end- urprentuð og eru nú orðin að 52 spila setti,“ útskýrir Guðrún og nefnir að fljótlega hafi borið á því að kennarar hafi sóst eftir að fá spilin í kennslu. „Til að byrja með voru spilin ekki hugsuð þannig, heldur frekar til að kynna innihald vefj- arins. Textarnir eru ekkert sérstaklega stílaðir inn á börn frekar en fullorðna en tilgangurinn með stuttum og lag- góðum textum er sá að allir skilji hlut- ina og að efnið sé skemmtilegt,“ segir hún ákveðin. „Spilin eru eins og minn- iskort að forminu til en hver og einn getur látið sér detta eitthvað skemmti- legt í hug með þau. Vefurinn getur síðan nýst sem viðbót til enn frekari umhverfisfræðslu eða þema- vinnu í skólastarfi.“ Þar sem spilin eru nú 52 talsins duga þau fyrir hverja viku ársins. Á hinni hlið- inni er síðan árstíð en spil- in skiptast í vetur, sumar, vor og haust. „Fyrir hverja árstíð eru 13 ráð sem nota má mark- visst í kennslu, en skort hefur á efni tengt umhverfismál- um í skólana,“ segir Guðrún og bætir við: „Áhugavert er að æ fleiri kennarar hafa samband og biðja um að fá spilin send og því sóttum við um styrk til mennta- málaráðuneytisins til að senda spilin í alla skóla,“ segir Guðrún, sem hannaði útlit spilanna í samvinnu við Signýju Kolbeinsdóttur. „Allir sem hafa unnið við vefinn eiga hins vegar þátt í þessum spilum. Textarnir eru unnir í hópavinnu hjá okkur en hugmyndin kom upphaf- lega frá Völu Smáradóttur, sem starfaði hjá okkur í hálft ár.“ Á Náttúran.is má finna hvaðeina er tengist umhverfismálum. Eitt af meg- inmarkmiðunum er að benda á vörur og þjónustu þar sem sjálfbærni, sann- gjörn viðskipti og virðing fyrir náttúr- unni og fólki eru höfð að leiðarljósi. „Þar er yfirsýn yfir hver er að gera hvað í umhverfismálum og má þar til dæmis nefna Græna kortið þar sem yfir þúsund íslenskir aðilar eru skráðir og flokkaðir eftir alþjóðlegu kerfi, en Ísland er fyrsta landið sem kortlagt er í heild sinni. Þar má finna allt er við kemur grænu hag- kerfi sem gerir neytendum kleift að vera meðvitaðir um umhverfisvernd. Þar má einnig finna Endurvinnslukort- ið, grænar síður, veðurspá og verslun, ýmsar fréttir og fleira,“ segir Guðrún áhugasöm. hrefna@frettabladid.is NÁTTÚRAN.IS: FÆR STYRK FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU FYRIR NÁTTÚRUSPIL VONUMST TIL AÐ SPILIN NÝTIST SKYNSEMI OG VIRÐING VIÐ NÁTTÚRUNA Guðrún Tryggvadóttir stofnaði vefinn Náttúran.is fyrir tveimur árum og hefur hann blómstrað jafnt og þétt síðan þá. Vefurinn er rekinn með styrkjum og auglýsingatekjum en þar má finna hvaðeina er viðkemur umhverfisvernd. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Valgerðar Einarsdóttur Vestmann, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, áður Bekansstöðum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilisins Höfða og Sjúkrahúss Akraness fyrir góða umönnun. Anna Margrét V. Þóroddsdóttir Finnur S. Guðmundsson Valur Þór. V. Þóroddsson Guðlaug Magnúsdóttir Jóhann V. Þóroddsson Guðríður Hannesdóttir Bjarni O. V. Þóroddsson Kristín J. Dýrmundsdóttir Katrín V. Þóroddsdóttir Ólafur V. Þóroddsson María Björk Reynisdóttir og ömmubörn. Ástkær faðir, afi og langafi, Sigurður Lárusson Knudsen Tunguvegi 44, Reykjavík, er lést á Landspítalanum sunnudaginn 26. apríl síðastliðinn verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju 5. maí kl. 13.00. Guðbjartur Sigurðsson Snjólaug Jóna Sveinsdóttir Kristín Eva J. Sigurðardóttir Karl O. Jansson Matthías Daði Sigurðsson Anna Guðmundsdóttir Sigurður Pétur Sigurðsson Ingibjörg Bjarnarsdóttir Gunnar Smári Sigurðsson Súsanna Þórisdóttir Lárus Fjéldsted Sigurðsson Doris Marleen Omdal Elínborg Sigurðardóttir Hulda Dögg Sigurðardóttir Erlendur Valdimarsson Ellen Elsa Sigurðardóttir Steingrímur Gunnarsson Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug, við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, bróður, mágs og afa, Erlendar Sigurðssonar Stöðulsholti 4, Borgarnesi. Guð blessi ykkur öll. Gunnfríður Sigurharðardóttir Sólveig R. Erlendsdóttir Ólafur Júlíusson Þórir Erlendsson Berglind Ólafsdóttir Steingerður Örnólfsdóttir Jóna Sigurðardóttir Kjartan Magnússon Guðrún Sigurðardóttir Sigurbjörn Jóhann Garðarsson og afabörn. BJARNI BENEDIKTSSON, FYRRUM FORSÆTISRÁÐHERRA, FÆDDIST Á ÞESSUM DEGI ÁRIÐ 1908. „Við erum svo fáir og við erum svo smáir.