Fréttablaðið - 09.05.2009, Síða 18

Fréttablaðið - 09.05.2009, Síða 18
18 9. maí 2009 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Mörg heimili og fyrirtæki á Íslandi standa frammi fyrir miklum vanda vegna mik- illa hækkana á lánum. Nokkur umræða hefur farið fram um hvort beita eigi sértækum eða almennum aðgerðum til að kom- ast út úr vandanum. Stjórnvöld virðast frekar velja þann kost að grípa til sértækra aðgerða. Nokkur umræða hefur farið fram um almenna aðgerð sem felst í því að leiðrétta skuldir heimila og fyrirtækja um 20%. Greinarhöfundur hefur bent á að nauðsynlegt sé að leiðrétta vísitölu neysluverðs, þar sem forsendur hennar eru brostnar. Hækkun útlána á árinu 2008 Það sem einkennt hefur umræð- una er að tölur eru yfirleitt ekki nefndar til að sýna hver hinn raunverulegi vandi er. Þrátt fyrir það eru allar upplýsingar til staðar. Eins og tafla 1 sýnir hækkuðu útlán innlánsstofnana á tíma- bilinu frá 31. desember 2007 til 30. september 2008 um 50%. Mestu munar um gengistryggð lán, en þau hækkuðu um 90%. Frá lokum september til loka desember 2008 hækkaði geng- isvísitalan um 13,3% og vísi- tala neysluverðs um 5,5%. Til að áætla stöðuna eins og hún var í lok ársins eru verðtryggð lán eins og þau voru 30. sept- ember 2008 hækkuð um 5,5% og gengistryggð lán um 13,3%. Að þessu gefnu hafa útlán inn- lánsstofnana hækkað um 65% á árinu 2008, eða um 2.028 ma. kr. Hækkunin er að einhverju leyti vegna nýrra lána. Engu að síður gefur þetta til kynna hversu gríðarlegur vandi steðj- ar að fyrirtækjum og heim- ilum þessa lands. Ætla má að hvorki sértækar aðgerðir né leiðrétting sem nemur 20% lækkun skulda dugi nokkurn veginn. Ljóst er að vandi þeirra sem eru með gengistryggð lán miðað við stöðuna í dag er mun meiri en þeirra sem eru með verðtryggð lán, þar sem ekki hefur tekist að styrkja krónuna. Að meðaltali hækkuðu útlán í íslenskum krónum um 18% samanborið við 90% hækkun gengistryggðra lána á fram- angreindu tímabili. Hafa ber í huga að ný lán á tímabilinu hafa hér einhver áhrif til hækkunar. Hlutfallsleg skipting útlána Tafla 2 sýnir hvernig útlán inn- lánsstofnana á Íslandi skiptast á milli lána í íslenskum krónum og lána sem eru gengistryggð. Það sem vekur athygli er hversu hátt hlutfall gengis- tryggðra lána er. Í árslok 2007 var skiptingin orðin 50% og í lok september 2008 er skipt- ingin orðin þannig að gengis- tryggð lán eru 63% af útlánum innlánsstofnana. Útlán gengis- tryggðra lána hækkuðu um 90% á tímabilinu janúar til septemb- er 2008. Hækkunin nemur 1.405 ma. kr. Til samanburðar áætl- ar fjármálaráðuneytið að verg landsframleiðsla í ár verði 1.496 ma. kr. Þannig hækkuðu geng- istryggð lán heimila og fyrir- tækja á níu mánaða tímabili á sl. ári um samsvarandi upphæð og verg landsframleiðsla er áætluð í ár. Að miklu leyti vegna geng- isfalls krónunnar. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það að fá fyrirtæki og heimili geta tekið á sig slíka skuldaaukn- ingu. Ef framanritað er skoðað í samanburði við að í lok árs 2007 hafi eiginfjárstaða íslenskra fyrirtækja verið almennt á bil- inu 10 til 20% og talið gott ef hún væri 20%, er rétt hægt að ímynda sér hver staða þessara fyrirtækja er og alveg ljóst að ef ekki verður gripið strax til róttækra almennra aðgerða mun illa fara í íslensku efnahagslífi. Hvað er til ráða? Með vísan til framanritaðs vill greinarhöfundur árétta tillögu um að vísitala neysluverðs verði tekin til endurskoðunar og hún leiðrétt með hliðsjón af því sem gerðist á árinu 2008. Að auki, þar sem ekki hefur tekist að styrkja krónuna og fyrirtæki og