Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.05.2009, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 09.05.2009, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 9. maí 2009 11 FÓLK Fiskur af tegundinni vog- mær var meðal ýmissa sjávarlíf- vera sem nemendur í 4. bekk GV í Ártúnsskóla fundu í fjöru þegar þeir, ásamt kennurum og leið- beinendum, brugðu sér í fjöru- ferð út á Gróttu fyrir skömmu. Nemendurnir tóku með sér fleira sem þeir fundu í fjör- unni, eins og bogkrabba, mar- flær, sprettfisk, skera, krossfisk, þang og þara. Þegar í skólann kom unnu nemendurnir með það sem þeir fundu og skoðuðu í víð- sjá. Það er því óhætt að segja að nemendurnir hafi haft gagn og gaman af þessari Gróttuferð. - kg Nemendur í Ártúnsskóla: Fundu vogmey í fjörunni VOGMÆR Nemendunum þótti vogmær- in sérkennileg. MENGUN Umhverfis- og sam- göngusvið Reykjavíkur minnir á að besta vörnin gegn svifryks- mengun er að skilja einkabílinn eftir heima og taka frekar strætó. Svifryksmengun var mikil í borginni í gær, og mæld- ist svokallaður hálftímastyrk- ur svifryks 198 míkrógrömm á rúmmetra, um þrjúleytið við Grensásveg. Heilsuverndar- mörk svifryks eru aftur fimmtíu míkrógrömm á rúmmetra. Umhverfis- og samgöngusvið ráðlagði fólki með viðkvæm önd- unarfæri því að forðast umferð- argötur og minnir á að tími nagla- dekkja sé liðinn. - kóþ Svifryksmengun í Reykjavík: Best að hvíla bílinn heima FINNLAND Finnska utanríkisráðu- neytið rannsakar nú hvort vændi viðgangist í kvennafangelsi í Afganistan sem var reist fyrir finnska peninga. Finnska rík- isútvarpið YLE greindi frá því í vikunni að vændi viðgengist milli kvenfanganna og afganskra starfsmanna sem starfa hjá finnska utanríkisráðuneytinu. Kvenfangelsið var opnað fyrir tveimur vikum í Sheberghan í norðurhluta Afganistans. Rauli Suikkanen, starfsmaður ráðu- neytisins, segir að grunur leiki á að stjórnendur fangelsisins blandist í málið. - ghs Afganistan: Vændi í fang- elsi sem Finnar greiddu fyrir VINNUMARKAÐUR Vinnufærni er skilyrði fyrir greiðslu atvinnu- leysisbóta. Atvinnulaus ein- staklingur sem veikist eða slas- ast missir bætur þann tíma sem hann er ekki vinnufær. Ef hann hefur ekki greitt iðgjald til stétt- arfélags á hann ekki rétt á aðstoð þaðan heldur dagpeningum frá Tryggingastofnun. Dagpening- arnir eru innan við 1.500 krónur á dag fyrir utan greiðslur vegna barna. Tæplega helmingur þeirra sem eru á atvinnuleysisbótum greið- ir ekki iðgjald til stéttarfélags af atvinnuleysisbótum en hver og einn þarf að óska sérstaklega eftir því þegar hann skráir sig. - ghs Atvinnuleysisbætur: Ekki greiddar í veikindum FÓLK „Menn eru nú vanir að redda sér út úr svona vandræðum. Þetta hefst með góðu eða illu, eins og við segjum,“ segir Einar Her- mannsson, annar eigenda Merkjalistar í Hafnarfirði. Fyrirtækið fékk pöntun upp á prentun og uppsetningu á miklum fjölda skilta vegna Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu með skömmum fyrirvara á dögunum. Í ljós kom að réttu álplöturnar í skiltin voru ekki til á lager, hvorki hjá fyrirtækinu sjálfu né birgj- um þess. Einar segir að eftir efnahagshrunið sé algengt að fyrirtæki hafi minna á milli hand- anna til að geta haldið úti jafn drjúgri lager- stöðu og áður var. „Þessi pöntun frá Ölgerð- inni vegna Pepsi-deildarinnar kom mjög brátt upp á. Þegar við fórum að kanna málið upp- götvuðum við fljótlega að ekki reyndist nægt magn af réttum álplötum fyrir öll skiltin. Þá þurfti að grípa til ýmissa ráða til að redda málunum. Við smöluðum hér og þar og beitt- um ýmsum brögðum, kölluðum inn nokkra greiða og leituðum víða, og á endanum hafðist þetta að langmestu leyti.“ Að sögn Einars hafa starfsmenn Merkja- listar, sem eru níu talsins, unnið dag og nótt síðustu daga við skiltin, sem verða sett upp á heimavöllum allra liðanna í efstu deild í knattspyrnu. „Þetta reddast allt og fótboltinn getur hafist með pomp og prakt á morgun,“ segir Einar Hermannsson. - kg Starfsmenn Merkjalistar brugðust skjótt við slæmri lagerstöðu á álplötum: Menn vanir að redda sér úr vandræðum SKILTIN PRENTUÐ Starfsmenn Merkjalistar þurftu að beita ýmsum ráðum til að sanka að sér nægu magni af álplötum fyrir upphaf Pepsi-deildarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Spennandi kostur fyrir þá sem hafa áhuga á mjög hagnýtu stjórnunarnámi. Alþjóðleg vottun í verkefnastjórnun í umboði alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga (IPMA). Skemmtilegir nemendur og heimsþekktir kennarar. Opnar starfsvettvang víða í íslensku samfélagi og um allan heim. Tveggja ára nám samhliða starfi. MPM • Verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ • Hjarðarhaga 6 • 107 Reykjavík • sími 525 4700 MEISTARANÁM Í VERKEFNASTJÓRNUN F í t o n / S Í A Stefnumótun og sóknaráætlun Verkefnaleiðtoginn: Sjálfsskilningur, þroski og þróun Raunhæft verkefni: Undirbúningur, framkvæmd og lúkning Verkefnaleiðtoginn: Siðfræði verkefnastjórnunar ÞÁTTTÖKUSKILYRÐI B.A./B.S./B.Ed. eða sambærilegt Minnst þriggja ára reynsla úr atvinnulífinu Reynsla við verkefnavinnu æskileg Upplýsingar og upplýsingatækni í verkefnum Samningar í verkefnum: Samningagerð, deilu- og áfallastjórnun Arðsemi og fjármögnun verkefna Verkefnateymi og aflfræði hópa MEÐAL NÁMSEFNIS SÆKT U UM FYRIR 15. MA Í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.