Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 18

Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 18
18 30. apríl 2009 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna > Kílóverð á eplum Heimild: Hagstofa Íslands. Heilsufarsleg vandamál, sem tengjast lifnaðar- háttum fólks á öllum aldri, hafa aukist á undan- förnum árum. Of lítil hreyfing er vandamál allra aldurshópa en hjá eldra fólki getur hún, ásamt lélegu fæðuvali, valdið óeðlilegu vöðvatapi. Fjöldi þeirra sem eru 65 ára og eldri hefur aukist hratt frá miðri síðustu öld og mun halda áfram að aukast. Samkvæmt spá Hagstofu Íslands er talið að yfir 35.000 manns verði 65 ára og eldri árið 2010, og að sú tala muni verða um 50.000 manns árið 2020. Á sama tíma mun þeim fjölga sem eru 80 ára og eldri. Því er mikilvægt fyrir komandi kynslóðir að fyrirbyggja lífsstílssjúkdóma og auka lífsgæði þessa sístækkandi hóps eldri borgara. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðis- málastofnuninni hefur vöðvamassi fólks um fimmtugt rýrnað nokkuð en vöðvamassi þeirra sem eru um sjötugt hefur rýrnað um 40% að meðaltali og er vöðvarýrnun algeng- ari hjá konum en körlum. Sé tekið tillit til þeirrar staðreynd- ar að öldruðum fer fjölgandi má segja að óeðlilegt tap á vöðva- massa sé heilsufarsvandi næstu kynslóða og því mikilvægt að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða. Með aldrinum verða breytingar á hlutfalli fitu og vöðva í líkaman- um, þar sem hlutur fitu eykst en hlutur vöðva minnkar. Vöðvarýrnun er algengur fylgikvilli aldurs og einkennist af tapi á vöðvamassa og vöðvastyrk. Hún er helsta orsök hreyfihömlunar og eykur fallhættu en það er algengt ástand meðal eldra fólks og dregur verulega úr lífsgæðum þeirra. Vöðvarýrnun er langvinnur sjúkdómur sem leggst ekki einungis á vannærða eða sjúklinga heldur einnig á fólk með fulla starfsorku og því mikilvægt að draga úr líkum á vöðvarýrnun. Rannsóknir hjá Lýð- heilsustöð hafa sýnt að eldra fólk á Íslandi borðar oft lítið og á það sérstaklega við um konur. Hægt er að vinna gegn vöðvarýrnun með næringarríku og staðgóðu fæði þar sem kjöt, fiskur, mjólk, grænmeti og ávextir eru í fyrirrúmi. Öll hreyfing er einnig af hinu góða og styrktar- æfingar vernda bæði bein og vöðva. mni.is MATUR & NÆRING ÓLÖF GUÐNÝ GEIRSDÓTTIR NÆRINGARFRÆÐINGUR Næringarríkt fæði dregur úr hættu á vöðvarýrnun 1960 1975 1990 2008 30 kr 199 kr 150 kr 247 kr Neytendasamtökin minna á, á heimasíðu sinni, að börn sem eru þriggja, sex og tólf ára gömul eiga rétt á ókeypis eftirliti hjá tannlæknum. Nær þetta til þeirra tannlækna sem vinna í umboði Sjúkratrygginga Íslands og er hægt að finna yfirlit yfir þá tannlækna á heimasíðu Neytendasamtakanna, ns.is. Undir ókeypis eftirlit fellur skoðun, hreinsun tanna og flúormeðferð auk rönt- genmyndar fyrir tólf ára börn, en ekki tannviðgerðir. Til að hægt sé að nýta sér þetta ókeypis eftirlit þurfa þriggja ára börn að fara í skoðun áður en þau verða fjögurra ára, sex ára börn geta farið áður en þau verða sjö ára og tólf ára börn þurfa að fara í skoðun áður