Fréttablaðið - 09.05.2009, Síða 68

Fréttablaðið - 09.05.2009, Síða 68
 9. maí 2009 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is STEFÁN JÓNSSON RITHÖFUNDUR FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1923. „Það skiptir svo sem ekki máli hvernig menn hrasa en hitt getur skipt sköpum hvernig menn rísa á fætur.“ Stefán Jónsson var fréttamað- ur á Ríkisútvarpinu og rithöf- undur. Að breyta fjalli hét ein af bókum hans. Kirkja Óháða safnaðarins við Háteigsveg er komin í hátíða- búning enda á að fagna 50 ára vígsluafmæli hennar á morg- un með viðhöfn. Blaðamaður rölti þar við á leið úr vinnu einn daginn í vikunni. Hefur fylgst með hvernig flikkað hefur verið upp á kirkjuna og kirkjulóðina að undanförnu svo að til fyrirmyndar er og langar að forvitnast um viðburðinn sem fram undan er. Sumarblómin við stéttina kinka glaðlega kolli og frá org- elinu berast fagrir tónar þegar stigið er inn fyrir þröskuld- inn. Ekki skortir heldur gestrisnina hjá prestinum spaug- sama, sr. Pétri Þorsteinssyni. „Komdu og fáðu þér súpu og brauð í neðra,“ segir hann og býður til borðsalar í kjallar- anum þar sem sjálfboðaliðar við tiltekt og hreinsun eru að seðja hungrið. Þrátt fyrir ilmandi matarlykt er vistin í neðra afþökkuð og formaður vígsluafmælisnefndar, Eiður Har- aldsson, leitaður uppi. Hann reynist vera úti á lóð enda fyrr- verandi jarðvinnuverktaki. Tekur því samt vel að vera taf- inn smástund. „Ég man eftir mér sem barni að hreinsa mótatimbur hér með afa mínum þegar kirkjan var í byggingu. Þó að ég hafi ekki starfað mikið í söfnuðinum langaði mig að sýna þessu húsi virðingu og hef unnið hér við endurbætur síðasta ár, ásamt fleirum. Nú er allt að verða klárt fyrir afmælið enda ætlum við að gera okkur glaðan dag og vonum að bæði safn- aðarfólk og nágrannar heilsi upp á okkur,“ segir hann og lýsir dagskránni með nokkrum orðum. „Dagskráin hefst klukkan 12 og verður úti við til að byrja með. Þar verður boðið upp á pylsur og brugðið á leik með yngri kynslóðinni. Blásarar spila hér líka um stund áður en messan byrjar klukkan tvö. Sr. Pétur leiðir hana og kórinn syngur undir stjórn Kára Allanssonar en hátíðarræðu flytur Hólmfríð- ur Guðjónsdóttir, fyrrverandi safnaðarformaður til margra ára. Á eftir verður svo boðið upp á veglegar kaffiveiting- ar.“ Svo saga Óháða safnaðarins sé rifjuð upp þá var hann stofnaður árið 1950 en var án eigin kirkju fyrstu níu árin. Þessi var svo reist að miklu leyti fyrir gjafafé og í sjálfboða- vinnu undir stjórn Einars Einarssonar trésmíðameistara og lóðina gaf ein safnaðarkonan, Ingibjörg Ísaksdóttir ásamt börnum sínum. Gunnar Hansson var arkitekt að kirkjunni og hún hefur hlotið viðurkenningu fyrir stílfegurð. Prestar safnaðarins hafa verið fjórir frá upphafi, sr. Emil Björns- son, sr. Baldur Kristjánsson, sr. Þórsteinn Ragnarsson og sr. Pétur Þorsteinsson sem tók við brauðinu 1995. Eiður segir safnaðarstarfið alla tíð hafa verið öflugt. „Kirkjan á marga hollvini og þó að sóknin sé ekki staðbund- in er samheldni mikil innan safnaðarins.“ gun@frettabladid.is KIRKJA ÓHÁÐA SAFNAÐARINS: Á FIMM- TÍU ÁRA VÍGSLUAFMÆLI Á MORGUN BOÐIÐ Í KAFFI Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, Guðmundur Óskarsson frá Eyri, f. 30.08.1926 - d. 05.05.2009, fyrrv. lögregluvarðstjóri í Kópavogi, andaðist að morgni 5. maí á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju 14. maí kl. 15. