Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 58
42 30. apríl 2009 FIMMTUDAGUR
Meistaradeild Evrópu
Manchester United - Arsenal 1-0
1-0 John O‘Shea (17.).
N1-deild karla
Valur - Haukar 32-29 (24-24)
Mörk Vals (skot): Davíð Ólafsson 8 (9), Elvar
Friðriksson 8 (19/1), Arnór Gunnarsson 7/3
(9/3), Hjalti Pálmason 5 (9), Ingvar Árnason 2
(3), Heimir Örn Árnason 2 (10).
Varin skot: Ólafur Haukur Gíslason 17 (45/5)
38%.
Hraðaupphlaup: 6 (Davíð 3, Elvar, Hjalti, Arnór).
Fiskuð víti: 4 (Arnór, Hjalti G., Ingvar, Elvar).
Utan vallar: 8 mín.
Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 10
(17/1), Gunnar Berg Viktorsson 7/4 (8/4), Andri
Stefan 3 (9), Elías Már Halldórsson 3 (5), Arnar
Jón Agnarsson 2 (4), Stefán Rafn Sigurmannsson
2 (2), Kári Kristánsson 2 (3).
Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 23/1
(52/1) 44%.
Hraðaupphlaup: 6 (Stefán 2, Sigurbergur, Kári,
Elías, Gunnar Berg).
Fiskuð víti: 6 (Andri 3, Elías, Sigurbergur, Kári).
Utan vallar: 14 mín (Arnar rautt fyrir þrjár
brottvísanir.)
Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifs-
son, dæmdu erfiðan leik mjög vel. Eiga að dæma
alla leiki í þessari rimmu.
Staðan í einvíginu er jöfn, 1-1.
Sænska úrvalsdeildin
GAIS - Hammarby 2-2
Guðjón Baldvinsson og Eyjólfur Héðinsson komu
inn á sem varamenn í liði GAIS. Guðmundur
Reynir Gunnarsson og Hallgrímur Jónasson voru
ekki í leikmannahópi liðsins.
AIK - Helsingborg 0-3
Ólafur Ingi Skúlason lék ekki með Helsingborg.
Halmstad - Djurgården 3-0
Malmö - Gefle 0-0
Danska bikarkeppnin
Álaborg - Bröndby 1-1
Stefán Gíslason var í byrjunarliði Bröndby.
Álaborg vann samanlagt, 4-4, á fleiri mörkum
skoruðum á útivelli og mætir FC Kaupmannahöfn
í úrslitum bikarkeppninnar.
Spænska úrvalsdeildin
Ciudad Real - Naturhouse La Rioja 34-23
Ólafur Stefánsson skoraði eitt mark fyrir C.R.
ÚRSLIT
FÓTBOLTI Arsenal má þakka fyrir
að hafa ekki tapað með meira en
eins marks mun fyrir Manchest-
er United á Old Trafford í gær.
Liðin áttust við í fyrri viðureign
liðanna í undanúrslitum Meist-
aradeildar Evrópu í gær en síð-
ari viðureignin fer fram í Lund-
únum í næstu viku.
Írski varnarmaðurinn John
O‘Shea skoraði eina mark leiks-
ins á sautjándu mínútu. Þá hafði
Manuel Almunia, markvörður
Arsenal, varið vel frá þeim Car-
los Tevez og Wayne Rooney og átti
enn eftir að láta til sín taka í síð-
ari hálfleik. En ekki tókst honum
að stöðva O‘Shea.
United fékk hornspyrnu eftir
að Almunia varði vel frá Tevez
í dauðafæri. Boltinn barst á
Michael Carrick á fjarstöng sem
kom boltanum aftur fyrir mark-
ið. Þar var O‘Shea mættur einn
og dauðafrír og þrumaði knettin-
um í netið.
Hvort markið dugir Unit-
ed nú til að komast í úrslita-
leik Meistaradeildarinnar er
annað mál en miðað við
yfirburði United í
fyrri hálfleik
hefðu heimamenn sjálfsagt kosið
að auka muninn enn frekar.
Almunia varði vel frá Ronaldo í
tvígang á sömu mínútunni. Fyrst
eftir skalla hans af stuttu færi og
svo stuttu síðar eftir skot.
