Fréttablaðið - 09.05.2009, Side 62

Fréttablaðið - 09.05.2009, Side 62
matur SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT wwwSniðugar vefsíður VIÐ MÆLUM MEÐ… ...HREINU OG TÆRU íslensku vatni. Svo er ekki verra e f það e r kolsýrt. Wasser- maxx-sóda- vatnstækin eru einföld í notk- un og hægt að stjórna því hve mikil kolsýra er sett út í vatnið. Það má síðan bragbæta með ýmsum efnum. Tæk ið fæst í nokkrum litum í Heimilistækjum og kostar frá 19.995 krón- um. ...NÝJUM SERVÍETTUM með myndum eftir listakonuna Heklu Björk Guðmundsdóttur, en lopapeysu- servíetturnar eftir hana hafa notið töluverðra vinsælda. Vorboðarnir lóan og tjald- urinn eru að þessu sinni viðfangs- efni Heklu. Servíettu- pakkinn kostar 690 krónur og fæst meðal ann- ars í versluninni Kokku. ...BABELL-DISKUNUM frá Koziol. Í vor- og sumarlínunni í ár eru tveir þrílitir diskar, annar er blár og hinn grænn. Neðsti diskurinn er dekk- stur og hinir fyrir ofan hver öðrum ljósari. Diskarnir fást í tveimur stærð- um og hægt er að setja þá tvo efstu af þeim minni ofan á þann stærri til að búa til fimm hæða disk. Babell-diskana má taka í sundur og stafla í öfuga röð, svo þeir taki minna p láss þegar þeir eru ekki í notkun. Fást meðal ann- ars í Kokku, minni gerð- in kostar 2.500 krónur o g s ú stærri er á 4.500 krónur. Matgæðingurinn Sigrún Þorsteinsdóttir á heiður- inn að vefsíðunni www.cafesigrun.com en þar er að finna kynstrin öll af hollum uppskriftum sem innihalda ekki hvítt hveiti, ger eða hvítan sykur. Þar eru uppskriftir að kjöt-, fisk-, og grænmetis- réttum, súpum, salötum, kökum og ungbarna- mat auk þess sem hægt er að skoða, prenta út og senda inn uppskriftir, senda fyrirspurnir, lesa hugleiðingar um heilsu og fleira. Á www.svangur.is fer Árni Björn Helga- son yfir grundvallaratriði í eldhúsinu. í stuttum myndskeiðum má til dæmis sjá hann skera epli, appelsínur, lauk og sveppi eftir kúnstarinnar regl- um. Þá fer hann yfir það hvernig á að úrbeina hrygg og læri, hluta niður kjúkling, gera hvíta sósu og fleira. Á slóðinni www.eating- well.com er hægt að finna meinhollar uppskriftir í fjöl- mörgum flokkum. Þar eru hugmyndir að morg- unmat, hádegismat, kvöldmat, nasli milli mála og ýmsu fleiru. Þá eru ráðlegging- ar um samsetningu fæðunnar, næringargildi fæðutegunda auk þess sem gefnar eru hugmyndir að fæðuvali fyrir fólk með ákveðna sjúkdóma eða fólk á tilteknum aldri. ...EINFALDRI ísgerðarvél eins og þessari sem býr til einn lítra af ís á aðeins 35 mínútum. Vélin sem kallast Philips HR2304 fæst í Heimilistækj- um og kostar 12.995 krónur. Blaðberinn minn fer með mér í Sorpu Núna er ekkert mál að endurvinna! Blaðberi Fréttablaðsins er handhæg taska undir dagblöð og ýmsan annan pappír sem fellur til á heimilinu. Blaðberinn kostar ekki neitt og kemur þér á lagið með að endurvinna dagblaðapappír. Nældu þér í Blaðbera og geymdu hann á góðum stað. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24, alla virka daga, frá kl. 8-17, á meðan birgðir endast. F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.