Fréttablaðið - 30.04.2009, Side 22
22 30. apríl 2009 FIMMTUDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
Verðbólga mælist nú 11,9
prósent og hefur hún ekki
verið minni síðan í apríl
í fyrra. Verðbólgan gæti
náð verðbólgumarkmiðum
Seðlabankans um áramót,
að mati sérfræðings IFS
Greiningar.
„Þetta er lítillega yfir vænting-
um,“ segir Snorri Jakobsson, sér-
fræðingur hjá IFS Greiningu, um
verðbólguna í þessum mánuði.
Vísitala neysluverðs hækkaði
um 0,45 prósent á milli mánaða
í apríl og fór verðbólgan við það
úr 15,2 prósentum í 11,9 prósent,
samkvæmt útreikningum Hagstof-
unnar. Spá IFS Greiningar gerði
ráð fyrir hækkun upp á 0,1 pró-
sent og 11,5 prósenta verðbólgu.
Snorri segir að
frávikið frá spá
IFS skýrist af
meiri hækkun
fasteignaverðs.
Hann segir
í raun tvenns
konar fasteigna-
verð í gangi;
eitt sem Fast-
eignaskrá ríkis-
ins taki saman
og annað hjá Hagstofunni, sem
leiðrétti vegna makaskiptasamn-
inga. Snorri bendir á að íbúðaverð
í makaskiptasamningum sé oftast
töluvert hærra en raunverulegt
fasteignaverð, þar sem það borgi
sig fyrir báða aðila að verðið sé
sem hæst. Það geti skekkt verð-
bólgutölurnar og dregið úr hjöðn-
un verðbólgu ef ekki sé leiðrétt
fyrir makaskiptum.
Snorri bendir á að krónan vegi
þó þyngra. „Ef hún verður til friðs
og helst stöðug fellur verðbólgan
hratt,“ segir hann.
Spá IFS Greiningar gerir ráð
fyrir að mjög hratt dragi úr verð-
bólgu allt fram til loka næsta árs
eftir snarpt verðbólguskot í árs-
byrjun. Gangi spáin eftir verður
verðbólga komin niður að 2,5 pró-
senta verðbólgumarkmiði Seðla-
bankans, en verðbólga hefur ekki
verið minni en það síðan í mars
2004. jonab@markadurinn.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
Fjöldi viðskipta: xxx Velta: x.xxx milljónir
OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6
220 +0,84% 664 +1,37%
MESTA HÆKKUN
MAREL FOOD S. +5,12%
ÖSSUR +4,11%
CENTURY AL. +1,07%
MESTA LÆKKUN
FØROYA BANKI -1,67%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,30 +0,00% ... Atlantic
Airways 173,50 +0,00% ... Atlantic Petroleum 251,00 +0,00% ...
Bakkavör 1,15 +0,00% ... Eik Banki 90,00 +0,00 ... Eimskipafélagið
1,00 +0,00% ... Føroya Banki 118,00 -1,67% ... Icelandair Group 5,00
+0,00% ... Marel Food Systems 47,25 +5,12% ... Össur 93,80 +4,11%
Íbúar aðildarríkja Evrópusam-
bandsins hafa ekki verið bjart-
sýnni um horfur í efnahags-
lífinu í tæp tvö ár, samkvæmt
niðurstöðum könnunar á vegum
framkvæmdastjórnar Evrópu-
sambandsins (ESB) sem birtar
voru í gær.
Væntingavísitala íbúa ESB-
landanna fór úr 60,4 stigum í 63,9
stig, sem jafngildir 5,8 prósenta
hækkun. Í evrulöndunum jukust
væntingar um tæp 3,9 prósent.
Væntingavísitalan hefur ekki
hækkað síðan í maí í hittiðfyrra.
Niðurstaðan er talsvert betri
en hagfræðingar gerðu ráð fyrir
og þykir bera þess merki að neyt-
endur telji vera að draga úr nið-
ursveiflu efnahagslífsins.
Howard Archer, hagfræðing-
ur hjá IHS Global Insight, segir
í samtali við AFP-fréttastofuna
niðurstöðuna vísa á gott „Þetta
eru vísbendingar um að neyt-
endur telja efnahagshvata og
björgunaraðgerðir geta snúið
þróuninni við,“ segir hann og
bætir við að hjöðnun verðbólgu
innan Efnahagsbandalagsins eigi
hlut að máli. Á móti dragi mikið
atvinnuleysi innan ESB úr þeim,
að hans mati. - jab
Bjartsýni innan ESB
FÁNI ESB VIÐ HÖFUÐSTÖÐVARNAR
Fólk í aðildarríkjum ESB-ríkjanna hefur
ekki verið jafn bjartsýnt á efnahags-
horfur síðan í maí í hittiðfyrra.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Daniel Bouton, fyrrverandi for-
stjóri og núverandi stjórnarfor-
maður franska risabankans Soci-
ete Generale, hefur sagt starfi
sínu lausu frá og með næsta mán-
uði.
