Fréttablaðið - 09.05.2009, Page 22

Fréttablaðið - 09.05.2009, Page 22
22 9. maí 2009 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Jón Baldvin Hanni- balsson skrifar um Ísland í Evrópu Í Fréttablaðinu þann 1. maí sl. tók ég mér fyrir hendur að leiðrétta 11 fir- rur um Evrópusambandið, sem ýmsir frambjóðend- ur héldu að kjósendum í nýliðinni kosningabaráttu. Greinin vakti talsverð viðbrögð lesenda, bæði jákvæð og neikvæð. Sumir lesend- ur sögðu sem svo: Vera má að þú hafir rétt fyrir þér – eða allavega nokkuð til þíns máls – um þessi ellefu málasvið. En er það virki- lega svo, að þú sjáir enga ókosti við Evrópusambandið? Vissulega er það svo að ég ótt- ast hvorki um sjálfstæði Íslands né fullveldi. Ég óttast hvorki um eignarhald á auðlindum okkar, né heldur að við getum ekki náð ásættanlegri samningsniðurstöðu um áframhaldandi forræði okkar yfir sjávarauðlindinni. Ég er líka alveg viss um, að við munum áfram stunda landbúnað á Íslandi. Og ég hef ekki áhyggjur af því, að við getum ekki gætt hags- muna okkar og haft eðlileg áhrif í samstarfi við Norðurlanda- og Eystrasaltsþjóðir, innan Evrópu- samstarfsins. Ég læt heldur engan telja mér trú um, að Evrópusam- bandið sé kapítalistísk valdastofn- un, hvað þá heldur sósíalískt ríkis- forsjárbákn. Hvorugt er rétt. En er þá virkilega ekkert að óttast? Frómt frá sagt þá hef ég mestar áhyggjur af peningamála- stefnunni. Hvað á ég við? Er það ekki einmitt fyrst og fremst evran – þessi trausti alþjóðlegi gjaldmið- ill – sem Íslendingar sjá í hilling- um í staðinn fyrir gengisfellda krónuna? Er það ekki einmitt pen- ingamálasamstarfið, sem flest- um okkar þykir eftirsóknarverð- ast? Er það ekki það sem á að færa okkur stöðugleika gengis og gjald- miðils – stöðugt verðlag, lága vexti og lægra verð á lífsnauðsynjum? Áföll – og áfallahjálp Er það ekki einmitt stöðugleikinn, sem fyrirtæki og heimili á Íslandi þrá og þurfa mest á að halda? Vilj- um við ekki fyrst og fremst losna við þessar ófyrirsjáanlegu sveifl- ur í verðlagi og vöxtum og þar með greiðslubyrði skulda? Höfum við ekki fengið okkur fullsödd af því að vera fórnarlömb í fjár- hættuspili með afkomu okkar og atvinnu? Sjálf evran – er hún ekki höfuð- djásn og helsta hnoss Evr- ópusambandsins – sjálft haldreipi stöðugleikans? Mikið rétt. Þjóð sem hefur orðið fyrir gjald- miðilshruni, til viðbótar við hrun fjármálakerfis- ins, ætti að kunna öðrum þjóðum fremur að meta fyrirheit um traustan gjaldmiðil og þann stöðugleika í efnahagsumhverf- inu, sem í því felst. Við erum þessi misserin að upplifa afleiðingar gjaldmiðilshruns. Við erum að upplifa innflutningsverðbólgu og óbærilega vexti í kjölfarið. Okkur stendur mörgum hverjum ógn af því, hvernig gengis- eða verð- tryggð lán eru að stefna fjölskyld- um okkar í greiðslu- eða gjald- þrot. Nær 20.000 Íslendingar hafa misst vinnuna vegna þess að erlendar skuldir fyrirtækjanna hafa tvöfaldast í einu vetfangi. Þúsundir heimila horfa fram á að missa íbúðina um leið og atvinn- una. Þetta er neyðarástand. Og þetta neyðarástand er bein afleið- ing af því, að þjóðargjaldmiðill okkar, íslenska krónan, er hrun- inn. Flestir þeirra sem fást við það að reka fyrirtæki og hafa annað fólk í vinnu eygja enga von til framtíðar, aðra en þá að skipta um gjaldmiðil – taka upp evru. Hvernig má þá vera að ég lýsi áhyggjum mínum helst út af peningamálastefnu Evrópusam- bandsins? Er sjálf evran – sem á að vera lausnin – orðin að vanda- máli? Þetta virðist við fyrstu sýn vera dálítil þversögn. Það sem við nú eygjum sem höfuðkost, kann líka síðar meir að hafa í för með sér vandamál, sem kalla á aðrar lausnir. Hvað ætti það svo sem að vera? Eftir að við höfum einu sinni tekið upp evruna, með fyr- irheiti um allan þann stöðugleika sem því fylgir – þá getum við ekki fellt gengið. Þjóðartjón eða töfralausn? Hver var helsti kosturinn við krónuna að bestu manna yfirsýn á liðinni öld? Hann var að geta fellt gengi hennar eftir þörfum. Í