Fréttablaðið - 30.04.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 30.04.2009, Blaðsíða 32
 30. APRÍL 2009 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● heilsa og útivist Vinir, vinkonur eða pör geta komið saman enda hægt að nudda tvo í einu á upphækkuðu fleti í Alsælu. Bogi Jónsson og kona hans, Nok, hafa um árabil boðið upp á heimaveitingar á huggulegu heimili sínu á Álftanesi undir nafninu Gullna hliðið. Nýlega létu þau gamlan draum rætast og opnuðu Spa-húsið Alsælu. Róandi taílenskir tónar óma um húsnæði Alsælu spa á Álftanesi. Þar ráða ríkjum þau Bogi Jóns- son og kona hans, Narumon Sa- wangjaitham, eða Nok, eins og hún er ávallt kölluð. „Ég byggði þetta hús fyrir þremur árum sér- staklega undir þessa starfsemi,“ segir Bogi en húsið, sem er í göml- um íslenskum stíl, er innréttað á hefðbundinn taílenskan hátt. „Svo er staðsetning okkar auðvitað ein- stök enda stendur húsið á tanga sem skagar út í sjó og því líkt og maður sé kominn lengst upp í sveit enda verður maður ekki var við ysinn frá borginni,“ segir Bogi en í Alsælu er meðal annars boðið upp á sérstakt taílenskt nudd. Bogi er beðinn um að lýsa dæmigerðri heimsókn í heilsu- lindina. „Gestir sem fara í taí- lenskt nudd fá engiferte og tæki- færi til að slaka aðeins á fyrir nuddið. Eftir stutta slökun og sturtu er farið í sérstök föt, karl- menn fá hnébuxur og konur hné- buxur og topp,“ segir Bogi en í taílenska nuddinu, sem sérlærð- ur nuddari frá Taílandi sér um, er talsvert um jógateygjur. „Í nudd- inu er farið yfir orkulínur og þær örvaðar,“ útskýrir Bogi og bætir við að gestir megi búast við tölu- vert öflugu nuddi þar sem hver vöðvi sé tekinn fyrir. Hins vegar geti þeir sem vilji aðeins slökun pantað ilmolíunudd. Eftir nuddið getur fólk farið í jurtagufubað sem er ævaforn hefð að sögn Boga. „Þegar kona mín átti fyrsta son sinn, sem er þrítug- ur í dag, var hún strax eftir fæð- inguna drifin inn í svona gufubað í sólarhring til að sótthreinsa og afeitra húðina,“ útskýrir hann. Þeir sem vilja geta farið upp á þak í heitan pott fylltan af sjó og virt fyrir sér útsýnið. „Svo getur fólk líka farið í stóra pottinn bak- dyramegin,“ segir Bogi glaðlega og á við Atlantshafið sem breið- ir faðm sinn um Álftanesið. Nán- ari upplýsingar um Alsælu spa má nálgast á heimasíðu þeirra Boga og Nok á www.1960.is. - sg Taílenskt nudd við sjóinn Útsýni er til allra átta úr sjópottinum á þaki Alsælu spa. Gengið er beint út í haf um bakdyrnar á Alsælu. Taílenskir tónar óma um húsið sem er innréttað á taílenska vísu. Bogi byggði húsið fyrir þremur árum sérstaklega með heilsulindina í huga. Það var þó ekki fyrr en nýlega að Alsæla tók til starfa. Hefðbundin tælensk list prýðir veggi heilsulindarinnar. Skemmtilegt andrúmsloft er í Alsælu- spa. Þar blandast saman íslensk húsagerð og litríkir tælenskir innanstokksmunir. Bogi smíðaði húsið undir Alsælu fyrir þremur árum og er glaður að geta loks boðið upp á nudd í þessum sérhönnuðu húsakynnum. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A N TO N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.