Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.05.2009, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 09.05.2009, Qupperneq 64
36 9. maí 2009 LAUGARDAGUR Skuldir íslenskra heimila 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 150% 200 250 300 S érfræðingar segja okkur að íslenska þjóð- in hafi eytt um efni fram í góðæri undan- farinna ára. Þegar leit- að er eftir sjónarmiði landsmanna kemur í ljós að fæst- ir vilja kannast við að hafa sjálfir eytt mikið um efni fram. En töl- urnar tala sínu máli. Aðstæðurnar undanfarin ár, sér í lagi 2004, 2005 og 2007, voru afskaplega hagstæðar íslensk- um heimilum, að mati sérfræð- inga Seðlabankans. Kaupmáttur jókst, atvinnuleysi var í lágmarki og framboð á lánsfé óx. Á sama tíma hækkaði fasteignaverð hratt, heimildir Íbúðalánasjóðs til útlána rýmkuðust og bankarnir komu inn á íbúðalánamarkaðinn. Allt þetta leiddi til þess að staða heimilanna styrktist. Greiðslu- byrði minnkaði þrátt fyrir að skuldir ykjust mikið, og heimil- in gátu í auknum mæli tekið lán gegn veði. Skuldir heimilanna voru í sögu- legu hámarki í árslok 2008, þegar þær voru um 272 prósent af árleg- um ráðstöfunartekjum. Skuldirn- ar voru með öðrum orðum orðnar tæplega þrefalt meiri en ráðstöf- unartekjurnar. Hlutfallið hefur hækkað gríðar- lega frá árinu 2000, þegar það var um 178 prósent. Þá voru skuldirn- ar tæplega tvöfalt meiri en ráð- stöfunartekjur. Í nýlegu morgunkorni Grein- ingar Glitnis kemur fram að þetta hlutfall sé afar hátt saman- borið við önnur þróuð hagkerfi. Á meðan hlutfallið er 272 prósent hér á landi er það 134 prósent í Bandaríkjunum, 140 prósent á Spáni og 180 prósent á Írlandi. Heildarskuldir þrefaldast Á níu ára tímabili, frá árinu 2000 til ársloka 2008, hafa heildar- skuldir íslenskra heimila ríflega þrefaldast. Árið 2000 skulduðu heimilin um það bil 614 milljarða króna, en í árslok 2008 var skuldin komin í 2.017 milljarða. Sé tekið mið af verðbólgu, og skuldirnar um aldamót reiknað- ar upp á verðlag í árslok 2008, er munurinn samt tvöfaldur. Skuld- irnar hafa hækkað úr þúsund milljörðum árið 2000 í tvö þúsund milljarða árið 2008. Heimilum landsins hefur fjölg- að talsvert frá árinu 2000, en jafn- vel þótt skuldunum sé deilt niður á heimilin er aukningin mikil. Árið 2000 skuldaði hver fjölskylda að meðaltali 5,5 milljónir króna. Í lok síðasta árs voru skuldir hvers íslensks heimilis að meðal- tali 16,1 milljón. Séu skuldir hvers heimilis árið 2000 reiknaðar upp á verðlag ársloka 2008 skuld- aði hvert heimili að meðaltali 9,1 milljón króna. Skuldaukning hvers heimilis er því að meðaltali tæp- lega 77 prósent milli áranna 2000 og 2008, þegar tekið hefur verið tillit til þróunar verðlags. Um það bil fjórar af hverjum fimm fjölskyldum eiga fasteignir, sem gerir um 80 þúsund heimili. Af þeim sem eiga fasteign má gera ráð fyrir því að fjórðungur skuldi ekkert í eign sinni. Þar sem obbinn af skuldum heimilanna er vegna fasteignakaupa deilast skuldirnar fráleitt jafnt niður á landsmenn. Skuldir hverrar fjölskyldu sem á annað borð skuldar eru því tals- vert hærri en meðaltalið. Ráðstöfunartekjur aukast Þó að landsmenn hafi verið afar duglegir að taka lán á síðustu árum þyrfti það eitt og sér ekki að vera merki um að eytt hafi verið um efni fram. Breytingin myndi þannig litlu skipta ef auknar lán- tökur