“ Bjarni var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á lands- fundi árið 1961. Árið 1963 varð hann forsætisráðherra og gegndi þeirri stöðu þar til hann féll frá ásamt konu sinni og dóttursyni í eldsvoða á Þingvöllum 10. júlí árið 1970. Á þessum degi fyrir átján árum tók ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Alþýðu- flokks, undir forsæti Davíðs Oddssonar, við völdum. Sú stjórn hefur verið kölluð Við- eyjarstjórn þar sem hún var mynduð í Viðey á einungis fjórum dögum. Formaður Al- þýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, varð þá utan- ríkisráðherra. Stjórnin kvaðst berjast við mikinn fortíðarvanda sem fælist í hallarekstri á ríkissjóði, tómum sjóðum vegna misheppnaðra fjárfestinga í fiskeldi og loðdýrarækt og hættu á verðbólgu. Með aðhaldi í fjármálum og pen- ingamálum tókst að halda verðbólgu í skefjum en það auðveldaði starf stjórnarinnar að aðilar vinnumarkaðarins höfðu gert þjóðarsátt árið 1990 um hóf- legar launahækkanir. Einn- ig voru ýmsir opinberir sjóðir lagðir niður og strangar regl- ur settar um Byggðasjóð. Eitt fyrsta verk stjórnar- innar var að viðurkenna á ný sjálfstæði Eystrasaltsríkj- anna þriggja, Eistlands, Lett- lands og Litháens, eftir hrun Sovétríkjanna og varð Ísland fyrst ríkja til að gera slíkt. Halla í rekstri íslenska ríkisins var á nokkrum árum snúið í afgang, sem síðan var notaður til að lækka skuldir. Atvinnulífið opnaðist verulega þegar Ísland gerðist aðili að Evrópska efnahags- svæðinu árið 1994 og var kvótakerfið fest í sessi með margvíslegri löggjöf. ÞETTA GERÐIST: 30. APRÍL 1991 Viðeyjarstjórnin tekur við völdum MERKISATBURÐIR 1789 George Washington sver embættiseið og verður þar með fyrsti forseti Bandaríkjanna. 1838 Níkaragúa segir sig úr Ríkjasambandi Mið-Amer- íku og lýsir yfir sjálfstæði. 1939 Franklin D. Roosevelt kemur fyrstur bandarískra forseta fram í sjónvarpi. 1966 Hótel Loftleiðir er opnað í Reykjavík aðeins sextán mánuðum eftir að fram- kvæmdir hefjast. 1980 Beatrix Hollandsdrottning tekur við embætti. 1995 Clinton Bandaríkjaforseti heimsækir Norður-Írland fyrstur Bandaríkjaforseta. 1999 Kambódía gengur í Sam- band Suðaustur-Asíuríkja. AFMÆLI WILLIE NELSON tónlistar- maður er 76 ára. KIRSTEN DUNST kvikmynda- leikkona er 27 ára. Sýningin Landnám Íslands verður opnuð á Torginu á fyrstu hæð Þjóð- minjasafnsins í dag, fimmtudaginn 30. apríl, klukkan 17. Á sýningunni verður sýndur af- rakstur starfs nemenda í 8. bekk Öskjuhlíðarskóla sem unnið hafa verk- efni tengd landnáminu í vetur. Það er hefð í 8. bekk Öskjuhlíðar- skóla að læra um landnám Íslands. Nemendur fræðast um fyrstu land- námsmennina og líf í nýju landi. Unnin eru margvísleg verkefni og vinnubækur. Liður í náminu er að fara í vett- vangsferðir. Nemendur heimsækja Sögusafnið í Perlunni, Landnámssýn- inguna í Aðalstræti og síðast en ekki síst er farið í Þjóðminjasafnið. Á þessari sýningu getur að líta nokkur myndverk nemenda 8. bekkja tveggja síðastliðinna vetra og eiga allir nemendurnir þar einhvern hlut að máli. Öskjuhlíðarskóli í Þjóðminjasafni Í ÞJÓÐMINJASAFNI Krakkarnir í áttunda bekk halda sýningu í Þjóðminjasafninu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.