upp- hafi var íslenska krónan jafngildi dönsku krónunnar. Núna þarf ca. 2.000 íslenskar krónur til að vega upp eina danska. Þetta má orða svo, að hagstjórnin á Íslandi hafi reynst vera tvö þúsund sinnum lélegri en í Danmörku. Og þetta teljum við okkar íslensku krónu helst til ágætis! Hún er svo sveigj- anleg, segjum við. Hvað er gengisfelling? Hún er afleiðing óstjórnar og viðurkenn- ing á mistökum. En hún getur líka verið viðbrögð við ytri áföll- um, sem við ráðum ekki við. Hún er aðgerð til þess að lækka fram- leiðslukostnað innanlands, eins og það heitir á máli atvinnurekenda. Á máli launþega heitir þetta hins vegar kauplækkun. Gengislækk- un bætir samkeppnishæfni og styrkir stöðu útflutnings. En hún er um leið efnahagslegt örþrifa- ráð – neyðarúrræði, þótt hún geti á stundum verið óumflýjanleg. Gengishrunið, sem við erum nú að ganga í gegnum, hefur valdið fyrirtækjum og heimilum þung- bæru böli. Á sama tíma er lágt gengi krónunnar, eftir hrun, ávís- un á bætta samkeppnishæfni útflutnings- og samkeppnisgreina (t.d. ferðaþjónustu). Gengisfallið hefur snúið gífurlegum viðskipta- halla (og þar með skuldasöfnun) í viðskiptajöfnuð. Lággengi krón- unnar og styrking útflutnings- greina á að gera okkur kleift að afla meiri erlends gjaldeyris til að borga niður skuldir. Takist okkur að skilja skuldir einkaaðila eftir í þrotabúum gömlu bankanna, eiga Íslendingar þar með að geta unnið sig út úr kreppunni hraðar en þær þjóðir, sem búa áfram við hágengi og fjármálakerfi, sem er maðk- smogið af „vondum“ útlánum. Aftur til fortíðar Bíðum nú við. Er ekki verið að snúa hér öllu á haus? Er eftirsókn- arvert að hafa traustan gjaldmiðil, stöðugt verðlag og lága vexti eða ekki? Er hægt að mæla því bót, að búa við veikan gjaldmiðil og ófyrirsjáanlegar sveiflur í verð- lagi, greiðslubyrði skulda o.s.frv.? Hvert er svarið? Auðvitað er eft- irsóknarvert að búa við stöðug- leika. En ef það mistekst, þá hljóð- ar okkar gamla húsráð upp á það, að skjótvirkasta meðalið til að ná aftur bata sé að fella gengið. Gengisfelling er með öðrum hin eina sanna patentlausn landans. Það er inngróið í lífsreynslu Íslendinga, að leiðin út úr efna- hagslegum ógöngum – þegar fram- leiðslukostnaður innan lands er orðinn hærri en svo, að við getum selt fiskinn í útlöndum – sé sú að fella gengið. Enda hafa landstjórn- armenn íslenskir fellt gengið oftar en tölu verður á komið á lýðveld- istímanum. Þetta er ekki verri mælikvarði en hver annar á það, hvernig okkur hefur tekist til um hagstjórnina: Tvö þúsund sinnum verr en Dönum frá því við skildum við þá að borði og sæng. Elsta kynslóð núlifandi Íslend- inga hefur vanist því að hagstjórn- arfúsk af þessu tagi sé í lagi, af því að við getum alltaf reddað okkur út úr ógöngum með því að fella gengið. Kannski var okkur nokk- ur vorkunn meðan við bjuggum við einhæft og lokað hagkerfi með eina útflutningsgrein: Fisk. Hags- veiflan átti uppruna sinn í afla- brögðum og verðlagi á erlendum mörkuðum. Við fengum við hvor- ugt ráðið. Þetta var bara svona. Ef sjávarútvegurinn var í upp- sveiflu, þá hækkuðu öll laun og tilkostnaður. Ef fiskurinn var orð- inn dýrari en neytendur í útlönd- um vildu borga, þá lækkuðum við tilkostnaðinn – kaupið – með einu pennastriki. Við þurftum ekki að hafa áhyggjur af fjárflótta. Stjórn- völd héldu uppi ströngum gjald- eyrishöftum og erlend fjárfesting var engin. Við þurftum heldur ekki að hafa áhyggjur af samkeppnis- hæfni annarra atvinnugreina. Þær þrifust ekki við þessar aðstæður, umfram smáiðnað fyrir heima- markað og í skjóli tollverndar. Spurningin er: Getum við hald- ið þessu áfram? Eða öllu heldur: Getum við horfið aftur til fortíðar – eftir hrun? Veröld sem var Hvort sem okkur líkar betur eða verr, þá er þetta veröld sem var. Hlutdeild sjávarútvegsins í þjóð- arframleiðslunni er innan við 8% og hlutdeild hans í gjaldeyrisöfl- uninni var komin niður undir 30% fyrir hrun. Störf í sjávarútvegi og landbúnaði