hefðu haldist í hendur við auknar ráðstöfunartekjur. Ráðstöfunartekjurnar hafa auk- ist umtalsvert frá árinu 2000, en langtum minna en skuldirnar. Árið 2000 höfðu heimili landsins úr 569 milljörðum úr að moða, á verðlagi desember 2008. Í árslok 2008 voru ráðstöfunartekjurnar 741 milljarðar. Aukningin er um 30 prósent. Þá á þó eftir að gera ráð fyrir fólksfjölgun á tímabilinu. Ráðstöf- unartekjur meðalfjölskyldu árið 2000 voru um 5,1 milljón króna á ári, á verðlagi ársins 2008. Árið 2008 voru ráðstöfunartekjurnar að meðaltali 5,9 milljónir. Ráðstöfunartekjur jukust því um 15 prósent frá árinu 2000 til ársloka 2008. Á sama tíma jukust skuldir hverrar fjölskyldu að með- altali um 77 prósent. Samkvæmt bráðabirgðaniður- stöðum starfshóps Seðlabankans, sem kannað hefur áhrif fjármála- kreppunnar á efnahag heimila, er mikill meirihluti skulda heim- ilanna vegna fasteignakaupa í íslenskum krónum. Alls hafa um 89 prósent heimila fasteignalán sín aðeins í krónum, þrjú prósent eru einungis með fasteignalán í erlendri mynt, og átta prósent hafa blönduð lán. Vilja ekki kannast við eyðsluna Aðeins einn af hverjum sex sem tóku þátt í skoðanakönnun Fréttablaðsins nýlega viðurkenndi að hafa eytt mikið um efni fram þegar góðærið var sem mest. Það rímar illa við tölur sem sýna að lán íslenskra heimila hafa blásið út undanfarin ár. Brjánn Jónasson kynnti sér hvernig skuldir heimilanna tvöfölduðust frá aldamótum á meðan ráðstöfunartekjurnar jukust um þriðjung. GÓÐÆRI LOKIÐ Víða má sjá merki þess að landsmenn hafi ætlað sér um of í neyslugleði góðærisins. Varað var við því þegar bankarnir fóru inn á íbúðalánamarkaðinn að það gæti freistað einhverra að endurfjármagna húsnæðið og fá þannig auka lánsfé fyrir almenna neyslu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Það þarf ekki annað en að líta á hallann á utanríkis- viðskiptum til að sjá að við eyddum um efni fram,“ segir Þórólfur Matthí- asson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Aukin skuldsetn- ing heimilanna sé einnig skýrt dæmi um það, þó að hluti þeirrar hækkunar skýrist af hækkandi fasteignaverði. Þórólfur skellir skuldinni að mestu leyti á stjórnvöld. „Að stórum hluta til var fólk að setja sig í skuldir til að geta tekið út neyslu núna út á tekjur í framtíð- inni. Almenningur hljóp út í þann ramma sem stjórnmálamennirnir mörkuðu,“ segir hann. Á sama tíma og gengi krón- unnar hafi verið látið á flot hafi stjórnvöld farið í þensluhvetjandi aðgerðir eins og Kárahnjúkavirkj- un, skattalækkanir og hækkun lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs, og útgjöld ríkisins hafi þanist út. ÞÓRÓLFUR MATTHÍASSON Aðeins litlum hluta þeirra sem tóku þátt í símakönnun Fréttablaðsins nýlega þóttu þeir sjálfir hafa eytt mikið um efni fram í góðærinu. Um 16,5 prósent sögðust hafa eytt mikið eða mjög mikið um efni fram. Um 2,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust hafa eytt mjög mikið um efni fram, og 14,2 prósent sögðust hafa eytt mikið um efni fram. Alls sögðust 21,3 prósent hvorki hafa eytt mikið né lítið um efni fram. Meirihluti sagðist hafa eytt mjög litlu eða litlu umfram það sem fjárhagurinn leyfði. Um 19 prósent sögðust hafa eytt lítið um efni fram, og 43,3 prósent mjög lítið. Lítill munur var á svörum karla og kvenna, en karlar virtust þó frekar hafa eytt um efni fram. Þá