Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.05.2009, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 09.05.2009, Qupperneq 6
6 9. maí 2009 LAUGARDAGUR REYKJANESBÆR „Þetta er mjög merkilegt og metnað- arfullt átak sem hér hefur verið farið í, og það er verið að gera hluti sem hafa ekki fyrr verið gerðir á Íslandi. Ég er sannfærður um að Víkingaheimarnir munu vekja mikla athygli,“ segir Kristján Pálsson hjá Ferðamálasamtökum Suðurnesja. Víkingaheimar, sem hýsa víkingaskipið Íslend- ing og Smithsonian-sögusýninguna „Vikings“, verða opnaðir óformlega í dag á Fitjum í Reykjanesbæ. Formleg opnun verður hins vegar haldin hinn 17. júní, nákvæmlega níu árum eftir að Íslendingur lagði úr höfn í sögulega siglingu til Vesturheims. Framkvæmdum og uppsetningu á sýningunni lýkur í lok maí. Framkvæmdir við Víkingaheima hafa staðið yfir síðan snemma árs 2007. Um tíma leit út fyrir að skipið Íslendingur yrði selt til erlendra aðila, en fyrir atbeina Árna Sigfússonar, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, og samstarfsfólks hans komst hann í varanlega höfn í bænum. „Víkingatíminn er sá mikilvægasti í sögu Íslands, og það er gaman að sjá að þessum tíma sé gert hátt undir höfði. Ég trúi ekki öðru en að aðsóknin verði góð. Staðsetningin er auðvitað í alfaraleið, rétt við Reykjanesbrautina, og því sjötíu prósent lands- manna í seilingarfjarlægð. Ég held að allir ættu að geta haft gaman af heimsókn í Víkingaheima,“ segir Kristján Pálsson. - kg Víkingaheimar á Fitjum í Reykjanesbæ tóku til starfa í gær: Víkingatíminn er mikilvægur VÍKINGAHEIMAR Formleg opnun verður haldin hinn 17. júní næstkomandi. FASTEIGNIR Leiguverð á þriggja her- bergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu er nú um 80 til 120 þúsund segir Guðlaugur Þorsteinsson, leigu- miðlari hjá Leigulistanum, en var í mesta góðærinu á bilinu 110 til 160 þúsund. Það þýðir þriðjungs lækk- un á hæsta verði. Leiguverð helst nokkuð í hendur við fasteignaverð hér á landi og hefur farið lækkandi með lægra fasteignaverði. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er töluvert um að fólk sem er í leiguhúsnæði semji um lækkaða leigu við leigusala, lækki leigu til dæmis úr 140 þúsund í 120 þúsund á einu bretti. Aðrir flytja. Fréttablað- ið þekkir nýlegt dæmi þess að ein- staklingur hafi með því að skipta um leiguhúsnæði lækkað leigu- kostnað úr 120 þúsund í 77 þúsund fyrir þriggja herbergja íbúð. Guðlaugur segir að sumu leyti erfitt að henda reiður á því sem er að gerast á leigumarkaði um þessar mundir, margir séu farnir að hafa milligöngu um leigu og leigumark- aðurinn stækki hratt. „Margir sem eru að fara út úr íbúðunum sínum eru að missa þær, þetta fólk fer að leigja og mun væntanlega ekki kaupa sér íbúð á næstunni.“ Óskar Rúnar Harðarson fast- eignasali bendir á að ungt fólk kaupi ekki fasteignir núna held- ur fari út á leigumarkaðinn. „Það er raunhæfari kostur að leigja en að kaupa um þessar mundir, fleiri eignir eru í útleigu og þær bjóð- ast í lengri tíma.“ Einnig eru dæmi þess að fólk sem þarf að stækka við sig leigi íbúðina sína út og leigi sér stærra húsnæði. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að það sé ekki mikill gróði í því að leigja út eignir um þessar mundir, nema leigusalar eigi íbúðirnar skuldlausar, það séu helst litlar íbúðir sem standi undir sér í leigu, því stærri sem eignirnar séu því ólíklegra sé að þær standi undir áhvílandi lánum. Dæmi séu um að fólk leigi einbýlishús á 150 þúsund en afborganir lána séu um 300 þúsund. Sumir hafi líka keypt áður en þeir seldu og sitji því uppi með tvær eignir, aðra í útleigu þar til hún selst. Leigulistinn er nú með 700 eign- ir til leigu á skrá, en þær voru um 1.100 um áramótin. Í góðærinu voru þær hins vegar iðulega einungis 250 til 300 að sögn Guðlaugs. Í góðærinu var Leigulistinn nánast einráður á markaðnum en í harðnandi árferði hafa fast- eignasölur tekið að sér leigumiðl- un. Lausleg könnun Fréttablaðsins bendir til þess að margar fasteigna- sölur bjóði nú einnig upp á leigu- miðlun um þessar mundir. sigridur@frettabladid.is Leigjendur semja um lækkun leigu