Ronaldo fékk einnig besta færi
United í síðari hálfleik sem var
heldur rólegri en sá fyrri. Hann
lét vaða af löngu færi en boltinn
hafnaði í slánni. Almunia stóð
grafkyrr á línunni og hefði aldrei
átt möguleika á að ná til knattar-
ins.
Ryan Giggs kom inn á sem
varamaður í leiknum og lék þar
með sinn 800. leik fyrir hönd
félagsins. Hann kom knettinum
í netið þegar rúmar tíu mínútur
voru til leiksloka en var dæmdur
rangstæður.
John O‘Shea var vitanlega
ánægður með sigurinn eftir leik
en játti því að þeir hefðu getað
skorað fleiri mörk.
„Mögulega miðað við þau
færi sem við fengum,“ sagði
O‘Shea. „Markvörðurinn
þeirra varði glæsi-
lega í nokkur
skipti og miðað
við frammi-
stöðu okkar
í fyrri
hálfleik hefðum við getað skorað
nokkur mörk til viðbótar.“
„En við erum með þetta mark,
við héldum hreinu og erum vel
hæfir til þess að skora mark á
Emirates-leikvanginum. En þessi
rimma er pottþétt ekki búin.“
Arsene Wenger, stjóri Arsenal,
var ánægður með að sleppa með
1-0 tap.
„Þeir spiluðu vel og voru öflug-
ir í upphafi leiksins,“ sagði Weng-
er. „Það góða er að við fengum
ekki meira en eitt mark á okkur.
Við eigum góða möguleika á því að
snúa taflinu við á heimavelli.“ - esá
Manchester United vann 1-0 sigur á Arsenal í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar:
Arsenal stöðvaði alla nema John O‘Shea
800 LEIKIR
Ryan Giggs lék sinn 800. leik með
Manchester United í gær – og er alls ekki
hættur enn.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
MARKAHETJAN John O‘Shea, Darren Fletcher og Rio Ferdinand fagna marki þess
fyrstnefnda í gær. NORDIC PHOTOS / AFP
HANDBOLTI Haukar áttu ótrúlega
endurkomu í Vodafonehöllinni í
gær. Skoruðu fimm síðustu mörk
venjulegs leiktíma og tryggðu
sér framlengingu. Það dugði ekki
til því taugar Valsmanna héldu í
framlengingu og þeir unnu sigur,
32-29.
Það var talsverð undiralda fyrir
leikinn í gær eftir að Kári Kristj-
ánsson hafði rifbeinsbrotið Sig-
urð Eggertsson í síðasta leik. Kári
fékk heldur betur að finna fyrir
því á línunni í gær, tekið fast á
honum á milli þess sem varnar-
menn Vals hvísluðu eflaust ein-
hverju miður góðu að honum hvað
eftir annað.
Valsmenn tóku fljótt yfirhönd-
ina í leiknum og þá aðallega vegna
þess að þeir spiluðu talsvert betri
sóknarleik en Haukar en sóknar-
leikur Hauka var í molum allan
hálfleikinn. Sem betur fer fyrir
Hauka fann Birkir Ívar sig vel
í Haukamarkinu og hann hélt
meisturunum inni í leiknum lengi
vel.
Staðan 11-9 í leikhléi fyrir Vals-
menn en þeir náðu mest fjögurra
marka forskoti í hálfleiknum, 9-
5. Síðari hálfleikur spilaðist svip-
að og sá fyrri og Valsmenn alltaf
skrefi, eða tveim, á undan. Vals-
menn náðu fimm marka forskoti,
24-19, þegar fáar mínútur voru
eftir af leiknum. Héldu þá flestir
að leiknum væri lokið en Hauka-
menn voru því ekki sammála.
Þeir stigu upp, skoruðu fimm
mörk í röð og tryggðu sér fram-
lengingu með magnaðri baráttu.
Elvar Friðriksson hefði reyndar
getað klárað leikinn en hann skaut
í stöng úr dauðafæri.
Áhorfendur og spekingar töldu
margir að Valsmenn myndu ekki
jafna sig eftir þetta áfall en því
fór víðs fjarri. Þeir leiddu alla
framlenginguna og tryggðu sér
sanngjarnan sigur, 32-29. Davíð
Ólafsson fór mikinn í horninu og
átti magnaðan leik. Ólafur Hauk-
ur varði vel og þeir Elvar og
Arnór Gunnarsson skoruðu mik-
ilvæg mörk.
