Fréttablaðið - 09.05.2009, Page 80

Fréttablaðið - 09.05.2009, Page 80
52 9. maí 2009 LAUGARDAGUR Tveir skemmtistaðir í miðborg Reykjavíkur frumsýndu nýtt útlit á fimmtudagskvöldinu. Þetta voru Thorvaldsen og Íslenski barinn þar sem Kaffibrennslan var áður til húsa. Austurvöllur iðaði af lífi og ljóst að Íslendingar eru smám saman að jafna sig eftir að svæðið logaði í óeirðum í kringum búsáhaldabyltinguna frægu. Ljósmyndari Frétta- blaðsins var á staðnum og drakk í sig stemninguna, sem reyndist ósvikin. Fjörugt fimmtudagskvöld í Reykjavík SÁTTAR Þær Elísabet Heiður, Emma og Freyja voru ánægðar með nýtt útlit á Thor- valdsen. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Í STUÐI Oddur Hauksson og Halla Kristjánsdóttir voru meðal gesta á Thorvaldsen. LITU INN Elín Baldvinsdóttir og Kolbrún Árnadóttir stöldruðu við á Thorvaldsen. SKEMMTILEGT Kristínu Ólafsdóttur og Bryndísi Grétarsdóttur þótti nokkuð skemmtilegt á Thorvaldsen. HÝRAR Á BRÁ Valdís Árnadóttir, eigandi Thorvaldsen, og Jóhanna Karlsdóttir voru nokkuð glaðar í bragði. KALDIR Á KANTINUM Þeir Albert Þór og Björn Atli voru nokkuð svalir á Íslenska barnum. ÁNÆGÐAR Þeim Matthildi Bjarnadóttur og Snædísi Björt leist vel á það sem þær sáu á Íslenska barnum. Á GALEIÐUNNI Telma Eir, Tinna Eik og Sunna Rut kíktu á Íslenska barinn. MIKLAR BREYTINGAR Eyþór Mar, Hafþór Sveinsson og Tómas Kristjánsson, eig- andi Íslenska barsins, voru sáttir við þær breytingar sem átt höfðu sér stað. Breska fyrirsætan Kate Moss hefur undirritað samning við bókaforlagið Virgin Books um útgáfu á sjálfsævisögu hennar. Talið er að Moss fái um eina milljón punda í vasann, eða rúmar 190 milljónir íslenskra króna. Munnlegt samkomulag um útgáfu bókarinnar var gert fyrir þremur árum en ekkert varð af henni vegna vandræða Moss í einkalífinu. Þá höfðu fjölmiðlar komist á snoðir um kókaínnotkun hennar og í framhaldinu þurfti hún að taka á öllu sem hún átti til að halda fyrirsætuferlinum gang- andi. Ekki hefur verið ákveð- ið hvenær ævisagan kemur út en hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu. Búast má við að Moss láti þar allt flakka, þar á meðal um eitur- lyfjanotkun sína, ástarsamband sitt við rokk- arann Pete Doherty og sambönd sín við fjölda annarra stjarna í gegn- um tíð- ina. Ævisaga frá Kate Moss KATE MOSS Breska fyrirsætan er með sjálfsævisögu í undir- búningi. ...Nú færðu Losec mups* án lyfseðils í næsta apóteki! Nýtt! FÆRÐUBRJÓSTSVIÐAEÐA SÚRT BAKFLÆÐI?... *Omeprazol annt um líf og líðan Notkunarsvið: Losec Mups sýruþolnar töfl ur innihalda efnið omeprazol sem hemur magasýruframleiðslu. Losec Mups er notað við tilfallandi brjóstsviða og súru bakfl æði. Ekki má nota lyfi ð ef þú ert með ofnæmi fyrir omeprazoli eða einhverju öðru innihaldsefnanna eða samhliða lyfjum sem innihalda atazanavir. Gæta skal varúðar ef þú færð einhver af eftirtöldum einkennum: Verulegt þyngdartap, endurtekin uppköst, kyngingarerfi ðleika, blóðuppköst eða blóð í hægðum. Þá skal hafa samband við lækni. Látið lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð. Meðganga og brjóstagjöf: Losec Mups má nota á meðgöngu. Konur með barn á brjósti eiga að leita ráða hjá lækni áður en notkun hefst. Skömmtun: Ein Losec Mups 20 mg tafl a ekki oftar en einu sinni á sólarhring. Ef einkennin hafa ekki horfi ð eftir 14 daga stöðuga notkun skal hafa samband við lækni. Gleypa á töfl urnar heilar með ½ glasi af vökva. Hvorki má tyggja þær né mylja. Töfl urnar má leysa upp í vatni eða einhverjum súrum vökva (t.d. ávaxtasafa) og taka þannig inn. Það skiptir ekki máli hvort Losec Mups er tekið inn með eða án matar. Algengustu aukaverkanir eru: Höfuðverkur, niðurgangur, ógleði/uppköst, kviðverkir, hægðatregða og aukinn vindgangur. Lesið vandlega allan fylgiseðilinn sem fylgir lyfi nu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Mars 2009.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.