heimili standa frammi fyrir gríðarlegum vanda, verði tekin ákvörðun um að gengistryggð- um lánum innlánsstofnana verði breytt í íslensk verðtryggð lán. Þetta verði gert miðað við þá gengisvísitölu sem var þegar viðkomandi lán var tekið. Mik- ilvægt er að miðað verði við þá stöðu. Gera verður ráð fyrir að þegar lán hafi verið tekið hafi lántakan miðast við greiðslu- getu viðkomandi heimilis eða fyrirtækis á þeim tíma. Þetta er sama tillaga og hagsmunasam- tök heimila hafa lagt til. Það er mat greinarhöfundar að verði farið að þessum tillögum muni hjól atvinnulífsins fara að snú- ast á nýjan leik. Höfundur er hagfræðingur. Skipting útlána SKIPTING ÚTLÁNA INNLÁNSSTOFNANA Á ÍSLANDI Í ÍSLENSKUMKRÓNUM OG GENGISTRYGGÐUM LÁNUM Tafla 2 31.12.2007 Hlutfall 30.9.2008 Hlutfall Útlán í íslenskum krónum 1.585.610 50,4% 1.864.778 39,5% Útlán í gengistryggðum lánum 1.557.975 49,6% 2.962.665 62,7% Niðurfærsla útlána 0 0,0% -105.068 -2,2% Samtals 3.143.584 100,0% 4.722.374 100,0% Heimild: Seðlabanki Íslands HARALDUR L. HARALDSSON Í DAG | Hækkun lána ÚTLÁN Á ÍSLANDI SKV. REIKNINGUM INNLÁNSSTOFNANA Tafla 1 31.12.2007 30.9.2008 Hækkun Áætlun Hækkun 31.12.2008 Óverðtryggð skuldabréf 516.535 629.556 22% 629.556 Verðtryggð skuldabréf 842.964 971.426 15% 1.025.000 Yfirdráttarlán, víxlar og greiddar óinnleystar ábyrgðir 226.110 263.796 17% 263.796 Gengisbundin útlán 1.557.975 2.962.665 90% 3.357.926 Niðurfærsla útlána 0 -105.068 -105.068 Samtals 3.143.584 4.722.374 50% 5.171.210 65% Heimild: Seðlabanki Íslands Hjálpaðu umhverfinu með Blaðberanum Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... E ftir því sem vikunum frá hruni bankanna fjölgar birtast afleiðingarnar víðar. Með hverjum deginum sem líður fjölgar þannig heimilum sem standa frammi fyrir því að ráða ekki við fjárhagslegar skuldbindingar sínar. Margt af þessu fólki var þó alls ekki áhættusækið í fjármálum heimilisins heldur breytti eingöngu eins og það taldi ábyrgt að gera, og virtist ábyrgt meðan allt lék í lyndi. Að velja lán í erlendri mynt fram yfir íslenska krónu virtist skynsamlegt. Með því var hægt að komast undan verðtryggingunni, þeim fylgifiski íslenskra heimila sem gerir að verkum að seint sækist að saxa á höfuðstól skulda. Vissulega mátti fólk gera sér grein fyrir gengisáhættunni. Ráð- gjafar í bönkum kepptust hins vegar við að sannfæra fólk um ágæti þess að taka fé að láni í erlendri mynt og fjármálalæsi Íslendinga er með minna móti samkvæmt könnunum, þannig að venjulegt fólk sem ekki vasast í fjármálum nema til að uppfylla grunnþarfir fjölskyldunnar um þak yfir höfuðið var ekki líklegt til að telja sig umkomið þess að vita betur en ráðgjafinn í bankanum. Íslendingar hafa ekki þekkt atvinnuleysi svo nokkru nemi ára- tugum saman. Því er kannski ekki von að almenningur hafi haft á því hugsun að skipuleggja greiðslubyrði sína miðað við að hana væri hægt að bera á atvinnuleysisbótum. Atvinnuleysi er þó orðið blákaldur veruleiki hjá meira en níu prósentum þjóðarinnar, sem hafa þá ekki nema bæturnar til að framfleyta sér og sínum og standa við gerðar skuldbindingar. Í aprílmánuði þrefaldaðist ásókn í þjónustu Ráðgjafarstofu heim- ilanna og er biðin nú átta vikur eftir viðtali hjá ráðgjafa þar. Sú óvissa er algerlega óviðunandi fyrir þennan hóp. Sem betur fer stendur til að ráða bót á þessu og í gær tilkynnti félags- og trygg- ingamálaráðherra áform ríkisstjórnarinnar um að efla Ráðgjaf- arstofu heimilanna með því að tvöfalda starfsemi hennar og opna nýja starfsstöð. Þá verða starfsmenn Ráðgjafarstofunnar orðnir eitthvað á þriðja tug. Vonast verður til