til samans eru innan við 11.000. Það er borin von, að þau 20.000 störf sem við þurfum nú að skapa, til þess að útrýma atvinnu- leysinu, verði til í sjávarútvegi og landbúnaði. Þorri Íslendinga vinnur nú þegar í atvinnugreinum, sem Hagstofan flokkar undir iðnað og þjónustu, verslun og viðskipti. Við rekum viðamikið skólakerfi, frá vöggu- stofu upp í háskóla, til að búa unga fólkið undir störf í þessum greinum. Þessi störf munu verða til í orkugeiranum og afleiddum greinum, í margvíslegum þekk- ingariðnaði, sem byggir á rann- sóknum og þróun, eða innfluttri tækni, og snýst m.a. um hugbúnað, hönnun, líftækni, lyfjaframleiðslu, heilbrigðis- og ferðaþjónustu o.fl.. Fyrir nú utan þær atvinnugreinar, sem verða til í framtíðinni, en við kunnum ekki einu sinni að nefna í núinu. Það sem þessar atvinnugrein- ar framtíðarinnar eiga flestar sameiginlegt er það, að til þess að vaxa og dafna þurfa þær að búa við stöðugleika. Fyrirtæki í þessum greinum byggja á áætl- unargerð og markaðsstarfi langt fram í tímann. Þau þurfa aðgang að erlendu fjármagni og erlendum mörkuðum, af því að heimamark- aðurinn er of smár. Grunnstærðir eins og t.d. gengi gjaldmiðilsins, verð aðfanga og afurða, aðgengi að fjármagni og greiðslubyrði skulda verða að vera þekktar og áreiðan- legar fram í tímann. Skammtíma- hugsun og reddingarhugarfar veiðimannasamfélagsins heyrir til liðinni tíð. Nýliðin reynsla, endalok tilraun- arinnar með Ísland sem alþjóð- lega fjármálamiðstöð, á grund- velli okkar gömlu og gengisfelldu krónu – myntsvæðis á stærð við smáborg í útlöndum – ætti að hafa kennt okkur þessa lexíu í eitt skipti fyrir öll. Nýja Ísland verður ekki byggt á svo ótraustum grunni. Okkur er lífsnauðsyn að tengjast stærra myntsvæði, sem getur fært okkur stöðugt efnahagsumhverfi. Ella munu atvinnugreinar fram- tíðarinnar ekki þrífast hér og fólk- ið, sem við menntuðum til starfa í þessum greinum, mun ekki búa hér. * * * * * Þegar við tökum upp evruna, verð- um við að semja um samkeppnis- hæft gengi í upphafi. Síðan stönd- um við frammi fyrir því verkefni, eins og aðrar þróaðar þjóðir, að viðhalda jafnvægi og þar með samkeppnishæfni í okkar þjóð- arbúskap með agaðri hagstjórn. Við getum t.d. ekki leyft okkur að semja um launahækkanir innan- lands langt umfram það sem ger- ist hjá viðskiptaþjóðum okkar. Og þá þýðir ekki að slá endalaust lán í útlöndum til þess að fara á fjárfest- ingar- eða neyslufyllirí, án þess að hugsa um morgundaginn. Við verðum m.ö.o. að fara að temja okkur ytri aga og festu í hagstjórn að minnsta kosti til jafns við Dani, sem við sögðum skilið við fyrir rúmlega hálfri öld. Því að við getum ekki mikið lengur reitt okkur á patentlausnir – geng- isfellingu gjaldmiðilsins – til að redda okkur eftir að allt er komið í kalda kol. Við verðum í framtíðinni að semja okkur að siðum annarra þjóða og laga þjóðarbúskapinn að breytilegum ytri aðstæðum, jafnt og þétt, með þeim hagstjórn- artækjum, sem við höfum yfir að ráða: Aga í ríkisfjármálum og virkum vinnumarkaðsaðgerðum. Eins og sýnt hefur verið fram á hefur mörgum smáþjóðum innan Evrópusambandsins tekist þetta, án þess að borga fyrir stöðugleik- ann með auknu atvinnuleysi. Hvers vegna ættum við ekki að geta það líka? Eigum við nokkurra annarra kosta völ? Höfundur lagði stund á sam- anburð hagkerfa við Harvard- háskóla 1976-77. Er ekkert að óttast? JÓN BALDVIN HANNIBALSSON Elsta kynslóð núlifandi Íslend- inga hefur vanist því að hag- stjórnarfúsk af þessu tagi sé í lagi, af því að við getum alltaf reddað okkur út úr ógöngum með því að fella gengið. www.live.is Sími: 580 4000 | Myndsendir: 580 4099 | skrifstofa@live.is Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verður haldinn mánudaginn 25. maí 2009 kl. 18.15 á Grand Hótel. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg ársfundarstörf. 2. og árangri sjóðsins. 3. Greint frá stefnumótun stjórnar. 4. Önnur mál. Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.