Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 24

Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 24
24 30. apríl 2009 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Efnahagsáætlun stjórnvalda með stuðningi Alþjóðagjald- eyrissjóðsins virðist vera í réttum farvegi, þótt miklir erfiðleikar steðji enn að mörgum heimilum og fyrirtækjum af völdum banka- hrunsins. Þegar sendinefnd sjóðs- ins var hér um daginn í reglu- bundinni eftirlitsferð, sá hún ekki ástæðu til að endurskoða bjart- sýnt stöðumat sitt frá í nóvember 2008. Eina umtalsverða frávikið enn sem komið er frá matinu þá er nokkru meiri aukning atvinnu- leysis síðustu mánuði en sjóðurinn gerði ráð fyrir, en aukningin er þó í samræmi við mat Seðlabank- ans. Þegar endurmat á eignum gömlu bankanna verður kunngert, kemur í ljós, hvort bjartsýni sjóðs- ins stenzt nánari skoðun. Vonir standa til, að stöðumatið þurfi ekki að breytast á verri veg. Fari svo, verður efnahagslífið að mati sjóðsins aftur komið á fulla ferð 2011 og áfram, og gjaldeyrishöftin verða úr sögunni, enda áttu þau að vera tímabundin. Höftin mega ekki verða var- anleg líkt og sumar aðrar bráða- birgðaráðstafanir stjórnvalda á fyrri tíð urðu smám saman sam- grónar innlendum sérhagsmunum, svo sem búvöruinnflutningsbannið í kreppunni og verðtryggingin. Til að losna undan höftunum kemur helzt til greina annaðhvort að leyfa krónunni að falla til botns og taka þá áhættu, að krónan fest- ist við botninn og verði lengi að losna líkt og getur gerzt í gjald- eyriskreppum, eða sækja án frek- ari tafar um inngöngu í Evrópu- sambandið og taka upp evruna eins fljótt og hægt er með fulltingi sambandsins. Ríkisstjórnin hefur hafnað fyrri kostinum, að leyfa krónunni að falla til botns, en hún á þó eftir að fallast á, að þeirri nið- urstöðu fylgir í reyndinni ákvörð- un um að ganga í ESB og taka upp evruna. Gjaldeyrishöft koma ekki til greina sem frambúðarskipan, enda samrýmast þau ekki til lang- frama veru Íslands á Evrópska efnahagssvæðinu. Sumir líta svo á, að Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn stjórni nú efna- hagsmálum Íslands, en svo er þó ekki. Sjóðurinn er hér í boði ríkisstjórnarinnar, þar eð hún telur sig þurfa á ráðum hans og lánsfé að halda. Efnahagsáætlun- in, sem unnið er eftir, er áætlun ríkisstjórnarinnar og Seðlabank- ans í sameiningu. Sjóðurinn gegn- ir tæknilegu, ópólitísku ráðgjaf- arhlutverki. Ef honum sýnist, að nýjar ráðstafanir stjórnvalda vinni gegn markmiðum áætlun- ar þeirra sjálfra (annað eins hefur gerzt á fyrri tíð), áskilur hann sér rétt til að draga sig í hlé og hætta lánveitingum. Lán sjóðsins til Íslands er óvenjulega stórt miðað við landsframleiðslu. Sjóðurinn tekur áhættu með lánveitingunni og þarf að fylgjast vel með fram- vindunni frá degi til dags. Aðstoð sjóðsins er liður í samstilltu átaki til að endurheimta tapað láns- traust Íslendinga í útlöndum. Þetta er þrautreynt fyrirkomulag marga áratugi aftur í tímann. Eins og sakir standa er aðkoma sjóðsins að efnahagsáætlun ríkisstjórnar- innar og Seðlabankans beinlínis forsenda þess, að Íslendingar eigi yfirhöfuð aðgang að erlendu láns- fé. Ekki hefur enn orðið vart við ágreining milli stjórnvalda og sjóðsins um hagstjórnina. Þvert á móti virðist vera einhugur um að vinna áfram í sameiningu að framgangi áætlunarinnar. Að vísu hefur ríkisstjórnin ekki enn kunn- gert, með hvaða ráðum hún hyggst ná endum saman í fjármálum rík- isins innan tilskilinna tímamarka, en þögnin um það mál er skiljan- leg eins og sakir standa á vett- vangi stjórnmálanna. Lundúnablaðið Financial Times skýrði fyrir skömmu frá trúnaðar- skýrslu frá sjóðnum, þar sem lagt er að ESB að slaka á skilyrðum fyrir upptöku evrunnar í nokkrum ESB-löndum í Mið- og Austur-Evr- ópu. Vandi þessara landa er meðal annars sá, að erlend skuldabyrði þeirra getur þyngzt til muna líkt og hér heima, ef gengið fellur. Sjóðurinn verst fregna af skýrsl- unni. ESB lætur sjóðinn ekki segja sér fyrir verkum. En sjóðurinn áskilur sér samt rétt til að reyna í trúnaði að þoka ESB í einstökum málum á verksviði