Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 30
30. APRÍL 2009 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● heilsa og útivist
Brennibolti á nú vinsældum að
fagna meðal kvenna í Hafnar-
firði og Reykjavík og hafa tvö
brenniboltafélög litið dagsins
ljós á síðustu vikum.
Brenniboltafélag Reykjavíkur var
stofnað að hafnfirskri fyrirmynd
á dögunum en í Hafnarfirði hefur
brenniboltafélag verið starfrækt
í tæpan mánuð. Stofnendur fé-
laganna eru konur sem stunduðu
brenniboltaæfingar í Kaupmanna-
höfn um miðbik þessa áratugar.
„Við hófum brenniboltaæfing-
ar sem svar við fótboltaæfingum
karlmannanna á Öresundskollegí-
inu þar sem við bjuggum nokkrar
íslenskar fjölskyldur,“ segir Heið-
rún Ólafsdóttir, einn af forsprökk-
um Brenniboltafélags Reykjavík-
ur. „Við fundum okkur grasbala og
notuðum úlpurnar okkar til að af-
marka völlinn ef ekki vildi betur
til. Það var svo nokkrum dömum
í Hafnarfirði sem datt það snjall-
ræði í hug að endurvekja þessa
skemmtilegu iðju.“
Brenniboltafélögin eru opin
konum á öllum aldri. Þau eru bæði
með síðu á Facebook og fer fjöldi
félagskvenna vaxandi með hverj-
um degi. „Þetta eru mjög lýðræðis-
leg félög og er meðlimum frjálst að
æfa með hvoru liði sem er, en vita-
skuld er keppt með sinni heima-
deild,“ segir Heiðrún. „Við í Brenni-
boltafélagi Reykjavíkur æfum einu
sinni í viku og það sama gildir um
Brenniboltafélag Hafnarfjarðar
svo þær sem vilja geta náð tveim-
ur æfingum á viku.“
Brenniboltafélag Reykjavík-
ur er með æfingar á Miklatúni á
mánudögum klukkan átta. „Við
byrjum á því að fara í snú snú og
að verpa eggjum til að þétta hóp-
inn en svo hefst leikurinn. Flestum
gengur vel að rifja upp leikregl-
urnar og er furðulega lítið ósam-
ræmi í reglum í ljósi þess að kon-
urnar koma úr öllum áttum.“
Heiðrún segir konurnar ganga í
hálfgerðan barndóm. „Við hrökkv-
um í sannkallaðan stelpugír og
skemmtum okkur konunglega.
Við förum allar glaðar heim þrátt
fyrir að vera jafnvel lemstraðar og
í rifnum buxum.“
Heiðrún segir stefnt að brenni-
boltamóti í haust og verða því stíf-
ar æfingar í allt sumar. „Við skynj-
um mikinn áhuga alls staðar að
og höfum fengið fyrirspurnir frá
hinum ýmsu bæjar- og sveitarfé-
lögum sem vilja stofna eigin félög.
Það er því alveg spurning um að
stofna landssamband og fara jafn-
vel inn í ÍSÍ og aldrei að vita nema
við stöndum uppi með risastórt Ís-
landsmót í haust.“ - ve
Konur flykkjast út í
brennó í stórum stíl
Arkitektinn Gunnlaugur Jónasson byrjaði að hjóla af miklu
kappi í byrjun tíunda áratugarins. Hann fór fljótlega að taka þátt
í hjólreiðakeppnum og á hann á annað hundrað keppnir að baki.
„Ég byrjaði að hjóla í Osló þar sem ég var búsettur um skeið og
kom það nú til af því að ég áttaði mig á því að mér varð hlýrra af
því að hjóla en að keyra í vinnuna. Ég átti gamlan Citróen bragga
og var alltaf að krókna úr kulda við stýrið í vetrarfrostinu. Með því
að hjóla kom ég blóðinu á hreyfingu og nældi mér í hjólabakteríu í
leiðinni.“ Gunnlaugur tók þátt í nokkrum hjólreiðakeppnum í Nor-
egi en byrjaði að keppa fyrir alvöru þegar hann flutti heim.
„Á dagskrá Hjólreiðasambandsins eru að jafnaði um 15 keppnir
á ári og tek ég yfirleitt þátt í að minnsta kosti tíu. Það er svo mis-
mikil alvara í þessu eftir því hvernig stendur á,“ segir Gunnlaug-
ur en hann hefur fimm sinnum hampað Íslandsmeistaratitlinum.
„Í seinni tíð hef ég svo slysast til að vinna eina og eina keppni.“
Gunnlaugur segir að dágóður hópur Íslendinga stundi hjólreiðar
af kappi og geta áhugasamir meðal annars sett sig í samband við
hjólreiðafélögin Hjólamenn og Hjólreiðafélag Reykjavíkur en þar
er að finna upplýsingar um æfingar og mót. -ve
Á fjölda keppna að baki
Gunnlaugur á nokkur hjól í fórum sínum. Á veturna hjólar hann á fjallahjólum
sem eru búin nagladekkjum en þegar færðin skánar skiptir hann yfir í götu-
hjól. FRÉTTABLAÐIÐ/
Konurnar fara allar glaðar
heim þrátt fyrir að vera jafnvel
lemstraðar og í rifnum buxum.
Heiðrún Ólafsdóttir sýnir
hér snilldartakta.
Brenniboltafélag Reykjvíkur æfir á
mánudögum á Miklatúni en Brenni-
boltafélag Hafnarfjarðar á fimmtudög-
um á skólalóð Öldutúnsskóla.
Þátttakendur ganga í hálfgerðan barn-
dóm og bernskubrekin rifjast upp.
„Við ætlum að hittast um fimmtíu manns og sjósetja
bátana okkar,“ segir Ólafur Már Ólafsson, hjá Bro-
key – Siglingafélagi Reykjavíkur sem sinnir kjöl-
báta- og kænusiglingum. Félagsmenn ætla að koma
saman við Gufunes á laugardag klukkan 10 til að
sjósetja báta og undirbúa fyrir keppnistímabilið
sem hefst á þriðjudag og stendur fram í september.
„Við stöndum fyrir keppni alla þriðjudaga í sumar,
siglum út frá Ingólfsgarði klukkan 18. Svo skipt-
ast siglingafélögin á höfuðborgarsvæðinu á að halda
sameiginlegar keppnir,“ segir hann og bætir við að
allar skútur eigi möguleika á sigri þar sem keppt er
eftir alþjóðlegu forgjafarkerfi.
Brokey heldur líka úti barnastarfi í Nauthólsvík í
júní og júlí þar sem kennt er á kænur. Að sögn Ólafs
er verið að efla þennan þátt í starfseminni. „Við
munum auka námskeiðsframboð, kennum frá klukk-
an 13 til 16.30 virka daga og erum svo með æfingar
til að gefa sem flestum krökkum tækifæri til að
sigla og keppa. Þar sem færri ferðast utan í sumar
er um að gera að bjóða þeim eitthvað skemmti-
legt. Svo er þetta tilvalið til að fjölga félagsmönnum
til framtíðar.“ Kynning á barnastarfinu verður í
Kringlunni á laugardag milli 10 og 15. Sjá www.
brokey.is. - rve
Keppnistímabilið að hefjast
Ólafur hjá Brokey reiknar með góðri þátttöku í sumar,
en félagið er með aðstöðu fyrir kjölbáta við Ingólfsgarð í
Reykjavíkurhöfn og uppsátur á Gufunesi, og félagsaðstöðu og
aðstöðu til kænusiglinga í Nauthólsvík. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Auglýsingasími
– Mest lesið