Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 4

Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 4
4 30. apríl 2009 FIMMTUDAGUR TB W A\ RE YK JA V ÍK \ S ÍA DAXARA 107 Sturtubúnaður Innanmál 106x85x32 cm Burðargeta 295 kg Léttgreiðslur 4.408 kr. í 12 mán. léttgr. í 12 mán. 52.900 kr. 4.408 kr. www.ellingsen.is UMHVERFISMÁL Áhugamenn um stangveiði tengja minnkandi veiði á sjóbleikju á Íslandi við strand- högg nýrrar flatfisktegundar hér við land. Flundra, einnig kölluð ósa- koli, fannst fyrst hér á landi árið 1999. Hún er byrjuð að hrygna hér við land og rannsóknir sýna að hún keppir við bleikjuna um vistsvæði. Gunnar Bender, ritstjóri Stang- veiðiblaðsins, hefur farið til veiða um allt land á undanförnum árum. Hann segir að samhliða landnámi flundrunnar hafi stangveiðimenn víða um land séð hversu mjög hefur dregið úr veiði á sjóbleikju, bæði í ám og vötnum þar sem útrennsli er til sjávar. „Það er alveg greini- legt hvernig þessi flatfiskur sækir á sömu svæði og sjóbleikjan. Í ám þar sem ég þekki vel til á Vestur- landi má kalla að bleikja sé horfin en á sama tíma hef ég séð torfur af flundru í ósum ánna.“ Gunnar segir að í sínum huga, og fjölmargra ann- arra veiðiáhugamanna, sé samband á milli landnáms flundrunnar og minnkandi fiskgengdar sjóbleikju og veiði. Flundran hefur breiðst hratt út í vistkerfinu á undanförnum ára- tug. Þessi nýliði í íslenskri náttúru fannst í fyrsta skipti í ósum Ölfus- ár árið 1999. Síðla árs í fyrra bár- ust síðan fregnir frá Miklavatni í Borgarsveit um flundru sem veidd- ist þar í net; en það er fyrsta stað- festa tilfellið frá Norðurlandi. Sigurður Guðjónsson, formaður Veiðimálastofnunar, vék að rann- sóknum á landnámi flundrunnar í Hlíðarvatni í Selvogi á formanna- fundi Landssambands stangveiði- félaga í mars. Sagði hann ljóst að fiskurinn æti hrogn bleikjunnar á hrygningartíma og bleikjuseiði væru einnig áberandi í fæðuvali í vatninu. En stendur bleikjunni ógn af þessari fisktegund? „Sjóbleikjan okkar hefur vissu- lega gefið töluvert eftir, sérstak- lega sunnan lands og vestan. En það tengi ég helst við hlýindi síð- ustu ára,“ segir Sigurður. „Sjóbleikj- an er hánorræn tegund og Ísland má kalla suðurmörkin á útbreiðslu- svæði hennar. Hins vegar breiðist þessi kolategund hratt út og mun væntanlega verða komin allan hringinn innan fárra ára. Flundran nýtir sömu svæði og bleikjan og því er komin upp samkeppni um æti og pláss og eflaust er afrán í báðar áttir. “ Sigurður segir að fljótlega verði kannað hvort veiði á þessari nýju fisktegund sé möguleg. Flundr- an er eftirsóttur matfiskur í Evrópu. svavar@frettabladid.is Ný kolategund sögð ógna bleikjustofnum Áhugamenn um stangveiði tengja minnkandi veiði á sjóbleikju við landnám flundru; kolategundar sem numið hefur hér land. Rannsókna á flundrunni er þörf en sérfræðingar telja hlýnandi veður líklegri orsök minni fiskgengdar. FLUNDRA Flatfiskur af kolaætt. Getur náð 60 sentimetra lengd. Lifir við botn frá fjöruborði niður á 100 metra dýpi. MYND/VMST 1999 2004 2005 2008 Útbreiðsla flundru frá 1999 - 2008 VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 23° 17° 15° 24° 20° 19° 17° 14° 21° 16° 22° 15° 17° 30° 18° 17° 20° 12° 8 Á MORGUN 5-13 m/s 2 1 LAUGARDAGUR 5-13 m/s 14 12 12 8 6 5 6 3 4 5 4 5 6 2 5 5 3 6 5 8 10 1010 6 4 86 108 ÞURRAST NORÐAUSTAN TIL Kortin eru heldur blaut svona almennt séð. Í dag verður víða einhver væta, einkum fyrri partinn en þó verður úrkomulítið á Norðausturlandi. Svip- að veður er á morgun og um helgina nema að um helgina verður úrkomulítið austan- lands og raunar bjart þar á sunnudag. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur BELGÍA, AP Margvísleg deilumál voru efst á baugi fundar fulltrúa Rússa með sendiherrum Atlantshafs- bandalagsríkjanna í Brussel í gær. Hlé varð á fundar- höldum þessum eftir Georgíustríðið síðasta sumar. Eitt helsta hitamálið er enn Georgía. Rússar eru mjög á móti því að Georgía gangi í NATO og sætta sig illa við heræfingar NATO, sem halda á í Georgíu á næstunni. „Samstarfsráð Rússlands og NATO er enginn góð- veðursklúbbur,“ sagði Jaap de Hoop Scheffer, fram- kvæmdastjóri NATO. „Við erum ekkert alltaf sam- mála um alla hluti.