Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 16
16 30. apríl 2009 FIMMTUDAGUR
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Eftir rétt rúman mánuð
verður Reykjavíkback-
packers, farfuglaheimili af
óvenjulegra taginu, opnað
að Laugavegi 28. Þar munu
hundrað manns geta gist og
slegist í hóp ferðalanga sem
fara að sjá náttúru Íslands
eða mikilvægar vörður sem
marka næturlífið í Reykja-
vík.
Þegar komið er inn í húsið að
Laugavegi 28 er erfitt að trúa því
að erlendir ferðamenn séu þegar
búnir að bóka sig í gistingu þar
hinn 1. júní næstkomandi. Timb-
ur, verkfæri, sag, vírar og kaplar
liggja um gólf og langt virðist í að
aðstaðan verði ferðamönnum bjóð-
andi.
Þeir Hermann Fannar Valgarðs-
son og Valdimar Geir Halldórsson
voru með áform um að reka gisti-
heimili í hluta hússins en þegar
ferðafrömuðirnir Torfi Yngvason
og Jón Heiðar Andrésson bættust
í hópinn var ákveðið að tefla djarf-
ar. En eru þeir vissir að húsið verði
komið í stand fyrir fyrsta hópinn?
„Valdi er á fullu að undirbúa en
ég er í annarri vinnu svo ég get
ekkert annað gert en bara stress-
að mig yfir því,“ segir Hermann.
„Þannig að ég er svolítið stressað-
ur, jú.“ Valdimar, sem er í óðaönn
með iðnaðarmönnum, er hins vegar
sallarólegur. „Það er ekki svo mikið
eftir, þið hefðuð átt að sjá þetta
fyrir tveimur vikum,“ segir hann.
„Svo er bara að vona að Kínverj-
arnir klúðri ekki kojunum,“ bætir
hann við en blaðamaður vill frek-
ari útskýringar. „Já, við eigum von
á kojunum og lyklakerfinu frá Kína
20. maí, það er vonandi að þeir nái
að keyra þetta yfir Síberíu svo að
engar tafir verði á.“
Þeir segja hugmyndina vera að
höfða til ungs fólks sem ekki vilji
eyða miklu í þægindi. „Allir verða
jú að gista einhvers staðar og það
þarf ekki að tjalda miklu til svo að
það verði gaman á staðnum þar sem
fólk hallar höfði og það er stefnan
að svo verði hér,“ segir Hermann.
„En þó gilda hér reglur eins og á
gistiheimilum svo að fólk fái frið
til að hvílast. Þetta má heldur ekki
vera ókristilegt gaman,“ segir hann
kankvís þar sem hann stendur á
svölunum og bendir á Biskupsstofu
sem er hinum megin við götuna.
Auk þess að bjóða upp á gistingu
verður boðið upp á margvíslegar
ferðir; allt frá flúðasiglingu niður
Hvítá til skoðunarferða um undur
næturlífs Reykjavíkur. Að sjálf-
sögðu verður afsláttur á morgun-
verði á kaffihúsinu og barnum
Nýlenduvöruverzlun Hemma og
Valda, en það eru þeir sömu og reka
farfuglaheimilið.
jse@frettabladid.is
Vonandi verða kojurnar
frá Kína komnar í tíma
■ Mannskæðir flensufaraldrar
hafa gengið yfir heiminn á
nokkurra áratuga fresti. Síðast
var það Hong Kong-flensan, sem
varð nærri milljón manns að
bana á árunum 1968-69, eða
fyrir um fjörutíu árum. Tíu árum
þar á undan var það Asíuflensan,
sem lagði eina til eina og hálfa
milljón manns að velli á árunum
1957-58. Þá höfðu liðið nærri
fjörutíu ár frá Spænsku veikinni,
sem kostaði fjörutíu milljónir
manna lífið á árunum 1918-20.
Næsti faraldur þar á undan var
svo rússneska Asíuflensan, sem
dró milljón manns til dauða á
árunum 1889-90.
FRÓÐLEIKUR
FLENSUFARALDRAR
„Við lítum á Miklatún sem garð
fyrir alla borgarbúa en ekki ein-
göngu sem hverfisgarð. Þess vegna
hvetjum við alla Reykvíkinga til
að mæta á fundinn, segja sínar
skoðanir og koma með ábending-
ar,“ segir Þorbjörg Helga Vigfús-
dóttir borgarfulltrúi, sem situr í
starfshóp um endurnýjun Mikla-
túns. Næsta miðvikudag, hinn
6. maí, verður samráðsfundur
Reykjavíkurborgar og borgarbúa
um endurnýjun túnsins haldinn á
Kjarvalsstöðum.
