Fréttablaðið - 30.04.2009, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 30.04.2009, Blaðsíða 50
34 30. apríl 2009 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is > FOLAR Í FRAMHALDI Folarnir þrír sem léku kærasta þeirra Carrie, Charlotte og Miranda í Sex and the City-myndinni hafa samþykkt að leika í framhaldinu. Á meðal þeirra er Chris Noth sem lék Mr. Big. Tökur á Sex and the City 2 hefjast í sumar og er myndin væntanleg í bíó eftir rúmt ár. X-Men Origins: Wolverine Wolverine lifir einföldu og einangruðu lífi með unnustu sinni þegar Viktor bróðir hans drepur hana. Wolverine leitar hefnda fyrir morðið og örlögin haga því þannig að hann fer í gegnum hið stökkbreytta „vopnakerfi“ sem kallað er X og verður sá hrikalegi og öflugi Wolverine sem við þekkjum úr X- Men-myndunum þremur. Aðalhlut- verk: Hugh Jackman, Ryan Reynolds og Liev Schreiber, Einkunn Imdb.com: 7,1 af 10. Rottentomatoes.com: 78%. New In Town Rómantísk gamanmynd sem fjallar um hina einhleypu Lucy Hill sem er vel stæður framkvæmdastjóri í Miami. Einn daginn er hún send til Minnesota að vinna við eina af verksmiðjum fyrirtækisins. Þar lendir hún upp á kant við hluta af starfsfólkinu, m.a. freka aðstoðar- konu og þrjóskan trúnaðarmann. Aðalhlutverk: Reene Zellweger og Harry Connick Jr. Einkunn Imdb.com: 5,2 af 10. Rottentomatoes.com: 18%. FRUMSÝNDAR MYNDIR Hasarhetjan Jackie Chan er með sína hundruðustu kvikmynd í bígerð. Myndin nefnist Chinese Zodiac og ætlar Chan að leikstýra henni ásamt Stanley Tong, sem leikstýrði honum á sínum tíma í Rumble in the Bronx. Chan, sem er 55 ára, er þessa dag- ana að ljúka við Hollywood-myndina The Spy Next Door, þar sem Magn- ús Scheving leikur á móti honum, og einnig hina kínversku Big Soldier. Eftir að framleiðslu þeirra lýkur er röðin komin að Chinese Zodiac, sem verður tekin upp í Kína, Austurríki og í Frakklandi. Chan hefur einnig verið í viðræðum um að leika Hr. Miyagi í endurgerð The Karate Kid frá árinu 1984. Það er því greinilegt að þessi brosmilda hetja er ekkert á því að fara að slaka á þrátt fyrir að vera við það að rjúfa hundrað mynda-múrinn. Stutt er síðan kappinn hélt því fram að frelsi væri ekkert endilega gott fyrir Kína, sem er þekkt kommúnista- ríki. Ummælin vöktu mikla athygli og var Chan sagður hafa móðgað kín- versku þjóðina með orðum sínum. Sjálfur sagði hann að ummælin hefðu verið tekin úr samhengi því hann meinti frelsi í afþreyingariðnaðinum en ekki á meðal kínversku þjóðarinn- ar í heild sinni. Hundraðasta myndin í bígerð JACKIE CHAN Hasarhetjan snjalla er með sína hundruðustu kvikmynd í bígerð sem nefnist Chinese Zodiac. Eftir margra vikna orðróm er orðið ljóst að Oliver Stone muni leikstýra framhaldi Wall Street frá árinu 1987. Shia LaBeouf er einnig í viðræðum um að leika í myndinni á móti Michael Dou- glas, sem fékk Óskarinn fyrir hlutverk Gordon Gekko í upphaflegu mynd- inni. Gekko þessi hélt því fram að græðgi væri af hinu góða og reyndi að koma hinum unga og upprennandi Bud Fox (Charlie Sheen) í skilning um það. Framhalds- myndin, sem nefn- ist Wall Street 2, fjallar einn- ig um ungan verðbréfasala á Wall Street og eins og gefur að skilja mun efn- hagskreppan og græðgin sem kom henni af stað flétt- ast rækilega inn