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið og líknarstofnanir. Þuríður Guðmundsdóttir Kristinn K. Guðmundsson Óskar Guðmundsson Guðmundur Ragnar, Kristín María og Ragnheiður Elísabet Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnsteinn Lárusson skósmíðameistari, Látraströnd 20, Seltjarnarnesi, lést á heimili sínu aðfaranótt 7. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðbjörg Ólafsdóttir Lárus Gunnsteinsson Dagmar Rósa Guðjónsdóttir Ólafur Grétar Gunnsteinsson Kjartan Gunnsteinsson Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir afabörn og langafabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegu móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Arnfríðar Kristrúnar Sveinsdóttur Hrísmóum 1, áður Lækjarfit 6. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð fyrir góða umönnun. Sigurlaug Stefánsdóttir Jóhannes Hjaltested Sveinn Viðar Stefánsson Sigríður Brynjúlfsdóttir Heiða Sólrún Stefánsdóttir Jón Sigfússon Guðmundur Stefánsson Unnur Jóhannsdóttir Guðný S. Stefánsdóttir Hörður S. Hrafndal barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður, faðir, afi og langafi, Benedikt Bjarni Kristjánsson Þykkvabæ 5, andaðist á Landspítalanum 7. maí 2009. Fyrir hönd aðstandenda, Bergþóra Gunnbjört Kristinsdóttir Svava Benediktsdóttir Guðmundur Birgir Salómonsson Ágúst Benediktsson Sigríður Margrét Sigurðardóttir Gréta Benediktsdóttir Kristján Knútsson Ásta Benediktsdóttir Sigmar Arnar Steingrímsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Bryndís Guðmundsdóttir Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 26. apríl á líknardeild Landakotsspítala, verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn 12. maí kl. 15.00. Hildur Pálsdóttir Hafsteinn Garðarsson Gísli Pálsson Katrín Pálsdóttir Ingibjörg Pálsdóttir Steinar Berg Ísleifsson Birna Pálsdóttir Helgi Pétursson barnabörn og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Guðfinnu P. Hinriksdóttur frá Flateyri, Litlu Grund, Reykjavík. Enn fremur færum við stjórnendum og starfsfólki Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar sérstakar þakkir fyrir einstaka umhyggju og alúð sem henni var sýnd. Guðrún Greipsdóttir Sigurður Lárusson Hinrik Greipsson Ásta Edda Jónsdóttir Eiríkur Finnur Greipsson Guðlaug Auðunsdóttir Guðbjartur Kristján Greipsson Svanhildur Bára Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Sími: 525 9930 hotelsaga@hotelsaga.is www.hotelsaga.is Hótel Saga annast erfidr ykkjur af virðingu og alúð. Fágað umhverfi, góðar veitingar og styrk þjónusta. Erfidrykkjur af alúð Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Helga Hjartardóttir Seljahlíð, Hjallaseli 55, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 12. maí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarsjóð Blindrabókasafns Íslands. Guðborg Jónsdóttir Þórarinn Lárusson Örn Jónsson Elín Jóhanna Elíasdóttir Ólafur Jónsson Guðbjörg Árnadóttir Bjarni Jónsson Lilja Steinunn Svavarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og jarðarfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Sigríðar Símonardóttur Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar G-2, Hrafnistu Reykjavík. Valgerður Kr. Gunnarsdóttir Guðmundur S. Sveinsson Símon Á. Gunnarsson Guðrún M. Benediktsdóttir Kristján Gunnarsson Sjöfn Sigþórsdóttir barnabörn og langömmubörn. MOSAIK FORMAÐUR AFMÆLIS- NEFNDAR Eiður Haralds- son við nýmálaða kirkju Óháða safnaðarins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.