“ Engu að síður reyndu fulltrúar beggja að koma sér saman um málefni, sem byggja má frekara samstarf á. Rússar hafa til dæmis heimilað NATO að flytja birgðir og hergögn til Afganistans í gegnum Rússland. Einnig hefur samstarf verið hafið gegn sjóræningum í Sómalíu. Í Moskvu var haldinn annar fundur, þar sem hittust varnarmálaráðherrar Shanghai-bandalagsins, sem er varnarbandalag nokkurra Asíuríkja, þar á meðal bæði Rússlands og Kína. Rússar og Kínverjar skýrðu í vikunni frá áformum sínum um nánara varnarsamstarf. - gb Fulltrúar Rússa og Atlantshafsbandalagsins hittast eftir átta mánaða hlé: Deila enn hart um Georgíu ANNAR FUNDUR Í MOSKVU Meðan fulltrúi Rússa hitti sendi- herra NATO í Brussel hittu varnarmálaráðherrar Shanghai- bandalagsins Rússlandsforseta í Moskvu. NORDICPHOTOS/AFP MOSKVA, AP Skákmeistarinn Garry Kasparov, einn af leið- togum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, lét sjá sig við réttar- höldin yfir auðkýfingnum fyrr- verandi Mikaíl Kodorkovskí í Moskvu í gær. Í hléi lenti hann í snörpu orða- skaki við einn saksóknar- anna í málinu. Kasparov sagði það borgara- lega skyldu sína að mæta við réttarhöldin og sýna Kodor- kovskí stuðn- ing. Saksóknarinn sagðist virða Kasparov en að hann ætti kannski frekar að einbeita sér að skákinni. Kasparov svaraði því til að verið væri að reyna að skipta út valdi laganna fyrir lög valdsins. - sh Styður Mikaíl Kodorkovskí: Kasparov reifst við saksóknara MIKAÍL KODORKOVSKÍ BRETLAND Ísland yrði í erfiðri samningsstöðu, ef sótt væri um aðild að Evrópusambandinu núna, segir Bronwen Maddox, frétta- skýrandi hjá breska dagblaðinu The Times. „Veikleiki Íslands er sá, að hafa tekið af skarið um leið og Evrópusambandið hefur lokað dyrunum,“ segir hún og fullyrð- ir að frekari stækkun ESB sé ekki möguleg fyrr en Írar hafa samþykkt Lissabon-sáttmálann í þjóðaratkvæðagreiðslu síðar á árinu, auk þess sem Króatía og Slóvenía þurfi sennilega að leysa úr landhelgisdeilum sínum áður en af stækkun geti orðið. - gb Breskur fréttaskýrandi: Ísland í erfiðri samningsstöðu FJÖLMIÐLAR Samtök iðnaðarins við- urkenndu, í tilkynningu sem frá þeim barst í gær, að þeim hafi orðið á mistök með birtingu auglýsing- ar í blöðum á miðvikudag og biðja þá sem telja sér misboðið afsökun- ar, sérstaklega heilbrigðisstéttir og konur. Var ákveðið að hætta birt- ingu auglýsingarinnar. Áður en SI viðurkenndu að birt- ing auglýsingarinnar hafi verið mistök hafði Félag fæðinga- og kvensjúkdómalækna krafist þess að auglýsingin yrði fjarlægð, auk þess sem konur og læknar yrðu beðin afsökunar. Þá fordæmdi Femínistafélag Íslands að SI skuli nýta sér neyð kvenna í auglýsing- um. - ss Auglýsing Samtaka iðnaðarins: Beðist afsökun- ar á birtingu DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri af erlendum uppruna hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skil- orðsbundið fangelsi fyrir vörslu fíkniefna, sem hann er talinn hafa ætlað til sölu. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir ræktun á kannabisplöntum. Fíkniefnin og plönturnar geymdi maðurinn í bílskúr í Stelkshólum 4 í Reykjavík. Um var að ræða tæp 700 grömm af kannabislaufum og 83 kannabis- plöntur. Hafði hann ræktað plönturnar um nokkurt skeið. Maðurinn játaði sök. Auk fíkniefnanna var gerður upptæk- ur hjá honum ýmis konar búnað- ur til ræktunarinnar. - jss Héraðsdómur Reykjavíkur: Kannabisrækt- andi dæmdur KANNABISPLÖNTUR Maðurinn hafði um nokkurt skeið ræktað kannabisplöntur. GENGIÐ 29.04.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 208,3528 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,91 128,53 188,91 189,83 169,38 170,32 22,736 22,870 19,359 19,473 15,766 15,858 1,3192 1,3270 191,55 192,69 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Unglingalandsliðið í fimleikum náði þriðja sæti á Norðurlandamótinu sem fram fór í Svíþjóð á dögunum en ekki lið Ármanns eins og fram kom í Fréttablaðinu. Þá hafnaði Embla Jóhannesdóttir úr Gróttu í þriðja sæti í fjölþraut. LEIÐRÉTTING Í grein á bls. 16 í blaði gærdagsins var sagt að Lothar Matthaus væri höfundur ummælanna: „Fótbolti er einfaldur leikur. Tuttugu og tveir menn hlaupa um í 90 mínútur og svo vinna Þjóðverjar.“ Hið rétta er að það var auðvitað enski markahrók- urinn Gary Lineker sem lét þessi orð falla um sögu viðureigna þjóðanna á fótboltavellinum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.