Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 52

Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 52
36 30. apríl 2009 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is > HEIÐRUÐ AF HOMMUM OG LESBÍUM Britney Spears verður heiðruð af hommum og lesbíum á hátíðinni New- NowNext í júní. Á umræddri hátíð eru frægar manneskjur, sem samkyn- hneigðir líta á sem fyrirmyndir sínar, verðlaunaðar. Hátíðin verður hald- in 13. júní og sjálfur RuPaul verður í hlutverki kynnis, Sarah Jessica Parker, stjarna Beðmála í borginni, á von á tví- burum með manni sínum, Matt- hew Broderick. Leikkonan, sem er 44 ára, gengur þó ekki sjálf með börnin tvö heldur leigu- móðir. Parker og Broderick eiga saman sex ára gamlan strák og hafa mikið reynt að fjölga mann- kyninu en með litlum árangri. Á ýmsu hefur gengið í sambandi þeirra tveggja en þau neituðu meðal annars að tjá sig um orð- róm þess efnis að Broderick ætti í ástarsambandi við aðra konu. Samkvæmt vef People Maga- zine eru hjónakornin staðráðin í að láta fortíðina ekki skemma fyrir sér heldur eru himinlifandi yfir þeim tíðindum að eiga von á tveimur yndislegum börnum. Eiga von á tvíburum FJÖLGUN Í FJÖLSKYLDUNNI Broderick og Sarah Jessica Parker eiga von á tví- burum. Leikkonan gengur þó ekki með börnin heldur leigumóðir. Ástralska kvikmyndastirnið Mel Gibson stal senunni á heimsfrumsýningu Wolf- erine í Los Angeles þar sem landi hans, Hugh Jackman, leikur aðalhlutverkið. Gibson mætti nefnilega með nýja ást- konu sér við hlið, rússnesku poppdívuna Oksönu Grigioievu. Fjölmiðlar beggja vegna Atlanthafsins hafa velt vöngum yfir ástarmálum leikarans eftir að eigin- kona hans til 28 ára, Robyn Gibson, sótti um skilnað frá honum. Þau höfðu þá verið skilin að borð og sæng í þrjú ár, eða síðan Gibson var handtekinn fyrir ölvunarakst- ur í Malibu. Sú handtaka dró nokkurn dilk á eftir sér því Mel Gibson lét hafa eftir sér niðrandi orð um gyðinga í kjölfarið. Frumsýningargestir ráku upp stór augu þegar Gibson og Oksana mættu því leikar- inn hefur hingað til ekki verið mikið fyrir kastljós fjölmiðla og ekki eru til margar myndir af honum og fyrrum eiginkon- unni. Ástkonan var hins vegar klædd í glæsilegan svartan kjól og þótt þau hafi reynt af miklum mætti að halda sig til hlés þá tóku ljósmyndarar strax eftir þeim. Einn sjónarvotta sagði við breska blaðið The Sun að Gibson hefði greinilega liðið mjög vel í nærveru Oksönu, hann hefði verið afslappaður og spáð lítið í það að myndir af þeim tveimur myndu rata á forsíður flestra slúðurblaða. Reiknað er með að skilnaður Mel og Robyn Gib- son verði sá dýrasti í sögu Hollywood og ástarævintýri Gibson á vafalítið eftir að setja sitt mark á þann feril. Mel Gibson stal senunni á Wolferine SAMAN Mel Gibson og Oksana mættu prúðbú- in til frumsýningar á kvikmyndinni Wolferine en landi Mel, Hugh Jackman, leikur aðalhlutverkið. NORDICPHOTOS/GETTY Stefán Hilmarsson heldur tón- leika í Salnum í Kópavogi föstu- daginn 15. maí og hefst miðasala föstudaginn 1. maí á Midi.is. Um aukatónleika er að ræða því eftir að seldist upp á fyrri tónleika hans 17. apríl á skömmum tíma var ákveðið að bæta við tónleik- um. Á efnisskránni verða lög sem spanna feril Stefáns undanfarna tvo áratugi, þar á meðal sólólög, Sálarlög, glænýtt efni og lög sem Stefán hefur samið en ekki flutt sjálfur. Honum til aðstoðar á tón- leikunum verður fimm manna hljómsveit úrvalsspilara auk þess sem óvæntir gestir koma við sögu. Styttist í aukatónleika STEFÁN HILMARSSON Stefán vakti mikla lukku á fyrri tónleikum sínum í Salnum 17. apríl síðastliðinn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.