Skinfaxi - 01.03.1925, Blaðsíða 5
SKINFAXI
i.*
maður geti unnið sigur, þegar við erfiðleikajötna er
að etja, er það, að fenginn sé foringjahugsun og svo
ótal hugsanir, er fylgja henni og, að á þeim sé gott
skipulag.
Öll menning, hvar sem er og livenær sem er, hefir
orðið til, af því að foringjahugsunin liefir verið sterk.
Sama er livert litið er, hvort vér svipumst um í heimi
lista, vísinda-, trúar- eða þjóðþrifa. Foringjahugsun,
sem vinna skal stórvirki, skapa þeir einir, sem eru
andleg mikihnenni. Aðrir geta lagt til lið, það getur
hver kotungur, af því að enginn er svo armur, að eigi
liafi hann hugsanaforráð. Má því likja liverjum manni
við liersir eða goða, er getur veitt foringjahugsun vígs-
gengi.
Gerum ráð fyrir þvi, að vér sé öll foringjar, sem
eiga að ráða fyrir hersveit mikilli. Oss er svo skipað
að gera áhilaup á óvinahersveitir. pær eru miklar og
harðsnúnar, og þvi er nauðsynlegt, að liersveitir vor-
ar reynist eigi liðleskjur. Engum myndi detta í lmg
að leggja til orrustu, án þess fyrst að láta hermennina
temja sér vopnaburð. Betra er að hafa fámenna sveit,
sem er vel tamin, hlýðir tafarlaust og er því samtaka,
en að hafa fjölmenna sveit, þar alt skipulag vantar,
liver liöndin verður upp á móti annari. Eg segi yður
satt, að slíkur lier verður eigi sigursæll. Öllum er það
ljóst og fyrir iþvi er lögð mikil vinna í iðkanir, áður
lagt. er til orrustu.
En margur maður gerir sér eigi grein fyrir því, að
hugsanir eru hermenn, sem liann hefir bæði til sóknar
og varnar. Hann leggur því minni rækt við þær en
skyldi. Ilann kennir þeim eigi lilýðni, hann lofar þeim
að fara á víð og dreif, þegar þær eiga að ganga i þéttri
fylkingu. Hann iþolir þeim meira að segja, að eigast
ilt við, þar sem hver bugsun ræður á aðra, í stað þess
að berjast hlið við hlið. Eigi er von að vel fari, þar
svo er stjórnlaust.