Að sögn Þorbjargar hefur starfs-
hópurinn verið við störf í nokkurn
tíma. Í samstarfi við Ragnar Vil-
hjálmsson landslagsarkitekt hafa
verið unnin drög að breytingum
og bótum á Miklatúni, og verða
þau drög til sýnis fyrir almenning
á fundinum á Kjarvalsstöðum. „Til
dæmis er þar að finna hugmyndir
um rósagarð, hlaupahring, buslu-
tjörn og betri tengingu milli Kjar-
valsstaða og garðsins. Það yrði
gaman ef fólk gæti setið á Kjar-
valsstöðum og fylgst með yngstu
börnunum leika sér skammt frá,“
segir Þorbjörg.
Spurð hvort til greina komi að
færa nafn túnsins aftur til fyrra
horfs og kalla það Klambratún
segist Þorbjörg viss um að slíkar
ábendingar komi fram á fundinum.
„Það eru alltaf skiptar skoðanir á
þessu. Mögulegt væri að hluti túns-
ins yrði endurnefndur Klambratún
eða eitthvað slíkt.“
Mánudaginn 4. maí verður borg-
arbúum boðið upp á fræðslugöngu
um Miklatún, þar sem saga túnsins
og nágrennis verður rakin. - kg
Starfshópur kynnir drög að endurnýjun og styrktri stöðu Miklatúns:
Garður fyrir alla borgarbúa
MIKLATÚN Í endurnýjunardrögunum
felast meðal annars hugmyndir um
rósagarð, hlaupahring og buslutjörn.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
N
TO
N
ALLT AÐ VERÐA TIL Hermann heldur á plöt-
unni enda er hann látinn taka til hendinni
þegar hann lítur við á Laugavegi þar sem
Valdimar er að keppast við að allt verði til
þegar fyrstu kúnnarnir koma eftir mánuð.
Kr. 22.994*
Nýja S2120 ryksugan frá Miele er lágvær, létt, kraftmikil
og með stórum poka. Hún fæst í rauðu og bláu.
Parketbursti að andvirði kr. 9.210 fylgir frítt með.
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur
Sparaðu
með Miele
TILBOÐ
*tilboð gildir á meðan birgðir endast.
Þú sparar
kr. 9.210
„Við erum að jafna okkur og höfum það nokkuð
gott eftir hremmingar vetrarins,“ segir Anna
Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Hrafna-
gilsskóla í Eyjafirði. „Vorið er komið og við
erum að fylgjast með farfuglunum og
erum að smíða fuglaskoðunarhús til að
geta skoðað þá enn betur.“
Að sögn Önnu er verið að undirbúa starf-
ið í Hrafnagilsskóla næsta vetur. „Við þurf-
um að minnsta kosti ekki að auglýsa eftir
kennurum því við þurftum að segja upp
fólki og það var náttúrlega mjög sárt.
Það eru allar línur að skýrast og
við vonum að við þurfum ekki að
tálga meira út af starfinu. Þetta
ætti að skýrast á næstu tveimur
vikum,“ segir Anna sem kveður
kreppuna hafa lagst misjafn-
lega í skólabörnin.
„Sum virðast ekkert hafa tekið eftir þessu en
maður finnur það á öðrum að þau eru misjafn-
lega áhyggjufull. Það er misjafnt hvað er mikið
talað um þetta heima hjá þeim og hvað
þau hlusta mikið á fréttir sjálf og hvernig
þau túlka þær,“ segir Anna sem neitar að
beygur sé í skólafólki í Hrafnagili. „Það
þýðir ekkert heldur annað en að leita
lausna og gera sitt besta.“
Af sjálfri sér segir Anna að hún ætli að
ganga um fjöll á Ítalíu í sumar. „Ég
ætla að halda upp á að ég næ
góðum aldri og hef hugsað
mér að fara í skemmtilega
ferð um Dólómíta-alpana. Og
ég ætla að njóta þess að vera
úti og skoða landið og vera
með fjölskyldunni.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR AÐSTOÐARSKÓLASTJÓRI
Ætlar í stórafmælisgöngu á Ítalíu
Eðli málsins samkvæmt
„Þeir sköllóttu eru ekki eins
uppteknir af geltúpunni eins
og allir þessir litlu pabba-
drengir.“
KARL BERNDSEN TÍSKULÖGGA UM
FJÖLDA SKÖLLÓTTRA ÞINGMANNA.
Fréttablaðið, 29. apríl.
Vistkistur
„Jú, við erum nýju útrásar-
víkingarnir, en þó með
jákvæðum formerkjum.“
STEFÁN H. MATTHÍASSON LÍKKISTU-
SMIÐUR SEM HUGAR AÐ ÚTFLUTN-
INGI Á VISTVÆNUM LÍKKISTUM.
Morgunblaðið, 29. apríl.