sjóðsins. Hag- stjórn er öðrum þræði þrotlaust nudd. Sjóðurinn skiptir sér ekki af því, hvort einstök Evrópulönd, sem hann veitir ráð og lánar fé, ganga í ESB og taka upp evru eða ekki. Það er öðrum þræði pólitískt við- fangsefni, hversu brýn sem efna- hagsleg nauðsyn aðildar og nýs gjaldmiðils kann að þykja í neyðar- ástandi. Sama máli gegnir um góða seðlabanka. Seðlabankar, sem eru sjálfstæðir að lögum innan stjórn- kerfisins, taka ekki sem slíkir afstöðu til pólitískra álitamála svo sem upptöku nýs gjaldmiðils nema í neyð. Lýðkjörin stjórnvöld smíða reglurnar. Fjármálastofnanir eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og seðlabankar semja sig að þeim reglum, og hlusta. Hvorki sjóð- urinn né sjálfstæðir seðlabankar mega þó láta aðra segja sér fyrir verkum á sínu sviði. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Í DAG | Enn um gjaldeyrismál ÞORVALDUR GYLFASON UMRÆÐAN Skúli Magnússon skrifar um stjórnar- skrárbreytingar Sú staðreynd að ekki skyldi takast að ná fram skyndilegum, og um margt rót- tækum stjórnarskrárbreytingum í ólgu atburða síðustu missera, er ekki sjúk- leikamerki eða vitnisburður um lýðræðis- halla íslenskrar stjórnskipunar. Miklu frekar er hér um að ræða eðlilega niður- stöðu stjórnskipulegs lýðræðis og festu. Íslending- ar njóta nú góðs af því að skýrar og stöðugar reglur gilda um skiptingu og meðferð ríkisvaldsins. Ofan á efnahagskreppu landsins mun því ekki bætast stjórnlagaóvissa með kostnaði og lausung í ákvarð- anatöku. Orka samfélagsins getur farið óspillt í að takast á við aðkallandi málefni. Með þessu er hins vegar ekki sagt að lýðveldis- stjórnarskráin sé hafin yfir gagnrýni og endur- skoðun. Fullyrða má að veruleg samstaða ríki um að ákveðnar umbætur þurfi að gera á núgildandi stjórnarskrá. Hér má nefna tillögur um þjóðar- atkvæðagreiðslur sem og heimild til framsals ríkis- valdsvalds til alþjóðlegra stofnana á afmörkuðum sviðum. Auk þess hlýtur núverandi kjördæmaskipun að vekja spurningar um endurskoðun. Á enn öðrum sviðum kynni nánari umræða og skoðun að leiða í ljós að æskilegt sé að styrkja sum atriði stjórnarskrárinnar, t.d. varð- andi sjálfstæði dómstóla og skipun dóm- ara, úrlausn um stjórnskipulegt gildi laga, vernd umhverfis og ýmislegt sem lýtur að starfsemi og áhrifum Alþingis. Hér ber þó sem fyrr að minnast þess að ýmis mikil- væg atriði, sem kenna má við „stjórn- skipun“, má ráða til lykta með almennum lögum og enn önnur með breyttri fram- kvæmd innan ramma gildandi laga (t.d. að því er varðar störf Alþingis). Miðað við þann mikla almenna og pólítíska áhuga sem var á grundvallaratriðum stjórnskipunarinn- ar fyrir síðustu kosningar verður að gera ráð fyrir því að ný ríkisstjórn setji almenna endurskoðun á stjórnarskránni nú á dagskrá, e.t.v. þannig að m.a. verði búinn til einhvers konar samráðsvettvangur eða þjóðfundur í þessu skyni. Þótt íslensk stjórn- skipun sé langt frá því að vera „handónýt“, er yfir- vegað og opið ferli til endurskoðunar, sem fram færi samkvæmt grunnreglum og í anda stjórnar- skrárinnar sjálfrar, fagnaðarefni. Umræðunni um stjórnarskrána ætti ekki að vera lokið – hún ætti að vera rétt að byrja. Höfundur er lögfræðingur. Er umræðunni lokið? SKÚLI MAGNÚSSON Kynlegar auglýsingar Auglýsingamenn hafa skriplað nokkuð á skötu upp á síðkastið. Nýlega var deilt um auglýsingar á vegum Lýð- heilsustöðvar þar sem brýnt var fyrir stúlkum að þær ættu síður á hættu að vera nauðgað ef þær væru ekki undir áhrifum áfengis. Það þótti mörgum ósmekklegt þar sem ábyrgð glæps- ins væri færð frá gerandanum yfir á þolandann. Í gær birtust miður geðslegar auglýsingar frá Samtökum iðnaðarins með mynd af óhugnanlegum manni í hvítum slopp að undirbúa það sem virðist vera ólögleg fóstureyðing. Boðskapurinn er sá að maður eigi ekki að leita til fúskara. Formaður SI baðst afsökunar á auglýsingunni. Dýrt að drepa Þá hafa Umferðarstofa og Vínbúð- irnar ráðist í auglýsingaherferð þar sem ökumenn eru varaðir við því að leggja fjárhaginn í rúst: það að valda öðrum líkamstjóni eða dauða með glæfralegum akstri geti kostað mann margar milljónir