að áformin gangi hratt og örugglega eftir og markmiðið um að vinna niður biðlista á fjórum vikum verði upp- fyllt, því víst er að hver vika sem ekkert er aðhafst skiptir sköpum fyrir heimili í greiðsluvanda. Ljóst er einnig að yfirvöld verða að stórefla upplýsingagjöf til þeirra sem glíma við greiðsluvanda og að það átak þolir enga bið. Svo virðist sem ráðaleysi sé víða ríkjandi, ekki síst vegna þess að óljóst er hvert er hægt að leita og hvaða þjónusta eða úrræði standa fólki í greiðsluvanda til boða. Það er afar þungbært að standa frammi fyrir gerbreyttum veru- leika sem felst í því að vera ekki fær um að standa við fjárhagsleg- ar skuldbindingar sínar. Slík staða veldur miklu álagi, ekki bara á skuldarana sjálfa heldur einnig umhverfi þeirra og þá ekki síst börnin. Óvissan er þó áreiðanlega allra verst í þessari stöðu. Því verður að létta henni af heimilum í greiðsluvanda. Það er gert með auk- inni upplýsingagjöf og með því að tryggja að enginn þurfi að bíða meira en fáeina daga eftir viðtali við ráðgjafa á Ráðgjafarstofu heimilanna. Yfirvöld verða að bæta upplýsingagjöf. Óvissu verður að létta af heimilum STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR Engar áhyggjur Borgarahreyfingin kallaði í vikunni eftir að raforkuverð til álbræðslu yrði gert opinbert enda telur hreyfingin ástæðu til að ætla að orkuverð til neytenda sé ekki sanngjarnt. Vill hún aukinheldur að Eftirlitsstofnun EFTA kanni lögmæti þess að orkuverði til álbræðslu sé haldið leyndu. Fróðlegt verður að sjá hvernig Eft- irlitsstofnunin bregst við því sem að henni snýr en af opinberun orku- verðsins þarf Borgara- hreyfingin ekki að hafa áhyggjur. Það verður nefnilega upplýst. Eða er ekki örugglega eitthvað að marka ályktanir stjórnmála- flokkanna? „Stuðlað verði að gagnsæi orkusölusamninga til stórra orkukaupenda og aflétt leynd af upplýsingum um orkuverð til stóriðjufyrirtækja,“ segir í lands- fundarályktun Samfylkingarinnar frá í mars. VG mun varla leggjast gegn þessum eindregna vilja Samfylking- armanna. Orkuverðið hlýtur því að verða gert opinbert, ekki seinna en í næstu viku. Laust embætti Enn einn samkvæmisleikurinn er haf- inn. Hann heitir: Hver verður næsti þjóðleikhússtjóri? Embættið er laust til umsóknar og þurfa áhugasamir að hafa menntun á sviði lista og staðgóða þekkingu á starfi leikhúsa. Umsóknir sendist menntamálaráðuneytinu. Hannes og kommarnir Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor fékk á fimmtudag eina milljón króna úr rannsóknarstyrkt- arsjóði Bjarna Benediktssonar til að rannsaka íslenska kommúnista 1918 til 1998. Ekki er víst að öllum sé sérstakt fagnaðarefni að Hannes leggi stund á slíkar rannsóknir enda vitað að honum er heldur í nöp við komma. Skrif Hannesar um Laxness (1902-1998) um árið gengu ekki andskotalaust fyrir sig og allt eins líklegt að komi til árekstra nú. Annars er athyglisvert að rannsóknir Hannesar eiga að ná til 1998. Hvað gerðist þá í sögu íslenskra kommúnista? bjorn@frettabladid.is skipta um dekk hjá Max1 Umfelgun og ný dekk á góðu verði Umfelgun og jafnvægisstilling á 4 fólksbíladekkjum á 12–16 tommu stálfelgum 6.458 kr. Kauptu sumardekkin hjá Max1 á góðu verði. Spyrðu okkur hvað við getum gert meira fyrir þig. Við erum góðir í að gera hlutina fljótt og vel og ódýrt – skoðaðu: www.max1.is Reykjavík, sími 515 7190: Bíldshöfða 5a, Bíldshöfða 8, Jafnaseli 6, Knarrarvogi 2. Akureyri, sími 462 2700: Tryggvabraut 5. Skoðaðu www.max1.is Sparaðu, láttu Ný sumardekk Dekkjaskipti Opið í dag frá 9 til 13 Bíldshöfða 5a
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.