Birkir Ívar yfirburðamaður
í liði Hauka og hélt þeim lengi
vel inn í leiknum með magnaðri
markvörslu. Sigurbergur skástur
í sókninni en gerði samt sín mis-
tök. Aðrir leikmenn Hauka skil-
uðu einfaldlega ekki sínu í sókn-
arleiknum.
„Þetta var naumur sigur og það
var algjör óþarfi að setja þennan
leik í framlengingu. Það var erf-
itt að fara inn í klefa fyrir fram-
lenginguna enda allt með Hauk-
unum á þeim tíma,“ sagði Óskar
Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals,
hvað sem hann sagði fyrir fram-
lenginguna þá virkaði það.
„Það var virkilega mikilvægt að
ná að sigra og ég tala nú ekki um
þar sem við náðum ekki hraða-
upphlaupunum okkar og annað.
Við hefðum að ósekju mátt keyra
meira á þá. Við eigum enn þá
meira inni og um leið og við fáum
það þá verður þetta þægilegra og
betra fyrir okkur. Það kom aldrei
til greina að fara að væla þó svo
við séum í meiðslum og sætta
okkur við eitthvað. Við verðum
að sækja sigur á Ásvelli sem verð-
ur erfitt en við ætlum okkur það,“
sagði Óskar að lokum.
Aron Kristjánsson, þjálfari
Hauka, var augljóslega ekki sátt-
ur við dómara leiksins og blaða-
maður Fréttablaðsins náði í skott-
ið á honum þegar hann hafði eytt
nokkrum mínútum með dómurum
leiksins í búningsklefa þeirra.
„Við vorum aðeins að ræða
málin. Mér fannst vera svolítið
ósamræmi og línan ekki eins,“
sagði Aron sem meinaði leik-
mönnum sínum að ræða um
dómgæsluna eftir leikinn. „Það
er miklu betra að einbeita sér
bara að næsta verkefni. Þetta er
búið. Þetta var annars mjög erf-
iður leikur en ég verð að hrósa
mínu liði fyrir að hafa barist
svona hetjulega allan leikinn. Það
var samt svekkjandi að ná ekki
að fylgja því eftir,“ sagði Aron.
henry@frettabladid.is
Valsmönnum tókst að verja virkið sitt
Valsmenn stóðust kröftugt áhlaup Hauka í öðrum leik liðanna í úrslitum Íslandsmótsins í handknattleik.
Valsmenn hafa ekki tapað á heimavelli í vetur en þeir þurftu framlengingu til að hrista Haukana af sér.
SKOTIÐ AÐ MARKI Arnór Þór Gunnarsson reynir hér skot að marki Hauka en Birkir Ívar Guðmundsson er til varnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓTBOLTI Rio Ferdinand var flutt-
ur á sjúkrahús eftir að hann fór
af velli í leik Manchester United
og Arsenal í Meistaradeild Evr-
ópu í gær. Alex Ferguson, stjóri
United, sagði eftir leik að hann
væri með brákað rifbein, og að
útlitið væri ekki gott.
Ferdinand meiddist eftir að
Edwin van der Sar, markvörður
United, keyrði inn í hann þegar
hann reyndi að verjast auka-
spyrnu Arsenal í síðari hálfleik.
„Vonandi er ekkert brotið.
Hann fór í röntgenmyndatöku og
þurfum við að bíða og sjá hvað
kemur úr því. Þetta lítur ekki vel
út í augnablikinu.“
Mjög líklegt er að Ferdinand
missi af síðari viðureigninni
gegn Arsenal í undanúrslitum
Meistaradeildarinnar og jafnvel
að hann komi ekki meira við sögu
það sem eftir lifir tímabilsins.
„Ef ekkert er brotið verð-
ur hann frá í 2-3 vikur,“ sagði
Ferguson. - esá
Áfall fyrir Man. United:
Rio fluttur á
sjúkrahús
MEIDDUR Rio Ferdinand eftir að hann
meiddist í gær. NORDIC PHOTOS / AFP