í miskabætur. Því sé best að keyra ekki óvarlega eða undir áhrifum – það er svo dýrt að drepa. Kunnuglegar tillögur Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, hefur sent forsætis- ráðherra tillögur um að öll neytendalán með veði í íbúðarhúsnæði skuli tekin eignar- námi og gerðar- dómi falið að leggja til niðurfærslu þeirra. Tillögur Gísla eru ítarlegar; sér til fulltingis vísar hann meðal annars í hugmyndir um uppboð skulda sem Björn Þorri Viktorsson hæstaréttar- lögmaður hefur nefnt opinberlega. Ekki þarf að koma á óvart að tillögur talsmanns neytenda ríma ágætlega við hugmyndir Framsóknarflokksins um niðurfellingu skulda. Gísli er jú flokksbundinn fram- sóknarmaður og sat ásamt áðurnefndum Birni Þorra í svokölluðu herráði Fram- sóknarflokksins, sem hittist daglega og lagði línurnar fyrir kosningar. bergsteinn@frettabladid.is ... í nýjum umbúðum Sama góða CONDIS bragðið ... A ð loknum kosningum kemur oft tímabil pólitískrar eyðu, svokallaðir hveitibrauðsdagar, þar sem stjórnvöld hafa meira rými til að koma stefnumálum í framkvæmd en ella án þess að verða fyrir mikilli gagnrýni. Ef núver- andi ríkisstjórn heldur áfram er ljóst að slíkir frídagar verða ekki í boði, bæði vegna þess að þetta er framhald núverandi stjórnar og vegna þess að á óvissutímum sem þessum er ekki hægt að bjóða upp á leyfi frá pólitíkinni og lausnum. Flokkarnir ætla að taka sér þann tíma sem þeir þurfa, sem er vel ef þeir ætla að kom- ast að góðri niðurstöðu um stjórnarsáttmálann. Hins vegar getur þjóðin ekki beðið í margar vikur með hálfstarfandi ríkisstjórn undir þessum kringumstæðum. Helsta verkefni hins opinbera nú er að bregðast við efnahags- kreppunni; finna leiðir til að kreppan verði sem styst, eða að minnsta kosti draga hana ekki á langinn. Hið opinbera nær bæði til ríkisins og sveitarfélaganna. Sveitarfélögin hafa lagt línurnar hvar þau vilja skera niður og vonandi mun ríkið ekki fylgja í þeirra fótspor. Það sem sveitarfélögin hafa lagt til er niðurskurður hjá kvennastéttum sem kemur niður á börnum. Annars vegar stefnir Akureyrarbær til dæmis að því að leikskól- um verði lokað klukkan fjögur á daginn í stað fimm og þeir spara þannig sem svarar til fimm klukkutíma á viku. Starfsfólk leikskóla er að megninu til konur, en þær munu væntanlega þurfa að þola launaskerðingu sem samsvarar þessum klukkutíma á dag. Önnur leið sem sveitarfélögin eru að skoða varðar styttingu skólaársins í grunnskólum, til að lækka laun kennara tímabundið. Um áttatíu prósent starfsfólks grunnskóla, við kennslu, eru konur. Stóri nið- urskurðurinn og sparnaðurinn hjá sveitarfélögunum virðist því stefna að því að lækka laun stórra kvennastétta. Að auki er það svo að ábyrgð á börnum leggst frekar á herðar mæðra en feðra. Lík- legra er því að það verði mæðurnar sem þurfi að fara fyrr heim úr vinnu til að gæta barna sem ekki geta verið lengur á leikskólanum. Það verður einnig algengara að mæður, frekar en feður, muni huga að börnum sínum í lengri sumar- og vetrarfríum. Líklegt verður að teljast að í launakönnunum næsta árs muni þess sjást merki með auknum launamun kynjanna. Niðurskurðurinn mun einnig bitna á börnum. Reykjavíkurborg sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kom að tilkynn- ingum til Barnaverndar Reykjavíkurborgar hefði fjölgað á fyrstu þremur mánuðum ársins. Alþjóðleg reynsla segir okkur að slíkt sé ekki einsdæmi, heldur algengur fylgikvilli á þrengingatímum. Fyrir þau börn sem þurfa á aðstoð Barnaverndar að halda er það öryggisnet að hægt sé að fylgjast með þeirra andlegu og líkamlegu heilsu í leikskólum og grunnskólum. Minni viðvera í skólum getur þýtt að kennarar og annað opinbert starfsfólk taki síður eftir því að eitthvað ami að. Nauðsynlegt er að skera niður, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Nú þegar kosningum er lokið geta stjórnmálamenn vonandi farið heiðarlega af stað í því að ræða hvar eigi að skera niður og á hverj- um niðurskurðurinn á að bitna. Það sem ræða má eftir kosningar: Á hverjum bitnar niðurskurðurinn? SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.