Ástæðurnar segir hann vægðar-
lausa gagnrýni á störf sín.
Bouton sat í bankastjórastóln-
um þegar mál verðbréfamiðlar-
ans Jerome Kerviels komst upp
en það er það bíræfnasta í sögu
verðbréfabrota innan bankageir-
ans ef frá er talin svikamylla
Bernie Madoffs. Verðbréfavið-
skipti Kerviels voru langt út yfir
heimildir. Grunur hefur leikið á að
stjórn bankans hafi verið kunnugt
um brotin en lokað augunum fyrir
þeim þegar bankinn hagnaðist á
þeim. Á endanum tapaði bankinn
4,9 milljörðum evra vegna þessa,
tæpum 500 milljörðum íslenskra
króna á þeim tíma þegar málið
komst upp í janúar í fyrra.
Bankinn hefur síðan þá glímt
við verulega fjárhagserfiðleika og
varð að leita til franskra stjórn-
valda eftir 1,7 milljarða evra
láni.
Bouton stóð upp úr forstjóra-
stólnum vegna málsins fyrir ári
og tók við stjórnarformennsku.
Hann fær engar starfslokagreiðsl-
ur, að sögn breska ríkisútvarps-
ins.
Kerviel sat í fangelsi í tæpa tvo
mánuði í fyrravor. Hann gengur
nú laus því enn er verið að rann-
saka mál hans. - jab
Bouton kveður
risabankann
Afskráning hlutabréfa DeCode,
móðurfélags Íslenskrar erfða-
greiningar, af bandaríska Nas-
daq-verðbréfamarkaðnum frest-
ast á meðan endurskipulagning
fyrirtækisins stendur.
Þetta kom fram í bréfi frá
endurskoðunarnefnd Nasdaq-
markaðarins til stjórnar De-
Code í fyrrakvöld.
Hlutabréfin voru færð af aðal-
lista Nasdaq í byrjun febrúar
þar sem þau stóðust ekki skil-
yrði um skráningu þar og hafa
síðan þá verið skráð á Nasdaq
Capital Market-listanum. Til
stóð að félagið yrði tekið úr við-
skiptum í dag.
- jab
Afskráningu
DeCode frestað
Verðbólga ekki minni í ár
SNORRI
JAKOBSSON
20
15
10
5
0 2008 2009 2010
Verðbólguspá
Heimild: IFS Greining
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur að ósk
skilanefndar gamla Landsbankans skipað
slitastjórn yfir hana í samræmi við breyt-
ingar á lögum um slitameðferð fjármálafyr-
irtækja, sem samþykkt voru á Alþingi á síð-
ustu dögum þingsins fyrir hálfum mánuði.
Skilanefnd Landsbankans mun ekki taka
breytingum en sólarlagsákvæðið svokallaða,
sem kvað á um að nefndirnar hættu störfum
hálfu ári eftir að slitastjórnir væru settar
yfir þær, var fellt úr frumvarpinu áður en
það varð að lögum.
Með skipan slitastjórnar geta kröfuhafar
lýst kröfum í bú gamla bankans innan þess
kröfulýsingarfrests sem slitastjórn ákveður.
Hún mun taka afstöðu til krafna, gera skrá
um þær og halda kröfuhafafund. Slitastjórn
hefur einnig það hlutverk að beina ágrein-
ingi sem kann að rísa um lýstar kröfur til
úrlausnar dómstóla.
Lárus Finnbogason, formaður skilanefnd-
ar gamla Landsbankans, segir í tilkynningu
skipunina jákvætt skref.
Skilanefnd gamla Kaupþings hefur ekki
óskað eftir því að slitastjórn verði sett yfir
hana. Ekki náðist í fulltrúa skilanefndar
Glitnis vegna málsins. - jab
Slitastjórn komin yfir gamla LÍ
LANDSBANKINN
Gengi krónunnar styrktist um
1,33 prósent í gær og endaði
gengisvísitalan í 222 stigum.
Krónan hefur ekki verið sterk-
ari í rúma viku.
Ekki eru mikil viðskipti á bak
við styrkinguna, samkvæmt
upplýsingum frá gjaldeyris-
borði Íslandsbanka.
Nokkuð hefur dregið saman á
milli gengisvísitölu krónunnar
hér og á erlendum mörkuðum
en þar hefur krónan styrkst.
Hér kostaði ein evra tæpar
169,4 krónur í gær en 210 á
erlendum mörkuðum. Fátt ligg-
ur fyrir um ástæðu styrkingar-
innar en Greining Íslandsbanka
telur líkur á að ummæli Sveins
Haralds Öygard seðlabanka-
stjóra frá síðustu helgi um
hugsanlegt afnám gjaldeyris-
hafta um mitt ár kunni að hafa
haft áhrif. - jab
Krónan styrkist
um 1,33 prósent