en þau ná þrettán ára aldri. ■ Tannheilsa Minnt á ókeypis eftirlit tannlækna Víða á netinu er hægt að finna hvernig aðstoð er hægt að finna við greiðslu- erfiðleikum. Meðal annars er hægt að finna hvaða aðstoð er í boði á vefgáttinni island.is, þar sem eru leiðbeiningar um þær lausnir sem bankarnir bjóða. Neyt- endasamtökin hafa jafnframt tekið saman hvaða lausnir eru í boði á heimasíðu sinni, ns.is. Þá er hægt að finna á heimasíðum bankanna og heimasíðu Ráðgjafarstofu heimilanna, handhæg excel-skjöl þar sem hægt er að reikna út greiðslugetu heimilanna út frá því hversu mikið fer mánaðarlega í ýmis útgjöld, svo sem mat, tryggingar, lán, símakostnað og fleira það sem fellur til. Bæði er hægt að finna einföld skjöl þar sem einungis eru settar inn þær upphæðir sem raunverulega er eytt, sem og skjöl þar sem hægt er að miða við þá áætlun sem heimilin setja sér. Þá er hægt að bera saman hver ætlunin var að eyða og hverju raunverulega var eytt. Með því er hægt að sjá hvar sé mögulega hægt að skera niður í fjárútlátum heimilisins. ■ Neytendur Ráð við greiðsluvandræðum á netinu GIRÐINGAR Henta jafnt heimilum, fyrirtækjum og stofnunum.Sindri býður nú upp á sérstakt sumartilboð á adronit girðingum í apríl og maí. Hafið samband og leitið tilboða. BYGGINGADEILD VERSLANIR VÉLADEILD ■ Fyrir tilstuðlan Jóns Kr. Ólafssonar, söngvara frá Bíldudal, hefur mikill menningararfur varðveist. Hann kann ráð við doðanum sem veldur glötun verðmæta. „Það hefur alla vega reynst mér afskaplega vel að framkvæma hlutina stuttu eftir að ég er farinn að tala um þá. Það er nefnilega hvimleiður vani, sem þó hrjáir einn og annan, að sitja við eldhúsborðið og tala endalaust um allan fjárann en hreyfa svo ekki litla fingur. Þetta er tregðulögmálið, sem ég kalla svo. Eins er það afskaplega heillavænlegt að leyfa ekki tölvum og öllu þessu fjölmiðlagumsi að soga frá mönnum allan tíma og mátt.“ GÓÐ HÚSRÁÐ RÁÐ GEGN TREGÐULÖGMÁLINU „Sem verstu kaup detta mér helst í hug „Doktor Martens“-skór sem ég keypti og notaði nánast öll menntaskólaárin,“ segir Lóa Aldísardóttir, fréttamaður á Stöð 2. „Þetta var á þeim árum sem maður átti ekki pening og fleygði ekki pen- ingum að óþörfu í skó þó að skórnir manns pössuðu engan veginn. Ég keypti sumsé skó sem voru tveimur númerum of stórir og gekk á þeim í tvö eða þrjú ár og var alla tíð með þykka bómull í tánni svo ég gengi ekki upp úr þeim. Þetta voru risastórir og þykkir klossar og það voru allir í þessu þegar ég var í menntó,“ segir hún. „Ég held ég verði að segja að bestu kaup mín í lífinu séu lóðin sem húsið mitt stendur á. Það að hafa keypt lítið hús á stórri lóð í þeirri von að geta fengið að byggja á helmingi lóðarinnar og að hafa komist yfir allir hindranir sem voru í veginum hjá skipulagi og annars staðar og náð að flytja inn í draumahús á draumastað. Það eru bestu kaup lífs míns,“ segir Lóa Aldísardóttir að lokum. NEYTANDINN: LÓA ALDÍSARDÓTTIR, FRÉTTAMAÐUR Á STÖÐ 2 Of stórir skór voru verstu kaupin en lítið hús á stórri lóð þau bestu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.