Fréttablaðið - 09.05.2009, Side 60

Fréttablaðið - 09.05.2009, Side 60
6 matur Sætir og SAFARÍKIR Hollir og svalandi eftirréttir eru tilvaldir á ljúfum sum- ardögum en henta annars allt árið um kring. Kristín V. Óladóttir hvetur fólk til að borða meiri ávexti. Ávextir og grænmeti ýmiss konar eru bráðholl og nauð syn leg næring. Útbúa má ýmsa góða drykki og eftirrétti úr þeim sem svala vel þorsta og hungri á heitum sumardögum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N Laukur ýmiss konar er mikið not- aður í matreiðslu og þykir hinn mesti bragðbætir. Laukur er not- aður í fleiri réttum í fleiri lönd- um en nokkuð annað grænmeti. Sums staðar er hann notaður til bragðauka en annars staðar eld- aður til átu einn og sér. Auk þess er hann bráðhollur og hafa rann- sóknir bent til þess að hann sé góður fyrir beinmyndun og geti jafnvel minnkað líkur á bein- þynningu. Háskólinn í Bern í Sviss gerði rannsóknir með tilraunarottur og var lauk bætt í fæðu þeirra. Niðurstöður sýndu að líkurnar á beinþynningu minnkuðu áberandi mikið. Mismunandi tegundir af villtum laukum voru einnig not- aðar sem lyf af indíánum Norður- Ameríku. Líkt og í dag var laukur oft notaður sem vörn eða lyf við kvefi. Laukur var einnig notaður við höfuðverk og stíflum í ennis- holum. - hs Fátt freistar okkar meira en sætir og safa- ríkir ávextir og allir þeir frábæru eftir- réttir sem við getum útbúið úr þeim,“ segir Kristín V. Óladóttir, hjúkrunarfræðingur og ráðgjafi hjá Íslensku vigtarráð- gjöfunum. „Mikilvægt er að við séum meðvituð um hvað við borðum og berum fram, ekki bara okkar vegna heldur ekki síður barnanna vegna. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni segir orðatiltækið og því vil ég hvetja alla til að borða meiri ávexti,“ segir Kristín en hún útbjó fyrir okkur auðveldar og fljótlegar uppskriftir að sum- arlegum ís og drykk sem fengn- ar eru úr nýrri bók frá Dönsku vigtarráðgjöfunum. „Bókin heitir Spis dig sund eftir Inge Kauffeldt, stofnanda samtakanna, en bókin er full af spennandi uppskriftum að hollum og góðum eftirréttum úr ávöxtum og öðru góðgæti,“ útskýr- ir hún og brosir. Á heimasíðu Íslensku vigtarráð- gjafanna, http://www.weightcon- sultants.com/is, má finna frekari upplýsingar um Íslensku vigtar- ráðgjafana og vörur frá þeim. -hs HEIMALAGAÐUR ÍS 100 g frosin ber, til dæmis hindber eða brómber 125 g grísk jógúrt Fljótandi sætuefni Vanillukorn Allt hráefnið er sett í bland- ara þar til ísinn verður léttur og mjúkur. Setjið í fal- legt glas og skreytið með berjum og myntu. Borðið strax. MELÓNUDRYKKUR 150 g melóna ½ lítri Sprite Zero Limesafi Myntublöð Mulinn ís Setjið melónu, lim- esafa og myntublöð í blandara og bland- ið vel. Bætið Sprite Zero saman við. Hellið í hátt glas ásamt muldum ís. Skreytið með limesneið. SVALANDI SÆLGÆTI E D Kristín bragðar hér á gómsætum ís með systurdóttur sinni, Heiðu Björk Garð- arsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRÁÐHOLLUR OG VIN- SÆLL BRAGÐBÆTIR Hollt og gott! Laukur þykir bráðhollur og rannsóknir benda til að hann sé góður fyrir bein- myndun og minnki líkur á beinþynn- ingu. Brunch á Nítjándu alla laugardaga og sunnudaga frá 11:30 - 14:00 Egg benedikt, stökkt beikon, fersk salöt, amerískar pönnukökur með sýrópi, nautasteik, lamb béarnaise, frönsk súkkulaðikaka og margt, margt fleira Frábært fyrir alla fjölskylduna www.veisluturninn.is Pantanir í síma 575-7500 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.