Fleiri leigja húsnæði nú en áður. Leiguverð hefur lækkað í kreppunni. Margar eignir í leigu standa ekki undir afborgunum á áhvílandi lánum segja þeir sem til þekkja. Leigjendur eru farnir að semja um lægri leigu. LEIGUHÚSNÆÐI FJÖLGAR Á höfuðborgarsvæðinu hefur leiguhúsnæði fjölgað mjög undanfarið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BANDARÍKIN, AP Þúsundir slökkvi- liðsmanna í Kaliforníu hafa dögum saman barist við skógar- elda skammt frá fjölmennri byggð í bænum Santa Barbara. Meira en 30 þúsund manns hafa flúið að heiman meðan eldarnir geisa. Eldarnir höfðu vaxið í fyrrinótt og virtust ekkert ætla að draga úr látunum í gær, þar sem loftið var mjög þurrt og heitar vindhviður báru eldinn æ víðar. Slökkviliðið sér um að koma í veg fyrir að logarnir fari í íbúðar- hverfin, sem að stórum hluta eru byggð frægu og ríku fólki, kvik- myndastjörnum og jafnvel fyrr- verandi forsetum. Óvenjulegt er að eldar geisi á þessum slóðum á þessum árs- tíma, algengara er að þeir brjót- ist út þegar líða tekur á sumar. Tom Franklin, slökkviliðsstjóri í Santa Barbara, sagði eldinn vera sérlega erfiðan viðureignar eftir að hann barst inn á svæði þar sem gróður er mjög þéttur og eldsmat- urinn því mikill. Í fyrrinótt var ástandið orðið svo slæmt að stjórnvöld sögðu tólf þúsund manns að yfirgefa heimilin, í viðbót við átján þús- und manns sem áður höfðu þurft að gera slíkt hið sama. Margir voru tregir til að skilja heimili sín mannlaus eftir, hugs- anlega til þess að verða eldinum að bráð. - gb Skógareldar í Kaliforníu eru óvenju snemma á ferðinni þetta árið: Tugir þúsunda flýja eldana í Kaliforníu BARIST VIÐ ELDINN Eldarnir eru sérlega erfiðir viðureignar vegna þess hve gróð- urinn er þéttur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍSAFJÖRÐUR Taka þarf mið af erfiðleik- um fólks segja bæjarfulltrúar. SVEITARSTJÓRNIR Fulltrúar minni- hluta Í-listans í bæjarstjórn Ísa- fjarðarbæjar hafa lagt til að bær- inn hætti viðskiptum við Intrum Justitia þar sem ástandið í þjóð- félaginu réttlæti ekki slíka hörku í innheimtuaðgerðum, né heldur þann háan innheimtukostnað sem af því hljótist. „Sveitarfélögin í landinu þurfa að taka mið af þeim erfiðleik- um, sem fólk og fyrirtæki standa nú frammi fyrir, í afleiðing- um bankakreppunnar miklu á Íslandi,“ segir í tillögunni. - gar Minnihlutinn á Ísafirði: Bærinn láti af innheimtuhörku REYKJANESBÆR Hundaskítur er til svo mikilla vandræða á almanna- færi í Reykjanesbæ að unnið er að því að gera nýja lögreglu- samþykkt fyrir bæinn. Í henni er reiknað með að taka harðar á hundaeigendum sem hirða ekki upp eftir hunda sína og er hugs- anlegt að hundaeigendur megi eiga von á sekt hirði þeir ekki skítinn upp. Á vef Víkurfrétta kemur fram að kvartað sé yfir hundaskít á göngustígum bæjarins. Þar segir Björk Guðjónsdóttir, forseti bæj- arstjórnar, að kvartað sé yfir þessu á opnum svæðum, sem börn sæki í til leikja. - ghs Reykjanesbær: Sektað fyrir hundaskít LÖGREGLUMÁL Fimmtán óku of hratt Fimmtán ökumenn óku of hratt á Norðurströnd á Seltjarnarnesi fyrir hádegi í gær þegar lögreglan stóð fyrir hraðamælingum í ómerktri bifreið. 139 ökumenn voru á ferð- inni. Hámarkshraði á Norðurströnd eru 60 km á klst. en meðalhraði ökufanta var 74 km á klst. 60% óku of hratt 49 ökumenn af 86 óku of hratt í Arnarbakka í Breiðholti þegar lög- reglan mældi hraða þar í gærmorg- un. Nær 60 prósent voru því yfir löglegum hámarkshraða. Hámarks- hraði er 30 kílómetrar en meðal- hraði ökumanna var 48 kílómetrar á klukkustund. 29 yfir hámarkshraða 29 ökumenn af 133 sem voru á ferðinni í Langarima í fyrradag óku of hratt samkvæmt mælingum lög- reglunnar. Meðalhraði hinna brot- legu var 42 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 52 kílómetra hraða. Hraðamælingarnar eru hluti af átaki lögreglunnar í og við íbúðagötur. Strandgata 29 Hafnarfjörður Hefði gengi krónu þolað frekari stýrivaxtalækkun? Já 71,7% Nei 28,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætti lögreglan að koma í veg fyrir rekstur fríbúðar á Vatns- stíg? Segðu skoðun þína á Vísi.is KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.