virðast íbúar höfuðborgarinnar frekar kann- ast við að hafa eytt mikið umfram það sem fjárhagur leyfði en íbúar landsbyggðarinnar. Hringt var í 800 manns þriðjudag- inn 7. apríl, og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Spurt var: Finnst þér að þú hafir eytt um efni fram í góðærinu? Alls tóku 97,6 prósent afstöðu til spurningarinnar. Skellir skuldinni á stjórnvöld 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 20 15 10 5 0 9,6 9,9 9,8 10,6 12,4 14,0 15,0 16,1 Meðalskuldir hverrar fjölskyldu 9,1 UPPHÆÐIR ERU Í MILLJÓNUM KRÓNA HEIMILD: GREINING ÍSLANDSBANKA OG HAGSTOFA ÍSLANDS Á verðlagi desember 2008 Hlutfall skulda af ráðstöfunartekjum heimila árið 2006 Danmörk Holland Ísland Noregur Ástralía Bretland Svíþjóð Portúgal Bandaríkin Spánn Japan Kanada Finnland Þýskaland Frakkland Austurríki Belgía Ítalía 0 50 100 150 200 250 300 350 308% 248% 213% 204% 191% 169% 144% 141% 140% 133% 131% 129% 112% 105% 89% 69% 87% 83% Þriðju mestu eyðsluklærnar Íslendingar voru í þriðja sæti af átján á lista Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) yfir skuldsettustu heimilin miðað við ráðstöfunartekjur vegna ársins 2006. Árið 2006 voru skuldir íslenskra heimila ríflega tvöfalt meiri en ráðstöfunartekjur á árinu. Aðeins í Danmörku og Hollandi var hlutfallið óhagstæðara. HEIMILD: SEÐLABANKI ÍSLANDS Mjög mikið 2,3% Mikið 14,2% Hvorki né 21,3% Lítið 19,0% Mjög lítið 43,3% Einn af hverjum sex segist hafa eytt mikið eða mjög mikið um efni fram Finnst þér að þú hafir eytt um efni fram í góðærinu? 272% Hlutfall af ráðstöfunartekjum HEIMILD: GREINING ÍSLANDSBANKA 191% 178% Tilhneiging til hjarðhugsunar Spurningin hvort Íslend- ingar hafi eytt um efni fram er röng ef hún miðar að því að koma sökinni á hruninu yfir á alla Íslendinga, segir Sigríður Þorgeirsdóttir, dósent í heim- speki við Háskóla Íslands. „Þessi spurning er röng ef hún hefur þann tilgang að breiða yfir rotið siðferði sem hefur grafið um sig í pólitík og viðskiptalífinu og ef hún á að draga athygli frá klíkuhugarfari í pólitík og í fyrir- tækja- og stofnanamenningu. Hér hafa mörkin milli stjórnmála og viðskipta máðst út í þágu skamm- tímagróðavæðingar,“ segir Sigríður. „Þessi spurning á einungis rétt á sér ef þessar aðstæður eru hafðar í huga. Í litlu samfélagi er tilhneig- ing til hjarðhugsunar, og hér hefur ríkt mikil efnishyggja, en þar fyrir utan eyðir fólk oft í samræmi við aðstæður,“ segir hún. „Þessi spurning er að lokum röng ef einblínt er á flatskjáina og horft er fram hjá því sem Íslendingar töpuðu vegna þeirra stjórnunar-, samskipta- og við- skiptahátta sem voru látnir líðast í skugga spillingar,“ segir Sigríður. Neytandinn verður að hugsa „Það er alveg augljóst að íslenska þjóðin eyddi um efni fram, það var aukinn kaup- máttur og aukin skuldasöfnun heimila,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Samtaka fjárfesta. „Ég held að það séu miklar langanir fólks í neyslu, rúmur aðgangur að lánsfé og lítil fyrir- hyggja sem hafi valdið þessu,“ segir Vilhjálmur. „Það er þversögn að skuldir heimilanna skuli aukast í góðæri. Það er alltaf neytandinn sem verður aðeins að hugsa sjálf- ur. Það er réttara að herða sultar- ólina í góðæri, og nota tækifærið til að greiða niður skuldir.“ VILHJÁLMUR BJARNASON SIGRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.