í söguþráð- inn. Handritshöfundur verð- ur Allan Loeb sem á að baki myndir á borð við 21 og Things We Lost in the Fire. Wall Street 2 í bíó MICHAEL DOUGLAS Douglas ætlar að endurtaka hlutverk sitt sem Gordon Gekko í Wall Street 2. Þrívíddarteiknimyndin Flanim- als, sem er byggð á barnabókum grínistans Ricky Gervais, er í undirbúningi. Gervais mun einn- ig tala fyrir aðalpersónuna. Hand- ritshöfundur verður Matt Selman sem hefur skrifað fyrir The Simp- sons-þættina. Bækurnar, sem eru fjórar tals- ins, fjalla um forljótar litlar verur og ævintýri þeirra. Í myndinni fer persóna Gervais, sem er þétt- vaxin og fjólublá, í ferðalag til að breyta heiminum til hins betra. „Það verður gaman að leika lít- inn, feitan og sveittan vesaling til tilbreytingar,“ sagði Gervais í léttum dúr. Gervais í Flanimals RICKY GERVAIS Gervais talar fyrir fjólubláa litla veru í teiknimyndinni Flanimals. Ástralski hjartaknúsarinn Hugh Jack- man leikur aðalhlutverkið í hasar- myndinni X-Men Origins: Wolverine sem er nýkomin í bíó. Hugh Jackman fæddist í Sydney 12. október 1968 og er yngstur í hópi fimm systkina. Þegar skólagangan hófst tók hann virkan þátt í skólaleikritum og fljótlega komu leiklistar- hæfileikarnir í ljós. Jackman hóf leikferil sinn árið 1994 með hlutverkum í sjónvarpi og fimm árum síðar fékk hann að spreyta sig á hvíta tjaldinu í myndinni Paperback Hero. Fljót- lega var ljóst að hann ætti eftir að ná langt í bransanum og aðeins ári síðar fékk hann sitt fyrsta tækifæri í Hollwood, sem Wolverine í fyrstu X-Men-myndinni. Jackman sló í gegn sem stökkbreyttur og skapstyggur slagsmála- hundur með úlfaklærnar að vopni og hefur allar götur síðan getað valið úr hlutverkum í draumaborginni. Auk þess að leika í þremur X-Men-myndum til viðbótar hefur Jackman leikið í myndum á borð við Swordfish, Kate & Leopold, The Prestige og Australia, auk þess sem hann hefur leikið töluvert á sviði, meðal annars í söngleikjunum The Boy From Oz og Oklahoma!. Hann hefur þrívegis verið kynnir á Tony-leikhúsverðlaununum og stutt er síðan hann kynnti sjálf Óskarsverðlaunin í fyrsta sinn. Jackman hefur alla tíð verið talinn sérlega kynþokkafullur og til marks um það var hann á síðasta ári kjörinn kynþokkafyllsti maður veraldar af bandaríska tímaritinu People. Hann lætur slíkt tal þó ekki stíga sér til höf- uðs því hann hefur verið kvæntur í þrettán ár og eiga þau hjónin tvö ættleidd börn. Eins og von er þykir Jackman orðið afar vænt um Wolverine, enda hafa þeir nú fylgst að í næstum áratug. Í nýju myndinni heldur hann áfram að þróa persónuna og kafa ofan í hugarfylgsni hennar. „Í þessari mynd fylgj- umst við með ferðalagi Logan og innri bar- áttu hans á meðan hann gerir upp fortíð sína,“ sagði Jackman. „Wolverine hefur sérstaka eig- inleika og sá helsti er sá að hann er hörkutól.“ Kynþokkafullur úlfamaður HUGH JACKMAN Ástralinn Hugh Jackman á frumsýningu X-Men Origins: Wolverine í Bandaríkjunum fyrir skömmu. NORDICPHOTOS/GETTY X-Men Origins: Wolverine (2009) Australia (2008) Deception (2008) X-Men: The Last Stand (2006) Scoop (2006) The Prestige (2006) Van Helsing (2004) X2 (2003) Swordfish (2001) Kate & Leopold (2001) X-Men (2000) HELSTU KVIKMYNDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.